Morgunblaðið - 23.03.1960, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 23. marz 1960
. i ©;_ _ .
rÚWCARO/N^1'
— Það er nauðsynlegt að hefj-
ast þegar handa um hreinræktun
íslenzka hundsins, ef við eigum
ekki að glata honum að fullu og
öllu og tortíma þar með góðum
og gagnsömum hundastofni. Nú
er svo komið, að hundar, sem
bera skýr einkenni hins gamla
íslenzka fjárhunds, finnast aðeins
á örfáum stöðum hér á landi og
þá einkum hinum afskekktari
byggðum austanlands og á
Vestfjörðum. Það eru því að
verða síðustu forvöð að bjarga
honum frá algerri tortímingu.
Þannig komst Páll Agnar Páls-
son, yfirdýralæknir að orði, er
við röbbuðum við hann nokkra
stund í vinnustofu hans á Til-
raunastöð Háskólans að Keldum
í Mosfellssveit. Páll Agnar er
áhugamaður um ræktun hunds-
ins. Hann er raunar áhugasamur
um ræktun fleiri íslenzkra dýra-
stofna og er andvígur hömlulitl-
um útflutningi úrvals dýra til
undaneldis, hvort sem um er að
ræða hunda eða hesta, eins og
nú viðgengst.
Á sl. ári ritaði Páll Agnar Páls-
son yfirdýralæknir búnaðarþingi
langt og ýtarlegt erindi, er fjall-
aði um hreinræktun hins gamla
íslenzka hundakyns. Þau urðu úr
slit málsins á búnaðarþingi 1959.
að það lét frá sér fara svofellda
ályktun:
„Búnaðarþing felur stjórn Bún
aðarfélags íslands að fara þess
á leit við Alþingi, að það veit:
Ingimar Sigurðssyni krónur 50
þúsund til þess að hreinrækta
íslenzka fjárhundinn.
Hundaræktin verði fram-
kvæmd í samræmi við tilrauna-
ráð búfjárræktar og yfirdýra-
lækni“.
Er við spyrjum Pál, hvernig
þessu máli sé komið nú í dag,
segir hann, að því hafi lítið þok-
að áleiðis. Að vísu sé svo komið,
að Ingimar Sigurðsson í Fagra-
hvammi í Hveragerði hafi þegar
tilbúin hundahús og muni mega
segja, að hann gaeti, hvenær sem
er, byrjað á þeirri starfemi, sem
ályktun búnaðarþings gerir ráð
fyrir. Hins vegar hefur ekki enn
verið útvegað það fé, sem til-
skilið er svo hægt sé að hefjast
handa um þetta verk, en hrein-
ræktun hundakyns frá þeim ein-
staklingum sem nú eru til í land-
inu tekur alllangan tíma og verð-
ur nokkuð kostnaðarsöm fyrst í
stað.
Páll yfirdýralæknir hefur bent
á, að fleiri leiðir kunni að vera
færar og æskilegar til þess að
rækta gamla, íslenzka fjárhunda-
kynið.
Hann telur það t. d. hæfilegt
verkefni fyrir búnaðarskólana í
landinu og þau fjárræktarbú,
sem eru í eigu íslenzka ríkisins
og rekin af því. Segir hann, að
á slíkum stöðum mundi verða
heimilisprýði að fallegum, vel
hirtum og vel' vöndum íslenzk-
um hundum.
Auk þess, sem Páll heldur því
fram, að hreinræktaðir íslenzkir
hundar geti verið hinir beztu fjár
hundar, telur hann allar líkur
á því, að hér megi koma upp
skemmtilegum hundakeppnum,
er beri svip af sams konar íþrótta
iðkunum erlendis. Vinarþel og
glaðværð íslenzka hundsins mun
áreiðanlega gera hann að góðum
vini unglinga, og gætu þeir haft
ekki síður gaman af þeim en t. d.
hestum.
En það er ekki fyrst nú, að
bent er á nauðsyn þess að bjarga
íslenzka hundinum frá tortím-
ingu. Páll tilfærir nokkur um-
mæli ýmissa forystumanna þjóð-
Bjarga verður íslenzka hundinum
áður en hann tortímist
Þetta er verðlaunahundurinn Vaskur, sem er í eigu hins brezka áhugamanns um hundarækt,
Mark Watsons. Vaskur hlaut 1. verðlaun á hundasýningu í London hinn 6. febrúar síðastliðinn.
félagsins, er vitað hafa um ís-
lenzka hundinn undanfarna ára-
tugi, en varnaðarorðum þeirra
og gagnrýni hefur lítill gaumur
verið gefinn.
f ritgerð, er Hermann Jónas-
son, fyrrum skólastjóri, ritaði
um „íslenzkt hundahald“ segir:
„Á síðustu árum hefur hunda-
rækt hnignað hér á landi".
„Þó að kostnaðurinn við hunda
haldið sé mikill (hér er átt við
hundaskattinn), þá er hann
hverfandi í samanburði við það
gagn, sem hefst af vænum hund-
um. Það er því frámuhalegt að
hugsa til þess, að í fjalllendi þar
sem sauðfjárrækt er helzta at-
vinnugreinin skuli meirihluti
hunda vera lítt nýtir og óvandir,
eða að varla skuli hittast menn,
er hafa lag, eða öllu heldur vilja
til þess að venja þá. Þetta er svo
ótrúlegt, að enginn ókunnur
mundi geta skilið slíkt!
Þessi ummæli Hermanns eru
tekin úr Búnaðarritinu 1891.
Þá bendir Páll á ummæli Þor-
valds Thoroddsens, er hann ræð-
ir um íslenzka hunda:
„Það er enginn efi á því, að hið
íslenzka hundakyn er að upp-
lagi mjög hentugt til smala-
mennsku, ef því væri einhver
sómi sýndur. En því fer fjarri að
svo sé. Víðast á íslandi hefur
verið farið frámunalega illa með
hundana, þeir látnir tímgast og
fjölga rétt eftir tilviljun og marg
ir þeirra hafa orðið að þola hinar
mestu píslir af hungri og kulda,
sumir komizt á flæking og við
hefur borið að þeir stundum hafa
króknað úti á víðavangi. Hefir
meðferð á hundum lengi verið
viðbrugðið, og er orðin að orð-
taki, hundalíf, hundameðferð,
hundskamma o. s. frv.“
„Stafar þessi meðferð mest af
kæruleysi og hirðuleysi manna
og hundarnir hafa verið fyrir-
litnir og álitnir einskis virði. Þó
er góður og vel vaninn hundur
eitt hið mesta búmannsþing og
getur verið sannur dýrgripur á
sveitaheimili. Eðlilega hefur hið
íslenzka hundakyn úrættast í
andlegu og líkamlegu tilliti aí
hinni vondu meðferð, þó eru enn
til á íslandi ágætir hundar, sem
gætu orðið stofn til nýrra kyn-
kvísla, að fyrirtaks smalahund-
um, ef einhver rækt væri lögð
við kynbætur þeirra og uppeldi.
Christian Schierbeck, land-
læknir, hafði mikinn áhuga á
hundum, og var gagnkunnugur
íslenzkum og erlendum hunda-
kynjum. Hann átti íslenzka
hunda og vann töluvert að því
að kynna íslenzka hundinn í
Danmörku á sínum tíma, og flutti
íslenzka hunda til útlanda. I rit-
gerð um íslenzka hundinn telur
landlæknir, að hreinræktaðir ís-
lenzkir hundar standi greindustu
erlendum hundakynjum fyllilega
á sporði, hvað greind og náms-
fýsi snertir, auk þess sem þeir
séu flestum hundakynjum fremri
að trygglyndi, ratvisi og mein-
leysi við menn og skepnur.
Hreinræktaða íslenzka hunda
telur landlæknir þó vera orðna
mjög fátíða um síðustu aldamót.
Jón H. Þorbergsson, er gagn-
kunnugur var vegna ferðalaga
um nær öll héruð landsins, gefur
eftirfarandi lýsingu á hundunum
og skiptum manna við þá:
„Yfirleitt eru hundar hér illa
vandir, þeir elta fugla, hlaupa í
fé án þess að þeim sé sagt, gelta
að gestum, fara inn í kirkjur og
önnur samkomuhús o. s. frv. Það
sem menn tala við hundana er
mest arg og blótsyrði. Þetta þarf
að lagfæra."
Þetta ritar Jón í bækling um
hirðingu sauðfjár 1912.
Þá vitnar Páll í ummæli Hall-
gríms Þorbergssonar á Halldórs-
stöðum, en hann kynntist mjög
vel skozkum fjárhundum, er
hann dvaldi í Stóra-Bretlandi við
fjárhirðingu og fékk hann þá
hingað til lands skozkan fjárhund
er hann notaði í mörg ár. Þann
hund nefndi Hallgrímur Don og
var hann víðfrægur. I ritverkinu
„Göngur og réttir" segir Hall-
grímur svo um hunda:
„Mig langaði tii að eignast aft-
ur skozkan fjárhund, þegar Don
var fallinn frá, en mér er ljóst,
að okkur henta ekki skozkir fjár-
hundar. Það skortir nægilegt
verkefni fyrir þá hér. Þeir þurfa.
daglega vinnu og hana mikla,
ef þeir eiga að njóta sín, annars
verða þeir fyrirhafnarmiklir og
viðsjálir, því þeir þurfa strangt
eftirlit og nákvæma stjóm.“
Þá segir hann ennfremur:
„Hunda hljótum við að hafa
meðan við stundum hjarð-
mennsku. Þeir eru misvitrir eins
og aðrar skepnur, en um þá má
oft segja hið fomkveðna: Því er
fífl að fátt er kennt“.
Páll yfirdýralæknir kveðst
geta tilfært fleiri ummæli, bæði
gömul og ný, um íslenzka hund-
inn og meðferðina á honum, en
við látum þetta nægja i bili.
í niðurlagi greinar sinnar til
Búnaðarfélags íslands í fyrra
segir yfirdýralæknir á þessa leið:
„Virðist eðlilegast og raunar
sjálfsagt, að Búnaðarþing og
Búnaðarfélag íslands beitti sér
fyrir raunhæfum aðgerðum í
þessum efnum, er miði að því að
horfið verði þegar að skipulegri
ræktun, kynbótum og úrvali á
þeim hundum hér á landi, er
sterkust bera einkenni hins
gamla íslenzka fjárhunds, jafn-
framt því sem veittar yrðu leið-
beiningar um, hvernig venja
skuli og þjálfa hunda til fjár-
gæzlu. Eins og nú hagar til um
geymslu og útvegun fóðurs, þarf
ræktun og uppeldi hunda ekki
að vera ýkja kostnaðarsamt, enda
vitað að margir hefðu hug á að
fá keypta hunda, er bera svip
íslenzka fjráhundsins.
Samkvæmt ummælum herra
Mark Watson, sem manna bezt
hefur kynnt sér sögu íslenzka
hundsins, mun ennþá mega tak-
ast að koma upp íslenzkum fjár-
hundastofni, þótt nokkurn tíma
kunni að taka (The Iceland Dog,
1956).
Frekar væri ömurlegt til þess
að hugsa, að íslenzki fjárhundur-
inn yrði aldauða hér á íslandi
vegna tómlætis okkar, en yrði
samtímis bjargað frá tortímingu
af erlendum manni í annarri
heimsálfu. Ef sú saga gerðist,
bæri hún búfjárræktarmenningu
íslendinga á miðri 20. öldinni
miður glæsilegt vitni, og mundi
uia iengí á svipaðan hátt og sau-
an um síðasta geirfuglinn.“
Með hinu ýtarlega erindi sínu
til búnaðarþings, hefur Páll Agn
ar Pálsson sýnt með gildum rök-
um fram á nauðsyn þess að
gamla íslenzka fjárhundakyninu
verði bjargað frá tortímingu. Að
sönnu má segja, að það hafi nú
þegar verið gert, en það hefur
bara ekki verið gert hér á landi.
Breti, kunnur að hundarækt,
Mark Watson hefur komið nokkr
ar ferðir hingað til íslands og
hefur fundið á nokkrum stöðum
Framh. á bls. 22.
im&m&v?.*:- ......................... ..............
Hér getur að líta tík með nokkuð augljósum einkennum íslenzka hundsins, en þó er hún ai
blönduðu kyni.
Rætt við Pál Agnar Pálsson,
yfirdýralækni.