Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 14
14 M ORCVIV BL AÐIÐ Þriðjudagur 30. ágúst 1960 Nýtt hefti Beztu DANSLAGA- TEXTARNIR er komið í hljófæraverzl anir og kvöldsölustaði. Meðal texta í heftinu eru: ÞÓRSMERKURLJÓÐ og MUSTAFA auk þess 23 annara ísl. og erl. texta. Stór búslóð til sölu Til sölu eru vel meðfarin og skemmtileg húsgögn í dagstofu, borðstofu, svefnherbergi og barnaher- bergi. Eldhúsáhöld, postulín og ísskápur. Lysthaf- endur vinsamlegast leggið inn nöfn og heimilisföng eða símanúmer fyrir þann 1. sept. merkt: „874“. Lítil íbúð óskast Tveggja herbergja íbúð óskast fyrir reglusaman mann, helzt miðsvæðis. Tilboð leggist inn til Morg- unblaðsins fyrir föstudag merkt: „Einhleypur — 658“. Skrifstofuhúsnæði óskast strax eða frá 1. október n.k. Tilboð merkt: ”657“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 5. september n.k. IMetahnyting — Heimavinna Okkur vantar fólk til netahnýtingar strax. Þarf helzt að vera vant. Verkefnin send heim og sótt. Hnýting á verkstæði kemur einnig til greina. Stakkholti 24 — Sími 2-44-90 2ja herb. íbúðarhæð til 'sölu í Norðurmýri. íbúðin er efri hæð hússins og fylgir stórt. geymsluris uppi yfir. (Kjallaraheibergi getur fylgt). Aðeins tvær íbúðir eru í húsinu. Hita- veita. Fallegur trjágarður. STEINN JÖNSSON, hdl. Lögfræðistofa — Fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 1-9090 og 1-4951. 25—35 lesta vélbátur Góður vélbátur 25—35 lesta óskast, sem fyrst, þarf að vera vel átbúinn með góðri dieselvél. Góð út- borgun. TR7G61N6&R F4STEI6N1R Austurstræti 10, 50. hæð símar 13428 og 24850 eftir kl. 7 sími 33983. f — Aldarminning Framh. af bls. 13. Frummyndin er geymd í Salt- vatnsborginni í Bandaríkjunum. Nú gæti heimsendir einn grand- að þessu öndvegisriti Hannesar Þorsteinssonar. Hinn trausti íræðimaður Þor- steinn Þorsteinsson fyrrv. sýslu- maður bar fram á Alþingi tillögu um ailháa fjárveitingu til útgáfu þessa rits, en fé þetta var aldrei Túnþökur Vélskornar túnþökur afgreidd ar daglega í Breiðholtslandi. Kr. 5.00 ferm. Heimsent kr. 7,50 ferm. — Gróðrarstóðin við Miklatorg Símar 22822 og 19775. hirt. Öfl voru að verki, sem hræddust skugga dr. Hannesar og kærðu sig ekkert um að hann kæmi á þenna hátt fyrir almenn- ingssjónir. „En þetta kemur allt fyrir eitt“. Rit þetta kemur út á sínum tíma. — Efni þess má í engu breyta. en einstakar máls- greinar væri æskilegt og nauð- synlegt að færa í sem réttasta tímaröð. Um veturinn 1935 varð ég þess var, að dr. Hannes sat við skrif- borð sitt og hafðist ekki að. Þó vissi ég hvað á seyði var. Hann hafði sumarið áður veikzt úti í Kaupmannahöfn. „Matareitrun", sögðu dönsku læknamir. Dr. Halldór Hansen vissi betur og úr skurðaði sjúkdóminn gallsteina. Hannesi smáþyngdi og sjúkdóm- urinn lagði hann í rúmið. Ég þurfti einn að sjá um safnið. en heimsótti hann á hverjum degi eftir lokimartíma. Eitt sinn var hann hugsi venju fremur.Læknamir vildu fá hann upp á Landsspítala. Hann hafði ekki verið kvellisjúkur um dag- ana, var meinilla við lækna og allt þeirra kukl. Ég taldi hins veg ar rétt að hann færi til rannsókn- ar, með því skilyrði að hann fengi aftur að fara heim í friði. Jón Hjaltalín yfiriæknir hafði sagt að hjarta dr Hannesar væri orðið of slitið fyrir hvers konar aðgerðir. Við Þorsteinn Hagstofu stjóri, bróðir dr. Hannesar, flutt- um hann á Landsspítalann, og þar skildi með okkur.Hann and- aðist 1 heimahúsum hinn 23. apríl. — Ég gat ekki verið við útför Hannesar. Tólf vetra kuldi í Safnahúsinu hafði valdið mér þeim eina sjúkdómi, sem ég hafði kennt um dagana, heiftarlegri liðagigt, og vikum saman hafði ég verið fárveikur í fótum. Er allt um þraut var Pétri heitnum Zophoníassyni falin umsjá safns ins, þeim eina manni, sem sök- SKIPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar 5. sept. Tekið á móti flutningi í dag og á morgun til Húnaflóa og Skagafjarðar og til Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á laugardag. Gaboon 16—19—22 mm. Stærð 122x244 cm. Pantanir óskast sóttar. Hjálmar Þorsteinsson & Co. hf. Klapparstíg 28 — Sími 11956. STEINDÓR vill selja ýmsar tegundir bifreiða. Skilmálar geta verið góðir. Sími 1-1588. Dugleg stúlka óskast til eldhússtarfa á f jölmennu heimili í nágrenni Reykjavíkur. Góð laun. Upplýsingar á Laugaveg 41A í dag eftir kl. 1. Frá íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar Kennsla hefst að nýju fimmtudaginn 1. september. Baðstofa skoians er opin á sömu tímum og áður. um kunnugleika á þessari um- fangsmiklu stofnun, gat haldið henni opinni og starfhæfri. Hver voru svo einkenni dr. Hannesar sem fræðimanns? Óvenjuleg þekking, innsæi og dyggð. í öllum sínum rannsókn- inn var hann svo vandvinkur og varkár, að hann fullyrti aldrei neitt um niðurstöður, fyrr en staðreyndirnar blöstu við augum. Minnisgéfa hans var nieð eindæmum. Hann hafði sín um- fangsmiklu ritverk ekki einung- is á pappírnum, heldur og í huga og minni. Hann kunni skil á fleiri mönnum en nokkur ann- ar íslendingur hefur gert fyrr eða síðar, en þess ber auðvitað að gæta, að á hans tíma höfðu fleiri menn fæðst upp hér á landi en á dögum íyrri alda fræði- manna. Á Þorláksmessu árið 1925 sótti stjórn Háskólans hann heim og tilkynnti honum að hann væri af Háskóianum kjörinn heiðurs- doktor. Mér var kunnugt um að hann gladdist af þessari jóla,gjöf, þótt hann væri áreiðanlega emi maðurinn á landinu, sem lét í Ijós efasemdir um það, að hann væri vel að þessum virðingar- votti kominn. Dr. Hannes var allvel efnum búinn, og eftir að hann var orð- inn einn, voru það ótrúlega margir, sem leituðu til hans um hjálp á hinum gömlu kreppu- og bágindaárum. Dr. Hannes hafði einn hátt, hann leysti hvers manns vanda. Eigum sínum eftir sinn dag ráðstafaði hann til nán- ustu ættingja, eftir þörf hvers og eins, en gildan sjóð. stórfé á þeirra tíma mælikvarða, lét hann renna til Háskólans til styrktar efnilegum námsmönnum. Hannes Þorsteinsson var með gjörvilegustu mönnum að vallar sýn, herðabreiður og kraftalegur, Ijós yfirlitum og bláeygur, hvort tveggja í senn, mildur á svip og mikilúðlegur. Hann verður jafn- an ógleymanlegur þeim er hon- um kynntust og áttu því láni að fagna að vera honum samtíða. En af öllum endurminningum mínum um þenna mann, mun eina jafnan bera hæst. minning- una um það hve Hannes Þor- steinsson var göfugur inaður. Kjartan Sveinsson. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Simi 17752 Lögfræðistörf og eignaumsýsla- Sigurður Olason H æsta rc Ita r lög uiaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslöcmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Sinii 1-55-35 Jóhannes Lárusson héraðsdomslog m að ur lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli. Simi 13842. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.