Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. ágúst 1960 TTtg.: H.l. Ai'vakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞRENNT VELDUR | SÍÐUSTU viku gerði Þjóð- viljinn margar tilraunir til að skýra ástæðuna fyrir hinni miklu skatta- og útsvarslækk un. Komst blaðið loks að þeirri niðurstöðu, að það væri þrennt, sem ylli lækk- uninni. Staðhæfingar komm- únistablaðsins eru mjög eftir- tektarverðar og þess vegna verða þær raktar hér á eftir. í fyrsta lagi heldur blaðið því fram, að tekjur hafi ver- ið miklu hærri árið 1959 en þær voru árið á undan. Síðar hefur það skýrt þessa skoð- un sína þannig, að tekjuhækk tmin stafi að nokkru leyti af því, að menn búi enn við hluta þeirra kauphækkana, sem urðu við fall vinstri stjórnarinnar haustið 1958. Umbúðalaust segir þessi yfir- lýsing, að launakjör séu nú betri en þau voru í tíð vinstri stjórnarinnar. í öðru lagi telur kommún- istablaðið skattalækkunina stafa af því, að skattar á fyr- irtæki séu hærri en áður vegna þess að velta fyrirtækj- anna hafi verið meiri. í þeirri yfirlýsingu felst það að hagur alls almennings hafi verið batnandi því að örugg vís- bending um batnandi afkomu og aukna kaupgetu er einmitt hin vaxandi velta. í þriðja og síðasta lagi segir Þjóðviljinn svo, að tekju- hækkunin stafi meðfram af því, að menn hafi unnið meiri yfirvinnu en áður. Sam- kvæmt því hefur eftirspurn eftir vinnuafli farið vaxandi og meira verið starfað og framleitt í þjóðfélaginu en áður. Niðurstöðurnar af skrifum kommúnista eru í stuttu máli þessar: Staðhæfingar þeirra um minnkandi laun, kaup- skerðingu o. s. frv. eru dæmd- ar dauðar og ómerkar. Full- yrðingamar um samdrátt og stöðvun hafa gufað upp, eins og dögg fyrir sólu, er í ljós kom, að velta fyrirtækja fór vaxandi í stað þess að minnka. Og loks hafa spárn- ar um atvinnuleysi ekki verið á traustari rökum reistar en svo, að nú er því lýst yfir, að eftirspurn eftir vinnuafli hafi aldrei verið meiri. Allar eru þessar yfirlýsing- ar stjórnarandstæðinga mikið lof um stefnu stjórnarflokk- anna. Sú mun að vísu ekki hafa verið ætlun höfundanna, heldur til röksemdanna grip- ið í vandræðum út af skatta- og útsvarslækkuninni. Það breytir þó engu um, að stað- hæfingarnar standa óhaggað- ar og þó að skatta- og útsvars- lækkunin stafi ekki nema að litlu leyti af þessum ástæð- um, sem kommúnistar til- greina, þá er ákveðirm sann- leikur í þeim fólginn. Stjórnarflokkarnir bjugg- ust að vísu ekki við jafn skjótum árangri og raun hef- ur orðið á af breyttri stefnu í efnahags- og fjármálum. En að sjálfsögðu gleðjast þeir yf- ir því, að erfiðleikarnir við að breyta um efnahagsstefnu hafa orðið minni en ráð var fyrir gert. Og sérstaklega er ánægjulegt að fyrstu yfirlýs- ingarnar um bætt laun, aukna veltu og meiri atvinnu skuli berast úr herbúðum stjórnar- andstæðinga. En þegar þessar staðreynd- ir liggja fyrir, er von að menn spyrji: — Hvernig dettur stjórnarandstæðingum í hug, að þeim takist að espa verka- lýð til verkfalla í þeim til- gangi að hrinda þessari stefnu og innleiða á ný hafta- og uppbótakerfi, sem verst fór með launþega og það svo að margyfirlýst er, að þeir hafi engar kjarabætur fengið í nær hálfan annan áratug, þrátt fyrir ímyndaða launa- hækkun? Og þessari spurningu má gjama fylgja eftir með ann- arri: — Hvað gæti áunnizt með nýjum vinnudeilum? Svar við þeirri spurningu er þetta: — Verkfall getur end- að á tvennan veg, annað hvort að launahækkanir verði eða þá að verkfallsboð- endur fái ekki kröfum sínum framgengt. í síðara tilfellinu væri augljóslega enginn bætt- ari. En einmitt má gera ráð fyrir að verkfalli, sem nú yrði j boðað til, lyki þannig, einfaldj lega vegna þess að atvinnu- ( vegirnir geta ekki enn borið hærra kaupgjald og ríkis- stjórnin mun ekki velta nýj- um kauphækkunum yfir á al- menning í hækkuðu vöru- verði. í fyrra tilfellinu aftur á móti, að einhverjar kaup- hækkanir yrðu, án þess að framleiðsluaukning fengi bor- ið þær uppi, þá getur niður- staðan ekki orðið önnur en sú, að úr atvinnu dragi. Þess vegna er það einmitt verkalýður og launþegar, sem mest mundu tapa á því, ef nú yrði efnt til vinnudeilna. yrði efnt til vinnudeilna. Og sérstaklega væri það hið al- varlegasta áfall fyrir launa- menn, ef uppbótakerfið yrði innleitt á ný og þannig komið í veg fyrir þá framleiðslu- aukningu, sem ein getur bætt kjörin í framtíðinni. Frá höfninni í Esbjerg. 200 fiskiskipum lagt í Esbjerg í SÍÐUSTU viku boðaði sjó- mannafélagið í Esbjerg verk- fall á skipum þeim er leggja upp afla hjá Andels eða sam- eignar-síldarbræðslustöðinni þar í borg. Um helgina höfðu nær 200 fiskiskip stöðvazt vegna verkfallsins. TALAST EKKI VIÐ En ekkert er gert til að leysa vandann. Engar viðræður hafa farið fram. Sjómannafélagið vill að skipstjórarnir undirriti kjara- samninga og segja að þegar líður á verkfallið muni það takast. En hingað til hafa þeir ekki einu sinni getað komizt að því við hvem skipstjóranna eigi að ræða. í hópi skipstjóranna er enginn einn sem hefur umboð fyrir heildina, og segja skipstjórarnir að sildarbræðslustöðin eða stjórn hennar hafi heldur ekkert umboð til að semja fyrir þeirm hönd. VILJA STÖÐVA FLEIRI Vilja skipstjórarnir nú láta hart mæta hörðu og stöðva allan Esbjergflotann, ekki aðeins þá báta sem leggja upp hjá sam- eignarstöðinni. Takist þeim þetta munu um 600 fiskiskip stöðvast og 3—4.000 manns missa atvinnu núna á hávertíðinni þar. Bandarísk stúlka þjálfuð til geimferða STÚLKAN hér á myndinni verður væntanlega fyrsta bandaríska konan, sem flýg. ur út í geiminn í geimfari Hafa verið gerðar á henni alls kyns athuganir og rannsóknir vegna væntanlegrar ferðai hennar og virðist hún að mörgu leyti betur til slíkrar ferðar fallin en karl- mennirnir sjö, sem undanfar- ið hafa verið í þjálfun fyrir slika ferð. Frá þessu var skýrt á lækna þingi, sem nú stendur yfir i Stokkhólmi. Læknirinn, sem fjallaði um málið heitir W. R. Lovelace. Segir hann frétta mönnum, að súlkan, sem heit ir Jerrie Cobb, væri reglu- leg víkingastúlka, ljóshærð og frískleg 28 ára gömul, ó- gift, 171 sm á hæð og 55 kg að þyngd. Auk þess er hún deildarstjóri í flugvélaverk- smiðju og síðast en ekki sízt hafði hún ágætan smekk fyr- ir fötum. ★ En Jerrie Cobb hefur reynd ar enn fleira til síns ágætis, sem getur komið henni að gagni við væntanlega ferð í háloftunum. Frá unga aldri hefur hún haft mikinn áhuga á flugi og á að baki sér 7 þúsund flug- stundir. Hún á auk þess kvennamet í langflugi og hefur flogið hæst allra kvenna. Á einni viku fóru fram þær rannsóknir, sem eru undan- fari geimferðaþjálfunar. — Kvaðst læknir hennar nú vita um hjartastarfsemi hennar, vöðvastyrkleika, starfsemi lungna og meltingarfæra svo og skynfæra. ★ Þeir sem vinna að því að senda mönnuð geimför í loft upp hafa sérstakan áhuga á Framhald á bls. 23 Verður þessi Ijóshærða víkingastúlka fyrsti fulltrúi Banda- rikjanna úti í geimnum? UTAN UR HEIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.