Morgunblaðið - 30.08.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 30.08.1960, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. ágúst 1960 Hafa hug til að standa uppi FLESTAR stærri uppgötvan- ir, sem valda byltingu í heimi vísindanna, eru gerðar af mönnum undir 35 ára aldri. Það eru hugdjarfir menn, sem hafa stigið stóru skrefin, sem mannlegar íramfarir hafa jafnan byggzt á. yngri ár mannsins, sem mestu Sagan sannar. að það eru yngri ár mannsins, sem mestu máli skipta — eldri mönnum hættir til að vera of hægfara og varfærnir, og þeir eru fremur bundnir á klafa van- ans. Nægir að nefna hér nokkur dæmi til að sýna fram á þetta. Hippókrates, gríski ung- lingurinn, sem oft er nefnd- ur faðir læknisfræði nútím- ans, ruddi læknavísindunum braut út úr heimi hjátrúar og skottulækninga Hann reis upp gegn prestalæknum, sem trúðu því, að sjúkdómar yrðu til af því, að sjúklingurinn hefði móðgað guð Hippókrat- es var fyrstur til að halda því fram, að sjúkdómar stöfuðu af veraldlegum orsökum. Hann og hinir ungu samverka menn hans iögðu grundvöll að nákvæmri greiníngu sjúk- dóma, meðferð þeirra og bata horfum. Þeir urðu fyrstir til að sanna, að sjúkdómar breiddust út og urðu að skæð um farsóttum. Koperníkus var innan við tvítugt, þegar hann kollvarp aði gömlum og rótgrónum kenningum í stjarnfræði og fullyrti, að það væri ekki jörð in heidur sólin, sem væri mið punktur alheimsins. Þessi djarfa fullyrðing varð til þess að hann var ofsóttur og kall- aður trúvillingur, heiðingi og trúleysingi. Margir fylgis- manna hans voru brenndir á báli. Sannfæring hans breytt- ist ekki, þótt aldurinn færð- Dr. Maurice R. Hilleman (til hægri) leiðbeinir lækni frá Asiu um meðferð lyfsins. ist yfir hann, en hann missti kjarkinn með aldrinum og óttaðist, að kenningar hans yrðu birtar í heild. Vesalíus, flæmskur líffæra fræðingur á 16. öld, var líka innan við tvítugt, þegar hann vefengdi af hugmóði kenn- ingar Galens í líffærafræði, sem verið höfðu heilög ritn- ing í rúm þrettán hundruð ár. Vesalíus hélt fast við sitt og svo fór. að hann var gerður prófessor í líffærafræði tutt- ugu og þriggja ára. Hann var aðeins 29 ára, þegar hann gaf út bók um líffærakerfi manns ins, sem kom skriði á vísinda- legar lækningar. Harvey, ungur enskur læknir, var rétt um þrítugt, þegar hann birti kenningu sína um blóðrásina, sem olli byltingu á þessu sviði og kom af stað flóði mótmæla gegn honum. Sir Isaac Newton skil- greindi þyngdarlögmál sitt og hreyfingu og kollvarpaði fyrri kenningum lögmál ljóss ins, áður en hann var hálf- þrítugur. Að vísu urðu hon- um á mistök, sem han leið- rétti síðar, en meginundir- stöðu að nútímavísindum má að nokkru rekja til hinna djörfu kenninga Newtons á seytjándu öld. Skemmst er að minnast þýzka ofvitans og eðlisfræð- ingsins Alberts Einsteins. Hann var aðeins hálfþrítug- ur, þegar hann kom frarn með afstæðiskenningu sina og endurbætti eldri kenningar um þyngdarlögmál. Fyrir nokkru var gert fræði legt yfirlit yfir sögu og þró- un vísindanna fram á okkar daga. Þar kemur í ljós, að 95 af hundraði af stórbrotnum vísindauppgötvunum voru og eru enn gerðar af vísinda- monnum mnan við 35 ára aid ur. Eftir það dregur mjög úr frumleika þeirra og áræðni. Nú er eðlilegt að spyrja af hverju þetta stafi. Svarið er sennilega, að ungir menn hafa þann fítons sköpunarkraft, andlegan og líkamlegan, sem til þarf Þeir eru ekki enn bundnir á klafa vanans í hugs un. né skeyta þeir svo mjóg um hvað starfsbræður þeirra hugsa. Þess vegna er það, að þeir hafa hug til að vera öðru vísi en aðrir og draga í efa gildandi kenningar. Kunnur fræðimaður og kennari hefur sagt: „Það eru aðeins hinir ungu, sem mega við því að synda gegn straumnum". Eldri menn, sem komnir eru til vegs og virðingar, hika við að stofna aðstöðu sinni í hættu. Svo að ekki líti svo út sem við séum að halda því fram, að við höfum ekki þörf fyr- ir störf manna. sem komnir eru yfir 35 ára aldur, viljum við taka það skýrt fram nú, að menn á þessum aldu leggja fram drjúgan og ómetanleg. an skerf hver á sínu sviði.Hér er oft um að ræða íramhald rannsókna, sem byggðar eru á uppgötvunum, er menn þessir hafa gert á unga aldri. Eldri menn hafa lika þann þroska og dómgreind til að bera, sem með þarf til að við- halda jafnri og eðlilegri þró- un vísindanna. Þeir hafa og reynslu, sem þarf tii að kenna yngri mönnurn og þjálfa þá, til að brjóta niður þær hindr- anir, sem eru á vegi vísind- anna og munu gera það í fram tíðinni. Þegar ungir menn og gamlir vinna saman, verða þeir ósigrandi. (The Johns Hopkins Uni- versity, Lynn Poole). Sir Farndale svartsýnn á viðrœður um landhelgismálið egi því skilyrði, að brezkir út- vegsmenn fái aðstöðu í Noregi. En brezka stjórnin hefur boðið togaraeigendum að eiga fulltrúa við næstu viðræður við norsku ríkisstjórnina um landhelgismál- ið, sem fram fara í haust. Kapp- reiðar ,Geysis' HIÐ árlega hestamót Hestamanna félagsins Geysis, í Rangárvalla- sýslu háð á Rangárbökkum við Hellu 24. júlí s.l. Úrslit urðu þessi: Góðhestar I (alhliða ganghestar). 1. Flugar, Eig. Sigurður Haralds- son, Hellu. 2. Faxi, Eig. Karl Þórðarson, Kvíarholti. 3. Tvistur, Eig. Sveinbjövn Bene- diktsson, Gunnarsholti. Góðhestar II (klárhestar með tölti). 1. Litli-Jarpur, Eig. Sigríður Ágústsdóttir, Hellu. 2. Bleikur, Eig. Gunnar Magnús- son, Ártúnum. 3. Gylfi, Eig. Vilborg Sæmunds- dóttir, Lágafelli. Folhlaup 250 m. 1. Or, 20,6 sek. Eig. Þorkell Bjarnason, Laugarvatni 2. Goði, 21,0 sek. Eig. Eyvindur Ágústsson, Skíðbakka. 3. Teningur, 21,0 sek. Eig. Stein- þór Runólfsson, Hellu. Stökk 300 m. 1. Brúðkaups Jarpur, 23,0 sek. Eig. Guðm. Steindórss., Haugi. 2. Þytur, 23,3 sek. Eig. Ester Guð mundsdóttir, Laugarvatni. 3. Þráinn 23,4 sek. Eig. Gunnars- holtsbúið. Stökk 350 m. 1. Víkingur, 27,0 sek. Eig. Magnús Gunnarsson, Ártúnum. 2. Léttfeti, 27,2 sek. Eig. Ragnar Jónsson, Bollakoti. 3. Skenkur, 27,3 sek. Eig. Sigfús Guðmundsson, Laugarvatni. Á skeiði náði enginn hestur tilskyldum tíma til verðlauna. Sýnd voru 29 tryppi i tamn- ingu og taldi dómnefndin að einna efnilegastur væri Reykur, Eig. Frimann Isleifsson, Oddhól. Alls komu 104 hross fram á mót inu, var þar gott hestaval og er mikil gróska í hestamennsku Rangæinga. — Fréttaritari. SEÚL, S-KÓREU, 23. ágúst — (Reuter) — Forsætisráðherra S- Kóreu, John Chang hefur lagt lista yfir ráðuneyti sitt fyrir þing S-Kóreu. Tilnefnir hann í stjórn sína 14 menn, sem flestir eru úr þeim armi demokrataflokksins sem styðja John Chang. Telur ab Bretar verbi oð taka ertiba ákvörðun BREZK blöð hafa nýlega skýrt frá bréfi, sem Sir Farndale Phillips formaðui sambands tog- araeigenda skrifaði Hector Hugh es þingmanni Aberdeen varð- andi landhelgismálin. í bréfi þessu kemur það fram, að Sir Farndale kveðst óttast að lausn fiskveiðideilunnar við ísland hafi 1 för með sér að Bretar kunni að verða að taka erfiða ákvörðun, sem muni hafa alvar- leg áhrif fyrir sjávarútveg þeirra. Ennfremur víkur Sir Farndale að því að líklegt sé að tólf-mílna fiskveiðiland- helgi muni verða grundvöllur ti! samkomulags í landhelgisdeii- unni, sem nú er komin upp milli Breta og Norðmanna. Sir Farndale er svartsýnn i bréfinu og telur ennfremur lík- legt, að Danir muni krefjast tólf mílna landhelgi við Færeyjar og Grænland. Telur hann að brezk- ir fiskimenn múni bíða verulegt tjón af allri þessari þróun í átt- ina til tólf mílma fiskveiðiland- helgi. 'Segir Sir Farndale í bréf- inu, að brezkir fiskimenn vænti þess er þeir verða fyrir svo miklu tjóni, að brezka stjórnm sýni ekki skeytingarleysi, heldur styðji hún sjávarútveginn fjár- hagslega ef þess verði þörf. Þá er annað ráð sem Sir Farndale bendir á til að draga úr erfiðleikum brezkra fiski- manna. Það er að stofnaður verði almennu^. sameiginlegur fiskmarkaður landanna í Norð- ur-Evrópu. „Slíkur markaður" segir Sir Farndale, „Myndi tengja saman sjávarútveg land- anna, Friverzlunarsvæðið, Is- land og Evrópumarkaðinn og honum ætti að fylgja jöfn að- FRÁ því hefir verið skýrt að H. Vissers N. V. í Hollandi, sem hér á landi eru þekktir meðal bænda af Vicon Lely hjólmúga- vélunum, hafi hlotið fyrstu verð- laun fyrir framleiðslu sína í Hol landi, og eru verðulaun þessi kennd við Vilhjálm 1. Verðlaunin eru veitt til heiðurs þeim einstakl ingum eða fyrirtækjum, sem mest hafa stuðlað að aukningu iðnaðarins þar í landi eða gerzt brautryðjendur í nýrri tækni. Eins og kunnugt er hófu þeir fyrstir framleiðslu hljólmúgavéla í heiminum og flestar þær gerðir hljómúgavéla, sem nú eru á mark aðnum, eru framleiddar með leyfi Vicon Lely. Verksmiðjan hélt nýlega hátíð- legt 25 ára afmæli sitt. Fyrirtæk- staða til veiða til fisksölu og sameiginlegar stofnanir". Er það greinilegt upp á sið- kastið, að brezkir togaraeigend- ur eru áhugasamir um það að koma á fót slíkum sameiginleg- um markaði. Þeir hafa t. d. fitjað upp á því í sambandi við aðild Norðmanna að Fríverzlun- arsvæðinu. Vilja þeir binda aukinn fiskinnflutning frá Nor- ið byrjaði starfrækslu sína sem lítið vélaverkstæði og verzlaði jafnframt með smávörur, áburð og aðrar landbúnaðarvörur, en í dag er fyrirtækið stærsti fram- leiðandi heyvinnuvéla í heimin- um og langstærstu framleiðendur i Hollands í landbúnaðarvélum al- mennt. Verksmiðjan flytur nú út meira en 70% framleiðslu sinnar. Umboðsmenn Vicon Lely verk- smiðjunnar hér á íandi er Globus h.f. Bangkok, Thailandi, 26. ág. — Löggjafarþing Thailands hefir samþykkt við fyrstu umræðu frumvarp til laga, sem miðar að þvi að reisa skorður við vændi og kynvillu Hlulu Vilhjálms I. verðlaunin Wf'fomfffflwwir ffftjf MVNDIN sýnir er Josep Kitt- inger höfuðsmaður í banda- ríska flughernum stckkur úr loftbelgskörfu sinni í nærri 32 kílómetra hæð yfir White Sands i Nýju Mexíkó fyrir hálfum mánuði. Kittinger lét sig falla utn 26 kílómetra leið áður en hann opnaði fallhlíf sína. Var hann alls 13 minútur og 8 sekúnd- ur til jarðar. Setti Kittinger þarna nýtt tiæðanmet i fallhlífarstökki, en fyrra met átti hann einnig og var það um 23 kílómetrar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.