Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 1
24 síður
47 árgangur
196. tbl. — Þriðjudagur 30. ágúst 1960
Prentsmíðia Moigunblaðsíns
óðugir bar-
ar í Kongd
ELISABETHVILLE, 29. ágúst. (NTB) — Samkvæmt frétt-
um sem bárust til Elisabethville í dag, særðust tíu af her-
möunurn Lumumba alvarlega í átökum við herlið Kalonjis,
forseta Námuríkisins í Kasaihéraði. Segir í sömu fréttum að
blóðugir bardagar séu nú háðir í Bakwanga, höfuðborg
Kasai, og að hersveitir Sameinuðu þjóðanna hafi komið sér
fyrir beggja vegna við landamæri Kasai og Katanga.
Lumumba friðmæl-
ist við hvíta,
herjar á svarta
Leopoldville 29. ágúst. (Reuter):
RALPH Bunche, fulltrúi Samein-
uöu þjóðanna í Kongó, lýsti því
yfir á blaðamannafundi í dag,
að svo virtist sem stjórnleysi
ríkti í Kongó. Orsök þess að
hermenn Lumumba hafi á laugar
dag ráðizt á átta bandaríska
flugmenn á flugvellinum í Stan-
leyville, og misþyrmt þeim væri
hræðsla. Eitt aðalvandamálið í
Kongó væri hugarástand þjóðar-
innar. Grunsemdir yrðu að orð-
rómi og orðrómurinn að hræðslu.
Mannfjöldinn í Stanleyville hafi
verið gripinn ótta sem ekki varð
ráðið við.
• SKIPT UM SKOÐUN
Banöaríski sendiherran í Leo-
poldville lagði í dag fram harð-
orð mótmæli vegna atburðarins
í Stanleyville, og samkvæmt
bandarískum fréttastofufregnum
hefur Lumumba nú komið á fram
færi afsökunarbeiðni.
Lumumba virðist nú hafa skipt
um skoðun varðandi hvíta menn
í landinu og hefur skorað á landa
sína að sýna þeim alla
vinsemd og hvatt til friðsamlegr-
ar sambúðar hvítra og svartra.
• GEFIÐ ÞEIM BJÓR-----------
A fjöldafundi, þar sem saman
voru komnir um 2.000 stuðnings-
menn hans, sagði Lumumba með-
al annars: „Þeir Evrópubúar, sem
enn eru meðal okkar, eru vel-
komnir. Gefið þeim bjór ef þeir
eru bjórlausir. Gefið þeim manoic
(kornmeti) ef þeir eru brauðlaus-
ir. Við viljum friðsamlega sam-
búð hvítra og svartra. Kasti ein-
hver steini á förnum vegí að bif-
reið hvíts manns, er sá hinn sami
fjandmaður frelsisins. Ég hefi
ávallt sagt ykkur að hata ekki
Framh. á bls. 2.
í sambandi við Olympíu- ^<$>
leikana í Róm hafa ítalir lát-
ið byggja íþróttahallir, leik-
vanga og íbúðarhús fyrir
íþróttamenn og leggja
margra akgreina brautir milli
helztu keppnissvæðanna. —
Meðfylgjandi mvnd er tekin
á Via Olympica, eða Olympíu
veginum og sést nýbyggð i-
þróttahöll í baksýn.
Sjá bls. 17 og 22.
63 farast í flugslysi
Dakar, Senegal, 89. ágúst.
— (Reuter) —■
FRÖNSK farþegaflugvél með
63 mönnum hrapaði í dag í
sjóinn nálægt Dakar, er hún
var í aðflugi til lendingar þar.
— Fimm tímum seinna til-
kynntu björgunarmenn að
allir sem í flugvélinni voru
15.000
Sogði af sér
Teheran, íran 29. ágúst.
(NTB, Reuter). —
MANUSHAR Eghbal sa:gði í
dag af sér sem forsætisráð-
herra írans vegna ásakana
um að úrslit kosninga, sem
£ram fóriu fyrr í þesisum
mánuði, hafi verið föleuð.
Hefur Mohammed Reza Paihl-
evi keisari samþykkt lausnar-
beiðnina og falið dr. Sharif
Emami fyrrverandi iðnaðar-
málaráðherra stjórnarmynd-
un.
hefðu farizt. Fjögur börn voru
meðal farþeganna.
Flugvélin, sem var fjögurra
hreyfla Super Constellation, lenti
í regnhryðju og hrapaði í sjóinn
um mílu frá landi. Björgunarbát
ar og þyrlur voru þegar sendar
á slysstaðinn, og sáust þar mann-
lausir gúmmíbjörgunarflekar á
reki. Haugasjór var, en björgun-
armenn fundu þó flak vélarinnar
á 20 metra dýpi.
Talsmenn flugfélagsins Air
France sögðu að vélin hafi verið
á leið frá París til Abidjan, höf-
uðborgar Fílabeinsstrandarinnar,
með viðkomu í Dakar. 55 farþeg-
ar voru í vélinni auk átta manna
áhafnar.
Kekkonen fær óboð-
inn afmælisgest
HELSINGFORS, 29. ágúst (NTB,
Reuter) — Tilkynnt hefur verið
að Krúsjeff forsætisráðherra
Sovétríkjanna muni koma í opin
bera heimsókn til Finnlands í
sambandi við sextugsafmæli
Kekkonens forseta nk. laugar-
dag. Talið er að Krúsjeff muni
koma til Helsingfors síðdegis á
föstudag og fara aftur til Moskvu
síðdegis á sunnudag
Tekið er fram í fréttunum að
tilkynningin um heimsókn for-
sætisráðherrans hafi komið Finn
um algjörlega óvænt, þar sem
ekki hafi verið neitt um hana
rætt áður en tilkynningin var
gefin út og engum hafi verið
boðið til afmælisfagnaðarins.
Telja opinberir aðilar í Hels-
ingfors að engar formlegar við-
ræður muni fara fram. en þeir
Kokkonen og Krúsjeff hins
vegar ræðast við óformlega.
Muni þeir ef til vill ræða hugs-
anlega aðild Finna að samtökum
Fríverzlunarríkjanna sjö. og er
í því sambandi bent á að Kekk-
Urho Kekkonen
sextugur á laugardag.
onen tókst haustið 1958, er hanui
átti viðræður við Krúsjeff, að
jafna ágreining sem þá ríkti
milli landanna.
Sanníeiksást" Tímans
//
Söluskattur sagður nær þrefalt hærri en hann er
5000
í SUNNUDAGSBLAÐI Tim-
ans er litprentuð forsíða, þar
sem því er haldið fram, að
söluskattur á 4ra manna fjöl.
skyldu með 70 þús. kr. tekjur
sé 13.000 kr. Sannleikurinn er
hins vegar sá, að skrökvað er
til um að minnsta kosti 8.000
kr., þar sem slík fjölskylda
greiðir alls ekki yfir 5.000 kr.
í söluskatta, miðað við heilt
ár.
Eins og kunnugt er, þá er
söluskattur í smásölu 3% og
að sjálfsögðu notar fólk ekki
allar tekjurnar til vörukaupa.
Þannig er ekki lagður sölu-
skattur á útgjöld vegna hús-
næðis, skattgreiðslur og ýmis
konar þjónustu. Mun láta
nærri að þau gjöld, sem ekki
eru söluskattsskyld, nemi ná-
Iægt helmingi af útgjöldum
slíkrar fjölskyldu, en til þess
að fullyrða ekki of mikið,
skal hér reiknað með, að ein-
ungis þriðjungur af útgjöld-
um fjölskyldunnar sé sölu-
skattsfrjáls. Ef þannig er
reiknað með, að söluskattur
sé greiddur af y3 útgjalda
fjöslkyldunnar, verður sú
upphæð kr. 1.380.
Jafnframt er í ár innheimt-
ur söluskattur í tolli af inn.
fluttum vörum. Nemur hann
16,5%. Er hann reiknaður af
vöruverðinu án smásöluálagn
ingar og ekki fjarri lagi að
hugsa sér, að hann samsvari
nálægt 15% af útsöluverði.
Óhætt mun að fullyrða, að
slík fjölskylda eyði ekki
meiru en þriðjungi tekna
sinna til kaupa á innfluttum
vörum, eða sem svarar 23
þús. króna. Söluskattur í tolli
af þeirri upphæð, mundi því
ekki fara yfir 3.450 kr.
Samanlagðar greiðslur fjöl-
skyldunnar í sölusköttum,
mundu því vera samkvæmt
þessu 4.830 kr. og er þá vel
i lagt. í vandræðum þeim,
sem Tíminn er í út af skatta-
lækkunum, hefur hann því
gripið til þess úrræðis að
skrökva til um að miunsta
kosti 8 þús. kr. eða 160%.