Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 22
22 MORCVISBL 4 Ð1Ð ■Þriðjudagur 30. ágúst 1960 (leimsmetin standast ekki átökin á Olympí uleikunum ROM, 29. ágúst (Reuter) ER 100 metra frjálsri aðferð karla var iokið fór fram 200 metra bringus'U.nd kvenna, þar sem ensk stúlka, 19 ára skóla- kennari, Lonsbrougt, setti heimsmet. Keppnin var geysi- 'hörð og mátti segja að hvert sundtak gæti ráðið úrslitum í hinni miklu keppni við þýzku stúlkuna Wiltrud Urselmann, handhafa heimsmetsins 2:50,2 mín. Enska stúlkan var sjón- armun á undan þýzku stúlk- unni; en þær fengu sama tirna 2:50.0 min. Bandarísku þátt- takendurnir voru aftaiiega. Anna Warner varð 6. og Patty Kemper 7. Fraser setur met Til viðbótar þessu heimsmeti va reinnig sett Olympíumet. Það met settí ástralska stúlkan Dawn Fraser í undanúrslitum 100 m. frjálsaðferð fyrjr konur. 20 þús. manns voru áhorfendur að hin- um hörðu og spennandi keppn- um sundsins á laugardag. Dawn Fraser vann sinn riðil í undan- úrslitunum á 1:01,4 mín og bætti þar með metið sem bandaríska stúlkan Chris von Saltza setti daginn áður (1:01,9 mín). Ohris von Saltza vann einnig sinn rið- il á 1:02,5 mín. Carolyn Wood, Bandaríkjunum komst einnig í úrslitakeppnina, en Usa Konrads frá Ástralíu komst ekki í úrslit. Heimsmet í boðsundi. Fagnaðarlætin voru geysileg er tilkynnt hafði verið að banda- ríska sveitin í 4x100 m fjórsundi hefði sett heimsmet, bætt það um 2.2 sek, en gamla m,etið áttu Ástralíumenn, sett 1958. Árang- ur bandarísku sveitarinnar er enn eftirtektarverðari fyrir það að aðeins 2 af föstum mönnum sveitarinnar syntu. Þetta er ný grein á Olympíuleikunum og er bringusundsspretturinn var synt- ur, var sundmaðurinn 3/10 úr sekúndu undir heimsmetin.u á vegalengdinní og skriðsunds- spretturinn var syntur á sama tíma og heimsmetið. J. Hait synti á 1:11,2 Paul Hait syntj bringusunds- sprettinn á 1:11,2 mín og Steve Clark, sem er 17 ára, synti skrið sundssprettinn á 54.6 sek. Hvor- ugur mun þó fá tímann stað- festan sem met því að heims- met eru aðeins viðurkennd ef þau eru sett og startað hefir verið með byssu. Bob Bennett, 17 ára, synti fyrsta sprettinn baksund á 1:02,2 min og Dave Gillanders var 59,8 sek. með flugsundssprett- inn. Þjálfari bandaríska sundflokks ins, Bob Kiphubh, var spurður um hvaða tíma bandaríska sveit- in mundi ná í úrslitunum og sagði hann að þeir myndu synda á 4:06,0 mín. Ástralía vann sinn riðil í fjórsundinu á 4:14,6 mín. og Japan vann sinn riðil á 4:16,0 mn., eftir harða keppni við ítali, sem fengu sama tíma og Rússar, þeir fengu 4:16,2 mín. Þær þjóðir sem komust í úrslitakeppnina eru: Bandaríkin, Ástralía, Kan- ada, Japan, Ítalía, Holland, Rúss land og Bretland. Frjáls aðferð kvenna í 100 metra frjálsri aðferð fyr- ir konur komust í úrslit: Ðawn Fraser, Ástralíu; Ohris von Salt za, USA; Natalie Steward, Engl., Csiili Bajnoger, Ungverjal., Erica Terpstra Hollandi og Cockie Gastelaars, Hollandi. Úrslit í 200 m bringusnndl 1. Aita Lansborough, Engl. 2:49,5 2. Wiltrud Urselm. Þýskl. 2:50,0 3. Barbel Goebel, Þýzkal. 2:53,6 4. Ada Den Haan, Holl. 2:54,6 5. M. Kock, Hollandi 2:54,6 6. Ann Warner, USA 2:55,4 7. Patty Kemper, USA 2:55,5 8. D. Kristensen, Danm. 2:55,7 Sundknattleikur Á laugardagirm urðu úrslit í sundknattleik sem hér segir: Banidaríkin:Frakkland 10:4. — Rússland:Argentína 7:4. — Júgó- slavía:SuðurAfríka 7:1. — Ítaiía og Arabiska sambandslýðveldið 9:4 og Rúmenía og Japan 4:1. Bretar úr leik í GÆR kepptu Ítalía og Bretland í knattspyrnukeppni Olympíu- leikanna. Jafntefli varð og skor- uðu bæði liðin 2 mörk. Með þess um urslitum eru Bretar úr keppn ínni. Astralska sundkonan Dawn Frazer Frazer vann guUiö Daninn E. Hansen kom öllum mánns kajak-róðri. Danir unnu gullverðlaun o RÓM, 29. ágúst: — í gærdag unnu Rússar fyrsta gullið og unnu þeir það í 500 metra kajakkeppninni á óvart með sigri sinum í eins fyrir konur. Sigurvegarinn varð Antonia Seredina, sem vann silf urverðlaunahafann frá 1956, þýzku stúlkuna Therese Zense og pólsku stúlkuna Daniela Wal- kowiak. Rússar unnu jafnframt gull í tveggja manna kajakkeppninni. En mesta undrun vakti sigur Danans Erick Hansen í einsmanns kajakkeppninni. Er síðast fréttist í gær höfðu Rússar og ítalir unnið þrenn gull verðlaun, Þýzkaland tvenn og Bandaríkin, Ungverjaland, Dan- mörk, Svíþjzð, Bretland og Ástralía eitt gull. Þýzkaland hef ur unnið flest silfurverðlaun eða <6 alls. Ingrid Kramer, Þýzkalandi, sést hér á myndinni í cinu af dýfingarstökkunum af þriggja metra stökkpaiii. RÓM, 29. ágúst. — Á Ólympíu- leikunum í dag vann ástralska stúlkan Dawn Frazer 100 metra Körfuknattleikur RÓM, 27. ágúst. — Önnur umferð körfuknattleikskeppninnar á Ól- ympíuleikunum var leikin á laug ardaginn. — Bandaríkjamenn kepptu við Japani og sigruðu með 125:66 stigum. Jerry Lucas, sem er 2.03 metra hár, skoraði 30 púnkta á 30 mínútum. Brazilía vann óvæntan sigur yfir Rússum, 58:54 og tók þannig frá þeim von- ina um gullverðlaun keppninnar. Áhorfendur fögnuðu sigri Brazilíumannanna ákaft og voru þeir hylltir í nokkrar minútur eftir að leiknum lauk. RÖM, 29. ágúst: — Úrslit úr körfuknattleikskeppni Oiympíu- leikanna: Bandaríkin — Japan 125:66. Mexico — Puerto Rico 68:64. Bulgaria —Tékkóslóvakía 75:69 Júgóslavía — Frakkland 62:61 Fillipseyjar — Spánn 84:82. Uruguay — Pólland 76:72. Brazilia — Rússland 58:54. ítalía — Ungverjaland 72:67. skriðsundskeppnina og þar meC gull fyrir Ástralíu. Tími hennar í úrslitasundinu varð 61.2 sek. Önnur varð bandaríska stúlkan Chris von Saltza og þriðja varð brezk stúlka og vann þar með annað bronzið fyrir Bretland í gær. Italía tvö gull 1 gær vann ítalía tvö gull fyr- ir hjólreiðar með að vinna 4000 metra sveitarkeppni og einstakl- ings hraðkeppni. Sá, sem vann einstaklingskeppnina hafði áður í gær unnið gullverðlaun fyrir hjólreiðar. Ólympíumet í bringusundi kv enna RÓM 29. ágúst: — Báðar banda- rísku stúlkunnar, Carolyn Sehul- er, 17 ára og Carolyn Wood, 14 ára, komust auðveldlega í úrslita keppni 100 metra bringusundsins. Sohuler setti nýtt Olympíumet, 1.09.8 mín., er hún vann sinn rið- il en önnur varð ástralska sund- konan Janice Andrew, sem einn- ig synti undir gamla metinu. Danir unnu Argentínu 3:2 DANIR unnu Argentínumenn í knattspyrnu á Olympiuleikunum með 3:2. Leikurinn var feikilega spennandi og þótt Dönum tækist að vinna, Iéku þeir nær því stöð- ugan varnarleik. Argentínumenn höfðu yfirburði yfir Dani í leik- meðferð og sérstaklega í hraða. Virtist áhorfendum, að Argent- inumenn ættu knöttinn á miðbiki vallarins og héldu þeir uppi stóð ugum upphlaupum. En sókn þeirra strandaði jafnharðan á hinni sterku vörn Dana. Sérstak- lega virtust Argentinumenn „eiga“ fyrri hálfleik, sem lyktaði þó jöfnum 1:1. Oftsinnis voru Argentínumenn með knöttinn á vitateig, og voru þá mörg tauga- æsandi augnablik, er dönsku bak verðirnir og markvörðurinn voru að bjarga frá markí. Þeir, sem skoruðu mörkin fyrir Dani voru Jörn Sörensen í fyrri hálfleik og Harald Nielsen bæði mörkin í seinni hálfleik. Sigurinn yfir Argentínu kemur á óvart, vegna þess að Suður Ameríku- menn eru taldir standa freimst allra í knattspyrnu. Argentínu- menn notuðu hinn hraða leik, sem tíðkast í Suður Ameríku, þar sem meiri áherzla er lögð á sókn en vörn. Virtist sem þeir kynnu ekki við eða þekiktu ekki þá sterku vörn, sem Danir komu með á móti þeim. Dönsku blöðin segja, að lið þeirra hafi leikið „með bakið upp að veggnum". Danir eru nú mjög bjartsýnir um að þeim takist að sigra sinn flokk, en í honum voru auik þeirra og Argentínumanna, Pól- land og Túnis. Skömmu eftir leik Dana og Argentínu sigraði Pól- land Túnis með 6:1 og höfðu Pól- verjar yfirburði, en léku þó ekki sérstaklega vel. Bf Pólverjar leika ekki betur en þetta, þá þykjumst við vissir um að geta unnið þá, segja foringjar dönsku knattspyrnumannanna. Og jafn- vel þótt við fengjum aðeins jafn tefli við Pólland, þá er líklegt að Argentína vinni Pólland cg þar með hafa Danir unnið í flokknum og halda áfram til und- anúrslita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.