Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagiir 1. marz 1960 MOVC mvnr 4ÐÍÐ 11 Bændum tryggt samkomulags verb 6-manna nefndarinnar búnaðinum og öðrum atvinnu- greinum þjóðlífsins. Vonandi leggjast allir á eitt og vinna að því að atvinnulífið geti blómg- azt og framfarir og uppbygging haldi áfram. \ Ávarp Ingólfs Jónssonar land- \ s b \ \ búnaðarmálaráðherra við setningu $ | búnaðarþings \ V I Ð setningu búnaðarþings s.I. föstudag flutti Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra ávarp, svo sem getið var í blaðinu s.I. laugardag. Hér er ræða ráðherrans birt í heild: Formaður Búnaðarfélags Is- lands, búnaðarmálastjóri, búnað arþingsmenn og aðrir áheyrend- ur. Þegar búnaðarþing er kvatt saman til starfs, koma í hugann mörg mál, sem eðlilegt er að bún- aðarþingsfulltrúar láti sig skipta. Islenzkur landbúnaður hefur tek ið miklum breytingum á stuttum tíma. Hreppa-, búnaðarfélögin, Búnaðarfélag íslands og búnaðar með öllu 'ástaeðulaus. Þjóðinni fjölgar ört, neytendahópurinn stækkar með ári hverju. Kjöt hef ur verið flutt út að undanförnu, en fari svo að kjötframleiðslan aukist ekki, verður hún eftir fá ár aðeins fyrir innanlandsmark- aðinn. Verði stöðnun í fram- leiðslunni mun svo fara eftir stutt an tíma, að þjóðin framleiðir ekki nægilegt kjöt fyrir innan- landsneyzlu. Nú er svo komið, að lítið vantar á að, erlendur mark- aður gefi kostnaðarverð fyrir ís- lenzkt dilkakjöt. Allt mælir með því að kjötframleiðslan verði iaukn eftir því sem tök eru á. Naaðsynlegt er að Búnaðarþing endurskoði fyrri afstöðu sína inn á þessi mál hér við þetta tæki færi, að rekstrarvörur landbún/ aðarins, svo sem innfluttur fóð- urbætir og áburður, munu verða greiddar niður að verulegu leyti. í»á ber einnig að geta þess, að gefnu tilefni, að lagfæring sú, sem nýlega hefur verið gerð á verðlagningu landbúnaðarvara og breytingu á framleiðsluráðs- lögunum mun tryggja bændum það verð, sem þeim er ætlað eft- ir samkomulagi 6 manna nefnd- arinnar, en á því hefir verið mis- brestur og þess vegna hafa bænd- ur ekki getað staðið af sér áföll verðbreytinganna undanfarið. Ræktun má ekki stöðvast Augljóst er, að ræktun má ekki stöðvast. Halda verður áfram landnámi og ræktun og vinna að því að gera landbún- aðinn eftirsóttari atvinnugrein en verið hefur um sinn. Ég veit að ýmsir hugsa: Þannig er hægt að tala, en hvað verður um efnd ir? Hvað verður um framkvæmd- ir í þessa átt? Eins og nú horfir í efnahags- og fjármálum er nauðsynlegt að jafnvægi náist og eðlilegt ástand skapist í verð- lags- og atvinnumálum. Verð- lagið þarf að verða stöðugt, til þess að eðlieg uppbygging og æskileg þróun geti orðið í land- Einn aðalatvinnuvegnr Búnaðarþing mun vilja að þessu sinni sem fyrr, gera tillög- ur og koma með ábendingar, sem til hagsbóta mega verða fyrir landbúnaðinn. Mjólkurskortur og smjörleysi hefur áreiðanlega breytt viðhorfi margra til þessara mála. Margir hafa haldið að framleiðsla landbúnaðarvara væri of mikil og verðlagið á þeim það hátt, að ekki væri unnt áð nota erlenda markaði með góð- um árangri. Allir hugsandi menn munu gera sér grein fyrir hinni miklu þýðingu landbúnaðarins í þjóðarbúskapnum. Eðlilegt væri, enda mörg dæmi þess, að áhrifa menn úr neyXendahópi við sjóinn geri kröfur um að ræktunarfram kvæmdir verði auknar svo fram- leiðslan geti aukizt, til þess að íullnægt verði eftirspurn hins ört stækkandi neytendahóps í kaup- stöðunum. íslenzkur landbúnað- ur er og mun verða einn aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar, — at- vinnuvegur, sem gegnir aðallega því mikilvæga hlutverki að fram ieiða matvæli fyrir þjóðina, sem liún með engu móti getur án ver- ið. Ég vil að lokum óska þess að störfum Búnaðarþings megi fylgja gifta og að tillögur þess og verk megi verða landbúnað- inum og þjóðinni allri til heilla. Háseta vantar strax á 70 lesta bát frá Hafnarfirði sem veiðia* með þorskanet. Uppl. í síma 50165. International ‘53 Fyrrverandi sjúkrabíll til sölu. Bíllinn er til sýnis í porti Slökkviliðsins í Tjarnargötu. Tilboð óskast. AÐAL BlL.ASAL.AN, Aðalstr. — Sími 15-0-14. Ingólfur Jónsson iandbúnaðarráðherra flytur ávarp sitt á búnaðarþingi. þing hafa átt stóran þátt í að marka þá framfarastefnu, sem fylgt hefur verið. Búnaðarþing hefur átt mikinn þátt í að móta ýmis konar löggjöf til hagsbóta fyrir landbúnaðinn. Hin öra þró- un iandbúnaðarins, sem nálgast það að vera bylting, í ræktun, véltækni og byggingarfram- kvæmdum, undanfarin ár, sýnir að málefni landbúnaðarins hafa oft mætt skilningi löggjafans og stjórnarvaldanna. En þratt fyrir þessa augljósu staðreynd, hefur landbúnaðurinn nú við marghátt- aða erfiðleika að stríða, sem komu átakanlega og með fullum þunga fram á s.l. ári. Margir bændur eru með of miklar skuld- ir miðað við bústærð. Litlu búin gefa ekki þær tekjur, sem þarf til þess að uppfylla þarfir fjöl- skyldunnar og standa undir kostn aði við búreksturinn, auk nauð- synlegra framkvæmda. Þegar um þetta er hugsað, og vitað er að þannig er þessu varið með fjölda mörg bú, er eðlilegt að spurt verði hvaða möguleikar séu fyrir hendi til úrbóta, sem gætu orðið til þess að auka tekjur búanna og gera afkomuna betri. Nauð- syn ber til að auka framleiðsluna, stækka búin, eftir því sem unnt er, og gera framleiðsluna fjöl- breyttari. Offramleiðsla Þegar minnzt er á aukningu á framleiðslu landbúnaðarvara munu ýmsir minnast þess, að stutt er síðan að jafnvel forustu menn bænda töldu hættu stafa af offramleiðslu í landbúnaðin- um. Augljóst er að sá ótti var varðandi ræktun holdanauta. Lík egt er að það gæti verið mikil búbói fyrir ’slenzka bændur að haía holdanaut í búi sínu. Mundi það geta orðið drjúgur tekjuauki, sem flestum bændum er nauð- synlegur. Með aukningu bústofns ins þarf að hafa í huga að beitar- þol íar.dsins er takmarkað, nema unnið sé kerfisbundið að því að bæta beitilandið. Því er það mik- ilsvert, að sandgræðslan verði efld og gróðuriandið aukið. Dreif ing áburðar úr flugvéium yfir beitilönd getur bætt mikið úr á þessu sviði. Mjólkur- og smjörskortur A s.l. hausti lá við mjólkur- skortí í Reykjavík. Mjólk var sótt norður í land fram í desember- mánuð. Aðeins vegna þess að óvenju snjólétt var á þessum tíma var komið í veg íyrir mjólk urskömmtun. Er nú svo komið, að innlent smjör er ekki fáanlegt og hefur því orðið að grípa til þess ráðs að flytja inn danskt smjör. Ekki má svo til ganga að mjólkur- framleiðslan gangi saman. Gera verður ráðstafanir til þess að gera það mögulegt, að fram- leidd verði nægileg mjólk til neyzlu og í vinnslu, svo og aðrar landbúnaðarvörur, sem þjóðin þarfnast. Vegna þess, sem formaður Bún aðarfélags íslands minntist á hér aðan, að efnahagsráðstafanir rík- ísstjórnarinnar leiddu til hækk- unar á rekstrarvörum landbún- aðarins og valdi erfiðleikum í landbúnaðinum, vil ég aðeins geta þess, þótt ég hafi ekki ætlað íbúð til leigu Glæsileg 4ra herbergja íbúð við Miðbæinn til leigu nú þegar. Tilboð merkt: „Góð umgengni — 9668“ sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag. íbúð til leigu Ný þriggja herbergja íbúð (tæpir 100 ferm.) til leigu. Tilboð sendist blaðinu fyrir 6. marz merkt: „900—9790“. íbúðir til sölu Til söu eru góðar 3ja herbergja íbúðir á hæðum í fjöl- býlishúsi við Stóragerði í Háaleitishverfi. Hverri íbúð fylgir auk þess sér herbergi í kjallara hússins auk venju- legrar sameignar í kjallara. Ibúðirnar eru seldar fok- Til sölu eru góðar 3ja herbergja íbúðir á hæðum í fjöl- heldri með fullgerðri miðstöð, húsið múrhúðað og málað að utan, öll sameign inni í húsinu múrhúðuð, allar úti- dyrahurðir fylgja. Bílskúrsréttur fylgir. Mjög fagurt útsýni. Hagstætt verð. Lán kr. 50 þús á 2. veðrétti fylgir FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Vertíðarfréttir frá Hornafirði FYRRI hluta febrúarmánaðar fóru Hornafjarðarbátar 47 sjó- ferðir og varð afli þeirra 376 lestir, eða 8 lestir að meðaltali í sjóferð. Frá vertíðarbyrjun eru sjóferðirnar orðnar 147 og aflinn 1149 lestir eða 7,8 lestir að meðal- tali. Aflahæstur er Gissur hvíti með 220 lestir í 25 sjóferðum. Skipstjóri bátsins er Óskar Valdi- marsson. Næst hæsti bátur er Helgi með 207 lestir í 27 sjó- ferðum, en skipstjóri er Tryggvi Sigurjónsson. Afli hinna bátanna er sem hér segir: Sigurfari 206 lestir í 25 sjóferðum, Jón Kjart- ansson 195 lestir í 25 sjóferðum, Akurey 188 lestir í 25 sjóferðum og Svanur 132 lestir í 20 sjó- ferðum. Allur aflinn er slægður með haus. Sl. (augardag komu bát- arnir að með um 80 lestir, en þá var líka blíða og sækja verður aflann langt og því sjaldgæft að hreppa góðviðri. — Gunnar. LÍNAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.