Morgunblaðið - 25.05.1960, Side 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25. maí 1960
Shipbrotó
menn
18
EFTIR W. W. JACOBS
— Þér hafið ekkert leyfi til að
tala svona við drenginn, sagði
miðaldra kona, sem var ein í bið
stofunni, auk Alberts. — Þessi
drengur er hreinasta prúðmenni.
Hann er þegar búinn að hleypa
tveim mönnum fram fyrir sig, og
er ég þó viss um, að honum líð-
ur ekkert vel sjálfum.
— Gott og vel, sagði Biggs,
þegar hann loksins náði andan-
um, eftir þetta áfall. — Gott og
vel, ég skal segja hr. Castairs
frá þessu.
— Hann myndi ekki segja neitt
við þessu, svaraði Albert, —
þetta myndi hann sjálfur gera,
ef svo stæði á. Hann ....
— Þú ert næstur, sagði stúlk-
an og opnaði dyrnar og benti á
Aibert.
Albert stóð upp, gaut vonsvikn
um augum á klukkuna og gekk
inn.
— Við náum það rétt, sagði
Biggs, er hann kom út. — Hann
verður nú ekki meira en minútu
hér eftir.
Hann setti vélina í gang og sett
ist í sæti sitt. Tíu minútum
seinna slökkti hann á henni aft-
ur, og sat svo, bálvondur undir
augnaráði lagskonu sinnar.
— Þetta er allt þér að kenna,
sagði hún bálvond. — Ef þú hefð
ir ekki þurft að vera að stríða
strákgreyinu, hefði þetta aldrei
skeð.
— Ég sá ekki betur en þú hefð
ir bara gaman af því, sagði
Biggs. — Að minnsta kosti brost-
ir þú.
— Það verður vonandi bæði
ár og dagur þangað til þú sérð
mig brosa næst, , sagði ungfrú
Mudge stórmóðguð. — En kenndu
mér bara um allt saman. Var
það fleira, sem þú vildir sagt
haía?
Hún fleygði súkkulaðiöskjunni
á gólfið í bilnum, opnaði dyrn-
ar og steig út. Síðan æddi hún
fram og aftur á götunni stundar-
korn. Klukkan tuttugu mínútur
fyrir fimm, opnuðust dyrnar og
Albert, sem nú hafði lagazt ofur-
lítið í framan, dokaði andartak
við dyrnar að tala við stúlkuna.
Hann.stökk niður þrepin, rétt um
leið og Biggs setti vélina í gang.
— Hvar hefurðu verið? spurði
bilstjórinn og glápti á hann. —
Þú ætlar ekki að segja mér, að
það hafi tekið allan þennan tíma
að draga út eina tönn.
— Nei, það væri heldur ekki
satt, sagði Albert. — Hann fann
aðra með holu í, svo að ég sagði,
að það væri réttast, að hann fyllti
hana þá um leið. Hann var með
verkfæri eins og saumamaskínu,
og....
Drengurinn hrökk við, er hann
sá svipinn á Biggs.
— Er meiningin að komast af
stað, eða eigum við að verða
hérna í allan dag? sagði ungfrú-
in. — Komdu þér upp í, Albert.
— Þetta er þitt sæti, sagði Al-
bert.
— Ég ætla að vera aftur í,
sagði stúlkan.
— Ég sit þá hjá þér, sagði Al-
bert.
— O-nei, það verður ekkert af
því, sagði stúlkan, um leið og hún
settist og lokaði dyrunum. —
Flýttu þér nú upp í. Það er súkku
laðiaskja þarna á gólfinu, sem þú
mátt eiga.
— O-uei, ég held nú bara ekki,
sagði Biggs, um leið og bíllinn
fór af stað.
— Ég á súkkulaðið, sagði ung-
frú Mudge — og má gefa það
hverjum, sem ég vil. Taktu það,
Albert.
Drengurinn leit á Biggs, en
hlýddi.
— Éttu það nú!
Albert hristi höfuðið, en er skip
unin var endurtekin, dró hann
stóran mola upp úr öskjunni og
beit af honum endann, varlega.
Síðan gaf hann frá sér ýmisleg
hljóð, sem báru vott um ánægju
hans, og eftir svo sem tvær mín-
útur var allt hik af honum og
hann naut þess sem í öskjunni
var, með óblandinni ánægju.
— Ég þakka fyrir þessa
ánægjulegu ferð, sagði stúlkan
og hnykkti til höfðinu, er þau
staðnæmdust heima hjjá henni.
— Og sérstaklega fyrir að koma
mér í bölvun.
— Það var ekki mér að kenna,
sagði Biggs ræfilslega.
— Jæja, þú lézt samt krakka
plata þig, sagði ungfrúin og leit
á Albert. — Ég myndí skammast
mín fyrir það. Guði sé lof að þú
ferð ekki í ferðalagið með okkur.
— Það skaltu ekki vera of viss
um, sagði Biggs. — Ég get víst
farið, ef ég kæri mig um. Hitt
gæti hugsazt að frú Penrose
kærði sig ekkert um að taka þig
með sér — eins og nú er komið.
Ungfrú Mudge skellti aftur
hliðinu.
12.
Biggs hafði þegar næsta dag
gengið frá þátttöku sinni í leið-
angrinum. Að hans eigin sögn gat
hann verið til aðstoðar í vélar-
rúminu, en hins vegar hafði
hann, sem góður Englendingur,
ýmislegt við það að athuga að
drolla heima á fullu kaupi og
gera ekki neitt. Leyfið fékkst og
það svo greiðlega, að Biggs harm
aði það, er hann talaði við Bob
Watson, að hann skyldi ekki hafa
beðið um að að fá að fara heldur
sem farþegi.
— Með frekjunni fá menn
flestu framgengt, samþykkti
Watson. — Hvað kannt þú á skips
vélar?
— Meira en þú kannt á bíl-
vélar, svaraði Biggs. — Þegar
maður hefur skilning á vélum —
sem þú hefur ekki — kemur
manni ekkert á óvart í þeirri
grein. Ég hef enn ekki rekizt á
þá vél, sem ég hef ekki getað
botnað í.
— Það sýnir forsjálni þína að
líta þá ekki á of margar vélar.
Engin ástæða til að elta erfiðleik
ana uppi. Ég vona, að þú hafir
gaman af ferðinni, að minnsta
kosti skal sg láta mér líða vel
meðan á henni stendur. Það er
annars merkilegt, að húsbóndinn
skuli ekki taka stúlkurnar og
garðyrkjumanninn með sér líka.
Þau gætu hjálpað þér í vélar-
rúminu.
Svo fór, að starfsfólk hússins
að einum undanteknum, kærði
sig ekki um að fara og freista
gæfunnar á stormasömu djúp-
inu... Fæðispeningar og náðugir
dagar var hámarkið af metnaði
þess. Þessi eina undantekning var
Albert, og allt þar til fyrirætlun
hans var gerð heýrinkunn, þótti
flestum aðfarir hans skringileg-
ar.
— Ég vildi heldur hafa skikk-
anlegan draug í húsinu, sagði
Pope. — Svei mér ef strákskepn-
an ásækir mig_ekki. Hvað getur
gengið að honum?
Carstairs hristi höfuðið. — Ég
hef nú heldur ekki farið varhluta
af honum, upp á síðkastið, sagði
hann. — Ég var næstum dottinn
um hann einum tvisvar sinnum.
— Hvert sem ég sný höfðinu,
er strákskrattinn þar kominn,
sagði Pope. — Og það er eitthvað
fölvabros á honum, sem mér lík-
ar ekki- almennilega. Heldurðu
að hann sé eitthvað ekki almenni
legur?
— O-sei-sei, sagði Carstairs. —
Það er ekkert að honum í koll-
inum. Vertu ekki að gera þér
slíkar ímyndanir — það er ekki
hollt. Ert þú almennilegur í höfð
inu sjálfur?
— Ég? Ég var að tala um strák
inn. Hann er svo skrítinn. Það
er ekki lengra síðan en í gær,
að hann læddist aftan að mér og
tók eitthvért fis af jakkanum mín
um. Mér snar-brá!
— Einkennilegt er þetta, svar
aði Carstairs. — Einmitt í morg-
un tíndi hann tvö fis af mér. í
tvennu lagi.
— Við skulum ná í hann og
spyrja hann, sagði Pope, og gekk
að bjöllunni. — En farðu samt
varlega að honum.
— Settu tvö fis á jakkann þinn
sem beitu og við skulum sjá, hvað
hann gerir. Þá gætum við
kennske komizt að efninu.
Albert, sem hafði ekki betri
samvizku en gerist hjá ungþjón-
um, tók boðinu með nokkrum
kvíða. Ekki bætti það úr skák,
hversu lengi hr. Pope var að
laga á sér gleraugun, en á meðan
reyndi Albert að rifja upp fyrir
sér nýjustu syndirnar, sem hann
hafði á samvizkunni.
— Ertu orðinn jafngóður eftir
ferðina til tannlæknisins? spurði
Carstairs.
— Ég? hváði drengurinn. —
Já, ég er alveg orðinn góður.
— Þú lítur eitthvað ekki vel
út, sagði Carstairs, hugsandi.
— Það gengur ekkert að mér,
svaraði drengurinn, og vissi ekk-
ert, hvaðan á hann stóð veðrið.
— Þakka yður fyrir.
— Hvað viltu þá með það,
sagði Pope, um leið og hann tók
af sér gleraugun og hristi þau
ógnandi framan í Albert, — að
elta mig og hr. Carstairs um allt.
— Ekkert. Ég vissi ekki einu
sinni, að þér hefðuð tekið eftir
því.
— Svo þú játar það þá, sagði
Pope og leit um leið á Carstairs,
rjóður í framan.
— Mig .... mig .... langaði
að spyrja yður um nokkuð, sagði
drengurinn og leit á húsbónda
sinn.
— Nú, hvað þá?
— Mig langaði til að spyrja,
hvort ég mætti fara.
— Fara? Nú auðvitað máttu
fara, þegar þú vilt. Hvers vegna
spurðirðu ekki um það fyrr?
Svolítið dró úr þenslunni í
andlitsdráttum Alberts og breitt
bros færðist yfir andlitið. — Ég
hélt, að það yrði kannske ekki
pláss fyrir mig?
Carstairs sneri sér vandræða-
lega að Pope og vissi hvorki upp
né niður. — Pláss? át hann eft-
ir, dræmt. — Pláss?
— Á skipinu, svaraði drengur-
inn og starði nú líka.
Carstairs gaf eitthvert undr-
unarhljóð frá sér og Pope hrökk
lika við. Carstairs varð fljótari
— Veiztn hvað ég fékk, þegar frændi kom heim frá Afriku?
Ég skal segja þér, ég fékk spjót, alvöruspjót . . .
Byrjaðu nú ekki aftur að ríf-
•st, Lísa. Bangsi er gamall og
blindur, og gé ve.ð að hugsa
vel um hann.
Við höfum ekki ráð á því að
gefa honum lifur ,þegar við fá-
um sjálf svo til aldrei kjöt. Ef þú
fengir þér vinnu í verksmiðjunni,
eins og ég hefi beðið þig að gera,
þá . ...
Ég yrði brjálaður í þannig
vinnu, Lísa. Starí mitt er að
temja hunda. Þetta lagast ein-
hvern tíma, sjáðu bara til!
Við getum ekki haldið svona
áfram, Bjami. Að vita aldrei
hvort við eigum ofan í okkur!
ari til að átta sig. — Vitanlega,
sagði hann. — Mjög hugulsam-
legt af þér, en ég efast ekki um,
að þar sé nóg pláss.
Albert glápti á húsbónda sinn,
efablandinn en jafnaði sig síðan
og gekk út eins og ekkert væri
um að vera.
— Jæja, sagði Carstairs, þá
þýðir víst ekki að hugsa um að
hætta við allt saman héðan af.
Ég gæti ekki hugsað mér að
bregðast trausti Alberts.
— Hann yrði ennþá vonsvikn-
ari en frú Penrose, ef ekkert yrði
úr rieinu, samþykkti Pope. Við
ættum að fara til London á morg-
un og tala við þennan skipamiðl-
ara, sem Talwyn var að segja
okkur af. Tollhurst hefur lofað
að koma með okkur. Hann —
hann ætlar að hjálpa mér að
kaupa byssur og svoleiðis.
— Byssur?
Miðvikudagur 25. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfiml — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar
— 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50—14.15 „Við vinnuna“: Tónleikar
af plötum. (13.30 „Um fiskinn“).
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir).
16.30 Veðurfregnir.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tillyínningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Lönd fortíðar og framtíðar; III
erindi: Barn sólarinnar (Rann-
veig Tómasdóttir).
21.00 Gísli Magnússon og Stefán Edel-
stein leika fjórhent á píanó són-
ötu 1 C-dúr eftir Mozart.
21.20 Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson
frá Haukagili).
21.35 Ferðavísur og fjallalög, sungin af
íslenzkum söngvurum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð-
mundsson hæstaréttarritari).
22.30 ,,Um sumarkvöld": Park-drengja
kórinn, Guðrún A. Símonar, Los
Paraguayos, Johnnie Ray, Edith
Piaf, Evert Taube, Sarah Vaug-
han og Comedian Harmonists
skemmta.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 26. maí
(Uppstigningardagur)
8.30 Fjörleg músík í morgunsárið.
9.00 Fréttir.
9.10 Morguntónleikar (10.10 Veðurfr.).
a) Preludía og fúga í c-moll eftir
Bach (Dr. Páll Isólfsson leikur
á orgel).
b) Konsert fyrir óbó og hljóm-
sveit eftir Mercello-(Roger Rev
ersy og Suisse Romande hljóm-
sveitin leika; Ernest Ansermet
stjórnar).
c) Strengjakvartett í G-dúr op.
76 nr. 1 eftir Haydn Oarchet-
kvartettinn leikur).
d) Konsert í Es-dúr fyrir píanó
og hljómsveit eftir Liszt (Györ-
gy Cziffra og hljómsveit Tón-
listarháskólans í París leika;
Pierre Dervaux stj.).
e) ,,The daum“ eftir Lully (Claud
ine Collart, Marie-Thérese
Cahn, Gerard Friedmann, Ge-
orges Abdoun, kór og hljóm-
sveit Kammertónlistarfélagsins
1 París flytja; Pierre Capde-
vielle stjórnar).
11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur:
Séra Jón Auðuns dómprófastur.
Organleikari: Sigurður Isólfsson).
12.15 Hádegisútvarp.
12.50 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur
(Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegistónleikar: Söngfólk kon
unglegu óperunnar í Stokkhólmi
syngur (Sveinn Einarsson kynn-
ir). —
16.00 Kaffitíminn: Eyþór Þorlákssoh
leikur á gítar. 1
16.30 Veðurfregnir. — Syrpa af hljóm-
sveitarlögum og óperettulögum
frá ýmsum löndum. —
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.20 Einar Benediktsson og minjasafn
hans; — erindi (Þóroddur Guð-
mundsson rithöfundur).
20.45 Einsöngur: María Markan syngur
innlend og erlend lög.
21.10 Upplestur: Valdimar V. Snævarr
les frumorta sálma.
21.20 Orgelleikur: Arni Arinbjarnarson
leikur sónötu í d-moll op. 65
eftir Mendelssohn.
21.35 Frá Gotlandi; — erindi (Séra
Magnús Guðmundsson á Setbergi)
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Móðirin" eft
ir H. C. Andersen, í þýðingu
Steingríms Thorsteinsonar (Guð-
björg Þorbjarnardóttir leikkona),
22.25 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv,
Islands í Þjóðleikhúsinu 29. f.m,
stjórnandi: Dr. Václav Smetácek.
a) Gamanforleikur eftir Jindich
Feld.
b) Intrada og kanzóna eftir Hall-
grím Helgason.
c) Dansar frá Mæri eftir Leos
Janácek.
23.10 Dagskráriok.