Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. ágúst 1960 Mikil laxgengd Veiði í Kleifarvatni A japönsku eyjunni Kynshu er hákarladráp hliðstætt grrinda- drápi Færeyinga. Einu sinni á ári eru hákarlavöður reknar þar á land og þá er nú heldur handagangur í öskjunni. Fólk þyrpist að og horfir með velþóknun á, þegar þessar grimmu skepnur eru að velli lagðar. LIBIÐ er nú langt á Iaxveiði- tímann í flestum ám landsins, og á einum stað er veiði lokið — netjaveiði í Hvítá í Borgarfirði. Veiði lauk þar 20. ágúst sl. en allri laxveiði lýkur 20. septem- ber n.k. Gekk snemma Samkvæmt upplýsingum, er Mbl. hefur aflað sér hjá Veiði- miálastofnuninni, hefur laxveiði verið góð í sumar og víða ágæt, enda laxgengd í ár verið mikil. Laxinn gekk snemma í ár á Suður- og Vesturlandi, og var hagstæð tíð til veiða, þar til fyr- ir um það bil hálfum mánuði. Hefur laxveiði verið treg síðan, vegna stöðugra þurrka. 5000 laxar í Elliðaár .í Elliðaánum, Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit og flestum ám í Borgarfirði, hefur verið ágæt veiðj í sumar og sömu sögu er að segja um veiði í Víðidalsá og Laxá í Ásum. Veiði hefur einnig verið góð í Miðfjarðará og Laxá í Þingeyjarsýslu. Rúmlega 1200 laxar haifa veiðzt í Elliðaánum, en um 5000 laxar hafa gengið í árnar. í Laxá í Kjós hafa veiðst tæplega 900 laxar, en í þessum tveimur ám veiddust alls 1000 laxar í fyrra. Um 900 Iaxar eru komnir á land úr Laxá í Þingeyjarsýslu. Laxamerkingar Lax hefur verið merktur í Ölfusárósi í sumar. Veiðifélag Ár- nesinga hefur komið þar fyrir laxagildru til merkinganna, og veiðimálastjóri látið merkja lax- inn og silunginn, sem komið hef- ur í gildrurnar. Merkingar þess- ar eru liður í að kanna laxagömg- ur. Þegar hafa endurveiðst nokkr ir merktir laxar í ölfusá frá nokkrum veiðijörðum þar, og einn merktur sjóbirtingur veidd- ist í Holtsósi undir Eyjafjöllum. Er þess vænst að veiðimenn aust- ain fjalls gefi því gaum, hvort fiskurinn, sem þeir veiða, er merktur — og ef svo er, að þeir láti Veiðimálastofmunina vita. Kleifarvatn — veiðivatn Stangaveiði hefur verið stund- uð í Kleifarvatni í sumar, eins ag í fyrra, en veiðin hefur ver- ið tregari nú. Fiskurinn, sem veiðist, er yfirleitt vænn. Stangveiðifélag Hafnarfjarðar hefur vatnið á leigu hjá Hafnar- fjarðarbæ til langs tíma. Félagið hóf fiskrækt í vatninu 1954, en þá voru fluttar í vatnið um 100 lif- andi bleikjur úr Hlíðarvatni í Selvogi, og 1958 voru fluttar á annað hundrað bleikjur til við- bótar. Allur þessi fiskur var merkt- ur og hafa nokkrir fiskanna end- urveiðzt. Auk þessara fiska hef- ir verið sleppt í vatnið „sleppi- seiðum“ af bleikju, t.d. voru 27 þúsund slík seiði flutt í vatnið á si. ári. Þessi seiði höfðu öll verið I eldisstöð Jóns Kr. Gunnars- sonar í Hafnarfirði um sumarið. Ekki fisklaust Þegar stangveiðifélag Hafnar- fjarðar tók vatnið á leigu, var álitið að það væri fisklaust og svo hefði verið um langan aldur. Biaðið hefur fregnað að maður í Hafnarfirði, Jóngeir Eyrbekk að nafni, hafi flutt fisk í Kleifarvatn, áður en stangveiðifélagið flutti bleikjurnar í það. Jóngeir veiddi fisk í Geststaðavatni í Krýsuvík og flutti lifandi í Kleifarvatn. Þetta gerðist á árunum 1949—50. Skipti þessi flutningur hundruð- um fiska. Tilveruréttur íslenzkrui tón- listar AÐALFUNDUR STEFs með full- trúum Tónskáldafélags íslands og annarra rétthafa tónverka leyfir sér að vekja eftirtekt á því, að við úthlutun listamannalauna rík isins hefir ekki nema rúmlega tíunda hluta heildarupphæðarinn ar verið úthlutað til íslenzkra tón höfunda ,en auk þess af þriggja milljóna króna árstekjum Menn- ingarsjóðs nærri því engu til tón skálda, enda þótt sjóðslögtmum hafi nýlega verið breytt þannig að tónlistin skuli teljast jafn rétthá öðrum listgreinum. Af þessu er Ijóst ,að tilveru- réttur íslenzkrar tónlistar er ekki enn viðurkenndur að neinu marki hér á landi af opinberum aðiljum. Fundurinn telur jafna skipt- ingu fjárveitimga milli bók- fnennta, myndlistar og tómlistar með sérfróðri stjórn fyrir hverja j^JLélegtberjaár — Hvað er þetta, kona, það eru engin ber sunnan lands í ár. Það er sagt að maður verði að fara alla leið vestur á Barðaströnd. Hvað á það að þýða að rífa mann upp eld- snemma á sunnudagsmorgni með svona vitleysu? — Hvort sem eru ber eða ber ekki, þá iæt ég ekki um mig spyrjast að ég eigi enga berjasaft í vetur — eins og ég sé einhver ómynd! Og hugs- aðu um vítamínin, maður, þegar komið er fram i skamm degið og krakkarnir orðnir guggnir. Það er bara leti í þér að nenna ekki að hjálpa mér að afla þessarar hollu fæðu, sem í þokkabót kostar ekki eyri. — Bensínlíterinn er kom- inn upp í 4 krónur og fara það þó nokkrir, ef á að fara æða vestur í Dali eða upp í Borgarfjörð. listgrein óhjákvæmilega, ef ís- land á í framtíðinni að geta tal- izt fullgild menningarþjóð. Ályktun þessi var samþykkt á aðalfundi STEFs 26. þ.m. f stjóm félagsins eru: Jón Leifs, formað- — Ekkert rövl! Við förum öll og tínum eins mikið af berjum og er að hafa. • Skemma tínurnar lyngið? Svona samtöl hafa vafa- laust átt sér stað á mörgum heimilum á sunnudagsmorgni. A. m. k. trúi ég varla að allir þeir sem stóðu hálfbognir úti um holt og móa og voru að reita upp þessa óveru af berj- um í nágrenni Reykjavíkur, hafi gert það alveg möglunar laust ur, Skúlj Halldórsson, Þórarinn Jónsson, Snæbjörn Kaldalóns og Sigurður Reynir Pétursson hæsta réttarlögmaður. fslenzkir höf- undarétthafar félagsins eru nú um þrjú hundruð. (Frá STEFI), urlandi, en af Norðurlandi og Vestfjörðum fréttist af mikl- um berjum. Sumir kenna þurrkunum um, aðrir segja að búið sé að eyðileggja beztu berjalöndin á undanförnum árum með tíu unum. Þær rífi upp lyngið og tæti jarðveginn, svo það taki nokkur ár fyrir lyngið að jafna sig aftur. Aðrir segja að þetta sé hreinasta vitleysa. Ef ekki sé tínt af því meiri þjösnaskap, skemmi tínurnar ekkert. Þetta er þó atriði, sem þyrfti að ganga úr skugga um. Lyng er svo mikill hluti af gróðrinum hér á landi, að við megum ekki eyðileggja það markvisst. Þeir, sem brenndu skóginn hér áður fyrr og beittu á hann, hafa vafalaust ekki haldið að þeirra hlutur, hvers um sig, gæti breytt nokkru um það Vörubirgðir lil eins mánaðar BAMAKO og PARÍS, 24. ágúst (Reuter — NTB — AFP) Ráðamenn í Súdan hafa snúið sér til Fílabeinsstrandarinnar með tilmæli um að halda opnum flutningaleiðum fyrir Súdan við Atlantshafið, meðan sambandið sé óbreytt milli Sú- dan og Senegal. Áköf aðsókn hefur verið íað verzlunum í Súdan. Húsmæð- I ur óttast mjög vöruþurrð og hamstra því geysilega. Stjórmn álítur hins vegar, að nægileg- ar vörubirgðir séu í landinu til eins mánaðar. Hefur ekki svarað De Gaulle. Er Mobido Keita kom til Súd- an frá Dakar, þar sem honum hafði verið haldið í stofufang- elsi, var honum ákaft fagnað. Er áætlað að um 40 þúsund manns hafi tekið á móti honum í Bamakoo. Keita hefur enn ekki svarað boði De Gaulle um að koma til Parísar og ræða sambandsslit ríkjanna. Stjóm Súdans hefur setið á rökstólum um framtíð- arstefnu Súdans og heldur enn fast við þá fullyrðingu, að ríkja- sambandið verði að varðveita hvað sem það kosti. Bíða átekta. Mamadou Dia fór frá París í dag. Eftir fund peirra De Gaulle hélt franska stjórnin þriggja klukkustunda fund og ræddi um þá hættu, sem franska ríkjasam veldinu kynni að stafa af klofn- ingi Mali-sambandsins. Var á- kveðið að bíða átekta um sinr. og gera engar ráðstafanir fyrr en sýnt væri að ríkin leystu mál- ið ekki sjálf. hvort landið yrði skógi vaxið eða bert. En undir hvern skyldi lyng vernd falla? Sennilega væri Náttúruverndarráð rétti aðil- inn til að láta athuga málið, og gera tilraunir með lyng og berjatínur. Öðru vísi verður vart gengið úr skugga um hvort tínurnar valda tjóni. Og auðvitað er fjarstæða að fara að banna þær, nema vit- að sé og sannað, að þær séu til ills. Það er ekki svo lítið hag- ræði í að tína með þessum berjatínum. Oð sjálfsagt er að nota þær eins og önnur áhöld, ef þær ekki skemma. * Eins og iðnir maurar Heiman frá einum bænum uppi á Kjalarnesi, þar sem við höfðum viðdvöl á sunnu- dag, mátti sjá svarta díla um alla iandareignina. Það var eins og móarnir væru orðnir þakktir af iðandi maurum. Bóndinn sagði mér frá því, að aðeins tveir eða þrír hefðu komið heim og beðið um leyti til að leggja undir sig landið hans Að sjálfsögðu var slíkt leyfi auðfengið, annað væri akkert annað en meinsemi, því berin grotnuðu niður eng- um til góðs, ef þau væru ekki tínd. En ókurteisin og frekj- an í þeim, sem koma inn á annarra landareign og fara að hirða ávextina, án leyfis, er jafn mikil fyrir það. Einstaka maður og stofn- anir setja þó upp skilti og banna alla berjatínslu í land- inu. í eina girðingu kom ég, þar sem mikið var af berjum, sem enginn má tína. Auðvit- að er landeiganda í sjálfsvald sett hvort hann bannar beria tínslu í landi sínu — og kann ski hann hafi einhverja ánægju af því að vita heldur berin grotna niður en verða að saft hjá myndarlegri húsmóður og að vítamínríkri fæðu fyrir guggna krakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.