Morgunblaðið - 01.03.1960, Page 3

Morgunblaðið - 01.03.1960, Page 3
Þriðjudagur 1. marz 1960 MORCV'NBl4 ÐIÐ 3 Skáld MOSKVU. — Boris Paster- nak, sem átti sjötugs afmæli 10. febr. s.l., hefur lokið við nýja bók — fyrstu bókina, sem hann hefur samið, síðan hann fullgerði „Dr. Zhivago". Þetta er leikrit í fjórum þáttum og gerist í Rússlandi á dögúm keisaraveldisins, þeg ar lausn ánauðugra manna stóð fyrir dyrum fyrir einni öld, Aðalpersónan er ánauð- ugur maður, sem er jafnframt fi'ábær fioluleikari. Að því er náinn vinur Pasternaks í Moskvu segir, er leikritið táknrænt; Pasternak gefur í skyn í þessu verki, að í fiðluleiknum og tónlist- inni öðlist hinn ánauðugi miklu meira „frelsi" en hús- bóndi hans, sem á fjölda þræia. Pasternak hefur sagt, að hami vonist til að geta sent eintak af handriti sínu til út- gefanda í Lundúnum. Undir eftirliti Síðan gauragangurinn varð sem mestur út af „Dr. Zhi- vago“, hefur Pasternak lifað kyrrlátu lífi í Peredelkino, rit höfundanýlendunni, sem ér um 20 mílur frá Moskvu. — Hann og kona hans eiga ekki við neina fjárhagsörðugleika að stríða. Embættismaður við Goslitis dat, útgáfufyrirtæki ríkisins., sagði vi mig: „Pasternak rauf samning sinn við útgáfufyrirtæki okk- ar með því að láta gefa „Dr. Zhivago“ út erlendis án sam- þykkis okkar. En við höfum eftir sem áður greitt honum höfundarlaun. Nýlega fékk hann álitlega fjárhæð fyrir þýðingu sína á „Faust“ eftir Goethe. Nú er verið að sýna í leikhúsi í Moskvu „Maríu Stúart“ eft ir Schiller í þýðingu Paster- naks. Eins og aðrir leikrita- þýðendur fær hann 2% af and virði miða, sem seljast á hverja sýningu. Hvað sem því líður, virðist Pasternak vera undir eftirliti sovézkra yfirvalda eins og maður, sem hefur fengið skil- orðsbundinn dóm. Sá orðróm ur gengur í Moskvu, að opin- berum aðilum hafi mislíkað, að Pasternak lét sjá sig á hljómleikum og leiksýningu, eins og skýrt var frá í heims fréttum. Frú Vera Inber, sem er 73 ára og áhrifamikil í þeirri nefnd Rithöfundasambandsins er vísaði Pasternak úr Sam- bandinu 1958, sagði við mig: „Boris Leonidovich hefur ort dásamlega um náttúruna og rússneskt landslag. — Það olli mér sársauka, miklum sársauka, að lesa „Dr. Zhi- vago“. Hylli stjórnarvald- anna Ég held hann ætti að skrifa eitthvað núna til að finna aft- .. ^ \t\<) ttt o í k , f <r>*ySvJP / 4fjjr y- •il': n\>k s . :»í Í^.X : '>? ' ■?> ?«•<»> =5 *v,- • ' ■■■■■>:-. .. .. •><« - '->v vv; í<v „ STAKSTEI^AR $ :• - x'j' 'tðzgy ú Í£ •r*,í'íS Síðan gauragangurinn varð msetur út af Dr. Shivago, hefur Pasternak lifað kyrrláta lífi í rit- hofunðanýlendunni skammt frá Moskvu. með undirhöku eflir Alan Hloray - Williams ur náð fyrir augum starfs- bræðra sinna“. Vera má, að leikrit Paster- naks sé tilraun til að öðlast aftur hylli stjórnarvaldanna. Leikritið kemur út á hentug- um tíma, þar sem 100 ár eru liðin á næsta ári frá afnámi átthagafjötranna. En það virð ist einnig hugsanlegt, að í leik ritinu sé á táknrænan hátt sýnd og gagnrýnd biturlega en ltænlega staða skapandi listamanns í Sovétríkjunum undanfarna áratugi. Óánægja vegna afskipta hins opinbera af bókmennt- um er ótvírætt láíin í ljós af hálfu ýmissa ungra mennta- rnanna í Moskvu. Lögfræðistúdent, 22 ára að aldri, sem ég hitti í veitinga- húsi, sagði við mig: „Við er- um búnir að fá alveg nóg af sósíalisku raunsæi. Við ætlum að mola það niður“. í aðalbækistöðvum Rithöf- undasambandsins í Voronsky- götu sat ég nærri klukkustund á tali við Yevgeny Yevtus- henko. Hann er 25 ára og þekktastur af ungskáldum í Sovétríkjunum og var á sín- um tíma talinn hálfgerður uppreisnarmaður. Hann sagði við mig: * „Sovézkir æskumenn hafa mikinn áhuga á nútíma bók- menntum í öðrum löndum. Til dæmis hafa þýðingar á verk- um „reiðu, ungu mannanna* í Bretlandi vakið mikla at- hygli. Okkar kynslóð kann vel að meta kímnina og miskunnar- laust 'raunsaeið í verkum höf- unda á borð við Amis, Wain og Osborne. „Luck/ Jim“ eft- ir Amis hefur verið lesin og rædd um gervöll Sovétríkin. Ég -fyrir mitt ley 'i hafði ákaf- lega gaman af bókinni. En ungu höfundarnir ykkar eru svo neikvæðir — þeir eru alltaf að ráðast á eitthvað. Við erum að berjast fyrir eitt hvað — fyrir framtíð föður- landsins. Er það satt, ag flestir ykkar „reiðu, ungu manna“ séu orðn ir feitir og búnir að fá undir- höku?“ Yevtushenko, sem er bónda sonur, er grannur, ljóshærður, laglegur ungur maður, með viðkyæmnislega andlitsdrætti, háttprúður og hlaðinn atorku, þegar eittihvað í umræð- unum örvaði hann og eldur brann úr slavneskum augum hans. Skáldfrægð sína á hann að nokkru leyti að þakka upp- lestrum úr kvæðum sínum á fjölmennum samkomum, en Mayakovsky tók upp þann sið á þriðja tugi aldarinnar, og sum hinna yngri skálda í Sovétríkjunum hafa endur- vakið þessa venju. Hann sagði mér, að. hann hefði stundum flutt kvæði (í gjallarhorn) fyrir allt að 10 þúsundir manna. Velmegun bíður þeitrra Áður en hann varð skáld að atvinnu, vann hann á sam- yrkjubúi og við skógarhögg. Hann kann ekkert erlent tungumál, en talar löngunar- fullt eins og rnargir ungir Sovétborgarar um útþrá sína. Fyrstu kvæði hans fólu í sér gagnrýni á ýmsar hliðar þjóðlífsins í Sovétríkjunum eftir heimsstyr.iöldina og fengu þann dóm sovézkra bók menntagagnrýnenda, að þau væru „of hlutdræg“. Nýrri kvæðasöfn hans, sem standa nær pólitískum rétttrúnaði, fengu mikið lof, Síðasta kvæðasáfn hans — hið 7. í röðinni — kom út í fyrstu útgáfu í 75 þús. eintök- um og færði honum nærri 4 þús. sterlingspund í höfunda- laun. Hann fær einnig vel borgað fyrir upplestur sinn. Yevtushenko er ritari einn- ar deildar Æskulýðshreyfing- ar kommúnista. Hann er kvæntur stúdínu við Moskvu- háskóla, sem er líka skáld. — Mér var sagt, að hann byggi í nýtízku íbúð og ætti bíl. Víst ér það, að loðfrakkinn, sem hann var í, kostar 3.500 rúbl- ur í Moskvu eða ferfalt mán- aðarkaup verksmiðjufólks. Slík velmegun bíður gáfaðs ungs skálds, sem „dansar á línunni“ í ríki Krúsjeffs. — Hvort hann getur ort afbragðs kvæði án meira frelsis, eigum við eftir að sjá. Skýrsla búnaðarmáEastjúra BÚNAÐARÞINGI var fram haldið í gær. Þá flutti Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastj., skýrslu um gang mála þeirra, er síðasta búnaðar þing bafði samþykkt og falið stjórninni að fram- kvænaa. Búnaðarmálastjóri bauð nýja fulltrúa, sem nú setjast á bún- aðarþing í fyrsta sinn, sem vara- mnen, velkomna til starfa. Síðan gat hann breytinga á starfs- mannahaldi B. í. og bókaútgáfu þess. Þá drap hann á byggingu bændahallarinnar, sem nú er bú- ið að verja til samtals 1014 millj. króna og er þá upp gengrð það fé, sem til var. Verður því í fram tíðinni aðeins til ráðstöfunar bún aðarmála sjóðsgald það, er ætl- að er til byggingarinnar svo og lánsfé, er hann taldi óhjákvæmi- legt að taka þyrfti. Þá kvað hann sterka aðila hafa leitað eftir leigu á húsnæði í hinni nýju byggingu og myndu koma til fyrirfram- greiðslur frá þeim. Gangur mála síðasta þings Þessu næst rakti búnaðarmála- stjóri gang þeirra 45 mála, sem síðasta búnaðarþing samþykkti, eftir því sem þau gáfu tilefni til. Mörg þeirra eru þegar á athug- unarstigi enda ekki að vænta fullnaðarniðurstöðu þeirra fyrir þetta þing, önnur eru þegar frá gengin. Að síðustu ræddi búnaðarmála stjóri stöðu sina sem starfsmanns samtakanna og kvað hann nauð- synlegt fyrir stjórnina að fara að líta í kringum sig eftir eftir- manni sínum. Hann væri nú kominn á 68. aldursár og starfs- þrek sitt ekki jafnt og áður var. Lögð voru fram tvö ný mál á fundinum í gær: Erindi hrossa- ræktarráðunauts o. fl. varðandi breytingu á lögum um búfjár- rækt og erindi sama varðandi lög um útflutning hrossa. Næsti fundur verður settur á búnaðarþingi kl. 9.30 í dag í Fram sóknarhúsinu. „Flýja lækno landið?“ „Flýja læknar landið?“ Þessa fyrirsögn gat að líta með stóru letri á forsíðu Tímans sl. laug- dag. Síðan komu hugleiðing- ar blaðsins, um að ríkisstjórnin hafi „fellt niður afslátt af lækna- bifreiðum“. Af þessu dregur Tíminn þá ályktun, að nú sé ekki um annað að gera fyrir íslenzka lækna en að flýja frá íslandi! Það skal vissulega ekki dreg- ið í efa, að íslenzkir læknar þurfi mjög á bifreiðum að halda í starfi sínu. Hitt virðist nokkuð lang- sótt hjá aðalmálgagni Framsókn- arfáokksins að hvetja læknastétt- ina til þess að flýja land, þó að henni sé gert að kaupa sam- göngutæki sín með svipuðum kjörum og aðrir landsmenn. En þessi málflutningur Tímans sýn- ir, hversu óráðskennt allt hátta lag Framsóknarmanna er um þessar mundir. Framsóknarmenn hjálpuðu kommúnistum Enda þótt Framsóknarmenn eigi ekki mikið fylgi innan verka Iýðsfélaganna í Reykjavík, er þó auðsætt að þeir hafa riðið bagga- munin í kosningunum í Trésmiða félagi Reykjavíkur um síðustu helgi. Kommúnistar unnu stjórn félagsins með aðeins 9 atkvæð- um fram yfir framboðslista lýð- ræðissinna. í næstu kosningum á undan sigraði framboðslisti Iýðræðissinna með aðeins örfárra atkvæða mun. Það er því ekki um nein straumhvörf að ræða í þessu félagi. Það, sem gerzt hefir er einfaldlega það, að nokkrir Fram sóknarmenn í félaginu hafa sam- kvæmt áskorun Tímans og leið- toga Framsóankrflokksins skip- að sér undir merki kommúnista. Þeíta er það, sem er að gerast í íslenzkri verkalýðshreyfingu í dag. Framsóknannenn skipa sér hvarvetna undir fána kommún- ista. Þegar kommúnistar hafa lýst því yfir, að nú beri að hef ja stéttastríð gegn viðreisnarráð- 7 stöfunum ríkisstjórnarinnar í } efnahagsmálum, talca Framsókn- armenn undir það með því að styðja þá, sem b*»t þeir mega í ölium verkalýðsfélögum lands- ins. í raun og veru má segja, að kommúnistar og Framsóknar- menn hafi nú runnið saman í einn flokk í kaupstöðum lands- ins. í sveitum landsins líta Fram- sóknarbændur þessa þróun mál- anna með andúð. Þannig er þá komið fyrir þeim flokki, sem alla sína ævi hefur fyrst og fremst þótzt vera íslenzkur bændaflokkur . . ! Hækjulið kommúnisía Framsóiknarmenn hafa gerzt hækjulið kommúnista. Hermann Jónasson hyggst nú hafa sömu aðferðina og 1955. Þá studdi hann 1 kommúnista til pólitískra verk- falla gegn jafnvægisstefnu þá- verandi ríkisstjórnar, ríkisstjórn. ar, sem meira að segja Framsókn arflokkurinn átt fulitrúa í. Nú á að hefja sama leikinn. Komm- únistar hyggjast með vorinu hefja stórfelld pólitísk verkföll til þess að koma á nýju kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verð- lags, steypa nýju verðbólguflóði yfir þjóðina. Og þessar hernaðar aðgerðir hefur Hermann Jónas- son lofað að styðja. Samvinna kommúnista og Framsóknar- manna innan Trésmiðafélaga Reykjavíkur og fleiri verkalýðs- félaga eru forleikurinn að vor- sókn þessarar skemmdarverka- klíku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.