Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 1. marz 1960 MOKCTrivnTAÐlÐ 17 Fjármálaafrek bœjarstjórnar meirihlufans á Akranesi undirforustu Framsóknar bœjarstjórans VIÐ bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi 1954 gjörðist sá at- burður, að vinstri flokkarnir: Al- þýðuflokkurinn, Kommar og Framsókn mynduðu einn sam- eiginlegan lista til framboðs. Listi þessi, sem hlaut nafnið „þrí- fótur“, fékk 5 menn kjörna, en iisti Sjálfstæðismanna 4 menn kjörna. Með því var þá þrífótur- inn orðinn ráðandi í bæjarmál- efnum AKianess og hefur verið það síðan. Eftir kosningarnar var aðeins eftir, að fá einhvern til að setjast á þrífótinn. Það vantaði sem sé bæjarstjóra. Fyrst í stað, virtist bæjarstjóraleitin ætla að ganga erfiðlega. Þá var það, sem forráðamenn Framsókn arflokksins í Reykjavík sáu sér leik á borði. 1 Framsóknarfjöl- skyldunni var maður, sem þurfti að koma burt úr höfuðborginni. Maður þessi hafði verið Fram- sóknarflokknum í Reykjavík til vafasams gagns. Framsóknar- menn í Reykjavík fóru því á fjörur við sendimenn þrífótarins og fengu Daníel Agústínusson ráðinn bæjarstjóra á Akranesi. Skuldaskýtrslan fræga Eitt af fyrstu verkum Daníels, eftir að hann var orðinn bæjar- stjóri, var að semja og gefa út á kostnað bæjarsjóðs bók, sem hann nefndi „Skýrslu um mál- efni Akraneskaupstaðar". Enda þótt skýrsla þessi verði að teljast til „sorprita" af lakara tægi, þar sem hún ber með sér, að hún er fyrst og fremst rituð í þeim til- gangi, að ausa fyrirrennara hans og andstæðinga auri og svívirð- ingum, er hún þó eigi að síður merkilegt plagg, þar sem skjal- fest eru ummæli bæjarstjórans um óreiðuskuldir bæjarins, og því ekki ófróðlegt að bera saman nokkur atriði, við uppgjör reikn- inga í árslok 1958, sem nýlega hafa verið samþykktir. Þetta upp gjör mætti telja til tíðinda og vera ærin ástæða til útgáfu á öðru bindi af skýrslu um málefni Akraneskaupstaðar, ef höfundur- inn sjálfur ætti ekki hér nokkurn hlut að máli. Enda mun það mála sannast, að Daníel Agústínusson mun þrá það heitast að hafa ekki í fljótræði skotið þeim örvum í fyrr-nefndri skýrslu, sem nú hitta hann sjálfan svo óþægilega. Nýlega voru á fundi bæjar- stjórnar lagðir fram reikningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 1958 og fjárhagsáætlun yrir árið 1960, hvorttveggja til yrri um- ræðu. Það er vissulega mjög freistandi, að athuga rækilega og gera samanburð, á þessum reikn- ingum, sem iagðir voru fram á fundi bæjarstjórnarinnar, og reikningum peim, sem Daníel lét prenta í rit það, sem hann nefndi „Skýrslu um hag Akraneskaup- staðar“. Þá er einnig fróðlegt, að bera saman álögð útsvör næsta ár áður en Daníel verður hér bæj arstjóri, við þau útsvör, sem hann ætlar útsvarsgreiðendum að bera 1960. „Vanskilaskuldir“ tvöfaldast 1 skýrslunni sem hér hefur ver ið vitnað til, er einn liður, sem nefndur er „vanskilaskuldir" og sem bæjarstjóri blés sig mjög út yfir. Liður þessi er 1954 samkv. skýrslunni, kr. 1,6 millj. eða ná- kvæmlega kr. 1.661.935,88. Hins vegar voru þá óinnheimt útsvör sama upphæð. Við samning fjár— hagsáætlunar 1954 vildi bæjar- stjóri alls ekki taka til greina þessi óinnheimtu útsvör, sem þó voru þegar fjárhagsáætlunin var gerð, að nokkru leyti innheimt, heldur sagði, að ætíð bæri að taka á fjárhagsáætlun fyrir öll- um vanskilaskuldum, sem ann- ars ættu hvergi að vera til, og væru enda hvergi til nema hjá þeim og þeim einum, sem ekki væru starfi sínu vaxnir. Þetta var nú í þann tíð: í reiknmgum Akraneskaupstað ar árið 1958 er liður, sem bæjar- stjóri nefnir skuldheimtumenn. Nú heitir þessi liður reikning- anna ekki lengur „vanskilaskuld- ir“ á máli bæjarstjóra, og hann er nú ekki lengur kr. 1,6 millj. Við Akurnesingar munum að Daníel Ágústínusson tók upp 1954 í fjárhagsáætlun bæjarins alla þessa upphæð og innheimti Gjafir til Prests- | bakkaki rkju síðan það, sem eftir var frá fyrra ári og hafði því þessa upphæð tvö laida. Nei, þessi tala 1,6 millj. er horfin, en í hennar stað er nú komin 3,5 millj. — þrjár og hálf millj. þ.e. vanskilaskuldir eru í hóndum bæjarstjóra orðin meira en tvöföld við það, sem áður var. Á sana tíma, er ekki nema rúml. 1 millj af óinnheimtum útvörum upp í skuldir þessar. En nú ætlar bæjarstjóri ekki að taka á fjár hagsáætlun nema kr-. 760.000,00 vegna þessara skulda. Við minnumst orða Daníels Agústtínussonar: Vanskilaskuld- ir eru hvergi til, nema hjá þeim, sem einum, sem ekki eru staríi sínu vaxnir. Já miklir menn erum við Hrólf ur minn: Örfá sýnishom Við skulum nú athuga lítið eitt nánar það, sem í skýrslunni frægu frá árinu 1954 var kallað „vanskilaskuldir“, og bera samn- an við það, sem í reikningum Akraneskaupstaðar ár 1958 eru Skírnarfonturinn. Eins og skýrt var frá í blað inu á sínum tíma áttiPrests bakkakirkja aldarafmæli á siðasta ári. f tilefni afrnæl- isins bárust kirkjunni marg ar veglegar gjafir. — Skulu þær taldar hér á eftir: Munir: Skírnarfontur, gefinn af kven- félögum innan safnaðarins, átta vegglampar frá frú Karólínu Guðlaugsdóttur, Rvk, tveir krist- aisvasar á altari frá systkinun- um í Hraunkoti í Landbroti, tveir leirvasar frá systkinunum í Heiðarseli, gólfdreglar frá syst kinum Helga sál. Jónssonar frá Seglbúðum, ekkju hans, börnum og tengdasonum, tveir stjakar á altari frá börnum og tengda- börnum sr. Magnúsar Bjarnar- sonar, Biblía í skinnbandi frá sr. Óskari J. Þorlákssyni og konu hans og messuhökull gefinn kvenfélögum safnaðarins. af Peningar: Guðrún Oddsdóttir, Nýjabæ 1000 kr. Systkinin frá Hraun- koti 2000 kr. Guðjón Magnússon frá Efri-Vík 100 kr. Katrín Páls- dóttir frá Hörgslandi 1000 kr. N. N. 1000 kr. Ólína Bergsvd. 250 kr. Þórunn Ólafsdóttir 1000 kr. R. J. 100 kr., S. S. 35 kr. N.N. (áheit) 150 kr. Ónefndur 5000 kr. og loks tíu þús. kr. sjóð'ur frá börnum og tengdabörnum Magnúsar Sigurðssonar, Orustu- stöðum. Skal honum varið til styrktar sönglífi innan safnað- arins, en Magnús var mikill unn andi söng- og tónlistar. — Fyrir ailar þessar rausnarlegu gjafir skulu gefendum færðar hugheil- ar þakkir. Sóknarnefndin. á máli bæjarstjóra kallað skuld- heimtumenn. í lið um vanskilaskuldir er til- færð skuld við Tryggingarstofn- un ríkisins að upphæð kr. 345.382,45. Á öðrum stað í skýrsl- unni frægu er svo til frekari áréttingar birt bréf frá Trygging arstofnun Ríkisins. Síðan segir orðrétt. „Þetta bréf þarf ekki skýringar við. Það er fyrst og fremst krafa til ráðuneytisins um rannsókn á fjárhag Akraneskaup staðar, og óskemmtileg lýsing á viðskiptum við bæinn“. Og svo: „er liklegt að stofnun þessi sé fús til lánveitinga hingað að sinni“. I lið skuldheimtumenn í reikn- ing 1958 er skuld Akraneskaup- staðar við Tryggingarstofnun Ríkisins ekki kr. 345.382,45 held- ur kr. 1.270.675.44, ein millj. tvö hundruð og sjötíu þúsund, sex hundruð sjötíu og fimm krónur, fjörutíu og fjórir aurar, eða hart nær ferföld. Vér spyrjum þvý „Er líklegt að stofnun þessi sé fús til lán- veitinga hingað að sinni“? Ennfremur er í skýrslunni frægu í lið um vanskilaskuld- ir, tilfærð skuld við Byggingar- sjóð verkamanna kr. 314.775,44. Þá er á öðrum stað í skýrsl- unni frægu birt bréf dags. í sept. 1954 eða þegar Daníel var búinn að vera bæjarstjóri á Akranesi í fulla sex mánuði. I lið skuld- heimtumenn í reikningum 1958 þá er skuld Akraneskaupstaðar við Byggingarsjóð verkamanna ekki kr. 314.755,44, heldur er hún í árslok 1958 orðin kr. 712.217,27, eða meira en helmingi hærri, enda hefur bæjarstjóri ekki innt af hendi eitt einasta árgjald til byggingarsjóðs verkamanna. Þá er skuldaliður í reikningum Akraneskaupstaðar fyrir árið 1958, sem nefnist Atvinnuleysis- tryggingarsjóðsgjald fyrir árin 1955, 1956, 1957 og 1958 eða frá því fyrsta, að gjald þetta varð til. Samtals er skuld þessi krónur 965.000,00. Mjög athyglisvert er, að Daníel forðast eins og heitan eldinn að nefna þessi vanskil sínu rétta heiti í reikningunum. Van- skilaskuldir heita nú á máli bæj- arstjórans „skuldheimtumenn“. Hér verður þó ekki farið út í frekari samanburð á vanskila- skuldum frá 1953 og „skuld- heimtumönnum" frá 1958, en að endingu vitnað til skýrslunnar frægu: „Vissulega mætti bæta miklu við og verður gert síðar, gefist tilefni til“. Útsvörin þrefaldast „Óreiðu" eða „vanskilaskuldir*1 bæjarins hafa vaxið síðan þrífót- urinn og núverandi bæjarstjóri tóku hér við stjórn. Þær hafa meira en tvöfaldast. Sá vöxtur, á óreiðuskldum, sem hér um ræðir, sýnir og sannar fjármálaástand bæjarins, eins og það er í raun og veru, hvað sem stjórnendur bæjarins reyna að sýna á yfir- borðinu. Það er því ekki úr vegi að athuga tekjuhlið bæjarins, til dæmis útsvörin. Árið 1953, sem er síðasta árið fyrir tilkomu þrífótarins, þá eru álögð útsvör krónur 3,6 milljónir. En samkvæmt fjárhagsáætlun þeirri, sem lögð var fram á bæj- arstjórnarfundi í desember sl. fyrir árið 1960, eru niðurjöfnuð útsvör áætluð krónur 10.700.00,00. Tíu milljónir og sjöhundruðþús- und). Framsóknarmenn, komm- únistar og Alþýðuflokksmenn hafa því þrefaldað útsvörin á þessum 6 árum. A sama tíma hafa svo vanskila skuldir meira en tvöfaldast. Nú er það fyrirfram vitað, að fjárhagsátælun þessi er ólíkleg til að ná saman, eins og hún er nú lögð fram. Liggja til þess ýmsar ástæður. Má í því sambandi geta þess t.d., að bæjarsjóður kemst nú ekki lengur hjá því að greiða skuld sína við Byggingarsjóð verkamanna, þar sem félagið hef ur nú hafið byggingu stórs íbúð- arhúss. Skuld bæjarins við Bygg- ingarfélag verkamanna er 1958 kr. 712.217,27, en til viðbótar þeirra upphæð bætist svo við framlag bæjarins fyrir árin 1959 og 1960. Þá munu og hinir miklu fjárhagsörðugleikar bæjarútgerð arinnar segja til sín, þegar endan lega verður gengið frá fjárhags- áætluninni. Hverjar eru ástæður óstjórnarinnar? Það er varla að ófyrirsynju, þótt Akurnesingar spyrji sjálfa sig og hverjir aðra, hver sé ástæða fyrir þessu fjármálaöng- þveiti, sem bærinn er kominn í, og það þrátt fyrir þessa skefja- lausu skatta og álögur á bæjar- búa. S varið liggur ljóst fyrir. Bæj arstjóri hefur sjálfur gefið svarið. „Vanskilaskuldir" eru hvergi til nema hjá þeim og þeim einum, sem ekki eru störfum sín um vaxnir. Það er heldur ekki von að vel fari, þegar bæjarstjóri misskilur starf sitt svo algjör- lega, sem raun ber gleggst vitni um. Hann á að vera þjónn bæjar búa, en ekki herra. Honum ber að framkvæma það, sem bæjar- stjórn ákveður, en ekki hundsa ákvarðanir hennar. Og þannig ber honum, sem þjóni bæjarfé- lagsins í starfi bæjarstjóra, að fylgjast með öllu því, sem verið er að vinna fyrir bæjarfélagið hvei’ju sinni. Því fer víðs fjarri að hann hafi gert það. Það er því ofur eðlilegt, að fjárhagsáætlanir þær, sem bæjarstjóri hefur gert fyrir ár hvert, séu mjög af handahófi og Framh. á bls. 23. Kópavogur Saumastúlkur vantar okkur nú þegar. Upplýsingar í síma 17250. Atvinna Góður maður óskast til að veita bifreiða- sölu forstöðu. Uppl. í síma 18966. Til sölu Einbýlishús í miðbænum (eignarlóð). Uppl. í síma 23094.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.