Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 1. marz 1960 MOJtCVNBLAÐIÐ 13 Gunnar Gunnarsson Bngin erlend þjóð mun gefa íslenzkum nútímabókmenntum jafn mikinn gaum og Svíar, og frá þeim komu Nóbelsverðlaun- in, þessi græðismyrsl á minni- máttarkennd þjóðarinnar. En það er meira en Svíar gefi bókmenntum okkar gaum, þýði íslenzkar bækur og lesi þær, þeir hafa einnig lagt af mörkum ýtar- legri rannsóknir á verkum tveggja af öndvegishöfundum okkar á 20. öld en við sjálfir. Á ég við bók þá um Gunnar Gunn- arsson, sem hér er til umsagnar, og rit Hallbergs um H. K. Lax- ness. íslenzk heildarútgáfa á verk- um Gunnars Gunnarssonar hefur verið að koma út á undanfömum árum, ritsafn sem geymir nokkr- ar af mestu og fegurstu skáld- sögum, sem íslendingur hefur skrifað. Það var því mjög tíma- bært, að lesendur Gunnars fengu í hendur greinargott rit um skáld skap hans. Bók Arvidsons er þess vegna vel þegin, þar er gerð grein fyrir megininntaki skáld- verka Gunnars, hugsun hans frá bók til bókar. En hún getur ekki talizt rit um list skáldsins í heild, því þar er ekki gerð nein rann- sókn á stíl Gunnars Gunnarsson- ar né öðru, sem sérstaklega lýtur að formi verka hans. Og enda þótt bókin heiti Gunnar Gunn- arsson, er hún engin ævisaga hans í og með, og þar eru hvorki birtir neinir bréfkaflar, brot úr óprentuðum handritum né grein- ar, sem gætu varpað ljósi á list- sköpun hans og lífsviðhorf. Bók Arvidsons er því næsta ólík rit- um Hallbergs um Laxness, hún er ekki slík heildarlýsing á manni og verkum sem þau. Bók Arvidson er dálítið skríti- lega byggð. Hún hefst formála- laust á því, að rætt er um fyrsta stórverk Gunnars, Borgarættina, efnisþráður þess rakinn og síð- an hverrar skáldsögunnar á fæt- ur annarri, allt til Brimhendu. . Er óþarflega miklu rúmi eytt í að segja frá efnisþræði bókanna, og analýsur þeirra hverfa því nokkuð 1 skuggann. Þrátt fyrir þetta er skáldferli Gunnars ekki fylgt út í æsar, því smásagna- safna hans og leikrita er ekki getið. En höfundurinn hefur skýra hugmynd um megininntak verkanna, og hefði mér því þótt ákjósanlegra að hann hefði ekki valið aðrar tilvitnanir úr skáld- verkum Gunnars en þær, sem skýrt gátu og stutt túlkun hans. Við það hefði þessi hluti bókar- innar orðið analýtískari, og ef til vill einnig gefist meira rúm til að fylgja eftir ákveðnum mann- gerðum skáldsins frá einu verki til annars. Við það hefði lesand- inn fengið enn skýrari heildar- sýn yfir skáldskap Gunnars. Vera má, að þetta hafi höfund- inum verið ljóst, því aftan við megin hluta bókarinnar er sjálf- stæð ritgerð, sem ber yfirskrift- ina Gunnar Gunnarsson, (undar- legt í bók, sem heitir Gunnar Gunnarsson). Þessi ritgerð bætir upp margt af því, sem manni þótti á skorta framar í bókinni, hún er skarpleg og dregur sam- an í eitt allt það helzta, sem höf- undur telur, að vaki fyrir skáld- inu, og er hún það bezta, sem ég hef enn lesið um skáldskap Gunn ars. Hefði mér þótt eðlilegast, að þessi ritgerð hefði myndað uppi- stöðu í bók um Gunnar, því hana máti auka til frekari glöggvunar með ótal tilvitnunum í skáld- verk hans. „ísland og örlögin eru frá upp- hafi skautin tvö í skáldskap hans“ (þ. e. Gunnars) segir höf- indur í upphafi þessarar rit- gerðar. Og síðan eT því lýst, hvernig ísland verður symból í verkum skáldsins, og undir lok bókarinnar dregur hann saman í eitt bæði þroskaferill skáldsins og hugmyndaheim hans, og til þess að gera langa sögu stutta ætla ég að taka hér upp þann kafla, því hann er samanþjöppuð og skýr athugun á meginatriði: „Orkulindir Gunnars Gunnars- sonar voru allar á einmana ey í Atlantshafi. Þar kynntist hann öryggi heimilisins og miskunnar- leysi óhamingjunnar, sem yfir dynur, þar stóð hann andspænis óræðri gátu næturinnar, þar Guitnar Gunnarsson kynntist hann gjafmildi hafsins og grægði og óendanlegu öldu- róti, þar gekk hann á heiðum, var úti í stórhríðum, gladdist við grasvöxt á sumrum, þar kynntist hann lífi sveitabæjanna og sá, hvernig mennirnir rangfærðu til- veruna, þar hitti hann Örlyg á Borg og Brand á Bjargi, þar eygði hann í fjarska Egil Skalla- grímsson og dreymdi um afrek slík sem þau, er Jón Arason vann, þau: sá hann loks í sýn for- feðurna saman komna á einn stað, alla þá sem í þúsund ár höfðu borið uppi íslenzka menn- ingu. Hann fann, hver ábyrgð var á hann lögð, hvers af honum var krafizt. Og í fjarlægu landi fékk hann þrótt til að gæða þetta allt lífi“. Og höfundur heldur áfram og gerir nú stutta grein fyrir hin- um fjórum megintímabilum í rit ferli Gunnars Gunnarssonar, eft- ir að honum hafði tekizt að sigr- ast á byrjunarörðugleikum sínum sem skáld: „Líkt og vatnsflaum- ur, sem lengi hefur verið stífl- aður, streymir hún fram sagan um Borgarættina og opinberar það ísland, sem hann hafði dreymt löng landflóttaár. En hann stöðvar sig: honum finnst meira af sér krafizt en hann fái við ráðið. í bók eftir bók lýsir hann í staðinn getuleysi manns- ins og haga lífi sínu svo sem hug- sjónin býður, samkvæmt innri kröfu — sérhver tilraun til slíks endar með ósköpum. En nú safn- ar hann kröftum til stórkostlegs átaks að ná sáttum við lífið: hann ætlar að lýsa rólega og samvizkusamlega þroskaferli sín um, lífsbaráttu sinni. Hann reis- ir kirkjuna á fjallinu, tákn þess, að aftur er fundinn tilgangur í tilverunni. Og nú er hann al- búinn þess að taka til við sögu íslenzku þjóðarinnar, lýsa þús- und ára baráttu hennar og nauð- um, gleði hennar og trú. Land- nám er hafið, sagan um eilíft landnám mannkynsins, sögð af baráttu íslenzku þjóðarinnar fyr- ir lífsskilyrðum, rétti og menn- ingu við erfiðar ytri aðstæður og sífellda ógn um ósigur og glöt- un. Samtimis því að Gunnar Gunnarsson glímir við þejta mikilfenglega verkefni mótar hann kröfuna til þeirra, sem hlut vilja eiga að máli í baráttu mannsins, sækir hana í sögulega þekkingu og sjálfs sín reynslu: að ganga trúr eðlisávísun sinni og óhikað sína beinu braut, treysta eigin mætti — ráð sækir maðurinn aðeins í eigið brjóst, segir í „Grámanni", — og þeim orkulindum, sem viljinn til ósín- gjarnrar þjónustu veitir fram- rás.“ Margt segir höfundurinn fleira, sem ástæða væri til að vitna í, og verður ekki komizt hjá að taka hér upp tvennt af því, sem beinlínis snertir meginkjarnann í skáldskap Gunnars Gunnars- sonar. Hann segir: „Barátta ís- lenzka bóndans verður hjá hon- um ímynd allrar mannlegrar við- leitni. Hún verður hetjusaga í huga hans, og hann skoðar hana í ljósi alheimsins. í togstreitunni milli bændasamfélagsins íslenzka eins og Gunnar Gunnarsson þekk ir það af eigin reynslu, og al- heimshyggju hans sjálfs, verður til sú hugmynd, að landnám sé dýpsta inntak mannlegrar tilveru og viðleitni." — Og þetta „dýpsta inntak mannlegrar tilveru" tók skáldið sér fyrir hendur að túlka á listrænan há()t í sagnabálki sínum úr íslenzkri sögu og hann færir þar „þetta hugtak út á þrjá vegu. Hann lætur landnámið taka yfir alla þúsund ára sögu ís- lands, hann lætur það verða and- legan þróunarferil, og hann ger- ir baráttu íslenzku þjóðarinnar að ímynd baráttu mannkynsins alls.“ Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að verkum Gunnars Gunnarssonar, sem eru mikils háttar að inntaki eins og glöggt kemur fram í bók Arvidsons, verði gerð enn fyllri skil en þar, því nóg eru rannsóknarefnin, svo sem myndauðgi skáldsins, per- sónulýsingar og aðrir einstakir þættir verka hans. Eru hér verð- ug verkefni fyrir nemendur í ís- lenzkri bókmenntasögu við há- skólann. Þýðing Jóns Magnússonar á bók Arvidsons virðist mér vel af hendi leyst. Hannes Pétursson. Vatnsskortur íEyjum VESTMANNAEYJUM, 26. febr: Til vandræða horfir nú í Vest- mannaeyjum vegna vatnsskorts. Hefur ekki komið deigur dropi úr lofti í heilan mánuð. Allir vatnsgeymar, sem safnað er í rigningarvatni af þökum, eru löngu orðnir þurrir. Tveir bílar frá Vörubílastöðinni hafa und- anfarið verið önnum kafnir dag og nótt við að sækja vatn inn í Herjólfsdal, en lindin þar er nú orðin þurr. Enn er vatn inn í svokölluðum Pósti, en þar eru tvö vatnsból, sem einnig er far- ið að ganga á. Ekki hafa enn verið gerðar ráðstafanir til að sækja vatn til Eyja á skipum, en það hefur áður verið gert, þegar mikill vatsskortur hefur verið. Vonast menn til að flóð- gáttir himinsins opnist á næst- unni — ef ekki — verður að , gripa til róttækra ráðstafana. ( Það er engin furða þótt móðirin sé stolt af afkvæmi sínu —• því þetta er óneitanlega myndar-kettlingur. — Þau eru bæði í góðum holdum, enda úr Vestmannaeyjum þar sem soðning- una skortir ekki. 13,000 tonna rntsjórtnrn í Thnle KAUPMANNAHOFN — Poli- tiken greinar svo frá, að megin hluti ratsjárstöðvarinnar stóru, sem Bandaríkjamenn reisa nú í Thule, sé 50 metra hár turn og hann vegi um 13,000 tonn. Þessi ratsjárstöð er hlekkur í keðju stöðva, sem mynda aðvörunar- kerfi við hugsanlegum elflauga- skotum frá Kússlandi. Ratsjárstöðin í Thule á að hafa yfirlit yfir svæði með 400 km radius. Aðalhlutanum verður komið fyrir í stóra turninum, sem á að geta staðið af sér 250 km vindhraða og 20 sm ísingar- lag. Þar að auki verða sex turn- ar reistir í sambandi við stöð- ina, þ.e.a.s., þeir verða jafnháir, en ekki jafnviðamiklir, vega ekki nema um 6,000 tonn hver. Verkið mun kosta um hálfan milljarð danskra króna. Sem fyrr segir er þessi stöð hlekkur í langri keðju slíkra stöðva, sem ná allt til Alaska, um Grænland og Noreg til Tyrk- Lýsi til Noregs SIGLUFIRÐI, 26. febr. — f gær lestaði tankskipið Herta frá Bergen 3200 tunnur af lýsi hér, og í dag lestaði tanskipið Vibran frá Haugasundi, 3900 tunnur. — Farið verður með lýsið til Noregs, þar sem unnið verður úr því. Alla undanfarna viku hefur verið hér mesta ótíð og hafa engir bátar hreyft sig á sjó. Togarinn Elliði er á fiskveiðum fyrir hrað frystihúsið, en Hafliði hefur ekki komizt út, vegna manneklu. —Guðjón. Sæmdur stór- krossi Fálka- lands. Að baki þessa „vamar- múrs“ verða stöðvar á íslandi, Færeyjum og Möltu, segir Poli- tiken. Heildarvegalengd „keðj- unnar“ er um 14.000 km. Hætt við borun íbili orðunnar FORSETI fslands hefur í dag sæmt prófessor, dr. juris Ólaf Lárusson stórkrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu, fyrir embættis störf og ritstörf. (Frá orðuritara). EINS og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu gerði Jarðhitadeild ríkisins tilraun til að bora ská- holu út frá hinni 1000 metra djúpu borholu á horni Laugar- nesvegs og Sigtúns. Var borina tekinn upp í 500 metra dýpi og þaðan reynt að bora aðra holu, sem átti að vera jafndjúp eða dýpri. Tilraunum þessum er núl lokið í bili, að sögn Gunnars BöðT arssonar, forstöðumanns Jarð- hitadeildar ríkisins, og hefur bor inn verið fluttur til Hveragerðis, vegna fyrirhugaðra gufuborana þar. Reyndist ekki unnt að bora nægilega út frá fyrri holunni, vegna slæmrar aðstöðu, m.a. reyndist bergið vera svo hart aS erfitt var að bora það. Var þvi horfið frá því að bora þarna i bili, þar sem það hefði tekið ot iangar. tíma og tafið fyrir borui*. í Hveragerði. Enn heimtist fé af f jalli Valdastöðum 25. febr. 1960. FYRIR rúmum 2 mánuðum síðan, fannst fullorðin ær á svonefnd- um Eyjadal, en hann er norðan í Esjunni. Þegar ærin fannst, var lamb með henni, en það náðist ekki. Síðan hafa verið gerðar til— raunir til þess að hafa uppá því, en ekki tekizt. Ýmist hefur þaS ekki sézt þegar að var gáð, eða verið svo styggt, að ekki var nokkur leið, að handsama það. En í fyrradag kom lambið saman við fé á Möðruvöllum. En dag- inn áður leituðu 8 menn og urðu einskis varir. Talið er að lambið líti furðu vel út, eftir svo langa útivist að vetrarlagi. En nú vikt- ar það aðeins 25 kg. Eigandi að þessum kindum, er talinn vera Þorgeir Jónsson $J Gufunesi. — St. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.