Morgunblaðið - 23.03.1960, Síða 23

Morgunblaðið - 23.03.1960, Síða 23
Miðvifcudagur 23. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 Félagsheimili Kópa vogs ársgamalt F Y R I R ári var lokið við að innrétta neðstu hæð Félags1- heimilis Kópavogs og þá þeg- ar teknir í notkun tveir salir, kvikmyndasalur og veitinga- salur. Hefur starfsemin stað- ið í miklum blóma Forráðamenn félagsheimilisins hafa leitazt við að fá hingað sem beztar kvikmyndir, ennfremur hefur verið tekin upp sú nýjung að fella íslenzkt tal inn í barna- myndirnar og það orðið mjög vinsælt meðal yngstu kynslóð- arinnar. Leiklistarlíf hefur verið mjög fjörugt á árinu, tvö leikrit sýnd, Veðmál Mæru Lindar og Músagildran, og standa sýning- ar á því leikriti enn. Bygging félagsheimilisins geng ur mjög greitt. Er búið að steypa tvær næstu hæðirnar. Verður önnur hæðin ætluð fyrir skrifstofur bæjarfélagsins og fé- „Sögur Ijóð frá Nýja-Englandi“ NÆSTA bókmenntakvöld í amer ísk abókasafninu, Laugavegi 13, verður haldið í kvöld og hefst það kl. 8,45 síðdegis. Viðfangsefni því, sem tekið verður fyrir á þessu bókmennta kvöldi, hefur verið valið heitið: „Sögur og ljóð frá Nýja-Eng- landi“ í þetta skipti verða valin ti: upplesturs ljóð eftir Robert Frost en hann hefur alið mestan aldur sinn í Nýja-Englandi, og mun Malcolm Hallidey annast upp- lestur og val ljóðanna og flytja skýringar með þeim. I>á verður einnig lesið upp úr verkum skáldkonunnar Söru Oorne Jewett, en margar beztu sögur hennar eru frá þessum landshluta. Mun frú Mildred B. Allport annast þann upplestur. lagssali en þriðja hæðin fyrir dans- og veitingasali. Er þá að- eins ólokið efstu hæðinni, en þar er gert ráð fyrir samkomusal og stórum svölum, og er áætlað að þar verði rekið nokkurs konar úti-veitingahús. Mikill áhugi ríkir meðal for- ráðamannanna að húsið verði sem fyrst fullbyggt, félagsstarf- semi Kópavogskaupstaðar til upplyftingar, sem mjög hefur aukizt hin síðari ár. —<S> Björn Daníelsson, skólastjóri, ritstjóri blaðsins. 'Tindastóll" — nýtt blað gefið út á Sauðárkrók — Utan úr heimi Framhald á bls. 12. ríkin hafa gert. Bandarísku gerfi- hnettirnir eru smágerðari, en það er skoðun margra sérfræðinga að þeir hafi skilað meiri vísinda- legum upplýsingum. Talið er að Rússar séu tveim árum á undan Bandaríkjamönnum um smíði burðarmikilla eldflauga, og að þoss vegna gætu þeir nú þegar sent menn út í geiminn. En álitið er að þá skorti enn ýmsar vísinda legar upplýsingar. Banctaríkin eru nú með burðar- meiri eldflaugar í smíðum, og verða þær tilbúnar eftir þrjú til fjögur ár. En þangað til eru til- raunir sem þessi með Frumherja V. og þær upplýsingar, sem af þe;m hljótast, ómetanlegar. Hvort þetta er nægilegt til að standast samkeppni Rússanna, það er spurningin mikla. HINN þjóðkunni gleðitími Skag- firðinga, Sæluvikan, hófst 20. þ. m. Sama dag kom út fyrsta tölublað Tindastóls, sem telja má að sé fyrsta tilraun til blaða- útgáfu á Sauðárkróki. Er það ungmennafélagið Tindastóll, sem gefur blaðið út. Og í því tilefni bauð Stefán Guðmundsson, for- maður ungmennafélagsins, og í umboði þess, fréttamönnum blaða og útvarps til kaffi- drykkju, þar sem mætt var stjórn félagsins >g ritnefnd hins nýja blaðs. Skagfirzkur fróðleikur Er Stefán hafði boðið gesti velkomna, gaf hann Birni Daní- elssyni skólastjóra orðið, en hann er ritstjóri Tindastóls. — Ræddi hann um tildrögin að stofnun blaðsins og framtíðar fyrirætlanir það varðandi. Það er í sama broti og Heima er bezt og er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að flytja skagfirzkan fróðleik, ásamt sögum og ljóð- um og greinum um almenn mál, sem til framfara og menningar benda. Tók ritstjórinn það sér- staklega fram, að hér væri alls ekki um gaman- eða glansblað að ræða, heldur fyrst og fremst tilraun í menningarátt, sem ætl- að væri það hlutverk að ná til sem flestra Skagfirðinga, bæði heima og heiman. Blaðið er 16 síður auk tvöfaldrar kápu, og er fyrirhugað að á yfirstandandi ári komi út 4 blöð, en í framtíðinni er ætlunin að þeim fjölgi í 6, það — Betri áburður Framh. af bls. 15. hins vegar mundi það vera hrein tilviljun, vegna þess sem getið var í upphafi, að jarðvegurinn er mismunandi og veðrið er breytilegt eftir því, hvar á landinu er. Af þessum sökum hlýtur áburðar þörfin á hverjum stað og á- burðarblandan, sem mestum arði getur skilað einnig að vera breytileikanum háð. er að út komi blað annan hvern mánuð. Ilamingjuóskir Viðstaddir fréttamenn tóku all- ir til máls og lofuðu þá fram- taksemi ungmennafélagsins, sem birtist í þessari blaðaútgáfu og óskuðu félagi og ritstjórn til ham ingju, og kváðust ekki öðru trúa en að allir Skagfirðingar tækju höndum saman um það að styrkja þessa útgáfu með ráðum og dáð, svo blaðinu yrði langra lífdaga auðið, og til heiðurs fyrir sveit sína og byggðarlagið. Afgreiðslumaður blaðsins á Sauðárkróki er Gísli Felixson. — A Akureyri Bókabúð Jónasar Jó- hannssonar og í Reykjavík vænt- anlega Pétur Hannesson póst- meistari í Kópavogi og formaður Skagfirðingafélagsins. — jón. — Macmillan Framhald af bls. 17. ið til með því að þegja yfir hon- um. En þó ósamkomulag sé á einu sviði og jafnvel þó það sé mikil- vægt mál, þá ætti það ekki að spilla möguleikum okkar til að vinna saman að mörgum öðrum sameiginlegum hagsmunamálum. Hinir sjálfstæðu meðlimir brezka samveldisins eru ekki alltaf sam- mála um alla hluti. Það er ekk- ert skilyrði fyrir samstarfi þeirra, að þeir séu alltaf sammála. Þvert á móti er það mesti styrkur Sam- veldis okkar, að það er bandalag frjálsra ríkja, sem hvert um sig ber ábyrgð á eigin málefnum en leitar samstarfs við hin í þágu sameiginlegra hagsmuna. Auk þess getur ágreiningurinn verið tímabundinn. Það getur verið að hann leysist með tíman- um. Það er skylda okkar að líta ágreininginn í Ijósi langra sam- skipta og samstarfs okkar. Ég er að minnsta kosti viss um það, að við sem förum nú með völdin í nafni kjósendanna í mínu landi og ykkar landi höfum ekk- ert leyfi til að ryðja um koll langri vináttu landa okkar, þótt ágreiningur ríki um þetta mál efni. Því að vinátta okkar er arf- leifð sögunnar, sem við er nú lif- um megum ekki kasta á glæ. Við verðum að viðurkenna á- greininginn. En við skulum líka horfa fram í tímann. Ég vona, .— já ég er sannfærður um það, að eftir 50 ár þá verður þessi á- greiningur aðeins sagnfræðilegt viðfangsefni. Því að eftir því sem tíminn líð- ur og ein kynslóð leysir aðra af hólmi, eftir því breytast vanda- málin og mást út. Við skulum hafa það í huga. Við skulum á- kveða að byggja, en ekki að brjóta niður. Og við skulum ætíð muna að veikleiki fylgir sundr- ungunni og styrkur sameining- unni. Söngskemmtun í Hveragerði LAUGARDAGINN 19. þ.m. hélt kirkjukór Ölfusinga, sem raunar einnig er kirkjukór Hvergerð- inga, söngskemmtun í Hvera- gerði. Hefur kórinn æft í vetur, undir forystu Jóns H. J. Jóns- sonar kennara á Hlíðardalsskóla, en allar raddæfingar annaðist Louise Ólafsdóttir organisti. Undirbúning allan annaðist stjórn kórsins, en formaður hans er Svava A. Guðmundsson. Var efnisskráin mjög fjölbreytt. Fyrst söng blandaður kór nokkur lög. Þá var stutt ræða; síðan söng karlakór, ásamt einsöngvara sem var Ingibjartur Bjarnason frá Hlíðardalsskóla. Að síðustu söng svo blandaði kórinn, en í honum eru tuttugu og fimm manns, og lauk söngskránni með þjóðsöngn- um. Húsfyllir var á skemmtuninni og þótti öllum hún vel takast. Varð kórinn að syngja nokkur aukalög og var frammistöðu hans fagnað með dynjandi lófa- taki og blómagjöfum. Var söng- stjórinn ákaft hylltur, enda hef- ur hann unnið mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir kórinn fyrr og nú. — Undirleikinn annaðist frú hans, Sólveig, með hinni mestu prýði. Að lokum vár stiginn dans Hljómsveit Svavars Gests kemur fram á miðnæturhljómleikum í Austurbæjarbíói í kvöld ásamt sex ungum dægurlagasöngvur- um. Kynnir á skcmmtuninni verður Svavar Gests. — Skautasvell Framh. af bls. 22. svell í. Félagið hefir leitað til ÍBR um að útvega sér land fyrir starfsemi sína og er beðið eftir svari skipulagsins. Rætt var um aðstöðu manna við skautaiðkun hér í Reykjavík og bent á hve slæm hún væri. Heiðursfélagar voru gerðir: Fyrsti formaður félagsins Krist- ján Einarsson, frantkv.stj., en það var stofnað 31 okt. 1938, frú Katrín Viðar, sem lengst hefir verið formaður félagsins og frú Júlíana ísebarn Guðlaugsson, sem hefir verið í stjórn félagsins. Áður hefir aðeins einn maður verið gerður heiðursfélagi og var það Sigurður Thoroddsen, yfir- kennari, sem sýndi skautaiþrótt- inni mikla velvild og sæmd. Það var árið 1946. Formaður baðst undan endur- kjöri. Kosnir voru: Ólafur M. Pálsson formaður og meðstjórnendur Ól- afur Jóhannesson og Eyjólfur Jónsson. f varastjóm: Kristján Árnason og Jón R. Einarsson. Lárusi Salómonssyni voru þökkuð með ræðum og af fund- inum störf hans fyrir félagið. Þakka hjartanlega alla þá vinsemd, sem mér var sýnd 4 70 ára afmæli mínu þann 8. marz sl. HaUdóra Iialldórsdóttir, Sóleyjartungu, Akranesl Þakka hjartanlega alla þá, vinsemd sem mér hefur verið sýnd á áttræðis afmæli mínu 20. marz, með gjöf- um, blómum og skeytum. — Guð blessi ykkur öll nær og fjær. Sveinbjörg Ssemundsdóttir, Njálsgötu 12 Eiginmaður minn, ÞORGEIR JÓNSSON Blönduhlíð 11 hér í bæ, sem andaðist hinn 18. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 25. marz n.k. kl. 1,30 e.h. Guðrún Eiríksdóttir I MINNINGARGREIN um Guð- rúnu Blöndal í þessu blaði hefur undirskriftin brenzlazt. A að vera Páll Erlendsson (ekki Einarsson). Konan mín FRIÐGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR Höfðaborg 35 verður jarðsett írá Fossvogskirkju fimmtudaglnn 24. marz kl. 13,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir mína hönd, barna, tengdabama og bamabarna: Eiríkur Magnússon, bókbindari Kveðjuathöfn BENEDIKTS SNORRASONAR fyrrv. bónda á Erpsstöðum í Dölum, sem andaðist á Landakotsspítala 20. þ.m., fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir. Jarðarförin fer fram frá Erpsstöðum laugard. 26. þ.m. kl. 14.00. Aðstandendur Bróðir minn, ARNI SVEINSSON frá Mælifellsá, sem andaðist að heimili sínu, Keflavík 15. þ.m. verður jarðsunginn frá Skagastrandarkirkju, laugardaginn 26. þ.m. kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd og annara vandamanna: Ólafur Sveinsson Þökkum innilega öllum þeim, er heiðruðu minningu JÓHANNS HJALTASONAR vélstjóra Guðný S. Guðjónsdóttir, börn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.