Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. ágúst 1960 CLYDE MILLER ----- SUMARLEYFI eins og hún hefði alls ekki hug- ann við þetta, og ekki leið á löngu áður en ég var kominn miklu hærra í markatölu en hún. — Þetta var gott hjá ykkur, sagði amma, þegar við vorum hætt. — Já, alveg stórkostlegt! berg máiaði frú Tolliver. — Ég væri jafnvel til í að læra sjálf að skjóta af boga, ef Jósúa fengist til að kenna mér. Ég svaraði henni alls ekki, því að ég var að horfa á Naomi. Hún hafði hellt í glas handa sér og settist nú hjá ömmu, með papp- írinn sinn í hendinni og litla, gyllta blýantinn. — Þakkaðu henni frú Tolliver fyrir hrósið, Jósúa! sagði amma. — Þakka yður fyrir, frú Tolii- ver, tautaði ég. Nú hringlaði höfuðsmaðurinn ísmolunum í melónubalanum og kallaði til mín: — Hæ, Joss, hvað segirðu um að hjálpa mér með þetta? Siðan leiddi hann Naomi að borðinu og lét hana skera fyrstu meiónuna. Hún gerði það, mjög varlega, og eins og hálf hrædd, svo að skurðurinn eftir endi- langri melónunni varð hlykkjótt ur. Þegar hún svo íéll sundur í tvo ójafna hluta með skörðóttum brúnum, virtist hún svo hissa og gröm, að við fórum öll að hlæja að skelfingarsvipnum á henni. Jafnvel Lotta tók undir það og sagði: — Aumingja Naomi! Traill höfuðsmaður skar það sem eftir var af melónunum með styrkri hendi, svo að frú Tolli- ver hafði ekki við aö segja: Ó! og A-h! af aðdáun. Shu-li, sem heyrði þetta gegn um svefninn, vaknaði og fór að gelta, og með- an við vorum að neyta ávaxt- anna, brokkaði hann milli okkar, snuggandi og ýlfrandi. Þegar ég seildist eftir fjórða melónustykkinu, ýtti amma of- urlítið við mér með sólhlífinni sinni, svo að lítið bar á. Höfuðsmaðurinn tók eftir þessu og sagði: — Hann hefur ekki nema gott af einu stykki enn, frú Lucy. Stutt framhaldssaga — Nei, það skaðar hann kannske ekki, en hann getur far ið að kasta upp, svaraði amma, og þar með var málið útrætt. Frú Tolliver var að fóðra Shu- li á melónu, en honum svelgdist á einum kjarnanum. — Ég vissi þetta alveg fyrir- fram, Maida, sagði maður henn- ar. Þegar átinu var lokið, fóru all ir að skola á sér hendurnar við gosbrunninn, nema þau Lotta og höfuðsmaðurinn, sem drógust aft ur úr. Þannig urðu þau ein eftir við gosbi'unninn, þegar við vor- um farin þaðan og Lotta steig upp að skálinni, en höfuðsmaður inn steig á fótstigið fyrir hana. En meðan hún var að skola hend urnar í bununni, leit hún snögg- lega til hans og sagði: — Þú hefur gleymt handklæðunum, Hunciford. Undrunarsvipur kom á andlit höfuðsmannsins, og hann svar- aði: — Já, svei mér ef ég hef ekki gert það! Og svo heyrði ég, að bæði hlógu. Síðan hallaði hann sér fram á grindurnar um hljómsveitar- pallinn og kallaði til mín: — Skreppið þið Naomi inn í hús og náið í handklæði. Hún veit, hvar þau eru. Lotta maldaði í móinn og sagði, að þau gætu notazt við pappírsþurrkur, en hann svaraði, að þetta tæki enga stund. Ég skrifaði þessa fyrirskipun fyrir Naomi og hún kinkaði kolli. Frú Tolliver, sem hafði verið að þurrka á sér hendurnar, með því að veifa þeim upp í loftið með miklum yndisþokka-hreyfingum settist nú niður og fór að draga upp grammófóninn og tautaði á meðan: — Verdi . . . Puccini . . . Gounod? — Hvað sem er, ef það er ekki of mikill hávaði, Maida, svaraði maður hennar. Skömmu seinna glumdi við vals'úr Rómeó og Júlíu, hvellur, með fjölda af fiðlum, og við Naomi lögðum af stað heim að húsinu. Og við vorum ekki kom- in nema nokkur skref, þegar ég heyrði frú Tolliver æpa af mikl- um ákafa: — Dansið þið! Hvað er þetta? Ætlið þið ekki að dansa? Ég sneri við aftur og hélt á- fram. Naomi var komin ofurlít- inn spöl áleiðis og augu hennar hlutu að hafa bent mér á, að ég fylgdist ekki lengur með henni. En svo litum við bæði við aftur, og horfðum dolfallin á sviðið, sem við vorum rétt að yfirgefa. Þar sáum við, uppi á pallinum, hvar Traill höfuðsmaður og Lotta frænka voru farin að dansa vals. Naomi hljóp frá mér, áður en ég gat áttað mig, og ég varð svo hissa, að ég var næstum farinn að segja: — Bíddu! En svo áttaði ég mig samt strax og hljóp á eftir henni, þegjandi. Þegar ég kom inn í húsið, var hún horfin. Hún var hvorki í setustofunni né á garðpallinum, né heldur í neinu af herbergj- unum niðri. Mér datt í hug, að hún væri að leita að handklæð- unum svo að ég settist niður og ætlaði að bíða hennar. En svo liðu einar tíu mínútur, án þess að á henni bólaði. Ég stanzaði fyrir neðan stigann og hlustaði. Steinhljóð. Ég gekk upp 3 eða fjögur þrep Ekkert hljóð. Loks heyrði ég marra í gólfinu, og þegar ég leit upp, sá ég hana standa í dyrunum á herberginu sínu. Hún gekk svo hægt fram á stigagatið, og lét armana hanga niður með síðunum, ofurlítið bogna, en andlitsdrættirnir voru skýrir og hreinir í sólargeislan- um frá glugganum. Hún var ber- fætt. Án þess að líta af mér, snerti hún leynibandið í hálsmálinu á kjólnum sínum, og togaði svo í það. Hún greip í kjólinn um leið og hann seig ofan af öxlum henn- ar og ég sá brjóstin, smágerð og kúpt með tvo ofurlitla brúna bletti í miðju. í sama vetfangi datt kjóllinn niður um hana, og hún stóð alls- nakin fyrir framan mig. Ég greip andann á lofti af undrun. En svona undrun fannst mér ein- hvernveginn frekar tilheyra Lottu frænku og Traill höfuðs- manni, en þarna var á ferðinni annað og meira en undrun. Með því að losa bandið frá hálsinum á sér var Naomi kominn inn á annað svið, þar sem girnd og löngun yfirgnæfði allt annað. En hvað sem það nú hefur verið, sem kom henni til að bíða naktri eftir svari frá mér, þá stóð það svar í mér; svo var æsku minni og viðvaningshætti um að kenna. Meðan hún stóð svona þyrmdi yfir mig af tilhugsuninni um, að nú gæti ég aldrei talað við hana framar, og að hún mundi aldrei tala við mig. Gyllti blýanturinn og blaðsnepillinn, sem hingað til hafði verið tengiliðurinn milli okkar, var horfinn. Hann var ein hversstaðar í herberginu hennar. Sjálfur fann ég, að ég skalf, rétt — Við erum flutt í dásamlegt hús, rétt við flugvöllinn! eins og ég væri sjálfur nakinn og mér fannst sólskinið í kring um okkur kalt. En þá var hún horfin og ég stóð eftir og horfði á kjólinn, sem lá í hrúgu á gólfinu. Einhver óm- ur af valsinum eða þá einhverju öðru lagi barst til mín frá hljóm sveitarpallinum. En þegar ég fór að hlusta eftir því, heyrði ég ekki annað en hjartsláttinn í sjáifum mér. Ég gekk alla leið upp stigann. Ég dokaði ofurlítið við hurð- ina hennar og sneri síðan læs- ingunni varlega. Hún var aflæst. Ég starði á hana í nokkrar sek- úndur, en gekk siðan niður stig- ann og út úr húsinu. Þegar ég var kominn hálfa leið að hljómsveitarpallinum, hélt ég helzt, að ég ætlaði að kasta upp. Vatnsmelónan var hlaupin í kökk og orðin súr í maganum á mér, og þegar ég leit upp, sá ég líka Traill höfuðsmann og Lottu frænku, gangandi saman í sól- skininu, í áttina til skuggans. Ég gekk til ömmu og Tolliver- hjónanna, sem sátu undir eik- inni, og amma spurði mig, hvar Naomi væri. — Hún kemur eftir andartak, svaraði ég. — Það er ekki fínt af þér að láta hana koma eina, sagði amraa. En Naomi kom bara alls ekki aftur og eftir hálftíma fór faðir hennar inn, til þess að vita hvort nokkuð væri að. 7. Naomí gerði ósköp einfalda grein fyrir fjarveru sinni — sagði föður sínum, að ég hefði ætlað að nauðga sér. En það var löngu seinna og eftir að við vor- um farin, og hann drakk sig full- an úti á garðþrepinu á eftir og var íengi að velta því fyrir sér, hvað hann ætti að segja eða gera — býst ég við. Að minnsta kosti hringdi hann ekki Lottu frænku upp fyrr en klukkan eitt um nótt ina. Amma, er hafði svefnherbergi á neðri hæð, svaraði í símann þegar hann hringdi og vakti Lottu upp (en hún svaf mjög fast). Ég var ennþá í svefni og draumi í fyrstu þrjú skiptin, sem hún barði á hurðina og kallaði með miklum ákafa. — Vaknaðu, Lotta, vaknaðu! Runciford vill tala við þig í símann. En svo sá ég, að mig var ekki að dreyma, svo að ég reis upp við dogg og hlustaði. Lotta muldraði eitthvert svár, sem líklega hefur verið spurning, því amma sagði: — Já, það er han Runciford í símanum. Ég gat alveg séð ömmu ljóslif- andi fyrir mér, þar sem hún stóð við dyrnar hjá Lottu. Hvíta hár ið mundi hanga í tveim fléttum niður á bakið á henni og sloppur- inn, sem hún notaði árið um kring mundi vera sveipaður að henni og hylja allt nema ermarn- ar og faldinn á hvíta náttkjóln- um hennar. Með annarri hendi myndi hún halda sloppnum að sér, en með hinni kraganum að hálsinum. í hennar vitund var símahringing eða sísmskeyti á þessum tíma sólarhrings jafnan fyrirboði dauða eða ógæfu. — Lotta! kallaði hún nú aftur með miklum ákafa. Þá svaraði loksins rödd Lottu, sem nú var glaðvöknuð, með ó- þolinmæði. — Já, ég heyri til þín, mamma. Ég er alveg að koma. Svo opnuðust dyrnar og því- næst varð ofurlítil þögn, rétt eins | og amma hefði tekið í handlegg- inn á Lottu og haldið aftur af henni sem snöggvast. — Ég held hann sé drukkinn, Lotta, sagði hún. — Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir Naomi. Þær fóru svo niður og ég upp úr rúminu og hlustaði á stiga- gatinu, og hallaði mér fram á handriðið. Einu sinni heyrði ég Lottu segja: — Því get ég ekki trúað. Og síðan :— Það skulum við tala um á morgun. Eftir ofurlítið hlé, endurtók hún þetta, eins og hún væri reið: — Við skulum tala betur um það á morgun, Runci- ford. Þú ert i engu standi . . . nei, ég segi, að þú skulir ekki koma hingað . . . á morgun . ... á. morgun, segir ég! Og svo skellti hún símanum á, og var sýnilega æst. —Hvað . . hvað er þetta? spurði amma. — Það er viðvíkjandi honum Jósúa, mamma. Ég held við ætt- um að koma inn til þín, sagði Lotta. Þegar ég heyrði þannig nafn mitt nefnt, þarna í myrkrinu, fékk ég ósjálfrátt hugboð um, að mér bæri að vera vel á verði. En hvernig sem ég lagði við eyr- un, eftir þetta og hlustaði þang- að til ég var alveg að niðurlot- um kominn, gat ég ekki heyrt meira. En þær hljóta að hafa verið talsvert lengi þarna inni hjá ömmu, því að þegar ég rakn- aði almennilega við og hypíaði mig aftur í rúmið. voru dyrnar hjá Lottu enn opnar og herber'g- ið hennar manntómt. Daginn eftir, um klukkan ell- efu árdegis, kom Traill höfuðs- maður, alveg eins og Lotta hafði sagt honum. Hún hafði látið mig setjast á stól í horninu á setu- stofunni, og ég veit alveg, að hann hefur orðið hissa að sjá mig þarna, því að hann stanzaði 1 dyrunum, togaði í ermarnar á einkennisbúningnum sínum, og sagði hásum rómi: — Það er ekki vert, að hann hlusti á þetta, Lotta. Ekki enn. — Það finnst mér samt, að hann ætti að gera, svaraði hún, kuldalega. Og ég ætlaðist líka til, að þú kæmir með Naomi. — Það er ekki lengur nauðsyn legt, sagði hann. Hann var með djúpar hrukkur kring um munninn og augun voru blóðhlaupin. Hann hafði skorið sig í hökuna við rakstur og var alltaf að snerta blettinn með vasaklút, sem hann hélt í skjálf- andi hendi. — Ekkert? át hann eftir. — Hefurðu ekkert sagt honum? — Ekkí gat ég farið að bera það upp á hann, sagði hún, en mig lét hún eins og hún sæi ekki, en horfði beint framan í hann. Hann hristi höfuðið, leit á mig, síðan á hana aftur, og sagði snögglega: — Láttu hann fara út, Lotta. Farðu út, Jósúa minn. — Runciford, sagði Lotta. — Þetta er alvörumál. Vertu kyrr, bætti hún við og sneri sér snöggt að mér, þetta er, hvort sem er, allt þér að kenna. SHtltvarpiö Þriðjudagur 3ð. ágúst 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 „A ferð og flugi": Tónleikar kynntir af Jónasi Jónassyni. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Norrænar dísir og dauði -Mðranda; — fyrra erindi (Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. kand.). 20.55 Tvísöngur: Astardúettar úr yms- um óperum. 21.30 Utvarpssagan: „Djákninn í Sand ey‘‘ eftir Martin A. Hansen; XVII lestur (Séra Sveinn Vikingur.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður I Havana" eftir Graham Greene: VII. (Sveinn Skorri Höskulds- — Þú gjörir svo vel og ferð til Markúsar og segir honum að þú ætlir að halda áfram að vinna fyrir hann. Skilurðu það?! — Bn pabbi, ég. . . ég get það ekki! — Komdu þér um borð í bát- inn þarna strákur. Ég ætla með þig út eftir og segja Markúsi að þú sért ekki að gefast upp! Þarna er bátur á leið út að Moccasin eyju . . . Það er þessi Markús! — Pabbi! Hvað ætlar þú að gera? son). 22.30 Lög unga fóiksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23 25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.