Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. ágúst 196t»
%írJ% %%% %%%%%%%%% %%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%
Deifur út af flugmanni
HÁTÍÐAHÖLDIN í Iraq í til-
efni af tveggja ára afmæli
Bagdad-byltingarinnar, sem
Steypti Hashmit-konungsættinni
af stóli, dylja það stjórnlausasta
og óskiljanlegasta ástand, sem
þar hefur nokkru sinni ríkt, frá
því er hinn ungi konungur var
myrtur.
Það er líka annar ársdagur
hinnar ensk-amerísku milligöngu
í Libanon og Jordan og meðan
Libanon er nú sem stendur að
reyna að mynda nýja stjórn, fara
fáleikarnir svo mjög vaxandi
milli Jordan og Arabiska sam-
bandslýðveldisins, að ný friðrof
þeirra virðast óumflýjanleg.
Sex mánuðum eftir endurreisn
flokkalífs í Iraq, sem lýst var yf-
ir að væri endir á byltingarsinn-
uðu „breytingatímabili“ er
flokkastarfsemin í landinu sorg-
lega óskipulögð.
Kommúnistar eru klofnir.
Kassem forsætisráðherra Iraks.
Hinn viðurkenndi Kommúnista-
flokkur í íraq, sem leyfður er
af stjórninni, er raunverulega
lítill hópur. Honum hefur mis-
tekizt svo gersamlega að afla sér
fylgis, að hann hefur ekki einu
sinni verið fær um að halda
landsþing, enda þótt krafizt sé
með lögum að slíkt sé gert inn-
an þriggja mánaða frá leyfisveit-
ingunni.
Innanríkisráðuneytið hefur
veitt honum sex mánaða frest til
að safna hinu nauðsynlega fylgi.
Meiri hluti Kommúnistaflokks
ins er sífellt að verða háværari
og opinskárri í aðfinnslum sínum
Og þrjózku. Hinni endurteknu
beiðni þeirra um flokksleyfi hef-
ur verið neitað. Útbreiðsla á
blaði þeirra hefur verið strang-
lega takmörkuð og þeir kvarta
stöðugt yfir svikum stjómarinn-
ar við „þjóðrækin öfl“, en þar
Nasser Egyptalandsforseti.
eiga þeir við sjálfa sig og vini
sína.
Hins vegar gagnrýna blöð and-
kommúnista í vaxandi mæli
„stjórnleysisöflin" og eiga þar við
meirihluta Kommúnistaflokks-
ins.
Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn,
sem til þessa hefur verið trygg-
asti stuðningsflokkur Kassams,
er sömuleiðis klofinn. Meiri hlut-
inn, undir forystu hins reynda
stjórnmálamanns Kiamil Chad-
erji og Hussein Jamil fyrrver-
andi ráðherra, berst fyrir flokks-
frelsi og réttinum til að gagn-
rýna stjómina. Þessi flokkur er
nú opinberlega leyfður og er það
einungis að þakka milligöngu
Æðsta ógildingarréttarins, sem
breytti fyrra úrskurði innanrík-
isráðuneytisins. Minni hlutinn,
undir stjórn Mohammeds Hadid,
fyrrverandi fjármálaráðherra
Kassems, hefur sótt um leyfi
undir nafninu Þjóðlegi Fram-
sóknarflokkurinn.
Annar flokkur sem nýlega hef-
ur verið leyfður, er Múhameðs-
trúarflokkurinn, sem boðar aft-
urhvarf til lögmáls Shária
(Múhameðstrúar).
Slíkt getur naumast verið í
samræmi við þá ákvörðun Kass-
ems að laga'íraq eftir nýja tim-
anum, en flokkurinn vonast eft-
ir víðtækum stuðningi frá sam-
tökum íhaldssamra og and-
kommúniskra millistétta.
Þennan flokkaklofning í íraq
má skýra á tvo vegu. í fyrsta
lagi hefur sú von Kassems, að
skipuleggja flokkana að baki sér
til öflugs stuðnings, brugðizt.
í öðru lagi, þá eru hin virku
og starfandi flokkabrot svo lítil,
að enginn einn flokkur er fær
um að stjórna landinu, jafnvel
þótt hann hrifsaði til sín völd-
in — sem í sjálfu sér er harla
ólíklegt.
í stuttu máli, þá er lykillinn
að ástandinu hjá vopnavaldinu,
sem er jafn óskiljanlegt í hegðun
sinni nú, og á dögum Muri-es-
Said.
Núverandi spenna milli Cairó
og Amman kom fyrst fram
snemma á þessu ári, þegar áköf
deila varð milli þeirra út af
Palestínumálinu.
Nasser forseti er að þreifa sig
áfram í Palestínumálinu með
þokukennda og óskýra formúlu
upp á vasann, sem virðist dul-
búa myndún byrjunarstjórnar
fyrir Palestínu. Slík stjórn
myndi óhjákvæmilega krefjast
dómsvalds yfir vesturbakka Jórd
ans en gegn þeirri kröfu hlyti
Hussein konungur að berjast
með öllum sínum tiltækilega
mætti.
Beiskjan hefur komizt á nýtt
stig við hagnýtingu jórdansks
áróðurs á tvöföldum svikara —
flugliðsforingja frá íraq, sem
fyrst flaug Hawker Hunter-flug-
vél sinni til Sýrlands vegna and-
úðar á Kassem og hefur nú flog-
ið enn einu sinni til Amman
Hussein Jórdaníukonungur.
vegna andúðar á Nasser. 1 blaða-
viðtali, sem jórdanska stjórnin
ábyrgðist, hefur flugmaðurinn
hlífðarlaust ásakað Nasser fyrir
að gera samsæri gegn Kassem.
Það kann að vera afsakanlegt
hjá jórdönsku stjórninni, að not-
færa sér þennan gjafahest, en
tíminn var kannski óheppilegur,
þegar tekið er tillit til stöðug-
leikaútlits í Mið-Austurlöndum.
Staðhæfingar ' flugmannsins
hljóta að vekja alla gömlu tor-
tryggnina milli Cairó og Bagdad,
á þeim tíma þegar útlit var á
því að báðir aðilar væru fúsir
til, ef ekki grafa stríðsöxina, þá
að leggja hana a. m. k. til hliðar.
Að öllum líkindum var það ætl-
un Amman-stjórnárinnar.
(Öll réttindi áskilin —•
Observer).
íþrótta-
námskeið
BÍLDUDAL, 29. júlí. — Axel
Andrésson, hinn landskunni
íþróttakennari hefur dvaiið hér
undanfarið og kennt kerfi sitt á
vegum íþróttafélags Bíldudals. Á
námskeiðinu eru 112 nemendur
sem svarar því, að fjórði hver
maður staðarins sé með. Þátttak-
endur eru á aldrinum 4—23 ára.
Þetta er í fjórða sinn sem Axel
kemur hingað, og áhugi og þátt-
taka nemenda hér á Bíldudal
eykst verulega með hverju ári.
Nýlega var háð keppni hér
í handknattleik karla á vegum
fþróttafélags Bíldudals. Hand-
knattleiksliði frá Breiðuvík var
boðið hingað til keppni. Leiknum
lauk með sigri Bíldælinga, 16:9.
Leikurinn var í alla staði hinn
ánægjulegasti. Veður hið bezta,
sólskin og logn. Dómari var Örn
Gíslason. íþróttafélag Breiðuvík-
ur hefur nú boðið Bíldæliingum til
keppni í ágústmánuði.
Þann 27. júlí sl. voru tvær
sýningar á Axelskerfinu í Félags
heimilinu á Bíldudal og sýndu þá
um 80 nemendur. Bíldælingar
þakka Axel innilega fyrir kom-
una og vonast til að sjá hann aft-
ur sem allra fyrst. — Hannes.
Svar frá stjórn Sjó-
mannadagsráðs
VEGNA bréfs 29 vistmanna í
Hrafnistu, Dvalarheimili Aldr-
aðra Sjómanna, um kjör í heim-
ilinu, er birtist í Alþýðublaðinu
23. þ. m. og í Þjóðviljanum 24.
þ. m., vill stjórn Sjómannadags-
ráðs taka fram eftirfarandi:
Frá því fyrsta hefur það verið
takmark Sjómannadagsráðs að
búa sem bezt að öldruðum sjó-
mönnum á ævikvöldi þeirra. Nú
þegar njóta 124 gamalmenni
dvalar og 1. flokks aðbúnaðar í
Hrafnistu, en 90—100 eru á bið-
lista. Er lokið verður byggingu
næstu álmu, sem hafnar eru fram
kvæmdir við, munu 60—70 kom-
ast að til viðbótar.
Forráðamenn Sjómannadags-
ráðs hafa ekki vænzt þakklát-
semi fyrir forgöngu í málum aldr
aðra sjómanna, en það kemur
þeim þó á óvart að tæpur fjórð-
ungur vistmanna skuli láta gaml-
an deilusegg leiða sig til opin-
berra deilna, og kasta með því
allri sanngirni fyrir borð
1 19 af þessum 29 vistmönnum
greiða 65—85 krónur á dag, 3 eru
á sjúkragjaldi, en daggjöld hinna
7 eru 90 krónur. Daggjöld þessi
taka yfir allar þarfir og aðbúnað
vitsmannsins, en fæði og þjón-
usta er aðeins um helmingur dag-
gjalda, eins og sézt á reksturs-
reikningi er birtur er hér á eftir.
Mismunur daggjalda í Hrafn-
istu stafar af því, að þegar fram
færslukostnaður stórhækkaði (og
framlög tryggingastofnunar og
bæjar- og sveitafélaga einnig)
hlífðist stjórn Sjómannadagsiáðs
við að hækka á þeim vistmönnum
er mánaðarlega taka út úr banka
bókum sínum mismuninn á elli-
lífeyri og mánaðargjaldi í heim-
ílinu, og var ákveðið að gjöld
þessara manna skyldu haldast
óbreytt, enda þótt það auki rek-
urshalla heimilisins um nærri
200 þús. kr. á ári.
Á s.l. ári nam reksturslhalli
heimilisins kr. 369.669.91, sbr.
eftirfarandi rekstursreikning:
GJÖLD:
Kaup v/eldhúss, borðstofu þvottahúss, ræstingar,
hjúkrunar, læknis, framkv.stjóra, skrifstofu og
vinnu vistmanna ..........................
Fæðistkostnaður ............Kr. 763.647.60
— selt fæði.................— 119.623.20
Ljós og hiti.................................
Sími og póstur ..............................
Lyfjakostnaður ..............................
Ritföng......................................
Hreinlætisvörupr ............................
Viðhald áhalda ...............................
Vorhreingerning ..............................
Akstur og bílleiga ...........................
Blöð, tímarit og auglýsingar ................
Lífeyrissjóðsgjöld fastastarfsmanna .........
Jólahátíð (að frádregnu framlagi Sjdráðs) ...
Skemmtiferð vistmanna og risna ..............
Endurskoðun ..................................
Slysatryggingaigj.öld ........................
Fasteignagjöld og brunatrygging ..............
Viðhald fasteigna ............................
Yms kostnaður ................................
Afskrifað af áhöldum ........................
Kr.
1.726.281.68
644.024.40
232.523.57
42.179.40
71.976.64
17.754.88
53.701.35
22.758.88
32.232.80
26.724.00
12.523.00
.14.121.43
9.159.54
13.332.52
6.600.00
30,982.00
64.399.45
153.038.03
10.492.42
149.831.61
Kr. 3.334.637.60
T E K J U R :
Vistgjöld ..............
Seldur þvottur .........
Leiga á geymsluherbergi
Styrkur v/bóksafns .....
Reksturshalli .
Kr. 2.943.711.50
— 19.626.19
— 300.00
— 1.330.00
— 369.669.91
Kr. 3.334.637.60
vegar, og Elliheimilinu Grund
Til samburðar viljum við getaog Sólvangi í Hafnarfirði hins
daggjalda á Hrafnistu annarsvegar:
Daggjöld í Hrafnistu .... (einbýli ........... mest .. Kr. 90.00
— á Grund ............ (tvíbýli .................. — 95.00
— á Sólvangi ......... (fjölbýli) ............. — 90.00
Megin innilhald bréfs þessara 29
vistmanna er því hrein og bein
hártogun, svo ekki sé meira sagt.
Allur dvalarkostnaður á elliheim
ilum er miklu meiri en hinn
beini fæðis- og þjónustukostnað-
ur, eins og rekstursyfirlitið ber
með sér, og allir þeir til þekkja,
er reka samsvarandi stofnanir.
•
Annað í bréfi þessu er vart
svaravert. Endurskoðaðir reikn-
ingar allra stofnana Sjómanna
dagsráðs voru lagðir fram á sein
asta aðalfundi, í febrúar s.l., eins
og venja er, enda mun a. m. k.
einn þeirra er undirritaði bréfið
eiga eintak af þeim.
Um fjarvistarreglur í heimil-
inu teljum við ekki ástæðu til að
ræða hér. Athugasemdir um þær
eru byggðar á sömu hártogum og
áður er útskýrð.
Að sjálfsögðu er engum haldið
nauðugum í Hrafnistu. Þeim, sem
ekki vilja sætta sig við reglur um
dvöl í heimilinu, er frjálst að fara
annað. En hafi óánægja sumra
bréfritara byggst á rangtúlkun
og ruglingi, vonum við að slíkt sé
hér með úr sögunni og þeir taki
aftur gleði sína í hópi hinna 95
vistmanna í Hrafnistu, sem þakk
látir eru fyrir góð húsakynni og
góðan aðbúnað.
Þegar byggingum í Hrafnistu
er lengra á veg komið og Laugar
ássbíó nær að verða arðbært fyrir
tæki, er það enn sem fyrr yfir-
lýstur vilji Sj ómannadagsráðs að
lækka daggjöld í heimilinu um
leið og vistmönnum fjölgar og
reksturshalli tekur að lækka til
muna.
Forráðamenn Sjómannadags-
ráðs vona, að svar þetta sé full-
nægjandi, enda munu þeir ekki
ræða mál þetta frekar á opin-
berum vettvangi.
í stjórn Sjómannadsgráðs.
Henrý Hálfdánarson
Gunnar Friðriksson
Guðmundur Oddsson
Tómas Guðjónsson
Garðar Jónsson
Sigurjón Einarsson
framkvstj. Hrafnistu
Baldvin Jónsson
Auðunn Hermannsson
framkv.stj. Happdrættis D.A.S.