Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 24
V E Ð R I Ð Sjá veðurkort á bls. 2. urjpuíbloMiti 50. tbl. — Þriðjudagur 1. marz 1960 Að tjaldabaki í hjónaspili. — Sjá. bls. 15. JarBskorpan undir Islandi 27,8 km Mælingar sýna ekkert granitlag undir landinu SUMAR unnu tveir sænskir vísindamenn, ásamt Eysteini ^yggvasyni og fleiri íslendingum, að því að mæla þykkt ®g eðliseiginleika jarðskorpunnar hér. Var það gert með svokölluðum ,,seismiskum“ mælingum, en þær byggjast á jþví að sprengingar eru látnar framkalla jarðskjálfta og bylgjurnar mældar. Má af hraða þeirra finna hvar og í hvaða berglögum þær hafa lent. , Niðurstöður Markúsar Báth Sænska blaðið Dagens Nyheter Skýrði fyrir nokkrum dögum frá niðurstöðum Markúsar Báth, dósents, frá jarðskjálftastöðinni 1 Uppsölum, en hann var annar Svíanna, sem hér var. Segir hann, að jarðskorpan undir Islandi sam anstandi af þremur lögum, sem eéu að þykkt 2,1, 15,7 og 10,0 km. Fyrir neðan þau taki við hið svo- kallaða „Moho“ en það eru Sigurður Bjarnason tekur sæti á Alþingi %IGURÐUR Bjarnason tók sæti á Alþirigi í gær, sem varamaður Gísla Jónssonar, 1. þ.m. Vest- fjarða, er mun dveljast erlendis cæstu vikur. Á fundi sameinaðs þings í gær var kjörbréf Sigurðar Bjarnason er tekið til rannsóknar og samþ. jjBÍnróma. Kynnisferð Heimdallar ÍHEIMDALLUR, F.U.S., efnir í dag til kynnisferðar fyrir félags- znenn sína í Vinnufatagerð ís- lands. Verður farið frá Valhöll við Suðurgötu kl. 4 síðd. Verður Vinnufatagerðin skoð- uð og ennfremur ný sútunar- verksmiðja, sem nýhafinn er rekstur á, á vegum V.Í.R. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í ferðinni, eru beðnir að hafa Bamband við skrifstofu Heim- dallar (sími 17102) eftir hádegið í dag. neðstu takmörk hinnar eiginlegu jarðskorpu. í>essi mörk segir Markús Báth að séu á 27,8 km dýpi undir Islandi. Efsta lagið á íslandi segir hann vera hraun mikið blandað gos- ösku, en hin lögin tvo ofan á ,,Moho“ munu vera basaltlög, mismunandi gömul og ólík að samsetningu. Eftir þessu virðast ekki vera neitt granitlag, eins og e.t.v. hefði mátt búast við. Síðan dregur Báth þá ályktun, að ekki sé ólíklegt að lag nr 2, sé berghryggurinn, sem við aðr- ar rannsóknir hefur fundizt kringum ísland og teygir sig frá Grænlandi til Bretlands. Lag nr. 3 geti verið hluti af berghryggn- um, sem liggur eftir endilöngu Atlantshafi. Frá Grænavatni til Húnavatns- sýslu Rannsóknirnar, sem leiddu til þessarar niðurstöðu fóru fram í júlí-september 1959. Við þær voru notuð mjög vönduð tæki, sem Svíarnir höfðu með sér og sprengiefni, sem lagt var til hér. Notað var sprengiefni allt frá nokkrum kg. upp í 1,47 lestir. Fóru mælingarnar í fyrstu fram á línu frá Reykjavík og að Grímsstöðum á Fjöllum, en er þær þóttu ekki takast vel þar, var tekin fyrir önnur lína frá Reykja vík og norður í Húnavatnssýslu. Sprengt var í Grænavatni í Krýsuvík. Versfa veður STYKKISHÖLMI, 29. febrúar: — Undanfarið hefur Yerið hér hér versta veður og lítið fiskast. í dag er stormur og snjó-hragl- andi, og fara engir bátar á sjó. — Arni Aðalfundur Verzlunarmannafélags Rvikur p i • r • * '//I # Stjornin sjaltkjorm LVÍ fær aðild oð samtökum verzlun- armanna á Norðurlöndum AÐALFUNDUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöldi í Breiðfirðingabúð í Reykjavík. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs var sjálfkjörinn, þar sem ekki komu fram aðrir listar. Formaður var sjálfkjörinn Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, og í aðalstjórn til tveggja ára þeir: Gunn- laugur J. Briem, Otto J. Ólafsson og Gísli Gíslason. — I varastjórn voru kjörnir: Einar Ingimundarson, Óskar Sæmundsson og Björn Þórhallsson. 1 trúnaðarmannaráð voru auk þess kosnir 19 menn. Mikilsverð réttindi Á fundinum kom fram, að for- ustumenn félagsins og samtaka verzlunarmanna hafa unnið að því á sl. starfsári að koma í fram kvæmd mikilvægum hagsmuna- málum verzlunar- og skrifstofu- manna. Formaður félagsins gat þess í ræðu sinni, að stjórn félags ins hefði á sl. ári snúið sér til þáverandi félagsmálaráðherra og óskað eftir því, að skipuð yrði nefnd til að vinna að og kanna á hvern hátt breyta þyrfti lögum nr. 29 frá 7. apríl 1956 um at- vinnuleysistryggingar til þess að verzlunar- og skrifstofufólk geti fengið aðild að atvinnuleysis- tryggingarsjóði á svipaðan hátt og aðrir launþegar. Var m.a. vak- in athygli á þeirri staðreynd, að starfsfólk í brauð- og mjólkur- búðum, sem vinnur sams konar störf og verzlunarfólk, hefur átt aðild að atvinnuleysistryggingar- sjóði frá upphafi. í síðustu viku tjáði núverandi félagsmálaráðherra, Emil Jóns- son, formanni V. R., að hann hefði ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að kanna, og gera tillögur um á hvern hátt verzlunar- og skrifstofufólk geti öðlast atvinnuleysistryggingar. Með fyrirhugaðri nefndarskipun er geysimiklum áfanga náð í því að tryggja verzlunar- og skrif- stofufólki þessi mik'ilsverðu rétt- indi, . sem flestir launþegar nú þegar hafa. Fengu aðild Sverrir Hermannsson, formað- ur Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, skýrði frá utan för sinni og formanns V.R. í sam- bandi við upptöku L.Í.V. í Sam- band skrifstofu- og verzlunar- manna á Norðurlöndunum, Nord iska samarbetskommittén. End- anleg staðfesting hefur fengizt á upptöku L.f.V. í umrædd samtök og gildir hún frá 1. janúar þ.á. Virðuleg útför H. C. Hansen Á sl. vori skipaði utanríkis- ráðherra nefnd til þess að vinna að undirbúningi Genf- arráðstefnunnar, sem halda á í þessum mánuði um land- helgismál og fiskveiðitak- mörk. Er hún nú í þann mund að skila af sér störf- um. Formaður hennar var Hans G. Andersen, sendi- herra. Þessi mynd var tekin af síðasta fundi nefndarinn- ar, sem haldinn var í Ráð- herrabústaðnum við Tjarn- argötu síðdegis í gær. Á henni eru, talið frá vinstri: Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri, Gunnlaugur E. Briem, ráðuneytisstjóri, Davíð Ólafs son, fiskimálastjóri, Sigurð- ur Bjarnason, ritstjóri, Hans G. Andersen sendiherra, for- maður , Benedikt Gröndal, ritstjóri, Jón Jónsson, fiski- fræðingur, Lúðvík Jósefsson, fyrrv. ráðherra og Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytis- stjóri. — Einn nefndarmann, Pál Tryggvason, deildar- stjóra, sem er erlendis, vant- ar á myndina. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 29. febrú- ar. — Fimm Norðurlandaráð- herrar töluðu við útför H. C. Hansen, forsætisráðherra Dan- merkur, sem fram fór í gær. Út- förin fór fram frá Ráðhúsinu. Um 1.800 manns höfðu safnazt saman í viðhafnarsal þess. Þar á meðal Friðrik konungur, ríkis- stjórn, þingmenn, fulltrúar 33 ríkisstjórna og fulltrúar jafnað- armannaflokka nágrannaland- anna; Norðurlandanna, Englands, Hollands, V-Þýzkalands og Aust- urrikis. — Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Dag Hamm arskjöld, var þar einnig við- staddur. Af hálfu íslendinga voru þarna Emil Jónsson, sjávarútvegsmála- xáðherra, Stefán Jóhann Stefáns- eon, sendiherra, og Gísli Jónsson, alþingismaður. aður svörtu og hvítu klæði, fán- ar 50 félaga og stéttarsamtaka voru þar með sorgarborða. Kist- an var skreytt rauðum rósum, en í bakgrunninn voru hvítblómstr- andi syrenur. Athöfnin hófst með því að leikinn var fyrsti þáttur fimmtu synfóníu Beethovens. Aðalræðurnar héldu Kamp- mann og Ejler Jensen, formaður sambands stéttarsamtakanna. Þá fluttu stuttar ræður þeir Erland- er, Gerhardsen, Sukselainen, Emil Jónsson og Ollenhauer. Emil Jónsson komst þannig að orði, að margir hefðu misst mik- ið — og allt of fljótt við þetta andlát. Hinn látni átti langt utan við landamæri Danmerkur vini, sem mátu mikils tryggð hans og vináttu. Þetta á líka við okkur sagði Emil. H. C. Hansen heim- sótti ísland oft og vann að góð- um samskiptum íslands og Dan- yiðhafnarsalurinn var tjalld-merkur, lagði alla áherzlu á það, sem sameinar en ekki það, sem sundrar. Ég flyt þakkir frá íslenzku for- setahjónunum, ríkisstjórninni og þjóðinni. í lokin vitnaði Emil í Hávamál: Deyr fé deyja frændur. ★ Óperusöngvarinn Ib Hansen söng uppáhaldssöng hins látna: „Undrer mig paa hvad jeg faar at se“. Því næst þakkaði tengda- sonurinn Björn Olsen, fulltrúi í utanríkisráðuenytinu. Fulltrúar ríkisstjómarinnar, verkalýðssamtaka og fjölskyld- unnar báru kistuna út á líkvagn- inn, en á meðan ómaði lagið við „Hin gömlu kynni gleymast ei.“ Fjölskyldan og erlendir gestir fylgdu kistunni til Bispebjerg- bálstofunnar, en þar var að lok- um haldin stuntt helgistund. Meðfram leiðinni, sem líkfylgd in fór, blöktu fánar hundraða verkalýðsfélaga. Athöfnin var í alla staði hinn virðulegasta. — Páll. Málfundur NÆSTI málfundur Heimdallar verður í kvöld á venjulegum stað og tíma, eða í Valhöll við Suðurgötu kl. 20.30. Efni fundarins verður: ÁFENGISMÁL Frummælendur: Einar Sindra- son, menntaskólanemi, Kristinn Ragnarsson iðnnemi, Óttar Yngvason stud. jur, og Sigurður Hafstein menntaskólanemi. Þátttakendur námskeiðsins eru hvattir til stundvísi. Ræðismaður látinn RÆÐISMAÐUR íslands í Sevilla á Spáni Sr. Francisco Sainz Mad razo, andaðist í Madrid laugar- daginn 27. febrúar. Heimilisfang fjölskyldunnar er Calle Alcala 56, Madrid. (Utanríkisráðuneytið 29. 2.). Bráðabirgða- fjárgreiðslur FUNDIR voru haldnir' í báðum deildum Alþingis í gæ,r. Á dag- skrá efri deildar voru tvö mál, frv. um meðferð drykkjumanna og frv. um dýralækna, bæði til 1. umr. og vísað að henni lokinni til 2. umr. samhljóða. Á dagskrá neðri deildar voru fjögur mál. Frv. um bráðabirgða- fjárgreiðslur var til 1. umr., en þremur umræðum var lokið um frv., sem þar með var afgreitt til ríkisstjórnarinnar sem lög. Frv. um einkasölu ríkisins á tó- baki, frv. um lækningaleyfi og frv. um aukaútsvör ríkisstofnana voru öll til 1. umr., og að henni lokinni vísað til 2. umr. samhlj. Kirkjuvika NÚ er í undirbúningi kirkjuvika í Lágafellskirkju í Mosfellssveit, og hefst hún mð æskulýðsmessu á sunnudaginn kemur. Er gert ráð fyrir samkomum í kirkjunni kvöldin næstu á eftir. Kirkjukór inn undir stjórn Hjalta Þórðar- sonar og sóknarpresturinn taka að sjálfsögðu þátt í samkomun- um. Leikmenn og aðkomuprest- ar munu flytja fyrirlestra. Einn- ig mun kirkjukór Brautarholts- sóknar undir stjórn Gísla Jóns- sonar láta til sín heyra í kirkj- unni. Loks munu kunnir hljóð- færaleikarar flytja kirkjutónlist á hið nýja orgel Lágafellskirkju. Slíkar kirkjuvikur hafa ekki áð- ur verið haldnar í Lágafells- kirkju. Geta skal þess að lok- um að fella verður niður í kvöld boðaða föstumessu í Lágafells- kirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.