Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 1. marz 1960
MORCUNTiJAfílÐ
15
Að tjaldabaki
í „Hjónaspili”
Leikrit
í einum þætti
NÆSTKOMANDI fimmtudag
verður frumsýnt í Þjóðleik-
húsinu gamanleikrit eftir
bandaríska rithöfundinn
Thornton Wilder. Leikritið
hefur í ísl. þýðingu Karls
Guðmundssonar hlotið hið
skemmtilega heiti „Hjóna-
spil“ og ber nafn með rentu,
en heitir á ensku „The Match-
maker“.
—oOo—■
Blaðamaður frá Mbl. brá
sér að tjaldabaki niður í
Þjóðleikhús, og fylgdist þar
með undirbúningi og æfingu
leikaranna í „Hjónáspili".
Leikarar voru flestir í bún-
ingsherbergjum, önnum kafn-
ir við að mála sig í framan,
setja á sig hárkollur ,skegg og
rasspúða — allt eftir því sem
við átti.
Inni á kaffi- og biðstofunni
sat ungur maður með rytju-
legt gejviskegg og rautt klæði
um sig miðjan. Hann heitir
Jóhann Pálsson og leikur ung-
an, ástfanginn listamann í
Hjónaspili — hryllilega mann-
gerð að minnsta kosti fyrir
forráðamann og frænda hinn-
ar heittelskuðu. En Jóhann
Pálsson virðist ekki kippa sér
mikið upp við það, þar sem
hann situr í biðstofunni. —
Ókunnugum gæti ekki dottið
í hug, að hann væri ástfang-
inn — og þó.
En nú kemur miðaldra,
glaðleg (og að mig minnir)
feit kona, inn í stofuna.
— Má ég sjá skeggið, segir
hún.
— Þetta er ekkert skegg,
svarar Jóhann óðara — (en
ég man allt í einu eftir að
ég hafði gleymt að raka mig
um morguninn) — ég á eftir
að gera þetta að almennilegu
skeggi. Þetta er eins og mán-
aðarskegg, en það dugar á
æfingu.
— Almáttugur, er hrópað
frammi á gangi, þetta er ekki
hægt. Hurðarskellur, hratt
fótatak — pilsaþytur — og
ung, ljóshærð stúlka birtist í
dyrunum. Það sópar að henni
þessari.
— Agalega ertu sæt, segir
konan.
— Sæt, hreytir sú ljóshærða
út úr sér, þetta er agalegt, ég
veit ég dey.
— Ó, þetta eru svo sætir
búningar, segir konan, og
lyftir upp höndunum.
— Sjáðu bara rassinn, segir
sú ljóshærða, hneyksluð á
svip.
— Já, svárar konan, þetta er
eins og „Promenade" — ég
vildi að þessir búningar kæm-
ust aftur í tízku.
— Almáttugur — og hvern-
ig á ég að setjast niður með
alla þessa rasspúða?
— Uss, það er enginn vandi,
reyndu bara ,segir konan.
Og unga stúlkan gerir
nokkrar tilraunir, varlega,
eins og hún sé brothætt inn-
an við púðana.
v — Er þetta sú heittelskaða
— ég meina í leikritinu —
spyr ég Jóhann.
— Já, svarar hann. Þetta er
Bryndís Pétursdóttir. Hún
leikur unnustuna.
Leikararnir tínast nú inn í
biðstofuna, hver af öðrum.
Konurnar klæddar síðum
viðhafnarmiklum búningum,
með alls konar „drasl“ sem
karlkyns-blaðamaður kann á
engin skil.
— Má bjóða ykkur öl, segir
Rúrik Haraidsson glottandi,
þar sem hann stendur við
dyrnar í allri sinni lengd,
með næstum því jafnlanga
svuntu framan á sér, og þyk-
ist vera ölgerðarmaður.
— Hvað er að sjá þig, Ró-
bert, segir hvíslarinn, ég hélt
að þetta væri róni úr strætinu,
þegar þú komst inn.
— Jæja, hélduð þið það,
svarar Róbert Arnfinnsson, og
finnst auðheyrilega lítið til
samlíkingarinnar koma.
0000000V00t0t0*0*0*0»0t0*0»0*
Atriði úr þriðja þætti Hjónaspils — tekið á æfingu.
Sjálfur höfuðpaurinn í leik-
ritinu, Haraldur Björnsson, er
nú kominn í hópinn og hefur
allt á hornum sér viðvíkjandi
klæðnaði sínum, engu síður
en kvenfólkið.
— Ég hef aldrei þolað að
vera í vaðmáli, segir hann og
langt síðan ég hét því að
ganga aldrei í slíkum fjanda
— svona fer um allar heit-
strengingar, bætir hann við
mæðulega.
— Klæjar það? spyr feita
(að mig minnir) konan.
— Já, það klæjar, ég get
varla hreyft mig í þessu —
svo er alltaf hrukka á bak-
inu.
— Það er nú bara þegar þú
horfir í spegilinn og snýrð
upp á þig, segir Herdís Þor-
valdsdóttir, stríðnislega.
Þau eru líka stundum upp á
ka-nt í leikritinu — allt eftir
því hvernig henni þóknast að
haga pilsum eftir vindi.
■— Ég er svo hás, að ég get
varla talað, segir Haraldur og
sest niður á stól.
— Góði Haraldur, láttu
ekki svona, þú sem ert alltaf
svo sætur, segir Bryndís. —
Horfðu á Esjuna, maður —
sjáðu hvað hún er falleg!
— Heldurðu að það sé
furða, þegar maður er í svona
vaðmálsfötum og getur varla
talað.
— Það er nú bara á lágu
tónunum, og þú verður orð-
inn góður fyrir frumsýningu
— ef þú reykir nógu mikið,
segir einhver.
— Hvað er blaðamaður að
gera hér — á æfingu, þegar
allt er ómögulegt, segir Har-
aldur, ætlarðu kannski að
skrifa krítík strax?
— Nei, ég kritisera hvorki
menn né málleysingja, segi ég
sakleysislega.
— Jæja, segir Haraldur, en
sástu myndina af okkur Ró-
bert í Þjóðviljanum?
— Hann les aldrei Þjóðvilj-
ann, segir einhver, hann er
frá Mogganum.
— Mér fannst hún góð,
segi ég.
— Hún var ómöguleg, segir
Haraldur.
— Hún var góð, segir ein-
hver.
— Það er ekkert að marka
hvað hann segir, segir Hár-
aldur, honum finnst allt gott
sem mér finnst vont.
— Hún var bezt af mér,
segir Róbert, ég var ekkert
nema hatturinn.
Kvenfólkið er enn upptek-
ið af kjólunum sínum, og
skiptast á skin og skúrir. —
Millipilsið kemur niður und-
an hjá einni, önnur er í vand-
ræðum með skóna sína, sú
þriðja veltir fyrir sér heppi-
legri hárgreiðslu.
Það er greinilegt að það
hefur ekki verið vandaminna
að vera kvenmaður um alda-
mótin, heldur en núna.
Karlmennirnir hafa minni
áhyggjur, (nema Haraldur)
þá eins og núna.
Bessi Bjarnason situr í stól
úti í horni og tottar pípu,
tjáningarlaust. Engum myndi
detta í hug, að hann væri að-
al-sprellikarlinn í leikritinu,
ósamt Rúrik.
Ævar Kvaran stendur eins
og klettur á miðju gólfi,
klæddur ekilsbúningi, en
hrossið er hvergi sjáanlegt.
Þarna kemur loks leik-
stjórinn, Benedikt Árnason,
og skömmu síðar heyrist í
hátalaranum: Leikarar í
fyrsta þætti gjöri svo vel að
koma á sviðið.
—oOo—
Frammi í sal sitja fáeinar
hræður og Thor Vilhjálmsson,
rithöfundur.
Leikstjóri og þjóðleikhús-
stjóri sitja hlið við hlið og
bera saman ráð sín. Þriðji
maður og ég setjast við hlið
þeirra ,og að baki okkar situr
falleg, kvefuð stúlka.
— Slökkvið ljósin í salnum,
kallar Benedikt.
— Er hátalarinn í lagi, segir
þriðji maðurinn.
— Já, hann er í lagi, segir
þ j óðleikhússt j óri.
— Eruð þið ekki að verða
tilbúin? kallað leikstjóri.
Og tjaldið er dregið frá.
Haraldur Björnsson situr I
stól undir rakhnifnum, sem
hvað eftir annað er að því
kominn að skera hann á háls.
— Þú ert fífl, segir Harald-
ur við rakarann.
Jóhann Pálsson er að biðja
um hönd frænku hans.
— Þú ert fífl, segir Harald-
ur. — Allir eru fífl —
Það geta leikhúsgestir sjálf-
ir gengið úr skugga um á
næstunni með eigin augum og
eyrum. — Því hér felli ég
tjaldið.
—oOo—
Leikritið getur engan veg-
inn kallast stórbrotið, boð-
skapur þess er blátt áfram
enginn, nema að koma mönn-
um í gott skap með spriklandi
fjöri og lífi. Meiri að segja
starfsfólk Þjóðleikhússins,
þjóðleikhússtjóri, leikstjóri og
þriðju maðurinn, verða hvað
eftir annað að skella upp úr
þó ekkert komi þeim á óvart
— að ógleymdri fallegu stúlk-
unni með kvefið.
00000 0 00 00000-0000*0*00000i
00’#00000000i0‘00 00.0000011 0 0(100 0 0Í000 00.0000:
skrifar um:
KVIKMYNDIR
00-0000.0 000*000,00i0t0i00r00~0 0' 0^
TRÍPÓLÍBfÓ:
Hershöfðingi djöfulsins.
MYND þessi er þýzk og er gerð
eftir leikrit Carls Zuckmay-
ers „Des Teufels General“. —
Fjallar myndin um hin miklu
vandamál innan þýzka hersins,
sem stöfuðu af skemmdarstarf-
semi háttsettra manna í hernum,
sem voru svarnir óvinir Hitlers
og fordæmdu í hjarta sínu glæpi
hans og taumlausar ofsóknir gegn
saklausu og varnarlausu fólki.
Harras yfirforingi flughersins,
hefur aldrei viljað gerast flokks-
bundinn nazisti og því er hann
undir stöðugum grun valdhaf-
anna um óheilindi í starfi
sínu og umkringdur njósnurum
Gestapo. Þegar fer að bera á al-
varlegum göllum á hernaðar-
flugvélunum, er valda tíðari slys
um, berast böndin að Harras.
Njósnarhringurinn kreppir æ
meir að honum, og er hann
hnepptur í fangelsi um skeið.
En Harras hefur engan þátt átt
í skemmdarverkunum og þegar
hann loks kemst að því að nán-
asti vinur hans er hinn seki, tek-
ur Harras þann kostinn að láta
sig hrapa til bana í flugvél í
stað þess að kæra vin sinn, enda
veit hann að það er heiminum
fyrir beztu að Hitler og hand-
langarar hans tapi stríðinu.
Ég sá leikritið, sem myndin
er byggð á, á Edinborgarhátíð-
inni fyrir nokkrum árum og þótti
það mjög skemmtilegt. Myndin
er líka góð, þó að mér þyki hún
standa leikritinu að ýmsu leyti
að baki. Lýsir myndin, eins og
leikritið, ágætlega hinum mikla
ótta og taugaóstyrk, sem ríkir
bak við, glaðyærðina og hreysti-
orðin méðal þýzka hermannanna,
ekki sízt æðstu foringjanna, því
að þeir vita að þar njósnar hver
um annan og þeir geta fallið í
ónáð hvenær sem er. — Hinn
gjörvulegi og mikilhæfi þýzki
leikari Curd Júrgens, leikur að-
alhlutverkið, Harras liðsforingja,
með ágætum, og aðrir leikarar
fora mjög vel með hlutverk sín.
Spenna myndarinnar er mikil
og hún yfirleitt hin athyglisverð
asta.
HAFNARBÍÓ:
Ótti.
ÞETTA er amerísk mynd tekin
í Cinemascope. 'Segir þar frá
prestinum David Collins og konu
hans Lisu, sem verða fyrir árás
innbrotsþjófs. Lýkur þeirri viður
eign með því að presturinn verð-
ur óbótamanninum að bana. —
Faðir óbótantannsins klæðsker-
inn Carl Simmons leggur hatur
á prestinn og hyggst hefna sín
á honum með því að myrða 10
ára gamlan sonprestsins.Michael.
Situr Simmons alltaf um dreng-
inn og er oft mjótt á munum
að honum takist áform sitt. Er
þessi eltingarleikur allur mjög
óhugnanlegur og spennandi, en
hér verður ekki frá því greint
hversu fer að lokum.
Leikstjórn og sviðsetning mynd
arinnar er prýðileg svo að vart
slaknar á spennunni og leikurinn
er góður. Carl Simmons, sem
Eduard Franz leikur, er óhugn-
anleg manngerð og ástæða er
til að nefna Tim litla Hovey,
sem leikur Michael Collins furðu
vel.
19 kaupmálar
í LÖGBIRTINGI sem út kora
20. þessa mánaðar, er birtur li»ti
yfir kaupmála, sem skráðir hafa
verið við borgarfógetasmbættið
hér í Reykjavík. Eru kaupmál-
arnir alls 79.
Hér er um að ræða alla l>á
kaupmála, er gerðir voru á fyrra
ári. Þó talan virðist há, hefur
tala skráðra kaupmála milli
hjóna og hjónaefna verið frá 50
—70 undanfarin ár.
öskar eftir unf’ilingum til
blaðburðar í efiirtalin hverfi
Sörlaskjól
Laugaveg III.
Meðalholt
00 00téí*0t0&h*0f&0tí000'0t W '0-00