Morgunblaðið - 27.04.1960, Qupperneq 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 27. apríl 1960
Æviskrár
Dala-
manna
„GAMALL Dalamaður", ónafn-
greindur, fer á flot í Tímanum
30. marz sl. og ritar greinarstúf,
er hann nefnir: Hver verður
hlutur Dalamanna? Ræðir hann
um væntanlega útgáfu bókar
eftir sr. Jón Guðnason, fyrrv.
skjalavörð, þ. e. æviskrár Dala-
manna frá 1703—1960.
Greinarhöfundur virðist bera
mikinn kvíðboga fyrir því, að
hlutur Dalamanna verði smár til
styrktar hinni kostnaðarsömu út-
gáfu. Er helzt á honum að skilja,
að hann telji allt menningalíf í
Dalasýslu vera að því komið að
kulna út, væntanlega eftir að
hann sjálfur fluttist suður „á
mölina“. Kveðst hann hafa heyrt,
að Dalamenn hafi ákveðið að
styrkja þetta fyrirtæki með
5.000,00 kr. framlagi. Muni þó
láta segja sér þetta tvisvar áður
en hann trúi. (Njáll gamli á Berg
þórshvoli lét þó segja sér þrisv-
ar, áður en hann trúið frásögn
af óvæntum atburði.) —
Umræddur greinarhöfundur
ber saman hið rausnarlega fram-
lag Strandamanna til útgáfu sr.
Jóns Guðnasonar að Stranda-
mannabók árið 1955, kr. 30.000,00
og hlut Dalamanna, kr. 5.000,00
er um getur í heimildum hans.
ftrekar í greinarlok, að nú
reyni á menninguna í Dölum
vestur.
Þar sem áðurnefndur greinar-
stúfur gefur efni til villandi hug-
mynda, verður ekki hjá því kom
izt að gera örstutta grein fyrir
þessu máli.
Vorið 1958 var 3 manna nefnd
kosin á aðalfundi sýslunefndar
Dalasýslu til að ræða við sr. Jón
Guðnason, skjalavörð, og kynna
sér, hvort vænta mætti bókar frá
honum um Dalamenn í svipuðu
formi og bókar þeirrar er hann
hafði áður samið og gefið út um
Strandamenn. Skyldi nefndin
vinna að því, að hugmynd þessi
kæmist í framkvæmd. í nefnd
þessa voru kjörnir Geir Sigurðs-
son, bóndi, Skerðingsstöðum, Ein
ar Kristjánsson, skólcistjóri,
Laugarfelli, og undirritaður.
Nefnd þessi lagði athuganir
sínar fyrir sýslufund 1959. Var
þar ákveðið, að hún skyldi starfa
áfram. Jafnframt var samþykkt,
að veita fjárhæð, er samtals nem
ur röskum 10 þúsundum króna
sem fyrsta framlag af hálfu sýsl-
unnar til þessa verks. Það skal
ekki dregið í efa, að Stranda-
menn hafa styrkt sr. Jón mynd-
arlega, þegar hann bjó æviskrár
þeirra undir prentun. Hitt er mér
kunnugt um, að til heildarfram-
lags þeirra var safnað á mörgum
árum og nokkur hluti þess ekki
greiddur fyrr en eftir að bókin
kom út, enda hafa sýslusjóðir
yfirleitt lítið fé til ráðstöfunar
fram yfir árleg útgjöld.
Nefndarmenn hafa oftsinnis
rætt við sr. Jón Guðnason um
þetta mál. Þeim er vel ljóst, eins
og raunar Dalamönnum má öll-
um ljóst vera, að hann hefur
unnið geysimikið og óeigingjarnt
starf í þágu þeirra allra, for-
feðra þeirra og niðja, með söfn-
un sinni. Starf, sem í sjálfu sér
er alveg ómetanlegt, og fáir eða
engir væru færir um að taka að
sér í dag. Veldur þar mestu um
náinn kunnugleiki sr. Jóns af
Bjarni Helgason:
Jarö-
vegur
ÍSLENDINGAR hafa sjaldan
sýnt skógunum mikinn sóma,
frekar en svo mörgum nátt-
úrunnar stöðum, sem í alfara-
braut hafa lent. Stundum hef-
ur verið skákað í skjóli dag-
legra þarfa eða þá þekking-
arleysis, eins og landnáms-
menn fyrr á tímum gerðu
þegar þeir ruddu skógana,
rifu hrís og gerðu til kola.
Og merkin sýna líka verkin,
því að óvíða finnst lengur
nema lágvaxið og kyrkings-
legt birkikjarrið þar, sem
bezt er, en annars staðar hef
ur því verið eytt með öllu.
En jafnframt eyðingu skóg-
anna hófst sú landeyðing, sem
víða stendur enn í dag, þótt
hún annars virðist hafa náð
hámarki á stöku stað. Svo er
nú komið, að gróið land á
íslandi er í dag aðeins talið
nema um 16.000—18.000 fer-
kílómetrum, en á landnáms-
öld er talið, að það hafi num
ið a. m. k. 40.000—50.000 fer-
kílómetrum. Þetta land var
einnig að miklu leyti talið
trjágróðlri vaxið þótt sá gróð-
ur hafi nú rýrnað svo, að ekkx
mun hann þekja meira en um
1000 ferkílómetra lands.
En það, sem landnámsmönn
unum sást yfir, var hið nána
°g þýðingarmikla samband
milli skógargróðursins og
jarðvegsins. Eftir athöfnum
þeirra að dæma virðist þeim
alls ekki hafa verið ljóst, hví-
líkum spjöllum óhófsgræðgin
gat valdið á öllum gróðri. —
Að vísu sýnast skógar ekki
skipta miklu máli á íslandi í
dag og er þar sannarlega af,
sem áður var. En hvort hér
hafa verið stórskógar í venju-
legum skilningi, skal ósagt
látið, enda skiptii það í sjálfu
sér ekki miklu máli. Kjarx--
gróður hefur þó verið hér
mikill. Um það eru flestir
sammála, en hins vegar hafa
skoðanir verið æði ólíkar um
mikilvægi þessa kjarrs.
Þrátt fyrir það, að skoðanir
hafi verið ólíkar í þessum
efnum, er engum blöðum um
það að fletta, að fátt veitir
jarðveginium betri vernd
Birkikjarrið verður kyrkingslegt og venjulega lágvaxið, þar sem nýgræðingurinn fær ekki
tækifæri til að njóta sín vegna óhóflegrar fjárbeitar. — Við Þingvallavatn t. d. var áður fyrr
mikill kjarrgróður en leifum hans er nú búin sömu örlög og birkitrjánna á þessari mynd,
og í Grafningi dregur sauðfé margra fram lifið á hrörnandi birkikjarri og lynggróðri.
og skógargröður
gegn hinum eyðandi öflum en
einhvers konar trjágróður.
Það er staðreynd, hvar sem
er á jörðu, að hafi trjágróðr-
inurh verið eytt og landinu
breytt í svokölluð ræktarlönd
eða beitarlönd, þá hefur fljót-
lega stefnt til ófarnaðar. Fyrr
á tímum var sú venja að taka
frá jarðveginum, en láta ekk-
ert í staðinn. Svipað á sér
stað enn í dag, þegar bextar-
löndin eru annars vegar, því
að alls staðar þar sem hjarð-
mennska í einjhverri mynd
ræður ríkjum, er stefnan eða
stefnuleysið hið sama. Hjarð-
mennirnir taka það, sem hægt
er, frá jörðinni og flytja sig
svo um set og þannig getur
það gengið koll af kolli, svo
að til örtraðar horfir. Reynsx-
an hefur þess vegna kennt
mörgum, að frjósemi jarðar-
innar minnkar og hverfur
með öllu, ef ekki er að gætt.
Skefjalaus átroðningur og
beit koma í veg fyrir, að jarð-
vegurinn nái sér nokxturn
tíma og nýgræðingurinn er
bitinn jafnóðum og hann birt-
ist. Síðan fær landið sár, sem
ekki gróa, og jarðvegurinn
eyðist smátt og smátt.
1000 ár hafa liðið og hið
furðulega skeður, að enn eru
til og kveðja sér hljóðs menn,
sem sýnast virða þessar stað-
reyndir alveg að vettugi.
Meira að segja dreifa þeir
fáránlegum fullyrðingum út
yfir landslýðinn, þegar þeir
gefa í skyn, að heillaráðxð tii
að bæta gróðurástand bithag-
anna sé bara að hafa nðgu
margt og líklega líka nógu
soltið sauðfé, og nota hag-
lendin þannig meira en
nokkru sinni fyrr. —
Jafnvel hefur einhverjum
dottið í hug, að samsetn-
ing andrúmsloftsins hér á ís-
landi væri allt önnur en í
gróðurmeiri löndum, og þetta
á að vera orsökin að gróður-
leysi landsins. Hér við er það
að athuga, að engar rann-
sóknir eru til um andrúms-
loftið á íslandi auk þess, sem
ekkert bendir til, að samsetn-
ing andrúmsloftsins hér sé
eitthvað stórlega frábrugðin
því, sem víðast er annars stað-
ar. Allt tal í þessa átt verð-
ur því að teljast ímyndun
ein.
En svona geta verið, þótt.
ótrúlegt sýnist, bollalegging
ar og heillaráð þeirra manna,
sem sýnast loka augunum
fyrir staðreyndum — bar*
bíta meira, þá mun betur
gróa!
Það er staðfeynd, sem eng-
inn fær breytt, hve viljugur
sem hann reynist, að hrörnun
trjálendanna er talin eitt
mesta böl allra landa, nema
vel sé verið á verði. En fáir
hafa skeytt því á Islandi og
enn færri verið á verði. Að-
eins sárafáir menn og það rétt
síðustu árin. En þar er við
ramman reip að draga, því
að til eru þeir menn, sem
einskis virða viðleitni ann-
arra til að bæta það, sem ílla
er farið og sem einskis virða
verðmæti þeirra manna, sem
gert hafa skógrækt og land-
vernd alla að sínu áhugamáli.
Ástæðan í dag er auðvitað sú,
að löggjafinn hefur sett hina
síðarnefndu skör lægra en
hina, sem aðeins hugsa um
sitt daglega brauð. — I næstu
grein verður gerð nánari
grein fyrir þeim vandamál-
um, er að steðja hjá peim,
sem leggja stund á aðra en
styrkhæfa ræktun.
Pólýíónkórinn heldur tónleika
mönnum og málefnum þessa hér-
aðs á langri ævi, rík hneigð til
fróðleiks af þessu tagi og þrot-
laus heimildasöfnun um áratugi.
Dalamönnum er og áreiðanlega
full ljóst, að slík bók verður ekki
gefin út nema með ærnum kostn
aði. Þess vegna hafa þeir ákveðið
að veita höfundi allan þann
stuðning, sem unnt er, til þess að
hrinda þessu áformi í fram-
kvæmd. Hver sá styrkur verður
að krónutölu er ómögulegt að
segja um á þessu stigi málsins.
Undanfarna mánuði hefur ver-
ið unnið að söfnun mynda heima
í héraði, svo og áskrifenda. Hef-
ur hvorttveggja gengið vel. Svo
er til ætlazt, að greiðsla fylgi
hverri mynd upp í kostnað við
gerð myndamóta. Hefur þegar
safnazt veruleg fjárhæð í þessu
skyni. Þá hafa nefndarmenn og
haft samband við Dalamenn ut-
an héraðs, svo sem á Snæfells-
nesi, um Borgarfjörð og Breið-
firðingafélagið í Reykjavík. —
Og það eru einmitt menn eins og
hinn „gamli Dalamaður", höf-
undur greinarstúfsins í Tíman-
um, sem geta og eiga að leggja
þessu málefni gott liðsinni, ekki
síður en þeir, sem enn byggja
Dali. Menn sem nú orna sér i
höfuðstað landsins og víðar við
arineld minninga um „Þá and-
legu reisn, sem jafnan hefur þótt
einkenna Dalamenn frá fyrstu
tímum“, eins og greinarhöfundur
kemst að orði. Með þátttöku
sinni og stuðningi geta þess-
ir menn lagt fram drjúgan skerf
til að halda uppi minningu for-
feðra sinna, sem áður fyrri gerðu
garðinn frægan hér um slóðir.
Eitt geta Dalamenn vonandi allir
gert, hvar sem þeir eru nú bú-
settir, en það er að kaupa bók-
ina, þegar hún kemur út. Það
eitt yrði útgáfunni áreiðanlega
drjúgur styrkur. Ef Dalamenn
heima og heiman taka höndum
saman og veita sr. Jóni Guðna-
syni allan þarin stuðning, er þeir
mega, til að framkvæma þetta
verk, efast ég ekki um, að ævi-
skrár Dalamanna verði gefnar út
innan skamms, höfundi til sóma
og ungum og öldnum Dalamönn-
um til gagns og gleði um kom-
andi ár og aldir.
Friðjón Þórðarson
f DAG, morgun og föstudag held
ur Pólýfónkórinn í Reykjavík
hljómleika í Kristskirkju.
Á efmsskrá kórsins eru nú ein-
göngu trúarleg verk, Einar
Sturluson syngur einsöng og Árni
Arinbjarnarson leikur einleik á
orgel. Þá er fyrirhugað að kór-
inn haldi sérstaka skólat'ónleika,
fyrir nemendur framhaldsskól-
anna, en ekki ákveðið hvenær
þeir verða.
Efnisskránni má skipta í þrjá
hluta. í fyrsta lagi verður flutt
tónlist frá 16. og 17. öld Kórinn
flytur verk eftir Heinrich Schútz,
Hans Leo Hassless, Josquin des
Prés, Giovanni P. Palestrina, Al-
essandro Scarlatti og Árni Arin-
bjarnarson leikur prelúdíu og
fúgu í G-moll eftir Dietrich Bux-
tehude.
í öðru lagi verða fluttir þætfir
úr kantötum og óratoríum eftir
Bach og Hándel, og syngur Einar
Sturluson m.a. tvö lög eftir Bach.
í þriðja lagi eru nútímaverk,
Mótetta eftir Hugo Distler og
þýzk messa eftir Jóhan Nepomuk
David. Messan, sem er samin 1952
er veigamesta verkið, sem flutt
verður. Er hún mjög nýstárleg,
byggð á miðaldastefjum og unnin
í tólftóna kerfi.
Tónleikar þessir eru hinir
fjórðu, sem Pólýfónkórinn held-
ur opinberlega, en þeir hafa jafn
an þótt viðburður í tónlistarlífi
bæjarins og fengið sérlega góða
dóma gagnrýnenda.
Söngfélagar kórsins eru nú 44.
Pólýfónkórinn var stofnaður
árið 1957. Markmið hans er að
iðka og kynna fagra tónlist,
kirkjulega og veraldlega, gömul
verk og ný. Raddþjálfun hefur
farið fram á vegum kórsins, sem
að mestu leyti er skipaður ungu
fólki.
Söngstjóri kórsins er Ingólfur
Guðbrandsson og stjórn hans
skipa Stefán Þengill Jónsson, Ás-
geir Guðjónsson og Kristín Ólafs-
dóttir.