Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 1. marz 1960 Afgreiðslustulka Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í mat- vctruverzlun í austurbænum. Upplýsing- ar gefur starfsmannahald SÍS. Sam- bandshúsinu. Isskápur eldavel ofn Vil kaupa nýja samstæðu af eldhúsáhöldum, ísskáp, eldavél, bakaraofn og fl. Upplýsingar í síma 23878. Þilplötur 1/8 úr tommu, olíubornar 4x8 og 4x9 fet. FYKIKLIGGJANDI Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13 — Sími 13879. Afgreiðslustarf Stúlka, ekki yngri en 20 ára óskast í Snyrtivöru- verzlun í Miðbænum. Uppl. um menntun, fyrri störf og meðmæli sendist blaðinu fyrir föstudagskvöld merkt: „Snyrtileg — 9794“. Verksmiðjuvinna Lagtækur maður óskast til starfa í verksmiðju okkar. Upplýsingar hjá verkstjóranum. Reyplast hf. Grensásveg 14. Sumarleyfið Höfum skipulagt sumarleyfisferðir eins og undan- farin á? um Skotland, Danmörku, Þýdtaland, Sviss, Frakkland og Ítalíu. Talið við oss í tæka tíð, ef þér viljið njóta ferðalagsins. Kjörorð vort er: Örugg þjónusta og mest fyrir peningana. Skrifstofa vor verður fyrst um sinn aðeins opin kl. 5—6 síðd. Ferðafélagið IJTSÝM Nýja Bió, Lækjarg. 2. — Sími 2 35 10. Þessi glæsilegi Station-bíll er til sýnis og sölu í dag á tækifærisverði. fA Af r T * U | ,* lk ■ starf. Dagamir entust ekki ævin Iruorun Jonsdottir, oaroi 11 þ *s h id r minningarorð Deyi góð kona, er sem dag geisli hverfi úr húsum, verður húm eftir. 'Sjálfsagt hefur skáldið, sem þessar ljóðlínur orti, reynt það einhvern tíma á ævinni, hversu sárt það er að horfa á bak góðri kohu héðan úr heimi. Ef til vill hefur þar verið um að ræða góða og umhyggjusama móður, ástrika eiginkonu, eða einrverja aðra, sem snert hefur viðkvæma strengi 1 hjarta hans. Honum finnast viðbrigðin mikil og miss- irinn sár, og þeim sem í slíkum sporum hafa staðið fyrr og siðar hefir ævinlega fundist það sama. Þessi dapurlega rejmsla og þungbæri missir varð hlutskipti fjölskyldunnar á prestssetrinu Barði í Fljótum um siðustu jól. Prestfrúin G’iðrún Jónsdóttir hafði gengið að störfum hress og heilbrigð að því er virtist á Þorláksdag. Um kvöldið var hún liðið lík. Svo örstutt er milli blíðu og éls, svo undur fljótt er stundum að skipast um líf og dauði hér á jörð. Undirbúningi jólanna var að verða lokið á prestssetrinu. Hún hafði sjálf átt mestan þáttinn í honum eins og venjulega um öll heimilisstörf. Jólaljósin og jólagleðin voru á næsta leiti. Jólafriðurinn var að breiðast yfir bæ og byggð þá allt í einu dimmdi í lofti. Daggeisli lifs hennar var horfinn og húm sorgar og saknaðar setzt að í hjörtum ástvina hennar, vanda- manna og fjölmargra vina. Frú Guðrún lézt langt fyrir aldur fram að því er oss virðist og varð öllum, sem þekktu hana harmdauði. Hún var fædd að Kimbastöðum í Borgarsveit í Skagafirði 27. ágúst 1905. Voru foreldrar hennar þau hjónin Jón Jónsson bóndi á Kimbastöðum og kona hans Björg Sigurðardótt- ir. Ólst hún upp hjá þeim fram yfir fermingu, en fór þá til Reykjavíkur fyrst og síðar til Danmerkur og var þar við ýmis störf og einnig við nám. Árið 1932, 25. júní giftist hún Guðmundi Benediktssyni frá Ási í Vatnsdal, sem þá var kominn að því að Ijúka guðfræðiámi við háskólann í Reykjavík. Ég, sem þessar línur rita, var viðstaddur, ■ex þau giftust og víst var mér það ljóst, að hér var stofnað til þess hjúskapar, sem blessast mundi vel og gefa góða raun Fjármunirnir voru að vísu ekki miklir og námi ekki einu sinni alveg lokið, en ungu hjónin bjuggu bæði yfir þeim mann- kostum og eiginleikum, sem mikilsverðastir eru í lífinu og lífsbaráttunni. Og eitt var ég viss um, að hvar sem þau yrðu og hvar sem þau kynntust mundu þau verða vinsæl og vel metin. Ég held, að sú hafi orðið raunin á, jafnvel öllu meir en almennt gerist. Vorið eftir fékk séra Guð- mundur veitingu fyrir Barðs- prestakalli i Fljótum og fluttust þau hjónin norður með fyrsta barnið sitt 10 vikna gamalt. Þar höfðu þau verið og þar höfðu þau starfað alltaf síðan. Þau séra Guðmundur og Guð- rún eignuðust alls 5 börn. Misstu þau eitt þeirra, Ármann Bene- dikt á fyrsta ári. Hin fjögur lifa öll og eru þessi: Guðmundur Ólafs, sem kom- inn er að því að ljúka efnaverk- fræðinámi í Þýzkalandi, giftur Hiltrud Saur, Jón Björgvin, gift- ur Ásu Stefánsdótur, Signý kennari í Fljóum gift Ágúst Berg kennara í Reykholti og Guðrún Benedikta heima á Barði. Enn fremur ólu þau hjónin upp að mestu l*eyti eina fósturdóttur, Guðfinnu Gunnarsdóttur, sem einnig er heima og reyndust henni sem hinir beztu foreldrar. Öll eru börnin hin efnilegustu, vel gefin og gædd sömu mikils- verðu mannkostum og foreldrar þeirra. Enda þótt ævi frú Guðrúnar yrði ekki iengri en raun varð á, liggur þar þó að baki mikið starf og merkilegt. Hún var að vísu ekki mikið út á við, frekar en margar konur í hennar stöðu, en þeim mun meir fyrir heimili sitt og ástvini. Hún var oftast heima, fór t. d. sjáldan til Reykja víkur, enda þótt hún ætti þar bæði ættingja og vini. Heimilið var hennar helgi starfsreitur. Þar innti hún af hendi mikið fií/l gegn skuldabréfí Höfum til sölu nýjan bíl, sem greiða má með veð- skuldabréfi. BlLAMIDSTÖÐIN VAGN Amtmannsstíg 2C — Sími 16289 og 23757. Til sölu 5 herbergja hæð með sér hitaveitu í Hlíðunum. Sér inngangur, bílskúrsréttindi, ræktuð lóð. RANNVEIG ÞOKSTEINSDÓTTIR, HKL. Laufásveg 2 — Sími 19960. IMauðungaruppboð eftir kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs og að undangegn- um lögtökum verður haldið opinbert uppboð við skrif- stofu mína Álfhólsvegi 32, Kópavogi föstudaginn 11. marz n.k. kl. 15. — Seldar verða bifreiðarnar: Y-432, Y-427, Y-435, Y-582 og Ý-338. Greiðsla fari íram við hamshögg. æði oft hafa orðið að bæta við hann hluta næturinnar og svefn timans til þess að fá lokið störf- um sínum, og hún taldi það ekki eftir sér, því að starfsfúsari og ósérhlífnari konu er vart hægt að hugsa sér. Fyrir börnin sín og fósturdóttur vann hún allt sem hún gat af ástúð og umhyggju- semi og lagði mikið á stig þeirra vegna, einkum meðan þau voru í bernsku. Og í raun og veru voru börnin þeirrapresthjónannalangt um fleiri en hér hafa verið talin. Á hverju sumri voru hjá þeim á Barði fleiri eða færri aðkomu börn bæði frá Siglufirði og Reykjavík og held ég, að mér sé óhætt að segja, að ekki hafi verið geíður mikill munur á þeim og þeirra eigin börnum. Þess hefur áður verið minnzt vel og verðuglega af einum vini þeirra hjóna og skal ekki frekar út í það farið hér, en allt kostaði þetta mikla fyrirhöfn og mikinn kærleika. Þau hjónin voru bæði gestris- in og greiðasöm með afbrigðum og áttu þar um óskipt mál. Oft var á haimili þeirra fjölmenni aðkomandi og alltaf var tekið móti gestum með jafnmikilli hlýju, myndarskap og rausn. Um það voru þau bæði samhent eins og allir þekkja, sem kunnugir voru. En að sjálfsögðu lenti fyr- irhöfnin meir á prestsfrúnni og jók á hennar störf. Hér verður nú að mestu látið staðar numið að ræða um störf frú Guðrúnar. Einum þættinum má þó ekki gleyma, en það var hversu umhygjusöm og elskuleg hún reyndist tengdamóður sinni Guðrúnu Ólafsdóttur. Hún hafði farið til þeirra hjónanna, er þau fluttu að Barði og var hjá þeim þar til hún lézt fyrir tæpum 5 árum. Henni reyndist Guðrún sem hin bezta og ástúðlegasta dóttir alla tíð og þó bezt, þegar hún þurfti mest með. Síðustu árin var hún orðin hrum og þurfti allmikillar umönnunar. Mátti þá segja, að frú Guðrún væri alltaf til taks, hvort sem var að nóttu eða degi að lið- sinna henni og gera fyrir hana allt sem hún þurfti. Gamla konan lýsti líka yfir því undir ævi- lokin, að eitt sitt mesta lán í lífinu hefði verið það, hversu góða og umhyggjusama tengda- dóttur hún hefði eignazt. Talar þessi vitnisburður sínu máli um mannkosti þessarar ágætu konu. Síðastliðið sumar var mikil gleðihátið haldin að Barði. Þrjú systkinin gengu þá í hjónaband. Fögnuður var ríkjandi og fjöl- margir vinir nær og fjær sam- glöddust fjölskyldunni. Engan mun þá hafa órað fyrir þvi, hversu skammt húsmóðirin sjálf átti þá eftir ólifað, hún sem svo mikið hafði jafnan mætt á, hún sem hafði verið daggeisli heim- ilisins og hinn góði andi þess í meir en aldarfjórðung. Sem bet- ur fer myrkvaðist ekki þessi mikla hátíðastund af þeim sök- um. Sumt gamalt fólk átti þá trú, að það væri gott, að hverfa héð- an úr heimi um jólin eða nærri þeim, þegar jólabirtan og jóla- dýrðin væri að lýsa upp veröld alla. Hvað sem um þessa gömlu trú má segja, þá viljum vér vona og trúa því, að frú Guðrún hafi við burtför sína héðan inngengið í ennþá meiri jólabirtu og jóla- dýrð, en hér á jörðu er um að ræða. Og vér viljum líka vona og trúa því, að jólabaðskapurinn inndæli um dýrð guðs föður, frið á jörðu og föðurást á barnahjörð hafi mátt mýkja og milda sorg og söknuð ástvinanna, sem eftir stóðu. Hlýr þakkarhugur frá svo ótal mörgum fylgir þessari látnu sæmdarkonu yfir móðuna miklu inn í jóladýrð eilífðarinnar og innilegur samúðarhugur beinist til ástvina og vandamanna henn- AÐAL BlLASALAN, Aðatetr. — Sími 15-0-14. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Blessuð sé minning hennar. Steinnesi, 12. janúar 1960. Þorst. B. Gislason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.