Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNTÍL4Ð1Ð Þriðjudagur 1. marz 1960 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsir.gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. VERÐLAGS- GRUNDVÖLL- URINN rYLLSTA ástæða er til þess að fagna því, að sam- komulag náðist að lokum í hinni nýju 6 manna nefnd, sem fengið var það hlutverk, að reikna út nýjan verðlags- grundvöll landbúnaðaraf- urða. í nefnd þessari eiga eins og kunnugt er sæti þrír full- trúar framleiðenda og þrír fulltrúar frá neytendum. Leikur enginn vafi á því að þessir fulltrúar aðila unnu að því af einlægum vilja að ná sjálfir samkomulagi, þann- ig að ekki þyrfti að koma til kasta yfirdóms. Afurðaverð meðalbúsins Samkvæmt hinum nýja verðlagsgrundvelli hækkar afurðaverð meðalbúsins um sem næst 2,85%. Um þá hlið, sem að neytendum snýr, er það að segja, að verð á mjólk og öðrum mjólkurafurðum helzt óbreytt, þar sem ríkis- sjóður mun hækka niður- greiðslum á þessum vörum, sem nemur þeirri 9 aura hækkun, er framleiðendum ber, en minnka niðurgreiðslu á kindakjöti að sama skapi. En þrátt fyrir lækkáða nið- urgreiðslu á kindakjöti mun verð á 1. flokks súpukjöti lækka úr kr. 21,00 í kr. 18,35. Þessi verðlækkun á kinda- kjöti stafar af því, að sauð- fjárafurðirnar, gærur og ull, eru skráðar í verðgrundvell- inum á útflutningsverði, að viðbættum öllum útflutnings- uppbótum samkvæmt gamla genginu. F rambúðargrundvöllur Það er mest um vert, að með þessu samkomulagi um verðlagsgrundvöllinn hefur verið lagður frambúðar- grundvöllur að samvinnu framleiðenda og neytenda um afurðaverðið. Standa nú von- ir til þess, að unnt reynist að koma í veg fyrir átök og úlfúð milli þessara aðila. Ríkisstjórnin hefur haft farsæla forystu um heilla- vænlega lausn þessara mála. Það samkomulag milli framleiðenda og neytenda, sem tekizt hef- ur, mun eiga verulegan þátt í því að stuðla að vinnufriði í landinu og batnandi sambúð milli sveita- og sjávarsíðu. VANDVIRKNI OLLUM er ljóst að mark- miðið með þjóðarfram- leiðslunni er sköpun verð- mæta í einhverri mynd. Framleiðslumagnið er ekki nema annar meginþátturinn af tveimur, sem ræður verð- mæti framleiðslunnar, hinn ákvarðast af gæðum hennar. A síðustu áratugum hefur orðið mikil afkastaaukning í flestum greinum athafnalífs- ins hér á landi. En gæði framleiðslunnar hafa á mörgum sviðum ekki haldizt í hendur við afkastaaukning- una. Geta eyðilagt markaði Vöruvöndun skiptir mestu máli, þegar um útflutnings- framleiðslu er að ræða, því að lélegar vorur geta eyðilagt markaðsmöguleikana um langan tíma. A þessu sviði hefur okkur ekki tekizt eins vel og skyldi. Það hefur oft verið sagt að íslenzki fiskur- inn sé betri en fiskur veidd- Um 250 rússneskar vetnissprengjur mundu á einum degi breyta stórum og fjölbyggðum svæð- um í Bandaríkjunum í rústir og auðn — ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi miili Rússa og Banda- ríkja manna. „Andlit dgæfunnar” Kjarnorkustyrjöld — eyðilegging — dauði ur víðast hvar annars staðar. Það ætti því að vera hægt að selja hann hæsta verði á vandlátustu mörkuðum. En því miður er það ekki alltaf hægt, þar sem hráefnið hefur verið skemmt í meðförum. Einnig í verzlun og iðnaði En þó að vöruvöndun skipti mestu máli, þegar um út- flutningsframleiðslu er að ræða, þá er hún í rauninni fullt eins mikilvæg í annarri framleiðslu, ef við teljum að okkar eigin þjóð þurfi að geta gert eins miklar kröfur og aðrar þjóðir. Hvað iðnaðinum viðvíkur, sem framleiðir fyrir innan- landsmarkað, er það að segja, að gengislækkunin bætir að- stöðu hans verulega, hvað i verðlag snertir. En verzlun-j arfrelsið mun á hinn bóginn veita honum nauðsynlegt að- hald varðandi gæði vörunnar, neytendum til hagsbóta. ) U M Þ A Ð bil 250 rúss- neskar vetnissprengjur mundu falla í Bandaríkjun- um þegar á fyrsta degi styrj- aldar milli Bandaríkjamanna og Rússa — ef til slíks harm- leiks kæmi. Hver þeirra hefði sennilega um tíu sinnum meiri eyðileggingarmátt en allar þær sprengjur til sam- ans, sem bandarískar flugvél- ar vörpuðu yfir Þýzkaland í síðasta stríði, og þær mundu bana a. m. k. 36 milljónum manna og særa um það bil 57 millj.. alvarlega. — Þessi er skoðun þeirra, sem stjórna varnarmálum Bandaríkjanna — og kemur fram í bókinni „The Face of Disaster“, sem gefin er út af Doubleday & Co. í New York. — kr — Ef Rússar gerðu skyndiárás, myndi fyrsti þáttur hennar hefjast með því, að þeir sendu af stað langdrægar eldflaugar, hlaðnar vetnissprengjum. Þeim yrði sennilega skotið frá Síberíu eða Kákasus og færu með yfir 19 þús. km hraða á klst., svo að þær næðu marki sínu á aðeins 30 mínútum. Dimmum roða slægi á himininn af bjarmanum frá sprengingunum, stranda milli í Bandaríkjunum — og upp af sviðnandi jörðinni risu æ fleiri ógnþrungin, svepplaga „ský“. m Sprengjuflugvélar — kafbátar Þá lýsir Donald Robinson næsta þætti slíkrar hugsanlegrar árásar: — Á eftir fylgja herskar- arar risastórra sprengjuflugvéla, með rauðar stjörnur á vængjun- um. Þær koma þúsundum saman þvert yfir norðurskautið. Og rússneskir kafbátar undan Banda ríkjaströndum taka þátt í árás- inni — skjóta með allangdrægum eldflaugum sínum inn yfir strönd ina. Háttsettur bandarískur sjó- liðsforingi hefir sagt: — Það þarf ekki meira til en að tólf kafbátar sleppi gegnum varnar- net okkar og nái upp að strönd- unum — þeir geta eyðilagt 70% af iðnverum landsins. Um 90 millj. látnir og slasaðir á 3 mán. Og Robinson heldur áfram: — Af hverju munu Rússarnir einbeita sér í fyrsta áfanga? Fyrstu skotmörk þeirra verða skotstöðvar langdrægra eld- flhuga. Þar næst munu þeir reyna að eyðileggja þá nær þrjátíu flugvelli fyrir sprengju- flugvélar, sem eru dreifðar um gervöll Bandaríkin. Síðan kem- ur röðin að einum 100 mikilvæg- ustu borgum landsins. Margar hinna rússnesku sprengjuflug- véla verða að sjálfsögðu skotn- Svipmyndir úr ) bókinni „The Face \ oí Disaster" eftir s \ Donald Robinson, \ þar sem m.a. er \ reynt að lýsa fyrstu afleiðingum kjarn- orkustríðs ar niður, en meirihluti þeirra mun þó ná fram til marks síns — og er áætluð tala þeirra 250. Ein einasta vetnissprengja, sem hefir sprengikraft um eða yfir 20 megatonn, er kastað væri á New York-borg, mundi bana um 2.340.000 manna þegar í stað og stórslasa um 2.260.000. — Á sjöunda degi styrjaldarinnar munu 51 milljón Bandaríkja- manna hafa látizt, og 42 milljón- ir munu þá hafa særzt alvarlega. Og að þremur mánuðum liðnum verða tilsvarandi tölur 72 millj. og 21 millj. — en það er saman- lagt meira en helmingur allra íbúa Bandarikjanna. m Stuttur frestur Bandaríkjamenn geta í hæsta lagi gert sér vonir um að hafa fregnir af árásinni einni klst. áður en hún dynur yfir — sennilegra er þó, að fresturinn verði aðeins 15—20 mínútur. — Tilkynningin mun berast frá 1200 ratsjárstöðvum víðs vegar um landið: — Árás fjandmanna! Leitið hælis! — Jafnskjótt verða loftvarnalúðrar borganna þeyttir ákaft í þrjár mínútur. En hvar á að leita hælis gagn- vart hinum skelfilega eyðingar- mætti vetnissprengjunnar? — Ef til vill, skrifar Donald Rob- inson, hefðu nokkrar borgir látið gera trygg neðanjarðar- byrgi — og kannski hefðu jafn- vel einstakar fjölskyldur verið svo forsjálar að byggja stein- steypt jarðhýsi á baklóðinni sinni — áður en árásin dyndi yfir. íbúar slíkra bæja og slík- ar fjölskyldur hefðu nánast 10.000% meiri möguleika til að lifa af árásina en aðrir. En mis- skilinn sparnaður, stjórnmála- kritur eða bara opinbert kæru- leysi mun valda því, að milljónir manna, sem unnt hefði verið að bjarga ,munu bíða bana —. ef til árásar kemur, segir Robin- son. m Hvorugur sigrar Þetta er aðeins önnur hlið hins ógnþrungna harmleiks — það sama gerist einnig í Sovét- ríkjunum. Þar verður hver ein- asta borg með yfir 100.000 íbúa lögð í rústir á fjórum fyrstn klukkustundum styrjaldarinnar. — Loftið mettast banvænum, geislavirkum efnum, sem fellur miskunnlaust yfir íbúa hinna tveggja landa. — Hvorugur hef- ir sigrað .... — k - Þetta er hroðaleg lýsing, en ástæða er til að ætla, að hún sé ekki langt frá sannleikanum, því að hún er byggð á áliti sér- fræðinga Bandaríkjanna um land varnir — Þá er aðeins að vona og biðja, að vitfirring heimsins verði aldrei slík, að fyrrgreind lýsing geti orðið að veruleika — þeim ægilega veruleika, sem enginn getur áreiðanlega gert sér í hugarlund til neinnar hlítar — jafnvel ekki vísindamennirnir og sérfræðingarnir, sem gerst til þekkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.