Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 30. ágúst 1960 MORGVlVfíT. AÐIÐ 23 Hitinn versti óvinurmn RÓM, 29. ágúst. — Hitinn er enn- l>á versti óvinur íþróttafólksins í Róm. Hann dregur úr viljaþreki þess og getur liaft slæm áhrif á heilsufar þess. »♦♦♦♦♦ ♦♦♦ »♦» ♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ í 100 m frjálsri aðferð í sundi á laugardaginn varð eins og búast mátti við hörð keppni milli Ástralíumannsins John Devitt og Bandaríkjamanns- ins Lance Larson. Þeir komu hnífjafnir í mark. Þar sem margir þóttust sjá, að Larson hefði orðið sjónarmun á und- an töldu flestir hann sigurveg ara og var honum fagnað ákaflega og menn þyrptust utan að honum til að óska honum til hamingju. En skömmu seinna tilkynnti dóm nefndin, að Ástralíumaðurinn hefði sigrað, en háðir höfðu tímann 55,2 sekúndur. Fararstjóri Bandaríkjamanna kærði þessa niðurstöðu og hélt því fram, að Larson hefði aug- BANDARÍKJAMENN unnu fyrstu gullverðlaun sín á Ól- ympíuleikunum í gær, þegar Gary Tobian frá Kaliforníu sigraði í dýfingum. Landi hans, Sam Hall, varð annar með silfurverðlaunin. Mexíkó maðurinn Juan Botilla varð þriðji. Var keppnin jöfn og hörð milli þessara þriggja. Það var ekki fyrr en í síðustu dýfunni, sem Tobian komst fram fyrir keppinauta sína. 1 dýfingum tekur hver kepp- enda þrjár dýfur. Mexíkómaður- inn var efstur eftir fyrstu dýfuna, en eftir aðra voru þeir þrír hnífjafnir. 1 þriðju dýfunni tókst Tobian mjög vel, hún var talin eitt það fullkomnasta sem sézt hefur í þessari íþróttagrein. Því næst stökk Botilla. — Var auð- séð að hann tók á öllu sem hann átti til — og meira en það. Hann reyndi dýfu með þreföldum hring, sem er hið erfiðasta í dýf- ingarlistinni, — enda reyndist það honum of erfitt og hann fékk lága stigatölu fyrir. Úrslitin voru þessi: Tobian 170 stig, Hall 167,08 og Botilla 162,30. Gary Tobian er 25 ára og hefur í nokkur ár verið í tölu beztu dýfingarmanna Bandaríkjanna. Dýfingar eru erfið og hættuleg íþrótt. 1 þeim kasta menn sér niður úr 8 metra turni. Tobian hefur ekki farið varhluta af því, að vatnið er oft grjóthart, þegar Rússneskur þjálfari sagði í dag við blaðamenn að rússnesku keppendurnir ættu bágt með að sofa vegna hins mikla hita og þunga í loftinu. Áhorfendur hafa einnig orðið fyrir barðinu á hitanum. Áhorf- endur að glímunni, sem fram fer á hinum foma leikvangi, Basiiica of Massenzio, urðu að flýja í for- sælu. 1 sundhöllinni er ekki heldur neitt skjól fyrir hinni brennandi sól, og í gær var hitinn þar eins og í steikarofni og gosdrykkja- flöskur með ís í voru algeng sjón meðal áhorfenda. sýnilega orðið á undan, ætti hann að hljóta gullverðlaunin og timi hans væri 55,1 sek. Á sunnudag- inn kom dómnefndin saman til að ræða kæru Bandaríkjamanna og var kærunni þar vísað frá með 5 atkvæðum gegn 1, og telst Devitt þar með löglegur sigurveg ari. —• Keppnin milli þeirra Devitts og Larsons var mjög hörð frá byrjun og fylgdust þeir næstum því alveg að alla brautina. — Áhorfendahópurinn var yfir sig spenntur og heyrðist ekki manns ins mól því að svo mjög hvatti fólkið þessa keppinauta með hrópum og köllum. Þriðji maður í keppninni varð D®s Santos frá Brasilíu 55,4, 4. Bruce Hunter, Bandarikjunum, 55,6, 5. Istvan Debay, Ungverja., 56,3, 6. R. Pound, Kanada, 56,3, 7. A. Burer, S-Afríku, 57,3 og 8. S. Lindberg, Svíþjóð, 51,1. menn falla úr svo mikilli hæð. Einu sinni missti hann framtönn og í annað skipti lærbrotnaði hann. Hann er frægur fyrir það í Bandaríkjunum, að vera alltaf að reyna nýjar aðferðir í dýfing- um. — Svíi vinnur 6. gullverðlaun sín RÓM, 29. ág. — í gær vann Sví- inn Gert Fredriksson sjöttu gwll- j verðlaunin á Oiympiuleikum síð- j an fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Hann vann einnig bronzverðlaun í eins manns kajakróðri, en gull- verðlaunin hlaut hann er hann ásamt öðrum Svía vann tveggja manna kajakróður. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. því að fá kvenfólk til slíkra ferða, m. a. vegna þess, að það er bæði léttara og fyrirferð- arminna en karlmenn, en það er fremur hætt við að athafna svið í geimförum verði ekki ýkjamikið fyrst í stað. Auk þess er jafnvel búizt við því, að konur verði betur fallnar til einhliða starfa í geimskipi. Einnig kom það í ljós við rann sóknina, að Jerrie Cobb not- aði minna súrefni en nokkur karlanna sjö. Mælir því ýmislegt með því að hún fari síína fyirstu ferð út í geiminn á undan þeim. Félagslíf Knattspyrnufélagið Þróttur Æfing í kvöld kl. 8 fyrir M. 1. og 2. flokk á íþróttavellinum. Mjög áriðandi að allir mæti. Þjálfarinn. Handknattleiksdeiid Vals 2., 1. og meistaraflokkur karla. Fundur að Hlíðarenda kl. 8,30 í kvöld. — Stjórnin. Somkomnr Hjálpræðisherinn Ársþingið heldur áfram. Al- menn samkoma í kvöld kl. 20,30. Ofursti Albrö talar, foringjar og hermenn taka þátt í samkom- unni. Fíladelfía Samkoma í kvöld kl. 8,30. — Grænlandstrúboðarnir Anne Dahlen og Lillimor Reitung tala. Allir velkomnir. Mínar beztu þakkir til allra þeirra nær og fjær er minntust mín með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextíu ára afmæli mínu 12. ágúst sl. Eymundur Guðmundsson, Hásteinsvegi 35, Vestmannaeyjum Innilegt þakklæti til allra, er sýndu mér velvild á sjötíu áxa. afmæii mínu 25. ágúst. — Sérstaklega þakka ég hr. rithöfundi Elíasi Mar og hr. forleggjara E. Ragnari Jónssyni fyrir mikinn heiður mér auðsýndan. Þórður Sigtryggsson Innilega þakka ég öllum þeim, nær og f jær, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum, viðtölum og heimsóknum á sjötugs afmæli mínu, 8. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll. Æðey, 19. ágúst 1960. Sigríður Guðmundsdóttir Innilegar þakkir íæri ég öllum, er glöddu mig með heim sóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 23. þ.m. , Helga Þorsteinsdóttir, Heiði, Rangárvöllum. Innilega þakka ég öllum þeim vinum og vandamönnum, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu, hinn 25. ágúst s.l. Einnig þakka ég samstarfskonum mínum úr Kvenna- bandinu fyrir höfðinglega gjöf og gott samstarf ianga tíð. — Guð blessi ykkur öll. Kristín Gunnarsdóttir, Auðunarstöðum. Bandaríkin mótmœla en Devitt dœmdur sigur Fyrstu guSlverölaun Bandaríkjamanna ÞÓRA JÓNSDÖTTIR Barmahlíð 55 lézt 1 Landspítalanum 29. þ.m. Vandamenn HJÖRMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Hjálmsstöðum, andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði laugard. 27. ágúst sl. Vandafólk GUNNAR JÓNSSON kaupmaður, Týrsgötu 3, lézt í Landsspitalanum sunnudaginn 28. ágúst. Þjóðbjörg Pálsdóttir og systkini hins látna STEFANlA JÓNSDÓTTIR frá Gauksstöðum, andaðist að heimili sínu, Nökkvavog 7, hinn 27. þ. m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. sept. kl. 1,30 e.h. —Blóm og kransar afbeðið. Börn hinnar látnu. Útför föður okkar ÁRNA Ó. THORLACIUS fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 31. ágúst kl. 2 e.h. — Húskveðja hefst kl. 1 frá heimili hins látna Brávallagötu 8. Anna, Þórunn og Jón Thorlacius. Föðursystir okkar RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Skiphyl, sem lézt 25. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 10,30. — Blóm afbeðin. Athöfninni verður útvarpað. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir. Útför mannsins míns, föður og tengdaföður okkar SÍMONAR SlMONARSONAR bifreiðarstjóra, Þorfinnsgötu 8, fer fram frá Fríkirkjunni fimmtud. 1. sept. og hefst kl. 1,30. Ingibjörg Gissurardóttir, börn og tengdabörn. Innilega þökkuin við öllum þeim, sem auðsýndu okkar samúð, vináttu og ómetanlega aðstoð við andlát og jarðar- för konu minnar og móður okkar, HÓLMFRlÐAR GUNNARSDÓTTUR Sömuleiðis þökkum við læknum og hjúkrunarkonum Sjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun og hlý- hug henni auðsýndan í langri sjúkdómslegu hennar þar. Kristján Árnason, Árni Kristjánsson, Gunnar H. Kristjánsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar HALLDÓRSRÚNARS Ingibjörg Halldórsdóttir, Torfi Guðbjartsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNS VALGEIRS HALLVARÐSSONAR Suðurlandsbraut 27. Sérstaklega þökkum við eigendum og starfsfólki í þvottahúsinu Grýtu. Eiginkona og systkini. Þökkum auðsýnda samúð og kveðjur við fráfall og jarðarför föður míns EINARS SKÚLASONAR frá Grafarnesi. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Jóumundur Einarsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUDJÓNS ÞORKELSSONAR Urðarstíg 13. Jónína Ásbjörnsdóttir og aðrir aðstandendur. SYNDIÐ 200 METRANA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.