Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORClllVfí 7, AÐIÐ Þriðjudagur 1. marz 1960 Endurnýjun kirkjunnar s s | EFNI það, sem birtist í þess-! ^ um greinum er talið eitt hið s i þýðingarmesta á sviði hins S • kirkjulega lífs og starfs nú á ■ ^ dögum. Þegar Alheimsráð ( S kirkna kemur saman á næsta i | ári, verður það tekið til með- ■ S ferðar af leiðtogium helztu s i kirkjudeilda heimsins, en þeg- ) | >r í sumar verður það eitt | S meginefni á æskulýðsþingi A1 s ! heimsráðs kirkna. Gert er ráð ! ^ fyrir að 10 fulltrúar a.m.k. | S sæki þingið af íslands hálfu s i og að almenningur, sem að i | kirkjunum stendur, fái tæki- J S færi tii að fylgjast með ár- s ! angri umræðnanna. Vér von-! | um að þessi efniskynning ■ S verði kristinni kirkju til heilla s ! einnig hér á landi. S Jóhann Hannesson. s i___________________________j. Endurnýjun, kristniboð og eining heimakirkj- unnar Lesið í Heilagri Ritningu: I. Péturs bréf 2,4—10 og Lúkasar guðspj. 24,13—35 Á SAMA hátt og horfnar kyn- slóðir urðu að horfast í augu við ábyrgð sína á þeim tímum, sem áður voru, þannig verður einnig æskulýður kirkjunnar að horf- ast í augu við ábyrgð sína undir þeim kringumstæðum, sem nú eru í heiminum. Sérhver kristinn maður er þannig aðspurður um afstöðu sína, en svar veitum vér með því hvernig endurnýjun, kristniboði og einingu er varið innan heima- kirkjunnar. í þessari rannsókn skulum vér því taka til íhugun- ar hvað gerist í heimakirkjum vorum og hvað það þýðir fyrir kristinn æskulýð að lifa í sínum eigin söfnuði sem meðlimir „hins nýja lýðs Guðs“, sem á tlveru sína upprisu Krists að þakka. Það sem einkennir hinn nýja lýð Guðs er að hann lifir lifi sínu I Ijósi Krists. f lexíunni, sem vitn að er til hér að ofan (I. Pét. 2) segir: En þér eruð útvalin kyn- slóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, Guðs eiginn lýður, til þess að þér getið kunngjört dá- semdarverk hans, er kaiiaði yð- ur út úr myrkrinu inn í sitt nnd- ursamlega ljós“ — það er að segja að oss ber að kunngjöra og kynna Guðs miklu verk í Kristi; það er, sönn prédikun, sannur vitnisburður, boðun fagnaðar- boðskaparins, kristniboð — allt þetta er hin fyrsta afleiðing þess að kirkjan er útvalin og kölluð til að iifa í ljósi Krists. Líf kirkjunnar í ljósi Krists þýðir ekki það að kirkjan lifi sjálfri sér einni. Líf kirkjunnar er heiminum tákn. Kirkjan er hinn nýji ísrael, sem Guð hefir sent út á meðal þjóðanna, til þess að vera sá lýður, sem ber honum vitni. Kirkjan lifir til þess að boða Krist. Réttur hennar til lífs ins er fólginn í kristniboði henn ar. Kristur kallar lýð sinn og hann safnar honum saman, en sendir hann um leið út í heim- inn til þess að hann geti borið vitni og verið tákn um kærleika hans til mannkynsins. Sá heimur, sem kirkjan er send út í, er heim ur, þar sem Kristur er konungur yfir öllu, hvort sem menn viður- kenna konungstign hans eða ekki. Annað sjónarmið á lífi kirkj- unnar í ljósi Krists er uppbygg- ing hennar á sérhverjum stað til þess að vera sannur andlegur líkami, þar sem menn lifa lífi sínu í samfélagi Heilags Anda, þar sem hver og einn ber fram gáfur sínar og hæfileika Guði til dýrðar í sameiginlegri fram- kvæmd andlegrar þjónustu hins almenna, heilaga prestdóms. Og það sem hér hefir sagt ver- ið, á við um hvern einstakan heimasöfnuð og einnig um kirkj- una í heild. Þetta á við þína kirkju ,svo framarlega sem hún lifir í ljósi Krists. Að söfnuður þinn lifir í ljósi Krists, það þýðir að hann er stöðugt á ný kallaður til endur- nýjunar, svo að myrkrið fái ekki yfirbugað hann, heldur að hann megi lifa með hinni nýju öld, sem byrjuð er í Kristi og sem Guð hefir kallað hann til. Þannig þýðir endurnýjun heimakirkjunnar einmitt endur- nýjun í því, sem tengir hana sam- an og gefur henni hlutverk sitt. Vér viljum því skipta þessum hugleiðingum samkvæmt þessu. (1) Rannsókn á því í hverju grundvallandi endurnýjun heima kirkjunnar er fólgin og (2) Hvað mundi leiða af slíkri endurnýj- un? A. Eðli endurnýjunar- innar (1) Endurnýjun kirkjunnar og hvers einstaks safnaðar er skap- andi verk Guðs í Kristi fyrir hans. Heilaga Anda. Þegar Guð hefir kallað kirkjuna inn i sitt undursamlega ljós, þá hefir hann um leið kallað hana til lífs. Hann hefir skapað kirkjuna sem lík- ama Krists, hinn fyrsta ávöxt hinnar nýju aldar. Með þessu sama skapandi og endurnýjandi valdi, kallar Guð stöðugt kirkj- una á ný til lífsins, hreinsar hana og byggir hana á ný, berst gegn myrkravaldinu og hinni gömlu öld, sem er stöðugt að reyna að eyðileggja Guðs verk og taka kirkju hans til fanga. Jesú Kristur, mannanna sanna ljós, er Guðs skapandi og endur- leysandi orð, sem hann skapar og endurnýjar kirkju sína með. Þetta Guðs orð kemur inn í heiminn og býr meðal vor stöð- ugt á ný og á ný í orði Biblíunn- ar og í framkvæmd sakrament- anna. Hvenær sem Guðs Heilagi Andi gerir orð Biblíunnar lifandi í hjörtum mannanna, þá er Krist ur nálægur meðal vor með skap- andi og endurleysandi mátt Guðs, sem hreinsar og byggir upp á ný. Til þess að endurnýjun Kirkj- unnar geti átt sér stað, verðum vér fyrst að hverfa aftur að iind- um opinberunarinnar og hins kristna lífs — til orðs og sakra- menta — með opnum hug og hjörtum fyrir því, sem Heilagur Andi vill í oss gera með náðar- meðulunum og athuga til hvaða hlutverks hann kallar oss og vill senda oss til að framkvæma. Sérhver sönn etidurnýjun kirkj unnar byggir á því að heyra Guðs orð á ný eins og það kem- ur til vor í Biblíunni" segir Dr. Visser’t Hooft (The Renewal of the Chureh, bls. 91). Það þýðir að kirkjan finnur sig í „dómi og innblæstri Guðs eigin opnberunn ar“. Spurningar: Erum vetr á réttri leið? a. Hvernig hæfir hin biblíu- lega mynd kirkjunnar heima- kirkjunni, þeirri sem þú varst skírður og ert meðlimur í? Að hve miklu leyti er mismunurinn fólginn í ytri, sögulegum aðstæð- um, t.d. í því að kirkjan var áður lítið og ofsótt, en hefir nú að ■ stöðu „þjóðkirkju ? En að hve miklu leyti sýmr mismanurtnn að þörf er á endurnýjun þinnrr kirkju? b. Hvað er þér kunnugt um end urnýjandi hreyfingar Heilags Anda í þinni eigin og í öðrum kirkjum? T.d. um evangeliskai akademíur (biblíuskóla), þar sem leikmenn leitast við að fá nýtt ljós yfir sambandtð miili trúarinnar og hins daglega lífs í heiminum? Er þér kunnugt um stórar samkundur leikmanna, svo sem hinn þýzka „Kirchentag“ eða hina skozku kirkjuviku’’ Um samkomur, þar sem krtstnir menn frá heilum svæðum kcma saman til að leita vilja Guðs varðandi kirkjur þeirra og lönd, um ný bræðrafélög í hinum lút- hersku, reformetru og grisku kirkjum og sams konar systra- félög, eins og Taizé, Grand- champs, Maríusystur, Christus- bundschaft, Agape, Iona og Zoé hreyfingarnar? c. Hvaða hugmyndir hefir þú um þína eigin skírn? Flestar kirkjur flytja þá kenningu, í samræmi við Nýja Testámentið, að það sé einmitt fyrir skírn þína, að þú varst gróðursettur í Kristi og tekinn inn í hinn nýja lýð Guðs og meðtókst gjöí lífs- ins Anda. (Sjá hér Iióm. 6,3—4 og I. Kor. 12,12—13). Það hefur þess vegna verið sagt í mjög raunverulegri merkingu að „kristnir menn eru kallaðir til að vera það sem þeir þegar eru“. Lamb Guðs. Táknrænt heiti á Jesú í ritum Jóhannesar. Hvaða þýðingu hefir skírn þín fyrir þá skyctu, sem á þér hví.- ir tii að taka þátt í enduruyiun hei uakirkju þinnar? d. Ert þú sammála því að end- uinyjun kirkjunnar kreíjist fyrst af öliu „afturhvarfs til upp- sprettu opinberunarinnar og hins kristna lífs — til orðsins og sakra mentanna"? ' 2. Hvað þarf að endiar- skoða? Endurnýjun kirkjunnar — þíns eigin safnaðar — með því að heyra Guðs orð á ný, þýðir á sama tíma auðmýkingu. Hún fel- ur í sér endurskoðun á lífi kirkj- unnar og dóm yfir gömlum hátt- um kirkjulífsins. Fyrir kirkjurnar í Evrópu fel- ur sú auðmýking og sá dórnur, sem Guðs orð kemur til reiðar, meðal annars þetta í oér: 1. f lífi einstaklinga eru persónu- legar hindranir, sem binda þá, eins konar leti, metnaður eða annað þvílíkt, svo að líf þeirra snýst um þá sjálfa og verður sjálfu sér nóg, og þetta kemur í veg fyrir að ljós Krists falli á þá í orði hans, og þess vegna verða þeir ekki að notum í þjónustu hans. Þessar hindran- ir þarf að brjóta niður. 2. Þröng kirkjudeilda sjónarmið og stífar venjur kirkjulífs og stofnana í söfnuðunum hafa oft orðið markmið í sjálfu sér í stað þess að vera líffæri í þjón ustu kirkjunnar og hafa dreg- ið úr nýjum tilraunum, einnig þeim ,sem menn hafa fundið í ljósi orðsins — og hindrað framkvæmd þjónustunnar. Þetta þarf einnig að brjóta nið- ur. 3. Guðfræði og biblíuskýringar, sem í stað þess að þjóna Guðs orði og gera það skýrt og greinilegt, hafa verið notaðar sem meðul til þess að tryggja og verja menn sjálfa gegn dómi orðsins og hreinsandi á- hrifum þess, og hafa þannig hindrað heyðs orðsins á ný, til endurnýjunar lífsins. Þetta þarf einnig að brjóta niður. Um þetta atriði sagði kirkju- fundurinn (Faith and Order) í Lundi eftirfarandi: Kirkja Jesú Krists í sögunni er í senn sam- félag syndara og ný sköpun, því að þótt hún haldi áfram að lifa í upplausn og framandleik þessa heims og fylgja honum í skipt- ingu sinni, þá heyrir kirkjan sam kvæmt eðli sínu hinni nýju öld og hinni nýju sköpun. Og sem slík er kirkjan kölluð til stöðugr ar endurnýjunar, til að afleggja hið gamla líf og endurnýja huga sinn til líkingar við Krist og til að horfa fram fyrir hin sögulegu form til hnnar fullu opinberunar hinnar nýju tilveru sinnar við komu Drottins“ (Lund Report). Spurningar: Hvað hamlar endurnýjun? a. Ekki líta allar kirkjur eins á orðið „endurnýjun" af kenning- arlegum ástæðum. Sumar segja að kirkjan sé heilög og fullkom— in og þurfi ekki á neinu „nýju“ að halda: Það séu aðeins kristnir einstaklingar, sem þurfi á iðrun og endurnýjung að halda. Aðrir segja að kirkjan þarfnist sífelldr ar endurnýjunar, af því að hún sé ekkert í sjálfri sér nema á því augnabliki, sem orðið er boð að og því er trúað. Nokkur sann- leikur er í báðum sjónarmiðum. Verða þau samræmd? b. Sameiginleg tilbeiðsla safn- aðarins, þar sem hann meðtekur Guð orð í prédikun, bæn og sakramentum ,er meginlind end- urnýjunar. Hvaða sæti skipar æskulýðurinn í tilbeiðslu safn- aðarins og hvaða hlutverki gegn ir hann þar? Lítur æskan á til- beiðslu safnaðarins svo sem mik- ilsverða í lífi hans og í sínu eigin lífi í heiminum? Ef svo er ekki, hver er ástæðan? c. Hvernig geta ungir kristnir menn hjálpað sjálfum sér og söfnuði sínum til þess að sjá Guðs orð í nýju ljósi? Hvaða sseti skip- ar Biblían í ykkar hópi til þess að hjálpa mönnum í þeirra daglega lífi og í því, sem þeir gera til þess að glæða líf safnaðarins. Hvaða reynslu hefir þú í lestri Biblí- unnar með fólki úr öðrum kirkju 1 deildum? Hvaða kosti og galla hefir það að rannsaka Biblíuna þannig? d. Sú auðmýking, sem Guðs orð kemur til leiðar þegar menn heyra það á ný, leiðir til þess að opna augu safnaðarins fyrir þeirri ótrúmennsku, sem kann að felast í fastheldni við gamlar venjur. Söfnuðurinn vaknar og sér hvernig hann snýst um sjálf- an sig og er ánægður með sjálf- an sig. Hann sér metnað sinn og þrælbindingu í ákveðnum venj- um, tregðu sína og óvilja til að hiugsa nýjar hugsanir og færa fórnir, en allt þetta hefir staðið endurnýjun hans fyrir þrifum og lagt hindranir í veg fyrir þjónustu hans gagnvart .Guði og mönnum. Þess vegna verður söfnuður- inn í heild að játa syndir sínar og hið sama verða einstakir með- limir hans að gera og gera það í alvöru og að staðaldri og biðja um fyrirgefningu frá Guði, opna hugi og hjörtu fyrir krafti Guðs til endurnýjunar og endurfæð- ingar. „Enginn endurnýjun getur átt sér stað án iðrunar". Endurnýjunin kemur því fram út frá kjarna persónuleikans. í innsta eðli sínu er hún verk, sem Guð í Kristi vinnur í hverjum einstökum manni með orði sínu. En út frá hjörtum og hugum manna íklæðist endurnýjunin sýnilegum myndum, birtist í starfsháttum og stofnunum, sem vér höfum áður (ranglega) gert að varnarvirki fyrir hið gamla eiginsjálf. Afleiðingarnar hljóta að snerta félagslíf safnaðarns jafnframt því sem þær snerta líf einstaklinganna. Auðmýkt og iðrun, endurfæðing og endur- reisn hljóta að sýna sig í starfi stofnana, hljóta að segja til sín í þjónustu safnaðarins og vitnis- burði. Spurningar um tilbeiðslu og þjónustu a. Hvaða sæti skipar játning synda meðal æskulýðs og Fyrri hluti hvaða áhrif hefir hún á per- sónulegt líf þeirra og hvernig er henni varið í tilbeiðslu safnaðarins? b. Hvaða áhrif hefir fyrirgefning syndanna á endurnýjun safnað arins og á þjóðfélagið í um- hverfi hans? c. Hvernig er söfnuður þinn hæf- ur til þess að gegna hlutverki sínu í þjóðfélaginu í umhverfi sínu? Býr hann meðlimi kirkj- unnar undir vitnisburð og þjón ustu meðal nágranna sinna? B. Hlutdeild í endur- nýjuninni (1) Endurnýjun kirkjunnar er fyrst og fremst fólgin í því að hún skilji aftur hvert er hennar innsta eðli: Að hún er útvalinn lýður Guðs, iýður nýrrar aldar sáttargjörðarinnar — og þess- vegna lýður, sem er séttur við Guð. Þetta felur ekki aðeins í sér að Guð hefir sætt oss við sig í Kristi, heldur einnig að 'vér um leið, í og með sáttargjörðinni í Kristi, höfum verið sættír bver við annan (sjá Efes. 11,14—19). Hinn nýji lýður Guðs, sem er út- valinn og sáttur gerður (þ. e. frið þægður) við hann sjálfan í Kristi, er lýður þar sem hinir ein stöku flokkar, hópar og ein- staklingar eru sættir hver við annan og sjá heiminn svo sem friðþægðan við Guð þótt heim- urinn viti ekki af því. (2) Hvaða þýðingu hefir þetta Vínviður. Táknmynd samfélags Kristst og lærisveinanna. Jóhannes guðspjall 15. kap. fyrir hvern einstakan söfnuð? Það þýðir að söfnuðurinn fyrir slíka endurnýjun verður aftur KOINOONIA (eins oghinir fyrstu söfnuðir voru), raunverulegt samfélag, tengt saman í Kristi, fyrir Heilagan Anda. Það þýðir ríkjandi vitund um það í söfn- uðinum að menn hafa allir verið útvaldir af hinni sömu náð % með hinum sömu verkum Guðs, að þeir eiga sér allir sameiginlega köllun og hinn sama likama Krists, að líf þeirra sem kristinna manna helzt við fyrir hina sömu sáttargjörð og blessun. Það þýðir að nota hinar sömu gjafir og hæfileika og jafnvel gjörvallt líf vort til vitnisburðar um Krist,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.