Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 17
Sieflvikingar í 2. deild Töpuðu fyrir KR 8:1 í LEIKNUM við Keflvíkinga sannaði Þórólfur Beck mönnum svo ekki verður um villzt að hann er bezti knattspyrnumað- ur íslands í dag. Hann var svo áberandi bezti maður vailarins að stundum var engu líkara en að hann væri einn á vellinum. Alls skoruðu KR-ingar 8 mörk í leiknum gegn einu marki Keflvíkinga, sem gert var úr vítaspyrnu. Yfirburðir KR voru þó enn meiri í leiknum, því vel hefðu þeir getað skorað þrjú til fjögur mörk til viðbótar. Frá byrjun til enda léku þeir Kefl- víkingana sundur og saman. Menn urðu fyrir miklum von. brygðum með leik Keflviking anna. Búizt var við að þeir myndu berjast og sýna sigur- vilja, en algert viljaleysi ein- kenndi leik þeirra. Var eins og þeim væri alveg sama um það hvort þeir féllu niður úr deild- inni eða ekki. Rétt áður en Jeik- urinn hófst höfðu úrslitin frétzt frá Akureyri og var trú- legt að þau myndu hafa áhrif á Keflvíkingana og ýta undir þá, en slíkt var ekki sjáanlegt. Hver einasti KR-ingur sýndi mun meiri hugsun í leik en Keflvíkingarnir, og Vald KR- ínga yfir knettinum var það mikið að oft á tíðum var eins og þeir væru að leika í gegnum knattþrautastangir. Mörkin Tuttugu mínútur voru af leik, er Ellert Schram skoraði fyrsta Lögregluþjónar keppa á Norður- landamóti ÞRÍR íslenzkir lögregluþjónar taka þátt í Norðurlandamóti lög- regluþjóna í íþróttum, sem hald- ið er í Stokkhólmi 31. ágúst tii 2. september. iÁ mótinu er keppt í frjálsum íþróttum, fimmtar- þraut, knattspyrnu og skotfimni. Islendingarnir, sem taka þátt í mótinu eru: Guðmundur Her- mannsson, sem keppir í kúluvarpi Hallgrímur Jónsson keppir í kringlukasti og Þórir Þorsteins- son í 100 metra og 400 metra hlaupi. Fararstjóri með lögreglu- þjónunum er Sigurður M. Þor- steinsson, varðstjóri.. i markið fyrir KR, eftir að Þór- ólfur hafði lagt vel fyriy hann knöttinn. Fimm mín. síðar er talsverð hætta við KR-markið, en vörnin hreinsar frá og sótt er upp að marki Keflvíkinga. Tvö horn eru tekin og upp úr síðara horninu skorar Ellert annað markið. Á 43. mín. er Þórólfur með knöttinn og gef- ur til Ellerts. Þórólfur heldur áfram upp og Ellert sendir aft- ur til hans og Þórólfur skorar 3:0. Og þannig endar fyrri hálf- leikur. Tíu sek. eru af síðari hálf- leik, er KR skorar fjórða mark- ið. Ellert er þar að verki eftir sendingu frá Þórólfi og er 9 mín. eru af síðari hálfleik gefur Þór- ólfur til Leifs Gíslasonar, sem skorar örugglega. Er 14. mín. eru af hálfleiknum skorar Ell- ert fjórða mark sitt í leiknum úr sendingu frá Þórólfi og stað- an er 6:0 fyrir KR. — Stutlu siðar klúðrar Sveinn Jónsson sendingu frá Þórólfi, þótt hann sé fyrir opnu marki. Öm Stein- sen skorar 7. markið úr send- ingu frá Þórólfi er 21 mín. er af síðari hálfleik og tveim mín- útum síðar lyftir Ellert sendingu frá Þórólfi yfir markið. Um þetta leyti yfirgefur Leifur Gíslason völlinn, meidd ur í fseti. Er 34 mínútur eru af síðari hálfleiknum skorar Þór- ólfur 8. markið fyrir KR eftir góðan samleik við Örn. Þórólf- ur sendi knöttinn örugglega markið framhjá úthlaupandi markmanni Keflvíkinga. Er 35 mín. eru liðnar af hálfleiknum fer Helgi Jónsson út af og leika því KR-ingarnir aðeins 9 síðustu Heimir sést hér vera á Ieiðinni í öfuga átt, eftir að Þórólfur hefur leikið á hann og sendir knöttinn i netið. 10 mínúturnar. Er 5 mín. emlskorti algerlega hjá Keflvíking unum og urðu menn fyrir sáruvn vonbrigðum með leik þeirra. eftir af leiknum dæmir dómar- inn, Haukur Óskarsson, víta- spyrnu á KR, sem mönnum fannst allstrangur dómur. Kefl- víkingar skora úr vítaspyrnunni og leikurinn stendur 8:1. Sveinn Jónsson hafði enn eitt tækifæri til að skora, er tvær mínútur eru eftir, en mistekst. Af einstökum leikmönnum bar Þórólfur Beck af í KR-lið- inu, en baráttuvilji var í öllum leikmönnum KR. Baráttuviljann Jairt leikur á Akranesi Valur — Akranes 1 1 ÁGÆTIS. keppnisverður var á Akranesi er Akranes og Valur kepptu í 1. deild íslandsmótsins. — Hvorugu liðin i tókst þó að skora mark í fyrri hálflciknum Valur átti heldur maira í leikn- um framan af, en Skagamenn sköpuðu sér betri marktækifæri, þótt þeirn tækist ekkj að skora. Nokkur bardagi var í síðari hálfleiknum og sóttu bæði liðin á víxl. Skagamenn áttu skot í þver- Lögregluþjónarnir og fararstjórl þeirra, talið frá vinstri: Sig- urður Þorsteinsson, Þórir Þosteinsson, Hallgtmur Jónsson og Guðmundur Hermannssou. slána. Um 10. mín. voru liðnar af síðari hálfleiknum, er Valur skor- ar. Björgvin Daníelsson skallaði í mark Skagamanna. Var hann fljótri til en Helgi bróðir hans, sem hugðist taka hann. Fyrst eftir markið sóttu Skaga- menn af kappi og sköpuðu oft hættu við mark Vals, en Gunn- laugi tókst að halda hreinu. — Skagamönnum tókst ekki að kvitta fyrr en 7 mínútur voru eftir af leiknum. Skúli Hákonar- son skoraði með nokkuð snöggu skoti neðst niðri í horn marksins. Þvaga hafði verið fyrir framan markið, er knötturinn var sendur til Skúla, sem tók viðstöðulaust við knettinum og sendi í markið. Eftir markið fenigu bæði lið- in tvö góð tækifæri, sem úr hefði verið hægt að skora. Ingvar átti skot utan af kanti, sem lenti ut- an á stönginni. Og Matthías fékk knöttinn úr þvögu og skaut strax en beint á Helga. Leikurinn í heild var efkki góð- ur, en kapp var mikið í mönn- um og leikurinn þannig oft skemmtilegur. Úrslit mega telj- ast sanngjörn eftir gangi leiksins. Ingvar var hættulegasti maður Skagamanna og Kristinn stóð sig vel í vörninni. Hjá Val átti Þor- steinn Friðþjófsson ágætan seinni hálfleik og franwerðirnir réðu mikið yfir miðju vallarins. Fram- línan var mjög sundurlaus og sumir þar virtust alls ekki vera í skapi til að leiika knattspyrnu, að undanbeknum Björgvin Dan- íelssýni og Steingrími, sem er mjög efnilegur leikmaður. Pressu- leikur a fimmtudag ÁKVEÐIÐ hefur verið að pressuleikur fari fram n.k. fimmtudag í Laugardalnum. Landsliðsnefndin hefur valið landsliðið og eru eftirtaldir menn í því. Helgi Daníelsson, Akranesi, Árni Njálsson, Val, Rúnar Guð mannsson, Fram, Sveinn Teits son, Akranesi, Hörður Felix- son, KR, Guðjón Jónsson, Fram, Örn Steinsen, KR, Þór- ólfur Beck, KR, Steingrímur Björnsson, Akranesi, EHert Schram, KR og Þórður Jóns- son, Akranesi. Blaðamenn munu velja blaðaliðið í dag. Ármaitn og Færeyingar I KVÖLD kl. 7 e.h. fara frarn tveir handknattleiksleikir á Ár- mannssvæðinu milli Færeying- anna, sem eru hér gestir Víkings, og meistaraflok.ks karla og kvenna úr Ármanni. Akureyri vann Fram með 6:3 ÞAÐ mættu fleiri á vellinum á Akureyri en nokkru sinni fyrr, er Akureyringar og Fram léku í 1. deild íslandsmótsins á sunnu- daginn. Áhorfendur fóru líka ánægðir heim af vellinum, því heimaliðið vann leikinn 6:3 og tryggði sér þar með sæti í 1. deiid næsta ár. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur frá byrjun til enda. Framarar náðu góðum leik framan af, en Akur- eyringar sóttu sig eftir því sem á leið leikinn og upphlaup þeirra og marktækifæri voru mun hættu legri en Framaranna. Það voru aðeins 10 mín. af leik ur gerði þetta ipark alveg upp £ eigin spýtur. Lék í gegnum vörn- ina og skoraði. — Er hann lék í gegn rakst hann illilega á Rún- ar Guðmannsson, sem varð að yfirgefa vóílinn um tíma en kom svo aftur inn á og lék þá á kanti,, það sem eftir var leiksins, en Halldór Lúðvíksson tók stöðu Rúnars. Stuttu síðar var Björgvin í góðu færi, en lét knöttinn fara fram hjá sér, en er 13 mín. eru af hálf- leiknum skorar Björgvin eftir að hafa fengið góða sendingu frá Grétari. — Leikurinn stendur 4:2 og Framarar sækja nú meir en er Skúli útherji skoraði fyrir Ak- nokkru sinni fyrr og 5 mín. síðar ureyri. Annað markið var skor- að er 20 mín. voru af leik og var Steingrímur þar að verki. Skotið var fremur laust og hefði Geir markmaður átt að geta tekið knöttinn. Framarar herða nokk- uð sóknina næstu mínútur og að þrem mínútum liðnum skorar Björgvin eftir að hafa fengið góða sendingu frá Hinrik, sem tók aukaspyrnu, 2:1. — Nokkru síðar skapar Geir markmaður hættu við markið. Hann var að sparka út, en framkvæmir spyrnuna svo að knötturinn fer beint fyrir fætur Steingríms, sem sendir knöttinn þegar að mark- inu aftur, en hann smaug við stöng framhjá. Akureyringar sækja nú fast og gera harða hríð að marki Fram. Og á 28. mín. bjargar Rúnar og stuttu síðar bjargar Birgir á línu. Þessi sóknarlota Akureyr- inga endar með marki, sem Magn ús framvörður skorar er 5 mín. er eftir að hálfleiknum. Þetta var glæsilegasta mark leiksins, gert af 25 metra færi og lenti knött- urinn efst upp í hægra horni. Staðan var því 3:1 í hálfleik. Akureyringar byrjuðu af mikl- um krafti síðari hálfleikinn og ekki eru meira en 4 mínútur liðnar er Steingrímur skorar og ieikurinn stendur 4:1. Steingrím- skorar Grétar eftir góða aðstoð Guðmundur Óskarssonar, sem hafði einleikið áður en hann senli til Grétars, sem skoraði úr dauða færi. Leikurinn stendur 4:3 og harka og hraði færist í hann. Framarar sækja enn um stund og beygur er auðsjáanlegur meðatl Akureyringanna, en þeir hrista sókn Fram af sér og á 22. mín. hálfleiksins skorar Steingrímur fyrir Akureyri og leikurinn stend ur 5:3. Guðmundur og Halldór geta kennt sér um markið, því báðir virtust ætla hvor öðrum knöttinn, og hlupu báðir frá hon um, en Steingrímur hirti hann og „negldi“ í netið hjá Geir. Þrem minútum síðar skorar Magnús svo enn annað mark af 20 metra færi. Skaut hann yfir þvögu af Frömurum og Akureyr- ingum, og því erfitt fyrir Geit að sjá knöttinn. Akureyringar sækja enn um hríð og Framarar bjarga á línu einu sinni eftir þetta. Leiknum lauk þannig með sigri Akureyringa 6:3 og var það af öllum talin réttmætt úrslit. Af einstökum leikmönnum vöktu ^rngstu mennirnir á vell- inum mesta athygli, Sigurður Einarsson, bakvörður í Framlið- inu og Magnús framvörður í liði Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.