Morgunblaðið - 31.03.1960, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.03.1960, Qupperneq 1
24 síður Sömu rökin endurtekin Fátt nýtt kemur fram í Genf Genf, 30. marz. Frá fréttaritara Mbl. FULLTRÚAR tuttugu og níu ríkja hafa haldið ræður við umræður um landhelgi og fiskveiðilögsögu í heildar- nefndinni og fara ræðurnar að verða sífelldar endurtekn- ingar, enda virðist áhuginn fyrir þeim fara minnkandi eftir að fulltrúar Bandaríkj- anna, Kanada og Bretlands hafa lokið máli sínu. Þó virð- ist svo sem ræðu fulltrúa ís- lands sé beðið með nokkurri eftirvæntingu. þessu sambandi, og sagði: „Við erum reiðubúnir að styðja hverja þá tillögu, sem er réttlát, en teljum enga reglu, sem leyfir meira en sex mílur, réttláta. Hann benti á að Japan væri mesta fiskveiðiþjóð heims, sem aflaði um fimm milljón tonna á ári. En þjóðin, sem væri 95 millj., byggi í fátæku landi. Mest af afla Japana væri fenginn á fjar- lægum miðum, og væri þeim hætta búin ef strandríkin fengju einkaveiðirétt á stórauknum svæðum. Pfeiffer, fulltrúi Vestur-Þýzka- lands, sagði að það væri mikil Framhald á bls. 2. Frá átökunum í Suður-Afríku. „Mikil fórn“ I ræðuhöldunum láta ríkin, sem stundað hafa veiðar á fjar- lægum miðum, mjög að sér kveða. Hafa fulltrúar Hollands, Grikklands, Portúgals, Japans og Vestur-Þýzkalands auk fulltrúa Bretlands, staðið upp hver á eft- ír öðrum. Kveður við sama tón hjá þeim öllum. Sex mílna land- helgi sé mikil fórn, en tólf mílna fiskveiðilögsaga ranglæti. Oku- mara frá Japan benti á fátækt og atvinnuleysi í landi sínu í Fjárlög ársins /960 í hnotskurn: Eini ágreiningurinn KRÚSJEFF, forsætisráð- herra átti í gær viðtal við blaðamenn í Rouen í Frakk landi. Snerust umræðurnar um heimsins gagn og nauð- synjar, en hárust brátt að kristinni trú. Framhald á bls. 2. Aukin framlög til almannatrygg- inga, verklegra framkvœmda og niðurgreiöslna á verölagi Útgjöld til frœðslu- og heilbrigðis- mála hœkka um 26,3 millj. kr. Fjárlög greiðsluhallalaus Á FJÁRLÖGUM ársins 1960, sem Alþingi afgreiddi sem lög í fyrradag, eru heildarniðurstöðutölur á «jóðsyfirliti krónur 1,501,170,000,00. Er greiðslujöfnuður hagstæður um 623 þús. krónur. A árinu 1959 voru niðurstöðutölur á sjóðsyfirlití krónur 1,000,033,000,00. Var þá gert ráð fyrir að greiðsluafgangur mundi verða hagstæður um 74 þús. kr. Heildarniðurstöðutölur fjárlaga ársins 1960 eru því 468 millj. kr. hærri en fjárlaga ársins 1959. sjóður lagði á síðustu fjárlögum fram 152 millj. kr. til sjóðsins. Heildarniðurgreiðslur á verð laginu innanlands eru nú á- ætlaðar á fjárlögum þessa árs 303 millj. kr. Hækka þessi út- gjöld ríkissjóðs þess vegna um 151 millj. kr. 1 öðru lagi Ieggur nú J I ríkissjóður fram nýtt ' framlag, er nemur 152 Ástæður hækkunarinnar Hér á eftir verða raktar ástæð- ur þess, að fjárlög þessa árs eru allmiklu hærri en fjárlög sl. árs: Útgjöld vegna niður- 7 I greiðslna á verðlagi innan- * lands færast nú að öllu leyti yfir á ríkissjóð. Á sl. ári hvíldu niðurgreiðslumar alger- lega á útflutningssjóði. En ríkis- Rósfur í Suöur Afríku Höfðaborg, Suður-Afríku 30. marz (NTB Reuter og AFP) NOKKRUM klukkustundum áð- ur en Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ákvað að taka ástandið í Suður-Afríku til umræðu, lýsti ríkisstjórnin í Höfðaborg neyð- arástandi i landinu, og kvaddi heimavarnarliðið til vopna vegna þess að um 30.000 blökkumenn héldu í hópgöngu að Caledon torg inu i miðri borginni. Tilgangur hópgöngunnar var að mótmæla liandtöku 200 leiðtoga af ýmsum kynþáttum, sem berjast fyrir rétti blökkumannanna, en hand- tökurnar fóru fram snemma í morgun. Verwoerd forsætisráðherra til- kynnti þinginu að ríkisstjórninni hefði tekizt að ná undirtökunum allsstaðar í landinu. „Við munum nota öll meðul til að viðhalda friði og reglu og ef nauðsynlegt reynist, munum við tei'la fram herliði gegn mót- mælagöngunum“, sagði ráðherr- ann. Vopnað lögreglulið var sent í brynvörðum bifreiðum til að dreifa mannfjöldanum. A einum stað var táragassprengjum varp- að á hóp kvenna, og á öðrum stað réðist lögreglulið búið kylfum á hópgöngu blökkumanna. Framh. á bls. 23. millj. kr. vegna fjölskyldu- bóta og annarra hækkana á bótum almannatrygginganna, í sambandi við hinar nýju efnahagsmálaráðstafanir. Þá hækka útgjöld fjár- 2 1 laga í ár um 52 millj. kr. ' vegna áhrifa gengisbreyt- ingarinnar á rekstrarkostnað rík- isins og ýmsra ríkisstofnana. í þessari upphæð eru ennfremur innifaldar hækkanir vegna sér- stakra uppbóta á eftirlaun og líf- eyrir. Nema þær 2,3 millj. kr. Ennfremur hækka styrkir til námsmanna erlendis og nemur sú hækkun 3,6 millj. kr. Hækkanir vegna verk* legra {t/amkvæmda Framlög á fjárlögum A 1 vegna verklegra fram- * kvæmda hækka mjög veru lega. Ef fyrst er litið á útgjöld til samgöngumála kemur þetta í ljós: Framlög til vegaframkvæmda hækka um 4,5 millj. kr. Þar að auki hækkar fjárframlag af benzínskatti til millibyggðavega um 1,3 millj, kr. Hækka þannig framlög til vegagerða um sam- tals 5,8 millj. kr. Hækkun til brúagerða nemur 1,3 millj. kr. Þar að auki hækkar framlag til brúa af bensínskatti um 1,3 millj. kr., þannig að sam- tals hækka framlög til brúagerða um 2,6 millj. kr. Framlög til hafnargerða hækka samtals um 3,2 millj. kr. Viðhald Framh. á bls. 2. Sprengja Frakkar? Paris, 30. marz — (Reuter) FRAKKAR hafa bannað allt flug yfir kjarnorkutilrauna- svæði þeirra á Sahara-eyði- mörkinni frá dögun á morgun (fimmtudag). Nær þetta flug- bann yfir geysistórt svæði út frá Reggan-tilraunastöðinni, en þar mun nú öllum undir- búningi lokið fyrir aðra kjarn orkusprengingu Frakka. Bannið nær yfir „blátt svæði“ umhverfis tilraunastöðina, þar sem flug undir 9,800 fetum er bannað í sex glukkustundir frá kl. 3,45 í nótt (ísl. tími) og annað „grænt svæði“, sem nær yfir meiri hluta Sahara-eyðimerkur- innar, þar sem allt flug ofar 9.800 fetum er bannað í 12 klukku- stundir. Hinn 13. febrúar sl. sprengdu Frakkar fyrstu kjarnorku- sprengju sína 1% klukkustund eftir að flugbannið gekk í gildi. Ef sami háttur verður hafður á í þetta sinn, verður önnur kjarnorkusprengjan sprend nokkrum stundum áður en Krús- jeff kemur aftur til Parísar úr ferðalagi sínu um Frakkland. Krúsjeff er væntanlegur til Parísar um hádegið á morgun frá Rouen, og mun annað kvöld halda til sveitaseturs de Gaulles í Rambouillet nálægt París til viðræðna við forsetann. > *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.