Morgunblaðið - 15.05.1960, Side 1

Morgunblaðið - 15.05.1960, Side 1
24 siður og lesbók 4!7 árgangnr 110. tbl. — Sunnudagur 15. maí 1960 Prcntsmiðia Morgunblaðsins 3000 blaðamenn við- staddir „toppíundinn" Krusjeff kom til Parísar í gær — ásamt 30 ráðgjófum PARlS, Itf. maí, — (Reuter). — ,.Toppfundurinn“ svonefndi, fundur ríkisleiðtoga stórveld- anna, Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og Sovét- ríkjanna, hefst hér á mánu- dag. — Sem dæmi um það, hve mikilvægur þessi fund- ur er talinn, má nefna það að um 3000 blaðamenn munu fylgjast með honum. — Krús- jeff, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, kom til Parísar í morgun, en Eisenhower og Macmillan koma ekki fyrr en á morgun. Adenauer, kanslari V.-Þýzkalands, kom einnig til Parísar í morgun. Hann mun fylgjast með fundinum og eiga viðræður við leiðtogana, þótt ekki taki hann beinan þátt í ráðstefn- unni. Stór sendinefnd Krúsjeff virtist léttur í skapi, er hann steig út úr flug- vélinni . morgun, ásamt um 30 sérfræðingum og ráðgjöfum, en í þeim hópi eru m. a. Gromyko, utanríkisráðherra, Malmovsky Norska landhelgin Breta- stjórn harmar LONDON, 14. maí. — TJtan- ríkisráðuneytið brezka gaf út stutta yfirlýsingu í gaer- kvöldi vegna fréttanna um, að Norðmenn hyggist færa fiskveiðilandhelgi sína út j 1* sjómílur. — Segir þar, að Bretland mundi .harma þa& mjög“, ef slík ráðagerð væri framkvæd áður en viðræður gætu átt sér stað. ★ Þá segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins, að brezka stjórnin sé engu sið- ur en sú norska vonsvikin vegna þess að sjóréttarráð- stefnan í Gcnf fór út um þúfur, en Bretar muni hins vegar halda fast við fyrri afstöðu sína í þessum mál- um, á meðan ekki hafi kom- izt á alþjóðasamkomulag um þau. marskálkur, varnarmálaráð- herra, afvopnunarsérfræðingur- inn Valerian Zorin, varautanrík- isráðherrann, Kuznetsov og Menshikov, sendiherra Rússa í Bandaríkjunum. Er þetta ein- hver fjölmennasta sendinefnd einnar þjóðar, sem komið hefir til slíkrar ráðstefnu. ★ „Viss öfl---------" í stuttri ræðu, sem Krúsjeff hélt á flugvellinum og var út- varpað og sjónvarpað víða í Evrópu, lýsti hann því, hve þessi ráðstefna væri mikilvæg með til- liti til varðveizlu friðarins. — Við þurfum að kanna og ræða mikil og alvarleg vandamál, og við munum kanna þau vandlega og til hiitar, sagði forsætisráð- herrann, og kvað stjórn sína vilja leggja sig alla fram við að leysa vandamálin og létta spennuna á alþjóðamálum. — Hann vék ekki beint að flugi hinnar bandarísku U-2 flugvél- ar yfir Sovétríkin á dögunum, en talaði um, að „viss öfl í nokkr- um löndum“ vildi vekja kalda stríðið á ný. „Það er á allra vit- orði,“ sagði hann, að slík öfl hafa færzt í aukana undanfar- ið í vissum löndum. Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Bretlands, Christian Herter og Selwyn Lloyd, eru komnir til Parísar og hafa í dag átt viðtal við de Murville og von Bretano, utanríkisráðherra Frakklands og Vestur-Þýzka- lands. Loka- ákvörð- un í dag FYRIR hádegi í dag koma skip stjórar og stýrimenn á togur- um í Grimsby saman til fund- ar, og taka þeir þá lokaákvörð- un um það, hvort efnt skuli fil verkfalls, sem kæmi þá til framkvæmda á miðnætti. Tog arayfirmenn í Grimsby hafa '« krafizt þess, að stöðvaðar verði frekari landanir íslend- Misheppnað geimskot KANAVERALHÖFÐA, 14. maí. (NTB/Reuter). — Bandaríkja- menn reyndu í dag að skjóta á loft risastórum gervihnetti — plastbelg klæddum alumini að utan — sem vera átti liður í til- raunum með fjarskiptasamband gegnum háloftin. Tilraunin mis- heppnaðist, svo að gervihnöttur- inn komst ekki á braut. Er talið, að annað þrep eldflaugarinnar hafi ekki starfað eins og til var ætlazt. Ef þessi mikli plastbelgur hefði komizt á braut sína, hefði hann verið stærsti hlutur, sem menn enn hafa sent út í geiminn. Hann var yfir 30 metrar í þvermál. inga, þar til sérstök ráðstefna hefur f jallað um landanir allra erlendra fiskiskipa í Bretlandi, með það fyrir augum að sníða þeim þrengri stakk til hags- bóta fyrir brezka togaramenn. Þá krefjast togarayfirmenn i Grimsby þess einnig, að brezka stjórnin heimili togur- unum að veiða upp að 6 mílum við ísiand. Þessi mynd var tekin fyrir utan bækistöðvar féiags tog- arayfirmanna í Grimsby og maðurinn, sem þarna stendur, er enginn annar en Denis Welsh framkvæmdastjóri fé- Iagsins, sem mikið hefur kom- ið við sögu í þessu mali. Myndina tók fréttamaður Morgunblaðsins, sem kom heim frá Grimsby í vikulokin. Bandaríski flugmaðurinn yfirheyrður Moskvuútvarpið hefir skýrt trá nokkr- um atriðum yfirheyrslunnar LONDON, llf. maí. (Reuter). — Moskvuútvarpið sendi í dag út lýsingu á yfirheyrslu yfir Francis Powers, flug- manninum á bandarísku flug- vélinni U-2, sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum 1. maí. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem útvarpað var, en þar voru tilfærðar ýmsar spurningar og svör í yfir- heyrslunni, játaði flugmað- urinn, að tilgangur flugsins inn yfir Sovétríkin hafi m. a. verið að safna upplýsingum um loftskeyta- og ratsjár- stöðvar og skotstöðvar eld- flauga. ★ „Unit 10 — 10“ Haft var eftir Powers, að Getum ekki verid án pabba // og mömmu 44 20 börn handtekin í S-Afriku 3ÓHANNESARBORG, S.-Afríku, 14. maí. (Reuter).; — Lögreglan handtók í dag um 20 börn og unglinga fyrir utan ráðhús borg- arinnar og flutti þau á lögreglu- stöðina til yfirheyrslu. Börnin höfðu sent borgarstjóranum bæn- arskjal um að láta lausa foreldra þeirra, sem handteknir höfðu ver ið samkvæmt lögunum um neyð- arástand í landinu. — Þau báru spjöld, sem á var letrað m.a.: „Við viljum fá fofeldra okkar aft ur“ og „Hvers vegna hafið þið mömmu og pabba í haidi?“ Borgarstjórinn tók á móti nokkrum barnanna, sem afhentu honum bréfið, en þar sagði: „Við getum ekki verið án pabba og mömmu" — og bætt við, að minnstu börnin gætu ekki skil- ið, hvað komið hefði fyrir for- eldrgna. — Borgarstjórinn lof- aði börnunum að gera allt, sem hann gæti til að hjálpa þeim, en sagði jafnframt, að þessi mál væru ekki í sínum höndum. Lögreglan ók börnunum á brott í bílum sínum. Talsverður mann söfnuður var kominn í kringum ráðhúsið, og gerðu margir hróp að lögreglunni, er hún smalaði ’ibörnunum inn í bílana. Lög- reglan dreifði þá hópnum og kom ekki til átaka. Börnunum var sleppt, eftir hálftíma yfirheyrslu. síðan hann fór úr flughernum árið 1956, hefði hann starfað fyr- ir sérstaka bandaríska stofnun. — Hvert er nafn þeirrar stofn- unar? var spurt. Var Powers sagður hafa svarað því til, að hér væri um að ræða „sambland borgaraiegs flugs og flugher- þjónustu*, eins og komizt var að orði Powers kvað leyninafn þessarar stofnunar vera „Unit 10 — 10“, og hlutverk hennar það m. a. að staðsetja skotstöðv- ar eldflauga — og yfirleitt að safna hernaðarupplýsingum. ★ Aðaistöð í Tyrklandi — Er ákæran gegn yður full- ljós? var spurt. — Já, anzaði Powers. — Játið þér sekt yðar? — Ég játa mig sekan um að hafa flogið yfir sovézkt yfirráðasvæði, Framh. á bis. 23. Járnbraut- arslys HAMBORG, V.-Þýzkalandi, 14. maí. (Reuter). — Sextíu og átta manns slösuðust — þar af átta mjög alvarlega — þegar árekstur varð milli tveggja járnbrautar- lesta hér í gærkvöldi. Var héi um að ræða hraðlest frá Lúbeck og lest, sem starfsmenn vátrygg- ingarfirma nokkurs í Hamborg höfðu leigt til skemmtiferðalags. Flestir hinna særðu liggja í sjúkrahúsi, en fimm þeirra voru þó ekki meira særðir en svo, að þeir voru fluttir heim til sín að lokinni læknisrannsókn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.