Morgunblaðið - 25.05.1960, Page 1
24 síður
47 árgangur
118. tbl. — MiSvikudagur 25. maí 1960
PrentsmiSia Mo.gtmblaSsins
yðilegging og dauði
— Flóðbylgjur æða um þvert
Kyrrahaf og mola allt,
sem fyrir verður
Tókíó, Japan og Santiago, Chile, 2Jf. maí — (NTB-Reuter)
NÁTTÚRUHAMFARIR þær, sem hófust í Chile sl. laugar-
dag, eru nú orðnar svo óskaplegar, að varla eru dæmi slíks
á síðari tímum. — í allan dag hafa risavaxnar flóðbylgjur,
vaktar af landskjálftunum í Chile, ætt með ógnarhraða um
þvert Kyrrahaf og valdið þar slíkri eyðileggingu og dauða.
að ógerningur er að gera sér nokkra verulega grein fyrir
öllum þeim hörmungum enn.
Harðast hafa Japanseyjar orðið úti í þessum hamförum.
t birtingu í morgun tóku 10 og allt upp í 15 metra háar flóð
bylgjur, sem komu yfir þvert Kyrrahaf, um 14.500 km vega-
lengd, með 600—700 km hraða á klst., að æða inn yfir austur-
strönd Japans — og eyddu þær öllu, sem fyrir varð. Talið er
að þúsundir manna hafi beðið bana og slasazt — og sennilega
hundruðu þúsunda misst heimili sín. Fregnir eru þó mjög
á reiki, sem fyrr segir.
• HIÐ VERSTA AFSTAÐIÐ
í CHILE
Á Hawaii hefir orðið mjög
mikið manntjón og eigna, og
fregnir hafa borizt frá Nýja-
Sjálandi, Ástralíu, Filippseyj-
um og víðar um tjón af völd-
um flóðbylgjanna. — Frá
Chile herma fregnir hins veg-
ar, að hið versta virðist þar af-
staðið, þó búast megi við frek-
ari jarðhræringum. Fregnir
um manntjón tala um allt frá
400 til 900 látna, 15.000 slasaða
og hundruð þús. heimilislausra
en engan veginn eru öll kurl
kominn til grafar enn. — Fróð-
ir menn telja þetta ofsalegasta
landskjálfta allt frá 1906 —
San Francisco-landskjálftinn
— aðrir tala hér jafnvel um
Gaitskell
hrósar
sigri
London, 24. maí (Reuter). —
HUGH Gaitskell ,leiðtogi
Verkamannaflokksins, hrós-
aði í dag tvöföldum sigri yfir
vinstri-armi flokksins, sem
vll, að Bretar afsali sér öll-
um kjarnorkuvopnum, hvað
sem hin stórveldin gera, og
segi sig úr NATO — en sú
stefna hefir áður hlotið stuðn
ing tveggja stærstu verka-
lýðsfélaga landsins.
Þriðja stærsta félagið, félag
bæjarstarfsmanna, hafnaði í
dag ályktunartillögu til stuðn
ings þessari vinstri-stefnu.
Einnig hlaut Gaitskell í dag
stuðning meirihluta þing-
manna Verkamannaflokksins
á fundi, sem haldinn var í
London. — Þykir hann nú
mjög hafa styrkt aðstöðu sína
innan flokksins, en hún hefir
verið nokkuð á hverfanda
hveli að undanförnu.
Á þingi fyrrgreinds verka-
lýðsfélags, sem telur um 800
þús. meðlimi, var samþykkt
ályktun, þar sem lögð er á-
herzla á, að Bretar tryggi
bezt öryggi sitt með því að
standa við hlið bandamanna
sinna innan Sameinuðu þjóð-
anna og Atlantshafsbanda-
lagsins.
harðasta landskjálfta, sem sög-
ur fari af. — Stöðugur straum-
ur flugvéla hefir verið í dag
til þeirra svæða, sem verst eru
leikin, og hafa vélarnar flutt
hvers konar hjálpargögn til
Framh. á bls. 23
Ræða um 12
mílurnar
Ósló, 24. maí — (NTB)
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
upplýsir, að hinn 27. þ. m.
muni fulltrúar Noregs og
Stóra-Bretlands koma saman
til fundar til þess að ræða
vandamál, sem upp munu
koma í sambandi við fyrir-
hugaða útfærslu norsku fisk-
veiðitakmarkanna í 12 mílur.
l> . .
/flSendai
'd^JAPAN
JSusaki
ILuzon
HAWAll
Hilo
Jáy vrah. aj-
V"V nýja
n J>SfAlAN0
Ay*LyUlelon
Vðldivi a<-^
Puerto Mont-t*
Cliiloe-
A ÞESSU korti efu merktir
þeir staðir við Kyrrahaf,
sem einna harðast hafa
orðið úti í hinum geigvæn-
legu náttúruhamförum und
anfarinna daga. — Aðal-
landskjálftasvæðið í Mið-
Chile nær frá hafnarborg-
inni Concepcion suður til
Chiloeeyjar. Mest tjón hef-
ur orðið á þeim stöðum á
svæðinu, sem merktir eru.
— Vegalengdin frá land-
skjálftasvæðinu til Japans
er um 14.500 km og bjugg-
ust menn ekki við, að flóð-
bylgjan færi alla þá leið
með slíkum krafti sem raun
varð á.
Rússum ferst ekki
að tala um njósnir
Ummæli bandariska og brezka full-
trúans í Öryggisrábinu
NEW York, 24. maí NTB-Reuter:
Öryggisráðið hélt í kvöld áfram
umræðu sinni um kæru Rússa út
af njósnaflugi Bandaríkjamanna
1. maí sl. — Þar talaði m. a. Sir
Pierson T)ixo>i, fulltrúi Breta, og
hvatti hann Sovétríkin til að
Rússnesk hernaðaryfirvÖld tilkynna:
Skilum flugvélinni
- sem neydd var til að lenda í
A.-Þýzkalandi sl. fösiudag
Berlín, 2). maí — (Reuter)
RÚSSNESKU hernaðaryfir-
völdin í Austur-Þýzkalandi
féllust í dag á að skila aftur
bandarísku flugvélinni, sem
neydd var til að lenda innan
landamæra A-Þýzkalands sl.
föstudag, og láta lausa alla þá
níu, sem í vélinni voru. —
„Ahöfnin, farþegarnir og
flugvélin afhendast yður á
lendingarstaðnum, þegar yð-
ur hentar“, sagði í bréfi, und-
irskrifuðu af Yakubovsky,
yfirmanni herafla Rússa í A-
Þýzkalandi, sem afhent var
í morgun.
Scndinefnd bandarísku
hcrnaðaryfirvaldanna í Vest-
ur-Þýzkalandi er þegar lögð
af stað austur á bóginn til að
hitta áhöfn og farþega flug-
vélarinnar og athuga, hvort
hægt er að fljúga henni á
brott.
★ MÓTMÆLI
I bréfi rússneska hershöfð-
ingjans segir, að flugvélin hafi
verið neydd til að lenda, er hún
hafði flogið 21 mílu inn yfir aust-
ur-þýzkt landsvæði. 1 bréfinu
eru borin fram mótmæli vegna
þessa atburðar og þess krafizt,
að slíkt komi ekki aftur fyrir.
1 flugvél þessari, sem var á
leið frá Kaupmannahöfn til Ham
borgar, voru 8 bandarískir her-
menn og eiginkona eins þeirra.
★ ÁNÆGJA f WASHINGTON
AFP-fréttastofan hermir frá
Washington, eftir heimildum,
sem standa stjórnarvöldunum
mjög nærri, að ánægja sé ríkj-
andi vegna þessara málaloka. —
Er það skoðun manna, að sú
staðreynd, að það eru sovézku
hernaðaryfirvöldin, en ekki
stjórn A-Þýzkalands (sem Banda
ríkin viðurkenna ekki), sem
hafa afgreitt málið, sýni það, að
Krúsjeff leggi áherzlu á að
halda fast við yfirlýsingu sína
um, að hann vilji ekki breyta
núverandi ástandi í Þýzkalands-
málunum fyrr en að loknum
nýjum leiðtogafundi austurs og
vesturs. — Einnig er bent á þau
ummæli Heinrichs Raus, vara-
forsætisráðherra A-Þýzkalands,
fyrr í dag, að hann vonaði, að
þetta flugvélarmál reyndist
„meinlaust“.
Héldu, uð styrj-
öldin stæði enn!
TOKÍÓ, 24. maí. (Reuter,: — í
gær fannst japanskur hermaður
á eyjunni Guam — en annar
fyrir tveim dögum á reiki um
frumskóginn. — Hinn fyrrnefndi
kvaðst hafa gengið í herinn 1944
og fljótlega verið sendur til Gu-
am — og hefir hann dvalizt þar
síðan. — Hvorugur mannanna
vissi, að heimsstyrjöldinni væri
lokið!
reyna enn á ný, áisamt Vestur-
veldunum ,að leita varanlegrar
lausnar á alþjóðlegum vandamál-
um með samningum. Kvað hann
brezku stjórnina mundu gera allt.
sem í hennar valdi stæði, til að
taka upp þráðinn, þar sem hann
slitnaði þ. e. flýta tilraunum til
að bæta sambúð þjóðanna.
• 350 rússneskir njósnarar
A fundinum í gærkvöldi svar-
aði Cabot Lodge, fulltrúi Banda-
ríkjanna, ásökunum Gromykos í
upphafi fundarins. Neitaði hann
því, að framdar hefðu verið árás-
araðgerðir með „þessari einu flug
vél“, sem hefði valdið öllum
bægslaganginum í París. — Síðan
minnti Lodge á það að um 350
rússneskir njósnarar hefðu verið
handteknir í ýmsum löndum síð
an Stalín lézt 1953 — og kvað
Rússum ekki farast að gera veð-
ur út af njósnum. Einnig drap
hann á Kóreu og Ungverjaland
og sagði, að þau dæmi sýndu Ijóst
nauðsyn frjálsra þjóða að gæta
öryggis síns með öllum ráðum.—
Loks kvað Lodge Bandaríkja-
menn reiðubúna að semja við
Rússa um alþjóðlegt eftirlit úr
lofti sem gera mundi allt njósna-
flug ónauðsynlegt.
• Ályktunartillaga
Um það bil sem fundinum var
frestað, lögðu Ceylon, Argentína,
Ekvador og Túnis fram ályktun-
artillögu til málamiðlunar, þar
sem m. a. er skorað á stjórnir
stórveldanna að halda áfram til-
raunum til samkomulags um af-
vopnun og bann við kjarnavopna-
tilraunum — og að boða til „topp
fundar“ á ný sem allra fyrst.
Framh. á bls. 23.