Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 24
Landlœknir Dana Sjá samtal á bls. 13. 143. tbl. — Þriðjudagfur 28. júní 1960 Járniðnaðurinn Sjá bls. 6. Márus Júlíusson. Alfreð Þórðarson. Brœðslusíldaraflinn kominn yfir 100,000 mál Ekki færri en 225 skip á sildarvertiðinni í GÆRKVÖLDI birti Fiskifélag Islands fyrstu veiðiskýrslu sína á þessari síldarvertíð. Segir þar að bræðslusíldaraflinn sé nú þeg- ar orðinn 112,301 mál, en fryst síld og ísvarin síld sem flutt hef- ur verið á markað erlendis alls Tveir menn drukknuðu er bát hvolfdi á Hagavatni á Snœfellsnesi LAUST eftir miðnætti aðfara nótt sunnudags varð það slys á Hagavatni í Staðarsveit, að litlum bát hvolfdi og drukkn- uðu tveir menn, Alfreð Þórð- arson, eigandi verksmiðjunn- ar Fáfnis, og Márus Júlíusson, sem hafði trésmíðavinnustofu á Laugavegi 17. Þriðji maður- inn, sem í bátnum var, Héð- inn Elintínusson, vélsmiður, bjargaðist. Sýndi hann hið mesta þrek við að reyna að bjarga öðrum félaga sínum. Mbl. átti í gær tal við Héðin. Sagði hann að þeir félagamir þrír hefðu farið vestur á laugar- dag, ásamt 13 ára gömlum syni Alfreðs og bandarískum tengda- syni hans. Vom þeir að athuga aðstæður á Haga, en þeir voru í hugieiðingum um að kaupa jörð- ina, sem er í eyði frá í vor, og stunda þarna silungarækt. Höfðu þeir verið að reyna að veiða á stöng síðdegis á laugardag, en um kvöldið fóru þeir Alfreð og Márus út á Hagavatnið á litlum bát, og ætluðu að freista þess að leggja net. Skömmu seinna kom Héðinn þeim til hjálpar. 1 bússum og úlpum Allhvasst var af suðvestri og er þeir félagar voru að snúa bátn- um um 40—50 m frá landi, kom alda og hvolfdi honum. Þeir fé- lagar voru allir mikið klæddir, í úlpum og bússum og Alfreð ekki syndur. Sagði Héðinn, sem er ungur maður og vel syndur, fé- lögum sínum að halda sér í bát- inn, sem þá var á réttum kili, meðan hann synti í land og reyndi að létta af sér fötunum. En hann var ekki kominn nema nokkra metra er báturinn sökk. Reiknar hann með að þeir félag- arnir hafi reynt að komast upp í hann, en sá ekki þegar þetta gerðist. Sá Héðinn að Aifreð var að síga í vatnið og henti til hans ár. Sumarferð Varðar um landnám Skallagríms HIN árlega sumarferð Lands- málafélagsins Varðar verður farin næstkomandi sunnudag, 3. júlí. Að þessu sinni verður farið í Borgarfjörð og vestur á Mýrar. Svo sem kunnugt er, hafa skemmtiferðir Varðar notið mik- illa vinsælda á undanförnum ár- um. Hafa þessar ferðir verið mjög eftirsóttar og verið fjöl- mennustu ferðalög sumarsins. — Varðarförin er orðin hjá fjölda fólks fastur liður á hverju sumri. Fólk á hinar ánægjulegustu end- urminningar frá fyrri ferðum fé- lagsins, svo sem ferðum um sögu- staði Njálu, vestursveitir Ámes- sýslu og í Fljótshlíðina, en þang- að var farið síðastliðið sumar. — Það munu því margir hugsa gott til þessarar ferðar, sem nú verð- ur farin um landánm Skalla- grims. Lagt verður af stað frá Reykja- vík kl. 8 á sunnudag og ekið sem leið liggur um Mosfellsheiði á Þingvöll og staðnæmzt hjá Hvannagjá. Síðan verður farið um Uxahryggi og Lundarreykja- dal, vestur yfir Mýrar að Hítar- dal. Þar verður staðnæmzt, snæddur miðdegisverður og stað- urinn skoðaður. Þaðan verður ekið til baka að sögustaðnum Borg og hann skoðaður. Þá verð- ur haldið til Reykjavíkur fyrir Hafnarfjall um Hvalfjörð. í förinni verður kunnur leið- sögumaður. Þá verður ferðalagið kvikmyndað. Farmiðar eru seldir í Sjálf- stæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 225.00, en innifaiið í verðinu er bæði hádegis- og kvöldverður. Tókst honum nú að komast úr úlpunni, vatnsbuxunum og stíg- vélunum. 1 því öllu hafði maður nóg með sjálfan sig, sagði Héð- inn. En er hann leit aftur á Al- freð var hann horfinn. Márus var þá á sundi. Fann Alfreð — Márus horfinn Vatnið var mjög gruggugt og sást ekkert, en Héðinn reyndi að leita að Alfreð þar sem hann hafði síðast séð hann og rak loks í hann fótinn. Synti hann að landi með Alfreð. En er hann var kominn í land og leit við, var Márus horfinn. Byrjaði hann þá að reyna lífgunartilraunir á Al- freð, en tilgangslaust var að leita að Márusi í gruggugu vatninu, þar eð ekki var vitað hvar hann sökk. Er þeir sonur Alfreðs og tengdasonur, sem voru í landi, sáu bátnum hvolfa, óku þeir á jeppabíl að Tungu. Kom bóndinn í Tungu ásamt fleirum á vett- vang og skömmu seinna prestur- inn á Staðarstað, sira Þorgrímur Sigurðsson, og loks læknirinn í Stykkishólmi. Reyndust allar lífg unartilraunir, sem gerðar voru á Alfreð, árangurslausar. Lík Márusar fannst Gerð var leit að Márusi í vatn- inu, og fannst lík hans á floti eftir alllanga stund. Fóru þeir Héðinn, drengurinn og Banda- ríkjamaðurinn heim að Staðar- stað og voru komnir þangað um kl. 5.30 um morguninn, og síðan til Reykjavíkur. Líkin voru sótt á sunnudag. Alfreð Þórðarson lætur eftir sig konu og 7 börn, það yngsta 8 ára. Hann bjó á Grjótagötu 14 í Reykjavík. Márus Júlíusson, trésmíða- meistari, lætur eftir sig konu og 4 börn, það yngsta 8 ára. Hann bjó á Laugavegi 17 í Reykjavík, en var ættaður úr Staðarsveit. 1783 tunnur. Á aflaskýrslunni er að finna 108 skip, sem eru nú með yfir 500 mála afla. í skýrslu Fiskifélagsins segir* svo: „Margir bátar voru komnir á síldarmiðin norðanlands um og fyrir miðjan júní, en fyrsta síld- in veiddist aðfaranótt 17. júní. Fyrri hluta sl. viku var lítil veiði, en afli glæddist um miðja vik- una og var nokkur veiði til viku- loka. Aðalveiðisvæðið var við Kolbeinsey. Þorri þeirra skipa, sem fara til síldveiða að þessu sinni eru nú komin norður og er búist við, að tala veiðiskipanna verði svip- uð og í fyna, en þá fóru 225 skip til veiða. Afla^agnið sl. laugardagskvöld kl. 12 á miðnætti var sem hér segir: Töluraar í sviga eru frá fyrra ári á sama tíma): í bræðslu 112.301 mál (27.479). f frystingu 949 uppm. tunnur. Útflutt ísað 834 uppm. tunnur. Samtals 114084 mál og tunnur. 148 skip voru búin að fá ein- hvern afla í vikulokin, þar af 108 skip aflað 500 mál og tunn- ur eða meira“. Á bls. 3 er birt skýrsla um afla einstakra skipa, þeirra sem fengið hafa yfir 500 mál og tunn- ur. — Red Boys í kvöld f KVÖLD keppa Red Boys þriðja leik sinn hér í Reykjavík og fer leikurinn fram á Melavellinum og hefst kl. 20.30. — Red Boys mæta að þessu sinni liði, sem skipað er leikmönnum frá Þrótti, Val og Fram Nýr Víðirll. kominn til landsins SANDGERÐI, 26. júní. — Til Sandgerðis kom í gærkvöldi, um kl. 8,30, eitt glæsilegasta fley, er hér hefur sézt. Þetta er vélskipið Víðir II. Eigandi er hinn vel- Fjölmenni í Heiðmörk þrátt fyrir kalsaveður ÞRÁTT fyrir kalsa, sunnanveður og regnþung ský, var fjölmenni saman komið í Heið- mörk á sunnudaginn, er Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur minnt ist þar 10 ára starfs í mörkinni. Á nokkrum stöðum í mörkinni blöktu fánar við hún, en á þeim stað, sem fyrsta barrtréð var gróðursett fyrir 10 árum, Vígslu- flöt, var útisamkonan haldin. Ræðumenn töluðu úr ræðustól, sem skreyttur var birkivafning- um. Karlakórinn Fóstbræður söng undir stjórn síns gamla stjórnanda, Jóns Halldórssonar, og Lúðrasveit Reykjavíkur lék. Hákon Guðmundsson, ritari Skógræktarfélags fslands, stjóm aði útisamkomunni. Fyrstur ræðumanna var Gunnar Thorodd sen, fjármálaráðherra, þá frú Auður Auðuns borgarstjóri, síð- an Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri, próf. Sigurður Nordal og að lokum Guðmundur Marteins- son. Fjölluðu ræðurnar um Heið- mörk, skógræktina, þátt hinna dugandi sjálfboðaliða þar, vax- andi aðsókn bæjarbúa í þetta fallega og friðsæla land. Brugð- ið upp skýrum myndum af þeim stakkaskiptum, sem orðið hafa á öllu gróðurfari í mörkinni sðan hún var friðuð. Um Heiðmörk sjálfa talaði Sigurður Nordal, en fáir munu hafa komið eins víða þar um mörkina og hann. Að lokum var brugðið upp mynd af því 10 ára starfi, sem að baki liggur í Heiðmörk. Þótt skúrir gerði meðan á athöfn inni stóð, braust sólin fram úr skýjaþykkninu áður en hátíð- inni lauk. Var fallegt að horfa yfir Heiðmörk er nú skautar sínu fegursta sumarskrúði. Gizkað var á að útihátíðar- gestir myndu vera um 1000 tals- ins. Nokkrum gestum bauð Skóg- ræktarfélagið síðan til kaffi- drykkju í Sjálfstæðishúsinu og þar flutti aðalræðuna Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari. þekkti útgerðarmaður, Gfiðmund ur Jónsson, Rafnkelsstöðum, Garði, og skipstjóri Eggert Gísla- son, Garði, sem verið hefur afla- kóngur á síldveiðum og þorsk- veiðum og er landskunnur. Við þetta skip eru bundnar miklar vonir, ekki aðeins eiganda og áhafnar, heldur og einnig íbúa hér á Suðurnesjum og sjálfsagt fleiri. Nú hefur Eggert loks feng- ið skip, sem segja má að „sé hon- um samboðið". M.b. Víðir II, GK 275 er 150 lesta stáiskip, byggt í Noregi hjá Gravdals Skibsbyggeri, Sunde, Noregi. Umboðsmenn eru L.f.Ú. f skipinu er 400 hestafla Wich- mann vél. Það er búið öllum nýj- ustu tækjum, svo sem hinu nýja Simrad-asdic og einnig hinu eldra. Dekka-radar eg yfirleitt öllum fullkomnustu tækjum, sem nú eru sett í okkar fiskibáta. Þá er Víðir II og búinn kraftblökk og hefur vélknúinn léttbát, sem notaður er til aðstoðar við síld- veiðar. Víðir II fer til síldveiða í kvöld, sunnudag. Sandgerðingar og Garðbúar óska Guðmundi og Eggerti til hamingju með bátinn og skipverj um hans. — Axel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.