Morgunblaðið - 25.05.1960, Page 8

Morgunblaðið - 25.05.1960, Page 8
8 MORCUNBT4010 Miðvik'udagur 25. maí 1960 Sfarfsgrundvöll Búnaðar- bankans þarf að treysta | Nauðsynlegt er, að hann sé tær um j að gegna hlutverki sinu i þágu | bændastéttarinnar \ Frá umrœðum á Alþingi um hið nýja * frumvarp hkisstjórnarinnar FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum Bún- aðarbanka Islands, sem lýst var hér í Mbl. í gær, kom ti? fyrstu umræðu á fundi Efri deildar í gær. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og ræddi jafnframt nokkuð um nauðsyn þess að koma starfsemi Bún- aðarbankans á traustari grundvöll en verið hefur. Auk ráð- herrans tók Hermann Jónasson til máls. 1 framsöguræðu sinni komst Ingóifur Jónsson, landbún- aðarráðherra, m. a. svo að orði: Lögunum breytt nokkrum sinnum Búnaðarbanki íslands var stofn aður með lögum nr. 31 14. júní 1929. í fyrstu voru þrír banka- stjórar, sem stjórnuðu bankan- um, einn aðalbankastjóri og tveir meðstjórnendur. Síðan var lögunum breytt og einn banka- stjóri skipaður til að stjórna bankanum, en ásamt honum var einnig skipaður gæzlustjóri, sem starfaði við bankann. 1938 er lög- unum enn breytt, þannig að stjórn bankans var falin einum bankastjóra og þriggja manna bankaráði, tveimur kosnum af landbúnaðarráðherra. Hefir síð- an verið einn bankastjóri við bankann, nema í veikindafor- föllum núverandi bankastjóra störfuðu tveir bankastjórar. Var það viðurkenning á því, að starf- ið væri orðið umfangsmikið, og meira heldur en fyrir einn mann að gegna því að jafnaði. Hafa þessir menn verið áfram í bankanum og hafa nafnbótina bankafulltrúar. Stjórn bankans gerð lýðræðislegri Frumvarp það, sem hér um ræðir, gerir ráð fyrir breytingu á bankaráðinu. Þannig að við Búnaðarbankann verði fimm manna bankaráð kosið af sam- einuðu Alþingi, eins og nú ger- ist við ríkisbankana, Útvegs- bankann og Landsbankann. Háð- herra skipi formann úr hópi þess- ara fimm manna. Kjörtímabilið verði fjögur ár. Með því að kjósa fimm manna bankaráð í sam- einuðu Alþingi, verður komið á lýðræðislegri stjórn í bankanum. Eins og Alþingi er nú skipað, munu allir þingflokkar eiga þar fulltrúa eftir hinni nýju skipan. Er ljóst að það getur orðið bank- anum til styrktar, því eins og starfsemi er nú umfangsmikil og fjárfrek, mun það vissulega styrkja starfsemi bankans að eiga sem víðast ítök og stuðning. i Þörf fyrir tvo bankastjóra Önnur breyting, sem frum- varpið felur í sér er sú að opna möguleika til þess að fjölga bankastjórum, og vil ég lýsa því yfir sem minni skoðun, að ég tel að bankastjórar Búnaðarbank- ans eigi ,að vera tveir. Núver- andi bankastjóri, Hilmar Stef- ánsson, hefir gegnt bankastjóra- starfinu með dugnaði og mikilli kostgæfni. Er hann nú orðinn aldraður maður og getur ekki átt langan starfstíma framundan í bankanum, þar sem hann er kominn að sjötugu. Ég tel heppi- legt að nýr bankastjóri fengi tækifæri til þess að starfa, þó ekki væri nema tiltölulega stutt- an tíma með Hilmari Stefánssyni, og mætti það verða bankanum til góðs. Ég geri einnig ráð fyrir, að þótt bankastjórar væru tveir, þyrfti það ekki að hafa í för með sér mikinn aukakostnað, þar sem aðstoðarmenn mættu þá vera færri. Svipar mest til Útvegsbankans Það má vel vera að menn séu ekki á einu máli um þetta, og sumum sýnist það bezt eins og nú er að hafa þriggja manna bankaráð, þar sem tveir eru kosn ir af landbúnaðarnefndum Al- þingis og einn skipaður af ráð- herra. Það má einnig vera, að þeim, sem lítt þekkja til hins umfangsmikla starfs í Búnaðar- bankanum, finnist það nóg eða heppilegast að hafa aðeins einn bankastjóra. Búnaðarbankinn er umfangsmikil stofnun og engu umíangsminni en t. d. Útvegs- bankinn, en þar þykir nauðsyn- legt að hafa þrjá bankastjóra og fimm manna bankaráð. Búnaðar- bankinn er ríkisbanki eins og Út- vegsbankinn og Landsbankinn. Er því eðlilegt að bankaráð sé kosið af sameinuðu Alþingi og þingflokkarnir hafi hlutdeild í stjórn bankans í réttu hlutfalli við styrkleika sinn. Efla þarf starfsemi bankans Búnaðarbanki íslands þarf á því að halda, að þingflokkarnir vilji og telji eðlilegt að efla starf semi hans. Lánasjóðir Búnaðar- bankans eru á leið með að verða gjaldþrota samkvæmt skýrslu, sem stjórn bankans hefir látið frá sér fara. Stafar þetta af því að bankinn hefir lánað út erlent lánsfé og orðið fyrir skakkafalli vegna gengislækkunar 1958 og einnig nú í vetur. Bankinn hefir lánað út með lægri vöxtum held- ur en hann þarf að greiða af lán- unum. Verkefni hinnar nýju stjórnar Búnaðarbankans er mikilvægt og liggur ekki sízt í því að koma lánasjóðum landbúnaðarins á starfsgrundvöll. Útvega þarf mik ið fjármagn til starfseminnar til þess að bankinn geti innt af hendi það hlutverk fyrir land- búnaðinn, sem honum er ætlað. Með því að allir flokkar eigi fulltrúa í bankaráði, eru mögu- leikarnir til aukinnar fyrir- greiðslu fyrir fjármál bankans meiri en áður. — Frumvarp þetta er flutt til þess að skapa undir- stöðu fyrir eflingu bankans, og er það von mín að Búnaðarbanki íslands megi halda áfram að auka starfsemi sína og geti eftir- leiðis verið landbúnaðinum sú stoð, sem honum hefir verið ætlað frá því hann var stofnað- ur. Engin þörf á breytingu Þegar landbúnaðarráðherra hafði lokið ræðu sinni, kvaddi Hermann Jónasson sér hljóðs. Hann kvað með þessu frumvarpi tekna upp til fullnustu þá reglu, sem að vísu mætti segja að stefnt hefði verið að um skeið, að skipta um bankastjórnir og jafnvel líka bankastjóra eftir hverjar Alþingiskosningar og máske með hverri nýrri ríkis- stjórn. Það væri umdeilt, hvort ástæða hefði verið til að breyta lögunum um Búnaðarbankann, og skoðun Framsóknarmanna væri sú, að til þess væri engin knýjandi þörf. Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar hefðu fengið meirihluta í bankaráðinu eftir 14 ár hvort sem var, og breyting því ekki nauðsynleg til slíks. Ugglaust yrði nú bent á þær breytingar á bankamálun- um, sem vinstri stjórnin gerði. Það væri rétt, að hann hefði í tíð þeirrar stjórnar beitt sér fyr- ir breytingum í Útvegsbankan- um og Landsbankanum, hinum tveim almennu meginbönkum þjóðarinnar. Það hefði verið gert vegna þass, að einn stjórn- málaflokkur, sem ekki hefði notið stuðnings meiriihluta þjóð- arinnar, hefði haft algjört vald yfir þeim bönkum, 2 bankastjóra af þrem. Ákvæðin um kosningu stjórna fyrir þessa banka hefðu líka verið orðin algjörlega úrelt. Því hefði verið talið að þetta væri mjög eðlileg breyting. Búnaðar- bankinn væri hins vegar miklu meiri hliðstæða Iðnaðarbankans og Verzlunarbankans, enda þótt hann væri ríkisbanki, og væri eðlilegt að hlutaðeigandi stéttir fengju að stjórna þeim. Tengsl Búnaðarbankans við landbúnað- inn, sem byggzt hefðu á því að láta landbúnaðarnefndir beggja deilda Alþingis kjósa bankaráð- ið, yrðu nú þurrkuð út með því að flytja kosninguna inn í Sam- einað þing. Einn bankastjóri nóg Þá vék H. J. að því, hvort þörf væri fyrir fleiri bankastjóra, og sagði í því sambandi, að það væri að vísu rétt, að 2 menn hefðu gengt störfum í veikinda- forföllum núverandi bankastjóra. En þeir hefðu aðeins starfað sem fulltrúar hans og því ráðfært sig við hann um flest meirihátt- ar mál. Það væri því naumast hægt að segja, að bankastjórarnir hefðu verið fleiri en einn á þess- um tíma. Ingólfur Jónsson sagðist ekki sjá ástæðu til að bæta miklu við vegna ræðu H. J. Astæðan til þess að hann teldi engra breyt- inga þörf væri einungis sú, að Framsóknarflokkurinn hefði nú meiri hluta í bankaráðinu. Ekki kvaðst I. J. vilja taka undir þau ummæli H. J., að Útvegsbankinn væri nokkuð frekar höfuðbanki í landinu en Búnaðarbankinn — að sá fyrrnefndi gegndi mikil- vægara hlutverki en hinn. Það væri vitað mál, að lögum Búnað- •arbankans hefði ekki verið breytt um leið og hinna í tíð vinstri stjórnarinnar, vegna þess, að Framsóknarmenn hefðu haft nægileg völd til að hindra það. H. J. talaði um það, að stjórnar- stuðningsmenn mundu hvort sem er fá meiri hluta í bankaráðinu eftir !4 ár og því væri breyting- in óþörf. Það væri eðlilegt, að hann hugsaði svo. En Sjálfstæð- ismenn gerðu það ekki. Með breytingunni vekti fyrir þeim að koma þeim stoðum undir starf- semi Búnaðarbankans að vegur hans gasti farið vaxandi bænda- stéttinni til hagsbóta. Til þess að tekizt gæti að bæta úr vandræð- um bankans, væri nauðsynleg, að gera breytingar í þá átt, að hægt væri að líta á Búnaðarbankann með sama hætti og aðrar slíkar stofnanir sem stjórnað væri af lýðræðislega kosnum aðilum. Tengslin við landbúnaðinn munu haldast I. J. sagði að það væri hreinn misskilningur, að verið væri á nokkurn hátt að slíta tengslin við landbúnaðinn með því að láta Sameinað þing kjósa bankaráðið. Það þýddi ekkert að halda því fram, að þeir einir, sem í land- búnaðarnefndum þingsins hefðu s#tið, hefðu ráðið því, hverjir kosnir hefðu verið í bankaráðið. Það hefðu þingflokkarnir í heild vitanlega gert. Þá taldi Ingólfur furðulegt, að Hermann skyldi tala um það, að mestu hliðstæður Búnaðarbank- ans væru Iðnaðarbankinn og hinn væntanlegi Verzlunarbanki. Eng- inn vafi væri á því, að Útvegs- bankinn væri svipaður Búnaðar- bankanum um alla starfsemi. í honum væru ýmsir sjóðir útvegs- ins og auk þess sparisjóðsdeild. Þó að bankinn hefði þannig starf- að fyrir útveginn, hefði H. J. samt ekki fundizt eðlilegt að láta sjávarútvegsnefndir þingsins kjósa bankaráð hans í stað Sam- einaðs þings. Einnig benti I. J. á það, að hvorki Iðnaðarbankinn né Verzlunarbankinn nytu ríkisá- byrgðar eða annarrar þeirrar fyr irgreiðslu, sem Búnaðarbankinn hefði orðið aðnjótandi og þyrfti nú á að halda. Þessir bankar væru því ekki sambærilegir. Ef hinir umræddu bankar fengju þessa sömu fyiirgreiðslu myndi vitan- lega koma fram sú krafa, að Al- þingi kysi bankaráðin. Meirihlutinn notaður til vafa- samra aðgerða I. J. vék þá að því, að það hefði komið átakanlega fram í banka ráði Búnaðarbankans, að banka- stjóri og minnihluti ráðsins hefðu Ingólfur Hermann verið bornir ofurliði af Framsókn armönnum og þeir lagt út í hluti, sem a.m.k. mætti telja vafasama. Slíkt væri ekki til þess að styrkja aðstöðu bankans og væri því heppilegra, að bankaráðið væri kosið á sama hátt og ráð hinna ríkisbankanna. Að lokum sagði I. J., að hann teldi mjög mikilvægt fyrir Bún- aðarbankann að styrkja aðstöðu sína á breiðum grundvelli. Ef fram kæmu einhverjar breyting- artillögur, sem sýnilega væru til bóta, þá yrðu þær eðlilega studd- ir. Sjóðum bankans verði komið á rekstrarhæfan grundvöll I. J. kvaðst að sjálfsögðu vilja ið Búnaðarbankinn héldi tengsl- im við- bændur. Það yrði bezt >ert með þvi að koma sjóðum ians á rekstrarhæfan grundvöll, svo að honum yrði kleift að lána meira en unnt hefði verið á und- anförnum árum til hinna ýmsu framkvæmda í sveitum landsins. Þegar sagt væri, að ekki þyrfti að gera neinar breytingar í sam- bandi við Búnaðarbankann, sagð- ist I. J. þvert á móti vilja láta í Ijósi þá skoðun, að það væri nauðsynlegt, svo að hann gæti á traustum grundvelli gegnt því hlutverki fyrir íslenzka bænda- stétt, sem honum hefði frá því fyrsta verið ætlað. Rödd bænda i bankaráðinu Hermann Jónasson tók þvínæst til máls og sagði m. a., að það væru hin þólitísku yfirráð yfir bankanum, sem barizt væri um. Þá ræddi H. J. nokkuð um starfsemi bankaráðsins og þá ákvörðun þess að stofna útibú á Austurlandi, sem hann taldi hafa verið eðlilega ráðstöfun. Loks ræddi H. J. einnig um það, að betur þyrfti að tryggja aðild bænda að bankaráðinu. Ingólfur Jónsson kvaðst vera alveg viss um að bændur mundu geta látið rödd sína heyrast í bankaráðinu ekki síður eftir en áður. Með breytingunni mundi aðstaða bankans í heild styrkj- ast. Og að því stefndu Sjálfstæð- ismenn, enn ekki að fá 2 menn af 3 í bankaráð, sem þeir hefðu getað. Þá upplýsti I. J., að Jón Pálmason hefði í bankaráði lagzt gegn ákvörðuninni um hið nýja útibúi, sem bankastjórinn, Hilm- ar Stefánss., hefði einnig verið á móti. Sjálfur kvaðst I. J. hafa talið eðlilegt að það bankaráð, sem við taeki eftir breytinguna, leiddi þetta mál til lykta. Sú fyrirgreiðsla, sem bankinn veitir, skiptir mestu Að lokum sagði I. J. að bændur spyrðu ekki fyrst og fremst að því, hvernig bankaráðið væri kjörið eða hvað ráðsmenn hétu — heldur hvort þeir gætu fengið lán í bankanum og með hvaða kjörum. Og sú breyting, sem í frumvarpinu fælist, stefndi að því, að bankinn gæti orðið við þessum óskum þeirra í sem rík- ustu mæli og þannig verið í þess konar tengslum við bændastétt- ina, sem hún sjálf helzt kysi. Að síðustu sagði Hermann Jón- asson enn nokkur orð og taldi að Framsóknarmenn hefðu ekki mis beitt meirihluta sínum í banka- ráðinu. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var frumvarpinu að svo búnu vísað til 2. umræðu með 11 at- kvæðum gegn 4 — og síðan fjár- hagsnefndar með samhljóða at- kvæðum. Ægir til rannsókna á ísl. hafsvæðinu HINN árlegi vorleiðangur „Æg- is“ til rannsókna á íslenzka haf- svæðinu hefst í dag. Farið verð- ur fyrst vestur fyrir land og síð- an verður kannað svæðið út af Vestur- og Norðurlandi með sér- stöku tilliti til síldargangna á svæðinu. Leiðangrinum lýkur á Seyðis- firði hinn 28. júní, en þá hefst þar sameiginlegur fundur ís- lenzkra, norskra og rússneskra fiskifræðinga. Fundurinn verður nokkrum dögum síðar en undan- farin ár, þar eð norska rann- sóknarskipið getur ekki mætt fyrr vegna rannsókna á Fær- eyja-íslands hryggnum, sem það jafnframt tekur þátt í. Af hálfu Dana mun enginn mæta á þess- um fundi, og óvíst hvort fær- eyskur fiskifræðingur, sem stund ar rannsóknir við Færeyjar, get- ur mætt að þessu sinni. Frá Fiskideild taka 5 manns þátt í leiðangrinum: Ingvar Hall grímsson, fiskifræðingur, sem jafnframt er leiðangursstjóri, Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, og þrír aðstoðarmenn frá Fiski- deild, Sverrir Guðmundsson, Knútur Ólafsson, og Árni Þor- móðsson. Skipstjóri á Ægi er Jón Jónsson. Útsvör rædd í N. d. NEÐRI deild ræddi í gær fnum- varp ríkisstjórnarinnar um bráða birgðabreyting á útsvarslögunum, en félagsmálanefnd deildarinnar hafði þá lokið athugun sinni á frumvarpinu. Guðlaugur Gíslason gerði í ýtar legri ræðu grein fyrir áliti meiri- hluta nefndarinnar, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt með nokkrum breytingum, þ.á.m. um það, að sláturhús og mjólkur bú skuli vera undanþegin veltu- útsvari. Ennfremur ræddu þeir Hannibal Valdimarsson og Jón Skaftason um frumvarpið og skýrðu breytingartillögur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.