Morgunblaðið - 05.05.1960, Qupperneq 5
Fimmtudagur 5. maí 1960
M O R C V N L 1. 4 ÐI Ð
5
ZBLl!!
SKÝRINGAR
Lárétt: — 1 flugvél — 6 flat-
möguðu — 7 mann — 10 eðja —
11 fjármagn — 12 samhljóðar —
14 frumefni — 15 afturgöngu —
18 líður að vetri.
L.óðrétt: — 1 vegurinn — 2
bönd — 3 fáliðuðu — 4 áhald —
5 var á hreyfingu — 8 hrotta —
9 líkamshluti — 13 tal — 16 flók
in ull — 17 burt.
I.ausn síðustu krossgátu
Lárétt: — 1 flekkur — 6 rýr —
7 ljóninu — 10 gos — 11 tað —
12 ál — 14 fá — 15 illan — 18
hnausar.
Lóðrétt: — 1 felga — 2 Eros
— 3 kyn — 4 Krít — 5 rauða —
8 jólin — 9 nafna — 16 lá — 17
ás.
• Gengið •
Sölugengi
1 Sterlingspund ........ kr. 106,98
1 Bandaríkjadollar ...... — 38.10
1 Kanadadollar .......... — 39,55
100 Danskar krónur ....... — 552,30
100 Norskar krónur ....... — 534,70
100 Sænskar krónur ..... — 738,15
100 Finnsk mörk .......... — 11.93
100 Franskir Frankar .... — 776.30
100 Belgískir frankar .... — 76,42
100 Svissneskir frankar .. — 878,05
100 Gyllini .............. — 1010,30
100 Tékkneskar krónur .... — 528.45
„I EINU LAUFI ER ENGIN
HÆTXA Á GA¥FI“
Revían „Eitt lauf“ hefur nú
verið sýnd 8 sinnum, ávallt
fyrir fullu húsi. Revían er í
10 atriðum, og þar koma
fram okkar beztu revíuleik-
endur í ýmsium mjög bros-
legum gervum. Einnig eru
6 ungir og efnilegir söngv-
arar, sem skemmta með
söng og dansi (sjá mynd).
Næsta sýning er í kvöld.
Þau voru á göngu yfir akur og
Friðrik sá naut koma hlaupandi
á móti þeim. Friðrik þreif í Stínu
og dró hana til baka í hendings-
kasti.
—En Frikki, sagði Stínu, þú
sem sagðist vilja standa augliti
til auglitis við dauðann mín
vegna.
— Já, svaraði Frikki — en
nautið það arna var svo sannar-
lega ekki dautt.
Hversvegna ferð þú ekki í parís
við Kalla, Pétur? spurði móðir
hans einu sinni.
—Mundir þú vilja fara í parís
með strák, sem hefur rangt við,
stígur á strik og hvað eina? þeg-
ar þú sérð ekki?
MENN 06
= MALEFNI=
ÞAÐ ER alkunna, að margir
foreldrar í Reykjavík vildu
gjarna koma börnum sínum
í sveit á sumrin, en fáir hafa
tækifæri eða aðstöðu til
þess, Þegar skólarnir hafa
lokið störfum og vorprófin
eru á enda, bíður flestra
barna aðeins gatan — og
meira og minna iðjuleysi og
oft misjafnlega hollur fé-
lagsskapur. — Ýms félög
reyna að bæta úr þessu,
m.a. með því að gefa börn-
um og unglingum kost á að
dvelja um lengri eða
skemmri tíma í sumarbúð-
um eða dvalarheimilum úti
á landi, þar sem reynt er að
skapa börnunum hollt um-
hverfi. Þannig hefur Kristi-
legt félag ungra kvenna í
Reykjavík gefið stúlkum
kost á nokkurra vikna dvöl
í sumarbúðum sinum um
mörg undanfarin ár. Eins og
kunnugt er á félagið fagran
skála í Yindáshlíð í Kjós,
og hefur hann nú í tíu ár
boðið heim tápmiklum stúlk
um. Er orðinn stór hópur-
inn, sem komið hefur í Vind
áshlíð, síðan húsið var reist,
og fara vinsældir staðarins
vaxandi. Skálinn er nú hinn
vistlegasti. Þar eru stór
borðstofa og setustofa og
níu svefnherbergi, auk ann-
ars húsrýmis.
Nú er komin út áætlun
um sumarbúðastarf KFUK
í Vindáshlíð á þessu ári.
Samkvæmt henni verða níu
dvalarflokkar í „Hlíðinni“
i sumar. Hinn fyrsti þeirra
fer 7. Júní og dvalartíminn
9 dagar, en annars eru flest
ir flokkarnir vikuflokkar.
Fyrstu fimm flokkarnir eru
ætlaðir telpum á aldrinum
átta til tólf ára. Stúlkiur 12
til 17 ára geta dvalizt í viku
flokki dagana 21. júlí til 28.
júlí, en siðan taka aftur við
tveir flokkar fyrir yngri
telpurnar, hinn fyrri liálfan
mánuð, en hinn síðari er
vikuflokkur. Þá er stúlkum
og fullorðnum konum gef-
inn kostur á að vera í Vind-
áshlíð í „kvennaflokki" í
tíu daga, 18.—28. ágúst.
öllurn stúlkum, sem hafa
náð tilskyldum aldri, er
heimil þátttaka i dvalar-
flokkunum, hvort sem þær
eru meðlimir í KFUK eða
ekki og hvaðan sem þær eru
af Iandinu. Oft hafa færri
komizt að en vildu. Einkum
hafa flokkarnir í júlí verið
eftirsóttir og fyllzt fyrr en
varði. Ganga þær stúlkur
fyrir, sem fyrst eru skráðar.
Skrifstofa KFUK, Amt-
mannsstíg 2B, tekur við um
sóknum og veitir allar nán-
ari upplýsingar um sumar-
búðirnar. Skrifstofan er op-
in kl. 5—7 alla virka daga
nema Iaugardaga, frá og
með 4. maí. Síminn er 23310.
j Suoiarbústaður
i nágren-ni Rvíkur óskast
leigður í sumar. Þyrfti að
vera rafmagn. Tilb. óskast
sent Mbl., fyrir laugardag
merkt: „Há leiga — 3365“.
— Nei, svaraði hún.
— Jæja, það vill Kalli heldur |
ekki.
. ★
A flugi yfir Sahara eyðimörk-
inni, sagði Englendingur um I
leið og hann leit niður: Hræðileg |
ur staður.
íri, sem sat við hlið hans leit ]
út og sagði: Heimkynni Satans.
En Bandaríkjamaðurinn, sem |
sat hinum megin hrópaði:
— Nei — hér er aldeilis hægt
að leggja bílum!
★
Fólkið hinum megin hlýtur að
vera óskaplega fátækt, sagði litli |
drengurinn við mömmu sína.
— Hvers vegna segirðu það?, |
spurði móðirin.
— Af því að þau létu þessi ó-
sköp yfir því að litla barnið þar j
át fimmeyring.
★
Eftir langar samræður um þjóð
málin, sagði rakarinn allt í einu:
— Nei, herra Smith, ég sé ekki
betur en hér séu grá hár.
— Maðurinn í stólnum svaraði:
— Ég er ekkert hissa — gætirðu j
ekki verið ögn hraðvirkari.
Loftleiðir h.f.: — Leiguvélin er vænt j
anleg kl. 9:00 frá New York. Fer til
Osló, Gautaborgar, Kaupmh. kl. 10:30.
— Snorri Sturluson er væntanlegur |
kl. 23:00 frá Luxemburg og Amster-
dam. Fer til New York kl. 00:30.
Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda-
flug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup |
mannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntan-
legur aftur til Hvíkur kl. 22:30 í kvöld.
Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmh.
kl. 08:00 í fyrramálið. — Innanlands-
flug í dag: Til Akureyrar (3 ferðir),
Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Pat-
reksfjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir)
og Þórshafnar. — A morgun: Til Ak-
ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Fagur-
hólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, I
Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjar-
klausturs, Vestmannaeyja (2 ferðir) og |
Þingeyrar.
H.f. Jöklar: — Drangjökull kom til I
Stralsund í fyrradag. — Langjökull fór
frá Keflavík 1 gærkvöldi til Vest- |
mannaeyja. — Vatnajökull er í Vent-
spils.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — j
Katla er í Helsingfors. — Askja er á
leið til Svíþjóðar og Rússlands.
Hafskip: — Laxá fór 4. þ.m. frá Es-
bjerg til Lysekil.
Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell los-
ar á Vestfjörðum. — Arnarfell er á
Akranesi. — Jökulfell er í Calais. — j
Dísarfell. er í Rotterdam. — Litlafell
er væntanlegt til Rvíkur á morgun. — |
Helgafell er í Rvík. — Hamrafell fór í '
gær frá Gíbraltar til Rvíkur.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á
Vestfjörðum á suðurleið. — Esja fer |
frá Akureyri í dag á austurleið. —
Herðubreið fer frá Rvík á morgun
austur um land til Fáskrúðsfjarðar. — |
Skjaldbreið fer frá Rvík 1 dag til
Breiðafjarðarhafna. — Þyrill er á Aust
fjörðum. — Herjólfur fer frá Vest-
mannaeyjum kl. 21 i kvöld til Rvíkur.
Svefnherbergishúsgögn sem ný, norsk-byggð, hjóna rúm úr tekki, til sölu. Áföst náttborð og leslampar. — Uppl. í síma 12741, kl. 7,30 til 8,30 eftir hádegi.
Kona óskar eftir ráðskonustöðu í sveit á Suðurlandi Er með 2 drengi 5 og 6 ára. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Ráðskona — 3263“. —
Stúlka óskar eftir 2ja herb. íbúð. Hreinleg og reglusöm. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Barngóð — 3266“. —
íbúð í Smáíbúðahverfinu til leigu strax. 1 herb., eldhús, bað og forst. Geymslur, sér inng. Uppl. í síma 19207.
Til sölu notuð húsgögn sófi, 2 stólar, borðstofuborð og 4 stólar. Uppl. Austur- götu 18, Keflavík, sími 1186. —
Góð 4ra herb. íbúð til leigu 1. okt. Reglusemi áskilin. Umsókn ásamt upp lýsingum sendist Mbl. — merkt: „Góð íbúð — 3359“.
Kona, sem vinnur úti óskar eftir 1—2 herb. og eldhúsi, sem næst Miðbæ. Barnagæzla. Uppl. í síma 14217. —
íbúð 4ra herb. íbúð, nýleg, 110 ferm., til leigu. Tilb. send- ist blaðinu merkt: „4 her- bergi — 3264“.
Ung hjón óska eftir íbúð, 2ja—3ja herbergja, 14. maí. — Upplýsingar í sima 17662.
Bílamálarar Vantar vanan bilamálara. Gott kaup. — Upplýsingar í síma 32229.
2 réglusamar stúlkur óska eftir 2ja herb. íbúð. Húshjálp kemur til greina. Uppl. í síma 34231.
íbúð óskast Ung hjón óska eftir lítilli íbúð. Tilboð sendist blað- inu, merkt: „3356“.
Aftaníkerra til sölu Ennfremur öxlar undir heyvagna. — Upplýsingar í síma 23007.
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. — Sími 32111. —
9 tonna dekkbátur
með Lister-diesel-vél til
sölu. Meiri partur verðs má
greiðast með allt að 10 ára
skuldabréfum, fasteigna-
tryggðum. — Sími 32101.
Atvinna
Afgreiðslustúlkur óskast
um miðjan þennan mánuð.
Ekki yngri en 20 ára. Uppl.
í síma 19801, til "kl. 2 dag-
lega. —
Hver vill leigja
ungum hjónum með barn
á 1. ári, 1—2 herb. og eld-
hús, helzt strax. Uppl. í
sima 15771 í dag milli 5
og 7. —
16 góðar kýr til sölu
Upplýsingar hjá Brynjólfi
Guðmundssyni, Borgartúni
Akranesi. Sími um Akra-
nes. —
Klinikstúlka óskast
1. júní. Eiginhandar um-
sóknum sé skilað í afgr.
Mbl., merkt: ,Klinik - 3267*
fyrir n. k. mánudag.
Hænuungar til sölu
dags-gamlir 2ja mánaða og
eldri. —
Gunnar Már Pétursson
Reynivöllum,
Skerjafirði. — Sími 18975.
Ný kjólföt
til sölu hjá
Guðmundi Sveinbjarnasyni
klæðskerameistara
Garðastræti 2.
Garðyrkjustörf
Stúlka eða piltur, helzt eitt
hvað vön garðyrkju, óskast
að gróðrarstöð í Borgar-
firði. — Sími 19200.
Ráðskona óskast á gott
sveitaheimili í Norðurlandi
Rafmagn og önnur þægindi
Má hafa barn. Uppl. í síma
23831, eftir kl. 7 á kvöldin.
Stúlka 15—16 ára
óskast á garðyrkjustöð. —
Uppl. öldug. 41, 1. hæð til
hægri, eftir kl. 7 á kvöldin.
Skátabúningur
óskast til kaups, á 12 ára
telpu. Upplýsingar í síma
50161. —
Karlmanna-rykfrakki
tekinn í misgripum, fyrir
helgi. — Upplýsingar i
síma 16894.
Ær til sölu
Nokkrar ær, bornar og
óbornar, eru til sölu. Upp-
lýsingar í síma 34138.
4ra herb. íbúð óskast
nú þegar eða 14. maí. Upp-
lýsingar frá kl. 9—12 og 14
—19 í sí-ma 32344.
Siemens strauvél
til sölu. — Upplýsingar í
sima 3-52-42.