Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 1. marz 1960 MORGUNBLAÐiÐ 21 Fréttastofur þykjast nú hafa það eftir áreiðanlegum heimild- um að Farah Diba, hin 21 árs gamla kona keisarans af Iran, eigi von á erfingja, en eftir þeim fréttum hefur verið beðið með eftirvæntingu í ríki hans. Keis- arinn neyddist sem kunnugt er til að skilja við Sorayu drottn- ingu sína í marz 1958 ,af því hún haíði ekki alið honum erfingja, og giftist þessari ungu stúlku í desembermánuði s.l. Á föstudag kom Farah Diba úr opinberri heimsókn til Pakistans, með manni sínum og afþakkaði öll fyrirhuguð boð í náinni framtíð að ráði læknis síns. Á myndinni sést hún með brúðarslörið. Fótbrotnaði er hestur hans féll Á MÁNUDAGINN var, kl. 3 e.h. voru nemendur á Hvanneyrar- skólanum komnir á bak á hestum sínum og ætluðu að liðka gæð- ingana og ríða ofan ísa. Einn skólasveina, Gunnar Stefánsson, bóndasonur frá Skipanesi í Mela- sveit, varð fyrir því slysi, að hest ur hans skall á hliðina á hjarn- breiðunni utan í halla. Varð vinstri fótur Gunnars undir hestinum með þeim afleið- ingum að hann brotnaði. Gunnar var þegar fluttur í sjúkrahús Akraness og gert að sárum hans — Oddur. Presley laus úr herþjónustu BONN, 25. febr. — Rokk-kóngur- inn Elvis Persley mun fara ílug- leiðis til Bandaríkjanna ninn 3. marz nk. og hefur hann pá iokið herþjónustunni. Allan þjónustu- tímann hefur hann dvalizt í Þýzkalandi. Presley getur nú aft- ur farið að syngja og leika í kvikmyndum, kvikmyndafram- leiðendur vestra bíða hans með mikilli eftirvæntingu. ScnRakomm1 Fíladelfía Safnaðarsamkoma kl. 8,30. — Minningarsamkoma um Ólafíu Einarsdóttur er í kvöld kl. 8,30 að Bræðraborgar- stíg 34. Aliir hjartanlega vel- komnir. — Aðstandendur. K.F.U.M. — Ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Frá saga, hugleiðing. Ástráður Sigur steindórsson, skólastjóri. Blómlegt félagslíf BORG í Miklaholtshreppi, 15. febrúar. — Nú er farið að síga á seinni hluta „Þorra gamla“, eflaust má telja þetta einn hinn allra snjóléttasta og blíðviðra- samasta þorra, nú um langt ára- bil. Snjólaust er nú í byggð, og mjög lítill snjór á fjöllum, enda hafa samgöngur getað haldizt ó- hindrað í vetur. — Félagslíf má teljast sæmilegt, íþróttafélagið hefir taflæfingar, Fé náðist ekki iim í hús BORG, Miklaholtshreppi 22. febr. I gær heilsaði góan með stórhríð og mikilli fannkomu upp úr há- degi. Sums staðar var búið að hleypa fé út til beitar, því snjó- laust var fyrir. Komust sumir í vandræði við að ná inn fé sínu. Á Rauðkollsstöðum í Eyja- hreppi var svo slæm hríðin, að ekki náðist allt fé í hús, vantaði á eitthvað um 30 kindur. Snemma í morgun var farið að leita þeirra og í kvöld var búið að finna allar nema tvær og er óttazt að þær hafi hrakið í sjóinn. Snó hefur ekki fest og eru all- ar leiðir greiðfærar þrátt fyrir hríðina. —Páll. alltaf einu sinni í viku, og svo félagsvist þesk utan. Kvenfélagið hefir einnig séð stundum um félagsvist og eru þessi kvöld alltaf vel sótt. Sl. laugardag hélt kvenfélagið hér í hreþpnum sitt árlega „hjóna- ball“. Veittu konur þar af mik- illi rausn. Sá háttur, er hafður á þessum hjónaböllum, að kven- félagið býður til sín öllu búandi fólki úr nágrannasveitum, og er sú skipan mjög vel séð. Að þessu sinni var boðið öllu búandi fólki úr Eyjahreppi og Helgafelis- sveit. Og var vel mætt úr báð- um þessum sveitum, enda veður og færð mjög góð. Samkomuna setti frú Ragn- heiður Guðbjartsdóttir á Hjarð- felli og stjórnaði hún samkom- unni með mikilli röggsemi. Síð- an flutti sóknarpresturinn séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðul- holti ávarp. Þá fóru fram ýmisleg skemmti atriði, sögu-upplestur, tveir leik þættir og síðast en ekki sízt hin vinsæla fegurðarsamkeppni kvenna, og vakti hún sérlega ánægju og hlátur áheyrenda. — Enda skal þess getið að fegurð- arsamkeppnin var öll fram- kvæmd af karlmönnum. Síðan var dansað af miklu fjöri, enda hljómsveit ágæt. Er því óhætt að segja að samkoma þessi hafi í alla staðj tekizt sér- lega vei á allan hátt og þeim til mikils sóma sem að henni stóðu og undirbjuggu. Enda fóru allir heim til sín með góðar endur- minningar eftir ánægjulega samverustund. — Páll. ÚTVEGUM FRÁ Pragotxport TEKKÓSLÓVAKÍU GÓLFDÚK Gúmmí Plast Llnoleum Pappa Tékkneski gólfdúkurinn er fyrir longu orðinn landskunnur fyrio* gæði og gott verð. i o m niiaiMfma ö. IpuiÁilmofia f M ii Eyðing refo og minko kostnði rúmar 3 millj Blaðinu hefur borizt 3. hefti búnaðarblaðsins Freys. Af efni þess má m. a. nefna: „Þrengsli í sumarhögum“ og „Um naut- griparækt í Eyjafirði“, Þórður Runólfsson skrifar um „Varnir gegn slysum og vélanotkun“. — Grímur Jónsson ritar um „Hrúta I og afkvæmasýningar í Norður- Þingeyjarsýslu. Þá er skýrsla um unna refi og minka 1958. Alls hafa á árinu verið unnir 3.444 refir og 3534 minkar of kostn- aður við þetta hefir numið kr. 3.049.381,13. Þá eoru í riiinu fréttir o. fl. Stjórn Múrara- meistarafélagsins NÝLEGA var aðalfundur Múr- arafélags Reykjavíkur haldinn. — Formaður, Guðmundur St. Gíslason, flutti ársskýrslu félags- stjórnar. — í stjórn félagsins fyr- ir næsta ár voru kjörnir: Guðmundur St. Gíslason, for- maður, Ólafur H. Pálsson, vara- formaður, Þórður Þórðarson, rit- ari, Sigurður Helgason, vararit- ari og Sveinn Pálsson, gjaldkeri. Ólafur H. Pálsson var kjörinn í fulltrúaráð Meistarasambands byggingamanna í Reykjavík. Ný sending Hollenzkar káp u r í glæsilegu úrvali Rauðarárstíg 1 Látió Perlu létta störfin! ... ekkert gleppiAr óhremfe í gegu.!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.