Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30. agúst 1960 MORCVNhL 4Ð1Ð 13 Kjartan Sveinssort: Dr. Hannes Þorsfeinsson ÞjóðskjaJavörður — Aldarminning f DAG er öld liðin síðan einn mætasti sonur íslenzku þjóðar- innar sá fyrst heimsins ljós, og í dag er heimild til þess að opna aliþykkan skjalaböggul, sem varðveittur hefur verið í stein- klefa Þjóðskjalasafnsins um ald- arfjórðungs skeið, en sá böggull hefur að geyma minningar og æfisögu dr. Hannesar. Nokkrir mánuðir munu þó líða þar til efnið kemur fyrir almennings- sjónir Dr. Hannes ritaði styttra ævi- ágrip árið 1926, og var það prent að í tímaritinu Blöndu árið 1940 og fýllir 34 síður.Gerir hann þar allnána grein fyrir ættum sínum, sem hér er ekki vettvangur til að endurtaka, en flestar ættir átti hann að rekja úr Árnesþingi, og Árnesing taldi hann sig jafn- an. Hann var fæddur að Brú í Biskupstungum, sonur Þorsteins Narfasonar smiðs og konu hans Sigríðar Þorsteinsdóttur hrepp- stjóra á Drumboddsstöðum. Móð- ir Narfa var Elísabet frá Efsta- dal (föðursystir Magnúsar And- réssonar i Syðra-Langholti) Narfadóttur, Einarssonar, í bein- an karllegg frá Narfa sýslu- manni Ormssyni, er bjó í Reykja vík og átti hana, en höfuðsmað- urinn danski, Lauritz Kruse, kúg aði af honum jörðina, ásamt öll- um hennar hjáleigum, í skiptum fyrir þrjár hlunnindalausar sveitajarðir. — Hvar sá hinn sami höfuðsmaður lenti, eftir sína hérvistardaga, þarf ég ekki að nefna. Það sagði mér séra Ámi Þórarinsson. — Aldrei varð þó úr að Hannes gerði kröfu til Reykjavíkur, enda orðið með mörgum að skipta. Hannes átti vægast sagt erf- iða æsku. Foreldrar hans eign- uðust alls 11 börn og voru ekki aflögufær, og nokkru eftir ferm- ingu fór Hannes til sjóróðra, bæði suður á Álftanes og til Eyr- arbakka. Hugur hans stefndi þó jafnan inn á menntabrautina, en þangað virtust öll sund lokuð. En hinar óvenjulegu gáfur og atgervi Hanriesar gátu ekki dul- izt og vöktu þá athygli, að fyrir kennslu og aðstoð góðra manna settist hann í Latínuskólann haustið 1881 og lauk stúdents- prófi vorið 1886.Árbækur Latínu skólans, er ná um árin 1874— 1914, er og varðveitzt hafa í Þjóð skjalasafni til þessa tíma undir loku og lás, gefa jafnan lýsingu á þeim mönnum, sem prófi ljúka og hverfa úr skólanum, Þar er Hannesar lofsamlega getið og fullyrt að aldrei hafi lærisveinn fyrirfundizt í þeim skóla, er stæði honum jafnfætis í ætt- fræði, enda hafði hann þegar á skólaárum sínum ritað allmikið og rannsakað í þeim efnum. Eftir stúdentspróf stóð hugur Hannesar til Kaupmannahafnar til háskólanáms, en þess var engi kostur fjárhagsins vegna. Innritaðist Hannes því í presta- skólann um haustið og lauk þar embættisprófi vorið 1888. Öll sín próf tók Hannes með lof- legum vitnisburði. Á þesum tímum, þegar Hann- es hafði lokið námi, var ekki blómlegt um að litast hér á landi. Áratugurinn 1880—90 hafði verið hinn versti á öldinni og gert ráð yfir 9000 manns land flótta. Fæstir íbúar hinnar glæsilegu Reykjavíkur vorra tíma munu gera sér ljóst, hvers konar lífskjör hinar 3500 sálir, sem þá bjuggu hér, áttu allflest- ar við að búa. — Þrjú næstu árin vann Hannes mest að fræði störfum og kennslu og lagði hart að sér, en árið 1891 réðst hann í að kaupa elzta blað landsins, Þjóðólf fyrir allhátt verð, og gerðist ritstjóri þess, og tókst á næstu tveim árum að greiða andvirðið. Þjóðólf gaf Hannes út samfleytt í 18 ár og taldi jafnan síðar það tímabil hið þróttmesta í ævi sinni. Þjóólfur var á þessu tímabili annað aðalskautið í is- lenzkri þjóðmálabaráttu, en hitt var Isafold, með Björn ritstjóra í broddi fylkingar, en milli þess ara höfuðmálgagna stóðu oftast þrumur og magnaðar eldingar. Þannig var Hannes kominn inn í stjórnmálaeldinn Hann sat alls á 7 þingum sem fulltrúi Árnes- inga, og á tveim hinum síðustu var hann forseti neðri deildar. Stjórnmálabarátta Hannesar er saga út af fyrir sig, sem hér skal -ekki rakin. En eitt skal þó nefnt, að ræða sú er Hannes flutti á aHþingi hinn 26. júií 1902 um stjórnarskrármálið, sýn- ir gleggst að í þeim efnum hugs- aði hann flestum bæði hærra og lengra. Hann fylgdi jafnan fast að málum Benedikt gamla Sveinssyni, meðan hans naut við, sem tekið hafði við hinni stjóm- málalegu erfðaskrá Jóns Sigurðs- sonar, Samfylgd Benedikts sýslu manns launaði Hannes með því að rita ævisögu hans, árið eftir að Benedikt dó, og var hún prent uð í Andvara aldamótaárið. Einn traustasti styrktarmaður og velunnari Hannesar á náms- árum hans og síðar var hinn ágæti lærdómsmaður Jón Pét- ursson, dómstjóri við Landsyfir réttinn, sem eins og Hannes var búinn náðargáfu á sviði ættfræði og hafði á árunum 1869—73 gef- ið út hið eina ættfræðirit, sem birzt hefur hér á landi. í liti. um bæ, eins og Reykjavík, hlutu þessir menn, þrátt fyrir aldurs- ar. Hún las nágrannatungurnar reiprennandi, var víðlesin, smekkvís á bókmenntir og sjálf skáldmælt svo af bar. „Ef tók hún blað og batt sín orð, var blœrinn hreinn og fagur“. kvað Einar Benediktsson í eftir- mælum um hana. Því miður eru flest kvæði hennar á dreif í lítt þekktum eða gleymdum tímarit- um, svo og í mörgum árgöng- um Þjóðólfs. Sum þessara kvæða mega heita perlur, eins og t. d. ljóðið Sícógafoss. — Flrú Jar- þrúður andaðist vorið 1924. Eftir að dr. Hannes missti konu sína, var hann í skjóli frú Jarþrúðar bróðurdóttur hennar, er var að nokkru leyti fóstur- dóttir þeirra hjóna, og hennar ágæta manns Sigfúsar M. John- sen stjórnarráðsfulltrúa og síðar bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Þegar þau hjón reistu sitt eigið hús, við Sóleyjargötu hér í bæ, hefði dr. Hannes verið þar meir en velkominn heimilismaður. En Hannes var vanafastur, svo sem hans var vandi, og kaus að dvelja kyrr í sínu eigin húsi. Leigði I hann þá mætum hjónum, Sig- mari Elíassyni kaupmanni, og konu hans Maríu Norðfjörð, hálfa íbúð sína og var þar í fæði hjá þeim. Frú María hlynnti að dr. Hannesi hin síðustu ar hans og annaðist hann í banalegunni með þeirri alúð og nærfærni, sem seint verður fullþökkuð. Þar sem þau hjón, dr. Hannes og kona hans, voru barnlaus, varð að jafnaði hljótt og fámennt kringum Hannes þegar kona hans var dáin og árin færðust yfir hann. En hann sökkti sér niður í sín fræðistörf, ferðaðist Ævir lærðra manna. mun, að dragast hvor að öðrum eins og járn og segull, enda varð Hannes brátt heimilisvinur í húsi Jóns, sem stóð neðst við Lauga- veg og stendur enn, þar sem nú er verzlunin Visir. — Árið 1889 gekk Hannes að eiga Jarþrúði dóttur þeirra hjóna. Ég var samtíða frú Jarþrúði um margra ára skeið, að vísu eftir að aldurinn var farinn að færast yfir hana. Okkur var jafnan vel til vina, enda þótt við værum börn tveggja alda. Hún hafði í æsku hlotið fulkomnari menntun en flestar konur hér- lendis. enda fór þar saman góð- ur efnahagur foreldranna og ágætar námsgáfur hennar sjálfr- aftur í liðnar aldir og sótti höfð ingja heim. Einnig naut hann þess, að hann átti valda vini, og þegar þá bar að garði tók hann á móti þeim með þeirri rausn, sem honum var lagin. Hann fór jafnan að sínum eigin lögum, kunni ekki við að láta aðra segja sér fyrir verkum. Hann var forn býll og átti jafnan ýmislegt kjara gott á kistubotninum. Þegar Háskóli íslands var stofnaður árið 1911, var Hannes settur þar docent í íslandssögu, en af stjórnmálaástæðum fekk hann ekki veitíngu fyrir stöð- unni. Síðar var honum boðin sama staða, en þá vildi hann ekki þiggja Sama árið réðst hann í lYIálverk af dr. Hannesi, gjört Wedepohl, prófessor, er hér var þjónustu Þjóðskjalasafnsins og tók við forstöðu þeirrar stofn- unar árið 1924 og hélt henni til dauðadags 1935. Við dr. Hannes vorum sam- starfsmenn um nær 12 ára skeið, tveir einir við safnið. Illa var að því búið. svo sem oft hefir viljað við brenna. Fyrstu árin var Jón Magnússon ráðherra. Fyrir safnið gerði hann ekki neitt, hvorttveggja var að af litlu var að miðla, og ekki bætti það um, að jafnan var í meira lagi fátt með þeim svilunurt\. Allt sumarið 1928 var ég einn við safnið. Það sumar dvaldi dr. Hannes í Kaupmannahöfn við skjalaheimtur á vegum rikis- stjórnarinnar. Dönum þótti hann bæði ýtinn og viðsjáll, enda reyndist hann fengsæll að sama skapi. Um haustið kom hann heim með um 1000 bindi og böggla og 24 kassa með fornbréf- um. Danir fengu aftur í skipt- um um 87 doðranta. sem áttu allir fremur heima í Danmörku. Meðal þessara skjala, sem dr. Hannes endurheimti, voru ýms stórmerk og þörf rit, svo sem hálft manntalið 1801, sem á sín- um tíma hafði orðið innlyksa í Danmörku, og manntölin 1762 og 1703, en hið síðastnefnda er eitthvert hið elzta þjóðarmann- tal, sem til er í veröldinni, og nú komið á prent. Hér er hvorki staður né stund til þess að gera grein fyrir öll— um þeim ritum, sem dr. Hannes samdi og gaf út. Þáttur hans í hinu mesta ættfræðiriti, sem gefið hefir verið út á islenzkj, Sýslumannaævum, er alkunnur. I Alþingismanntali sínu telur höfundurinn, Brynleifur Tobías- son, yfir 25 rit Hannesar smærri og stærri, aðeins eitt þessara rita og hið umfangsmesta skal hér gert að umtalsefni. Ævir Iærðra manna. Þetta öndvegisrit dr. Hannes- ar er geymt í handriti höfundar í Þjóðskjalasafni. Alliöng grein- argerð fylgir um það. hvernig rit þetta varð til. Dr. Hannes vann að því í meir ea 24 ár. Til þessa hlaut hann smávægi- legan styrk frá alþingi, gngn því að ríkið ætti handritið að honum latnum. Ekki veit ég þess dæmi, að nokkur maður hafi unnið jafn rækilega fyrir styrk- veitingu, enda var hér ekki unn- ið til fjár, heldur af innri hvöt. En hvað hefur þetta rit svo að geyma? Þegar Einar heit. Arn- af hinum þýzka málara, Th. á ferð, 1925 og 1927. órsson var menntamálaráðherra, flutti hann erindi um þetta rit í ríkisútvarpið og bað mig áður að gera lauslegt yfirlit um magn þessa ritverks. — Það geymir ekki ævisögur, heldur efnivið að ævisögum lærðra manna, allra þeirra, sem lifað hafa með þjóð vorri frá siðskiptum og fram yf. ir aldmótin 1800 Tala þeirra er 2092, og mér telst svo til, að rit- ið sé um 17.500 síður í. kvart- broti. Mest er þó um vert, að dr. Hannes vann allt verk á þann hátt, að allar þær þúsundir heim ilda, er hann lannsakaði, eru þurrausnar í eitt skipti fyrir öll. Hér eru samankomnar þær stað- reyndir, sem varðveitzt hafa um alla þá forvígismenn, sem þjóðin hefir átt á þeim mestu örlaga- öldum, er yfir hana hafa gengið, alla þá menn, sem héldu í henni lífinu, hugrekki hennar, ment- un og kristindómi. — Menn gera sér enn lítt ljóst hvílíkt ógrynni heimilda dr. • Hannes þurfti að rannsaka til að koma þessu riti saman, heilar safnadeildir bæði innn lands og utan. Hannes elti ekki heimildir sínar heldur gekk á móti þeim. Ritið geymdi hann í stórum skáp með hólfum í staf- rófsröð og setti jafnan hverja nýja vitneskju inn á sinn stað. Hann lagði svo fyrir, að rit þetta skyldi geymt á þessum lausu blöðum í blýhylkjum til útláns í Iestrarsal Þjóðskjala- safnsins. En þarna var ég alger- lega ósammála þeim mæta mnni. Rit í lausum blöðum eru jafnan í hættu. Ég reri að því öllum árum að rit þetta yrði bundið, og Runólfur heit. Guðjónsson, bókbindari safnanna, leysti þetta verk af höndum með bví trausta handbragði, sem honum var lag- ið, án þess að nokkur stafkrók- ur glataðist og skilaði hann rit- inu í 66 bindum. Jón Halldórs- son í Kóinu, sem upphaflega hafði smíðað innréttingar Safna hússins, gerði vandaðan eikar- skáp um ritið, eftir máli, svo skarðið segir jafnan til sín ef eitt bindi vantar. Við starfsmenn safnsins vorum jafnan á glóðum um rit þetta meðan hvert bindi þess var að- eins til í einni útgáfu. En svo komu blessaðir Mormónarnir og lljósmynduðu upp undir 30 km langa filmu af heimildum safn- anna, og Ævum lærðra manna var ekki gleymt. Þjóðskjalasafnið á nú eitt eintak af filmunni, auk þess héraðsskjalasöfnin á fsa- firði, Sauðárkróki og AkureyrL Framh. á bs. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.