Morgunblaðið - 15.05.1960, Side 13

Morgunblaðið - 15.05.1960, Side 13
Sunnudagur 15. maí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 13 Afmæli forseta íslands Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson átti 13. þ. m. 66 ára afmæli. í því tilefni færir Mbl. honum beztu árnaðaróskir. Eins og kunnugt er, var Ás- geir Ásgeirsson fyrst kjörinn for- seti 1952 og hefur því senn gegnt hinu virðulega embætti í 8 ár. Hann varð forseti í hörðum kosn- ingum og er ekki nema gott eitt um það að segja í lýðræðisþjóð- félagi, að menn skiptist í flokka í afstöðunni til mála og einstak- linga. Á forsetaferli sínum hefur Ás- geir Ásgeirsson unnið sér al- mennt traust og virðingu, enda hefur hann gætt stöðu sinnar af alúð og skynsemd. Kunngert hefur verið, að Ás- geir Ásgeirsson muni enn gefa kost á sér sem forseti næsta kjör- tímabil, en kjörtímabil hans rennur út hinn 31. júlí nk. Á^ætri vertíð lokið Við vertíðarlokin að þessu sinni geta landsmenn allir glaðst yfir því, að vertíðin hefur verið einhver hin allra bezta, sem kom- ið hefur. Gæftir hafa verið með bezta móti og aflabrögð yfirleitt ágæt. Þegar huganum er rennt til baka yfir vertíðarmánuðina, má segja, að aðeins beri á einn skugga. Mynd Nínu Sæmundsson af Ásgeir Ásgeirssyni forseta íslands REYKJAVÍKURBRÉF Sjósóknarar gera sér grein fyr- ir því, að þeir geta alltaf búizt við að komast í hann krappann í viðskiptunum við máttarvöldin. Og að þessu sinni höfum við enn orðið að færa fórnir. Er þar eftir minnilegast Rafnkelsslysið, þeg- ar hinn aflasæli skipstjóri Garðar Guðmundsson fórst með áhöfn sinni. Um leið.og landsmenn hljóta að fagna yfir góðum árangri ver- tíðarinnar, senda þeir samúðar- kveðjur ættingjum þeirra, sem látið hafa lífið á sjónum á vertíð þeirri, sem nú er að Ijúka. Veðurblíðan heldur áfram En það er ekki eingöngu til sjávarins, sem náttúran er nú gjöful. Veðursæld hefurveriðein- stök, svo að sumartíð má nú heita á þeim mánuðum, þegar oft má búast við hreti og kulda. Gróður er nú víða orðinn svo mikill að menn hljóta að treysta því, að ekki dragi til slíkrar kuldatíðar, úr því komið er fram í miðjan maí, að nýgræðingnum sé verulega hætt. Eru því líkur til að heyskapartíð geti byrjað með fyrsta móti í ár. Beitilönd ættu líka að verða með bezta móti og víða er nú ekki vanþörf á því, þarsemfjölg- un sauðfjár hefir spillt beit- inni svo að sauðfé hefur verið rýrt að haustlagi. Áhrif góðærisins Áhrif góðærisins verða ekki eingöngu mæld í peningum. Bjartsýnin, sem fylgir því, er fagurt vor rennur upp eftir gjöf- ulan vetur, er einnig mikilvæg. Við Íslendingar höfum nú stungið við fótum og ákveðið að Laugardagur 14. maí hverfa frá stefnu ofstjórnar og skuldasöfnunar. Þess í stað er nú horfið að ráðdeildarsemi og frjálsræði, þar sem byggt er á dugnaði og athafnavilja einstak- linganna. Öllum er ljóst, að hin nýja stefna mun um sinn þrengja nokkuð hag landsmanna. Er þar líkt farið og með eyðslusegg, sem ákveður að snúa við blaðinu og taka upp betra líferni, en skuld- bindur sig jafnframt til að greiða í nánustu framtíð hluta launa sinna til lánardrottna, svo að komizt verði hjá gjaldþroti. Slíkar ákvarðanir éru vissu- lega nokkuð erfiðar og útheimta bæði kjark og greind. En þegar skjótt sézt árangur af viðleitn- inni verður auðveldara að full- komna viðreisnina. Þess vegna er góðærið og bjartsýnin, sem því er samfara, hið mikilvægasta. Mjög mikil sparifjáraukiiing Einn mikilvægasti vottur um trú almennings á ákveðnar efna- hagsráðstafanir, er hvort menn sýna viðleitni til aukins sparnað- ar. Traust almennings á hinum nýju efnahagsráðstöufnum lýsir sér bezt í því, að aldrei í sögu landsins hefur aukning sparifjár- innlaga orðið eins mikil og í síð- asta mánuði. Og hin Ijósa traustsyfirlýsing, sem stefna ríkisstjórnarinnar í peningamálum hefur þannig hlot ið nú þegar, mun einnig orká því að trúin mun enn vaxa á það að stjórnarstefnan í heild nái að sigra. Þannig mun almenningsálitið ekki eingöngu girða fyrir það, að niðurrifsöflum takist að efna til vinnudeilna og upplausnar, held- ur mun hin skjóta hugarfars- breyting lika orka því, að erfið- leikunum, sem öllum var ljóst að samfara væru svo víðtækri breyt ingu efnahagslífsins, mun Ijúka fyrr en ella. Ef sparifjármyndun heldur áfram í ríkum mæli, mun mjög flótlega skapast slíkt jafnvægi á peningamarkaði, að fjármagn verði hægt að fá að láni til nauð- synlegra framkvæmda, húsbygg- inga og uppbyggingar atvinnu- veganna. En jafnframt verður auðið að lækka vexti fyrr en menn áður þorðu að vona. Ríkisafskiptin mimika Viðreisnin er orðin að veru- leika og erfiðleikarnir virðast ætla að vara skemur en upphaf- lega var gert ráð fyrir. Þar með hefur tímabil hinna víðtæku ríkis afskipta runnið sitt skeið á enda. Héðan í frá fá menn aukið frjáls- ræði til að ráða eigin málefnum og leiðin til að komast áfram í lífsbaráttunni verður fyrst og fremst vinnusemi og hagsýni. Engar líkur eru á því, að stefna hafta og skriffinnsku verði á ný tekin upp, þegar menn hafa fengið tækifæri til að kynnast frjálsræðinu. Þess vegna verður að gera ráð fyrir því, að smám saman hverfi trú manna á for- sjón ríkisvaldsins í almennum málefnum borgaranna. Þá vakna hins vegar spurn- ingar um það, hvort það sé ein- göngu vegna hinna miklu ríkis- afskipta, sem ísleridingar hafa dregizt aftur úr öðrum frjálsum þjóðum efnahagslega. Við hinar víðtæku þjóðfélagsbreytingar er eðlilegt að huglc'ða þau mál og ræða, því að ekki ir ólíklegt að önnur skipan muni henta á ýms- um sviðum sérhagsmuna en sú, sem hlaðizt hefur upp á tímum ofstjórnar. Er hér ofurveldi fékisasamtaka? í Bretlauidi hefur hafið göngu sína nýtt blað sem nefnist The New Daily og virðistmeginmark- mið þess vera að berjast gegn ofurvaldi ýmissa hagsmunasam- taka, sem það telur keyra langt úr hófi. Þessu sérstæða blaði virðist tekið með ágætum af almenningi í Bretlandi og við fréttirnar af því vaknar sú spurning, hvort ekki væri líka hollt fyrir okkur íslendinga að huga að því hvar við séum á vegi staddir í þessum efnum. í lýðræðislöndum eru hags- munasamtök beinlínis lögvernd- uð, enda eiga þau þar mikilvægu hlutverki að gegna. Þannig á það t. d. að vera í verkahring félaga launþega og vinnuveitenda að semja um kaup og kjör án af- skipta ríkisvaldsins. Hins vegar hljóta að vera takmörk fyrir því, hve voldug slík samtök mega vera og undir engum kringum- stæðum eiga þau að geta ógnað sjálfu ríkisvaldinu. En það eru fleiri hagsmuna- samtök, sem einnig virðast vera of voldug, en gæta þó ekki hags- muna félagsmanna sinna sem skyldi. Félögin eru fyrir valdabaráttu ákveðins flokks og ákveðinna manna, en skeytir ekkert um hagsmuni félags- manna. Þessar staðreyndir birtast á marga vegu, sem oftsinnis hefur verið rakið. Fjármagn fæi t frá framleiðendum - Ein af þeim leiðum, sem sam- vinnufélögin nota til að tryggja sér völd í ákveðnum byggðarlög- um, er sú að flytja sem mest af fjármagninu frá þátttakendunum sjálfum og til félags þeirra. Fjár- magn það, sem að réttu lagi ætti að vera hjá félagsmönnunum, er síðan notað af félaginu sjálfu til misjafnlega arðvænlegrar fjár- festingar, en að sumu leyti flutt úr byggðarlaginu til aðalstöðv- anna í Reykjavík. Fjármagnsskorturinn hindrar svo framkvæmdir einstakling- anna en gerir þá um leið háða kaupfélaginu. Á þann hátt ná samvinnufélögin því tvíþætta Imarkmiði, sem þau í rauninni stefna nú að, annars vegar að efla sjálf sig fjárhagslega ea hins vegar að auka hin pólitísku völd stjórnendanna. Bændur fá ekki afurðalánin félagsmenn Auðvitað eru hagsmunafélögin stofnuð til að vinna að málefnum félagsmanna, en oft fer það þó svo, áður en langt iíður, að fé- lögin verða sjálfstæðir aðilar og stjórnendur þeirra líta á sig sem slíka. Vill hið upphaflega mark- mið þá oft gleymast, en megin- kapp er á það lagt að tryggja veldi stofnunarinnar sjálfrar jafnvel á kostnað þátttakend- anna. Einna augljósast er þetta orð- ið í þeim samvinnufélögum, sem heyra undir veldi SÍS. Félög þessi voru upphaflega stofnuð af hugsjónamönnum, sem sáu ekki aðra leið heppilegri en samvinnu starf til þess að hrinda fram hags muna og framfaramálum. Fyrst í stað einbeittu þessi félög sér að því að gæta hagsmuna þátttak- enda og tókst vel á sumum svið- um en miður á öðrum. Þegar fram í sótti hættu stjóm- endur félaganna smám saman að einbeita sér að hagsmunum þátt- takendanna en létu hagsmuni fé- lagsins sem slíks ætíð sitja í fyr- irrúmi. Út af fyrir sig er ekkert at- hugavert við það, að félög, jafnt og einstaklingar, sem atvinnu- rekstur stunda, miði hann við að hagnast sem mest. En þá er líka nauðsynlegt að samkeppni ríki á sérhverju sviði, svo að hagnaðar- vonin sé einmitt í því fólgin að veita sem bezta þjónuptu og selja við sem lægstu verði. En þegar samvinnufélög eru rekin með gróðasjónarmið eitt að markmiði, en nota jafnframt fé- lagshyggjuna til að fyrirbyggja samkeppni, þá er vissulega stefnt í hið mesta óefni. Víljum ekki samkeppni Þessi þróun er nú svo langt komin, að stjórnendur samvinnu félaga lýsa því beinlínis yfir, að þeir miði rekstur félaganna við það að útiloka samkeppni. Slíkar yfirlýsingar segja í rauninni berum orðum, að félög- in séu ekki lengur til vegna þátt- takendanna,. heldur sjálfra sín eða einhverra annarra, og að því | er SÍS varðar þá vitum við, að ' það er beinlínis orðið tæki í Afurðalánum landbúnaðarins 1 er nú þannig háttað, að í marz- mánuði ár hvert er tekið til við að veita lán út á sláturafurðir komandi hausts. Lán þessi nema % hlutum þess verðs, sem ætlað er að bændur fái fyrir slátur- afurðir sína. Helmingur þessa láns er veitt- ur í marzmánuði en síðan 10% á hverjum hinna næstu mánaða. þannig að allt lánið hefur verið veitt í ágústmánuði eða áður en sláturtíð hefst. Auðvitað er tilætlunin sú, að þessi lán fari til bænda sjálfra og auðveldi þeim rekstur búa sinna. En ástæða er til þess að ætla að mikill hluti bænda fái aldrei þessi lán, hvorki beint né óbeint, heldur séu þau í reksjÆ* SÍS í Reykjavík. Nauðnvn efnalegs smlfstæðis <1 einstaklinga Eitt meginskilyrði heilbrigðs lýðræðisþjóðskipulags er, að sem allra flestir einstaklingar séu efnalega sjálfstæðir. Þegar félags hyggjan tekur að vinna beinlín- is gegn þessari lýðæðislegu nauð- syn, fer að verða ástæða til að stinga við fótum. En jafnvel þótt menn vildu sætta sig við, að bændur væru nokkurs konar leiguliðar óper- sónulegs félagsbákns, þá er ekki einungis um hagsmuni þeirra sjálfra að tefla heldur eru líka miklir þjóðfélagslegir hagsmunir í veði. Félagsbáknið dregur úr afköst- um þjóðarbúsins af þeirri ein- földu ástæðu, að það hagnýtir fjármagn sitt ver en einstakling- arnir mundu gera. Þess vegna er eðlilegt, að bændur hugleiði vel. hvort ekki væri heppilegra að þeir notuðu fjármagn sitt sjálfir í ríkari mæli en hingað til hefur verið gert. Eðlilegt væri, að sú þróun yrði ekki of hraðfara svo að sam- vinnufélögunum gæfist kostur á að aðlaga sig breyttri skipan. En í vegi fyrir þeirri þróun mega ekki standa slagorð uir „hugsjónir" og „samábyrgð“, þegar orð þessi eru orðin innan- tómt gjálfur valdastreitumanna, sem enga tilraun gera til að þ'óns* hagsmunum almennings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.