Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 6
6 MORCIJTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. marz 1960 Lausn deilunnar um bú- vöruverðid landbúnaðar- ráðherra mest að þakka Leiðtogar Framsóknar reyndu að spilla fyrir samkomulagi aðila Ettir Jónas Pétursson trá Skriðuklaustri 1 LEIÐARA Tímans 28. febr. sl. er verið að þakka Framsóknar- mönnum þá hækkun á verði bú- vöru til bænda, sem alveg ný- lega er orðið samkomulag um í 6 manna nefnd. Öllu meira öfugmæli er naumast unnt að segja. Enginn hefir sjálfsagt ennþá gleymt hinni hatrömmu baráttu Framsóknarmanna og þó sérstaklega Eysteins Jónssonar gegn því að Alþingi yrði frestað fyrir 15. desember, þegar bráða- birgðalögin um óbreytt verðlag á búvörum féllu úr gildi. En það er öllum alveg ljóst, sem til þessara mála þekkja ,að það samkomulag um endurskipun 6 manna nefndar og önnur atriði er undirritað var af fulltrúum bænda og neytenda á miðnætti 14.—15. des. sl. hefði aldrei náðzt, ef Alþingi hefði þá setið. Þetta vissi Eysteinn Jónsson og aðrir Framsóknarþingmenn. Þá voru það ekki hagsmunir bænda, sem þeir vildu tryggja. Nei. Þá mátti fórna hagsmunum bænda ef unnt væri að skapa ríkisstjórninni sem mesta erfið- leika. Þá ' skiptu hagsmunir bænda Eystein Jónsson engu. Samkomulagið um breytingu Loftferðasamn- þá á framleiðsluráðslögunum, sem nú er að ná samþykkt á Al- þingi, náðist fyrir einbeitta for- ustu landbúnaðarráðherra, Ing- ólfs Jónssonar. Það þurfa bænd- ur að festa sér vel í minni. Það er engin tilviljun, að það er sami maðurinn ,sem var formað- ur kjötverðlagsnefndar 1942, ÚRSLITAKEPPNI Skákþings Reykjavíkur 1960 hófst á sunnu- daginn 28. febrúar kl. 2 e.h. í Breiðfirðingabúð. Keppendur eru 8. Efstu menn úr undan- rásum keppninnar urðu Björn Þorsteinsson, Benóný Benedikts- son, Jónas Þorvaldsson, Bragi Þorbergsson, Halldór Jónsson og Guðmundur Lárusson. Þessir sex tefla nú til úrslita um titil- inn Skákmeistari Reykjavíkur 1960 ásamt þeim Friðriki Ölafs- syni stórmeistara og Inga R. Jó- hannssyni, sem hefir verið Skák- meistari Reykjavíkur undanfarin ár. þegar bændur fengu þá hækk- un á dilkakjötinu, sem færði þá fram í námunda við aðrar stétt- ir þjóðfélagsins í afkomu. Sú hækkun ,1942, er algjör grund- völlur þess, sem síðan hefir gilt um verðlag þeirrar vöru. Án þeirrar leiðréttingar hefði af- koma sauðfjárbænda verið enn verri en verið hefir. Það er skiljanleg tilraun Tím- ans að klóra yfir framkomu for- ustumanna Framsóknar í þessu máli. Framkoma þeirra er hins vegar með þeim endemum að bændur sjá hið rétta. Þeir munu átta sig á að mestan og beztan þátt í farsælli lausn þessa máls á núverandi landbúnaðarráð- herra, Ingólfur Jónsson. Númeraröðin er þessi: 1. Benóný Benediktsson 2. Jónas Þorvaldssc-n 3. Halldór Jónsson 4. Björn Þorsteinsson а. Bragi Þorbergsson б. Ingi lí íóhannsson 7. Friðrik. Olafsson 8. Guðmundur Lárusson. í fyrstu umferðinni vann Ingi R. Halldór í 37 leikjum og Ben- óný vann Guðmund í 27 leikjum. Aðrar skákir fóru í bið. Friðrik á tvö peð yfir í biðstöðunni gegn Jónasi. Friðrik og Ingi R. ásamt sex öðrum keppa um Reykjavíkurmeistaratifilinn Henry Miller — líka málari MARGIR hér munu vafalaust kannast nokkuð við hinn um- deilda, bandaríska rithöfund Henry Miller og verk hans á bókmenntasviðmu — þótt sum ir vilji sennilega ekki tala um bókmenntir í því sambandi. — Færri munu vita það, að Mill- er er líka býsna fær listmálari og hefir oft haldið sýningar á málverkum sínum — t.d. sýndi hann í Kaupmannahöfn á dögunum. ★------------ 1 Þótt Miller sé langtum kunnari sem rithöfundur, var hann byrjaður að mála löngu áður en hann lagði út á rit- höfundarbrautina. — Hann vann meira að segja fyrir sér með listmálun áður en hann tók til við skriftirnar — en á nokkuð óvenjulegan hátt. — Hann setti sem sé auglýsingar í blöðin, þar sem hann til- kynnti, að hann ætti ekki „salt út í grautinn“ — og benti fólki á, að það gæti „unnið sér fyrir“ góðri vatns- litamynd með því að senda honum mat eða ofurlítinn skilding. Þessi óvenjulegi — og óneit- anlega dálítið ágengi við- skiptamáti féll Bandaríkja- mönnum svo vel í geð, að bæði matvæli og fé tók að berast til Millers í stríðum straum- um. Hann hafði lengi vel meira en nóg að gera við að mála vatnslitamyndir til þess að uppfylla sinn hluta við- skiptanna — og þegar hann með þessari ágætu „forretn- ingu“ var búinn að koma und ir sig fótunum, tók hann til við skriftirnar. ★------------ Meðfylgjandi mynd var tek in á dögunum, þegar verið var að koma fyrir málverkum Millers til sýningar í Kaup- mannahöfn. — Þótt sum þeirra þyki býsna frumleg, hafa þau aldrei vakið annan eins úlfaþyt og bækur hans. Og til eru þeir, sem látið hafa í ljós þá skoðun, að Henry Miller hefði átt að halda sig við pensilinn, en láta pennan eiga sig . . . . E^ji skrifor úr 1 daglega lífínu j ingur við Finna í DAG munu hefjast í Hels- ingfors samningaviðræður um loftferðasamning milli íslands og Finnlands. Af íslands hálfu taka þessir menn þátt í viðræðun- um: Magnús V. Magnússon, sendih. Páll Ásg. Tryggvason, deildar stjóri í utanríkisráðuneytinu. Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri. Einnig munu sömu menn af fs- lands hálfu taka upp framhalds víðræður í Stokkhólmi hinn 11. sama mánaðar um loftferðasamn ing milli íslands og Svíþjóðar. (Frá utanríkisráðuneytinu). Kvöldvaka í Kjósiimi VALDA'sTÖÐUM, 18. febr. — Að tilhlutan stjórnar Bræðrafélags Kjósarhrepps var 13. þ.m. hald- in kvöldvaka að Félagsgarði. Form. félagsins Oddur Andrés- son á Neðra Hálsi setti sam- komuna. Þá talaði Gils Guð- mundsson um borgfirzk ljóðskáld fyrr og nú og mæltist honum prýðisvel. Var síðan lesið upp úr Ijóðum 6 skálda. Ljóðin lásu sr. Kristján Bjarnason, Gils Guð- mundsson, Karl Andrésson og Guðmundur G. Hagalín, rithöf- undur, sem flutti nokkur ávarpsorð. Þá söng Karlakór Kjósverja nokkur lög undir stjórn Odds Andréssonar. Ein- söngvari var Hjalti Sigurbjörns- son. Að lokum var stiginn dans. Einar Sturluson tenórsöngvari hefur verið hér í nokkra daga til þess að leiðbeina um söng og hafa söngkórar sveitarinnar notið þeirrar tilsagnar. — St. G. • Barðir til frjósemi Fastan hefst, samkvæmt gamalli venju á morgun, ösku dag, en á þeim degi jusu menn sig ösku til forna, sem tákn um iðrun sína og afneitun jarð lífs gæða. Tveir síðustu dagar fyrir föstu, eða þrír með sunnudeginum, hafa aftur á móti í margar aldir verið há- tíðlegir haldnir einkum í mat og drykk er menn voru að búa sig undir strangan meinlæta- lifnað föstuhaldsins. Á mánu- dagsmorgun voru menn barð- ir með hrísi í rúmum sínum og helzt sá siður enn víða hér á landi. Hrísinn er sem kunn- ugt er tákn frjóseminnar, lífs- neistans, sem lifir af veturinn og skýtur frjóöngum sínum að vori. Tilgangurinn með því að berja mannfólkið með hrísi fáklætt í rúmi sínu hefur því verið sá, að örva frjósemi þess. Nú hefur athöfnin löngu tapað upprunalegum tilgangi sínum, en lifir sem dauð venja. Mundi forfeðrum vor- um væntanlega hafa þótt lítið til koma og ekki vænlegt til aukinnar frjósemi, að vera barðir með þeim gervivöndum úr papppír, sem börn í Reykja vík hýddu foreldra sína með í gærmorogun. * Meira en jieir gátu torgað. í dag er sprengidagur. Á þeim degi mátti síðast kjöts neyta fyrir föstuna, enda neyttu menn þess ótæpilega og oftast sér til óbóta. Segir svo í Þjóðháttum: — Áður var venja að ryðja í fólkið svo miklu keti og floti, sem það gat í sig látið og helzt meiru en því var auðið að torga. Mun þá margur hafa borðað betur en hann hafði gott af og eru til um það ýms- ar skrítnar sögur. En leifarn- ar voru teknar og hengdar upp í baðstofumæni, hvers leifar uppi yfir hans rúmi, og mátti ekki snerta við þeim fyrr en á páskadagsnótt, hvað mikið sem mann langaði í þær. Þá segir sagan, að vinnu- mennirnir hafi átt að greiða þjónustunum sínum þjónustu- kaupið fyrir árið, og enda gert ráð fyrir, að það hafi ekki verið ábætislaust, ef trúa má þessari gömlu vísu um þessa venju: Þriðjudaginn í föstuinngang, það er mér í minni, þá á hver að falla/þjóta/í fang þjónustunni sinni. Virðist það benda til þess, að menn hafi sleppt sér nokk- uð lausum þann dag. Nógu löng var fastan og leiðinleg á eftir .... 9 Óhemjuskapurinn en við líði Menn fasta ekki lengur á íslandi. Siðurinn kom hingað úr suðlægari löndum þar sem föstuhald var nauðsynlegt heilsufars vegna, en einnig iðkað til að undirbúa trúarat- hafnir ýmsar, er menn gerð- ust betur færir um aðþrengd- ir af matarleysi. Hér norður í kuldanum var fastan sem hver önnur vitleysa og hafði engan tilgang annan en þann að kvelja vesalt fólk, sem svalt hálfu hungri þann hluta úr árinu, sem það ekki fastaði. Það er því ekki að ófyrirsynju að fastan var lögð niður, en hitt er athyglisvert, að sá óhemju- skapur í mataræði, sem tíð- kaðist á sprengidag og var af- sakanlegur vegna föstuþglds- ins, skuli haldast að nokkru hér á landi. Fljúga til ísafjarðar í gærmorgun fór sjúkraflugvél Norðurlands til Isafjarðar og er það fyrsta flugferðin þangað eft- ir að Katalína var tekin til skoð- unar nú í vikunni. i • SKÁK • HAFNARFJÖRDUR abcbefgh ★ KEFLAVÍK ABCDEFGH AKRANES 19. g5-g6 ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.