Morgunblaðið - 15.05.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.05.1960, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. maí 1960 SLipbrotsnr enn 10 EFTIR W. W. JACOBS — Ætli það verði nú mikið úr því? Frú Penrose er vís til að líta eftir, að svo verði ekki, að ég nú ekki tali um Talwyn og frú Jardine. Sú kelling er seig, þó að hún sé ekki mikil fyrir mann að sjá. — En svo hef ég enn stærri fyrirætlun á prjónunum, sagði Carstairs. — Við höfum séð held ur lítið af heiminum, karl minn. Hvað segirðu um langa ferð? — Ferð? tautaði Pope. Carstairs kinkaði kolli. — Ég er nú enn ekki búinn að hugsa það út í öllum smáatriðum, sagði hann dræmt, en ég er að hugsa um að leigja skemmtiskip í haust og fara eitthvað langt. Það var draumur minn, þegar ég var ungur, og nú er ætlunin að fara með allt þetta fólk með mér, uði og sjá svo hvað setur. — Frú Penrose kemur ekki, ef þú ert eitthvað að hugsa um hana, sagði Pope. — Við sjáum nú til, sagði Carstairs. — Ég skoða skemmti- skipið eins konar músagildru og svo nota ég Talwyn fyrir beitu. Þá bítur frú Jardine í og senni- lega þær báðar. Þeim finnst það alveg tilvalið að koma stelpun- um burt frá strákunum. Ég veit, að þær eru báðar orðnar dálítið hræddar um stelpurnar. — Já, en eiga strákarnir að koma líka? spurði Pope ruglaður. — Nú, vitanlega, en það á eng inn að vita fyrr en á síðustu stundu. Það er að segja, ef mér tekst að halda rétt á spilunum. En þangað til er einkunnarorð- ið: „Þei, þei!“. 7. Höfuðeinkennið á húsi þeirra félaga í Berstead var friður. — Tjörnin var oftast spegilslétt, limgirðingarnar sléttklipptar, og allur garðurinn var í samræmi og ró. Útihúsin og húsagarðarnir voru svo friðsælir, að þess voru dæmi, að garðyrkjumennirnir sofnuðu á hjólbörukjálkunum, meðan þeir voru að hugsa út ein- hverjar nýjar og fáránlegar jurta kynbætur. Eina ósamræmið í þessum Edinsgarði var í hjörtum þeirra Markhams og Biggs. Sjaldan skiptust þessir tveir heiðursmenn á orðum; en fyrir milligöngu ung frú Mudge vissi annar jafnan, hvaða álit hinn hafði á honum. Og þessi vitneskja varð ekki til að bæta samlyndið, og augnagot- ur — fullar haturs hjá Mark- ham og fullar fyrirlitningar hjá Biggs — vöktu eftirtekt og for- vitni samþjóna þeirra. Ungþjónn inn, sem dýrkaði Markham eins og guð, eyddi verulegum tíma í að finna hin og þessi ráð til þess að klekkja á Biggs. í fyrstunni reyndi han nað stæla yfirmann sinn með fyrirlitningaraugnaráði og einn morguninn gekk hann út að bílskúrnum, snöggklæddur og með græna vinnusvuntu, til þess að horfa á óvininn við vinnu — Halló, Albert, sagði Biggs, sem var að nudda af sér koppa- feiti með mórauðu pappírsblaði — hvernig líður okkur? — ’daginn, sagði Albert drembilega. — Ef við hefðum vitað að við ættum von á heimsókn af svona höfðingja, sagði Biggs, og reyndi að nudda klæjandi nefið á sér, með hálfóhreinu handarbakinu, — þá hefðum við haft handa þér brjóstsykurmola, ekki satt, Bob? — Já, eða snuð, sagði undirbíl stjórinn. — En hvað er að litla andlitinu? — Hann er víst að taka full- orðinstönn, sagði Biggs. — Þú þarft að nudda þetta, Albert. Nudda það með beini eða gúmmí — Þegar ég þárfnast þinna ráða, skal ég biðja um þau, sagði Albert fokvondur. — Gott og vel, sagði Biggs vingjarnlega. — Jæja, Albert, ef þig langar að sjá innan í gír- kassa, þá er tækifærið núna. — Aldrei lærir maður of mikið. Ég er nú búinn að vera við þetta ár- um saman, og læri samt alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. — Mig langar ekki til að læra svona verk, sagði Albert með uppgerðar hryllingi. Það getur verið gott og vel fyrir menn, sem ekki geta lært neitt annað, en mér dygði það ekki. — Viljið þið heyra manninn! sagði Biggs steinhissa. — Ekta páfagaukur, sagði Bob. — Ég vil nú vera hreinn, sagði Albert. — Mig langar ekki til að lykta eins og heil gasstöð og skilja eftir svört fingraför á hverju, sem ég snerti. — Þetta er víst rétt hjá þér, Albert, sagði Biggs, sem var að þurrka á sér hendurnar á véla- tvisti. — Ó, ef ég hefði haft sömu möguleika og þú, hvílíkur mað- ur væri ég ekki orðinn! Hann stóð nú upp og tók blað ið með feitinni á og gekk áleiðis að fötunni, sem hann ætlaði að setja það í. Allt í einu skrikaði honum fótur, og með neyðarópi sló hann handleggnum utan um hálsinn á Albert, svo sem til þess að forða sér frá falli. En dreng- urinn kiknaði við átakið og lenti með andlitið niður í feitina á blaðinu. — Þetta er alveg sami staður- inn, sem ég rann á í vikunni sem leið, Bob, sagði Biggs, og greip andann á lofti. — En hvað tnér brá. Meiddi ég þig, Albert? — Prrff, sagði drengurinn og reyndi að blása frá sér feitinni. — Þetta gerirðu viljandi, Biggs. — Aumingja páfagaukurinn, sagði Biggs blíðlega. — Fáðu mér ögn af tvisti, Bob, ég ætla að reyna að ná því mesta af hon- um. Hann getur fengið bágt fyr- ir þetta, ef það kemst upp, að hann hefur verið að snópa hér úti í bílskúr, í stað þess að vera við sitt verk. Kyrr nú, Albert! É-é-ég skal segja hr. Mark- ham frá þessu, sagði drengurinn hálfgrátandi af reiði. — Ég skal.... — Haltu saman á þér þverrif- unni, sagði Biggs og hamaðist með tvistinn. — Hvernig á ég að geta hreinsað af þér, ef þú þarft að vera kjaftandi á meðan. —Þú, þú skalt verða rekinn fyrir þetta, kjökraði drengurinn. — Þetta var hreinasta tilvilj- un, tautaði Biggs. — Þú ættir að vera feginn, að þú skyldir vera hérna til að forða mér frá slæmri byltu. Ertu það ekki? Fullorðinslega svarið, sem út úr Albert kom, var samstundis stöðvað með stórum tvisthnoða. — Það munaði bara minnstu, sagði Biggs og sneri sér að glott- andi aðstoðarmanni sínum, að hann segði það, og þá hefði hann séð eftir því ævilangt. Og það í okkar eigin bílskúr, ofan á allt annað! — Hann á ekki þakklátsemi til í sér, sagði Bob, — anrrars væri hann feginn, að þú skyldir hafa þennan tvist í hendinni og geta bjargað nefinu á honum frá slysi og skemmdum. — Ég ætlast ekki til neins þakklætis, sagði Biggs mæðu- lega. — Jæja, svona, sagði hann og fór, síðasta hringinn með tvistinn á andliti Alberts. — Nú ertu hreinni en ég hef nokkurn tíma séð þig áður og litlu kinn- arnar á þér skína eins og nýfægð epli. Hvenær sem þig langar að líta inn, er okkur ánægja að sjá þig. Hann sneri nú aftur að verki sínu, en Albert skammaðist í dyragættinni, þangað til hann verkjaði í kjálkana, sneri síðan aftur til hússins að leita sér hugg unar. — Mér kæmi ekki á óvart ef Markham þyrfti eitthvað að minnast á þetta, sagði Biggs. — Hann hefur alltaf gaman að heyra sjálfan sig tala. Nokkru seinna hitti hann Mark ham, en brytinn lét eins og ekk- ert væri. Hann var að undirbúa kvöldverðinn, virðulegur á svip og ekkert bar þess vott, að hann væri að hugsa um svo veraldlega hluti sem ófriðsama bílstjóra. Hann lagði ekki af sér virðu- leikann fyrr en um leið og emb- ættisbúninginn, um kvöldið, en snemma morguninn eftir fór hann út til að væta sig ofurlítið í tjörninni, en það hafði Carstairs leyft þeim af þjónaliðinu, sem kærðu sig um það. Meðan á þessu stóð, reyndi Mark'ham að finna upp einhver meinleg orð til að segja við Biggs, og örva blóðrás hans, áður en hann færi að synda. Hann sá bílstjórann fram undan sér og flýtti sér þá svo að hann náði í baðskúrinn samtímis honum. — Ég þarf að tala við þig, sagði hann, ströngum rómi. — Láttu það koma, sagði Biggs um leið og hann fór úr jakkan- um og hengdi hann á nagla. — Alltaf er það ánægja að heyra þig tala. Ég heyrði þig tala við einn þjóninn um daginn, og ég hef ekki í annan tíma hlegið meira. — Ég vildi vita, hvað þú mein ar með því að fara svona með andlitið á drengnum í gær? sagði brytinn alvarlega. — Aumingja litli karlinn, sagði Biggs og brosti við endur- minninguna. — Víst var hann skrítinn, en auðvitað var þetta bara tilviljun. Það hefði orðið alveg sama útkoma, ef þú hefðir verið þarna en ekki hann. Brytinn gaf frá sér hljóð eins og hann væri að kafna. — Ég er nú ekki viss um það, sagði hann loksins. — Nema hvað ég hefði náttúr- lega aldrei farið að þurrka þér í framan, hélt Biggs áfram. — Al- bert er allra bezti drengur, að öðru leyti en því, að hann hefur fengið í sig ýmsar rangsnúnar hugmyndir. Og svo hefur hann engan metnað í sér — hann ætl- ar að verða bryti, þegar hann er orðinn stór. — Ég sé ekki ástæðu til að tala við þig, maður minn, sagði brytinn drembilega. SBUtvarpiö Sunnudagur 15. maf 8.30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar: — (10.00 Veð- urfregnir). a) Tilbrigði og fúga op. 100 eftir Max Reger, um fjörugt stef eftir Adam Hiller (Fílharm- oníuhljómsveitin í Berlín leik ur; Paul van Kempen stjórn- ar). a) „Vorið“ úr Arstíðunum eftir Vívaldi (Hljóðfæraleikarar undir stjórn Jeans Witold leika.) c) Konsert 1 F-dúr op. 3 nr. 3 fyr ir sembal eftir Vivaldi-Bach (Sylvia Marlow leikur). d) Ur kantötu nr. 140 „Vakna, Síons verðir kalla“ eftir Bach (Orfeus-kórinn í Barcelona syngur.) 11.00 Messa í Laugarneskirkju (Prest- ur: Séra Arelíus Níelsson. Org- anleikari: Helgi Þorláksson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Guðsþjónusta Fíladelfíusafnað- arins í útvarpssal. — Asmundur Eiríksson prédikar, kór og kvart- ett safnaðarins syngur undir stjórn Arna Arinbjarnarsonar. 14.30 Miðdegistónleikar: a) Danssýningarlög úr ballettin- um „Svanavatnið“ eftir Tjaik ovski (Félagar úr NBC-sin- fóníuhljómsveitinni leika und ir stjórn Leopolds Stokowskís. b) Vitya Vronskí og Victor Bab in leika rússnesk lög fyrir tvö píanó. 15.30 Sunnudagslögin: — (16.30 Veð- urfregnir). 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). a) Leikrit: „Undarlegur skóla- dagur“ eftir Mjöen og Bræ- nne. Leikstjóri: Þorsteinn O. Stephensen. b) Framhaldssagan: „Eigum við að koma til Afríku?“ eftir Lauritz Johnson; VIII. kafli. c) Framhaldssaga yngri barn- anna: „Sagan af Pella rófu- lausa“, III. (Einar M. Jóns- son þýðir og les). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Jón úr Vör, Olaf- ur Jóh. Sigurðsson og Karl Isfeld lesa verk eftir Einar Benédikts- son, Davíð Stefánsson, Halldór Stefánsson, Tómas Guðmundsson og Stein Steinarr. 20.55 Einleikur á píanó: Fu Ts’ong leik ur verk eftir Chopin. 21.20 „Nefndu lagið“ — getraunir og skemmtiefni (Svavar Gests hef- ur umsjón með höndum). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 16. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Bjarnl Arason, ráðunautur talar um sumarmeð- ferð kúnna. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpslns leik- ur. Hljómsveitarstjóri: Hans Ant- olitsch. a) Conserto grosso op. 6 nr. 5 eftir Hándel. b) Þýzkir dansar eftir Schubert. 21.00 „Lækjarlontan*', smásaga eftir Líneyju Jóhannesdóttur (Þor- steinn O. Stephensen les). 21.25 Einsöngur: Yma Sumac syngur lög eftir Moises Vivanco. 21.40 Um daginn og veginn (Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.25 Kammertónleikar: Kvintett op. 44 eftir Schumann (Deter Zehlin leikur á píanó, Eg- on Morbitzer og Wilhelm Marteng á fiðlur, Werner Buchholz á lág- fiðlu og Bernhard Gun^her é kné fiðlu.) 23.00 Dagskrárlok. Skáldið ojf mamma litla 1) Kolaofninn gefur frá sér eitr- aðan kolsýring .... 2) .... og hér stendur, að kol- sýringur geri fólk syfjað og sljótt! 3) Já, ég held samt, að það sé ekki ofninn, því þú ert líka svona á sumrin, þegar ekkert er kynt! : lof fyrir að þú ert kom- I inn aftur, Markús. En hvað ert þú að gera með segulbandstækið? Elginn langar að berjast og það er hugsanlegt að hann fáist burtu frá Finni ef hann heyrir af seg- i ulbandinu baulið í öðrum elgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.