Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐÍÐ Laugardagur 1. október 1960 Óska eftir viðræð- um Eisenhowers og Krúsjeffs Frá Sameinuðu þjóðunum, 30. sept. (Reuter-NTB) LEIÐTOGAR fimm ríkja, þeir Nehrú, forsætisráðherra Ind- lands, Nasser, forseti Arabalýð- veldisins, Titó, forseti Júgóslav- íu, Súkarnó, forseti Indónesíu, og Nkrumah, forseti Ghana, lögðu í dag fyrir allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna ályktun, þar sem þess er eindregið óskað að þeir Eisenhower Bandaríkjaforseti og Krúsjeff forsætisráðherra hefji Leitin enn árangurs- laus í GÆR var leitinni að Rodny haldið áfram. Danskur Kata- línu-flugbátur og norskur Kata- línu-flugbátur flugu um leitar- svæðið meðfram austurströnd Grænlands og yfir Grær.lands- haf eða Danmerkursund milli ís lands og Grænlands, án þess að nokkurs yrði vart. Norska flug- vélin kom ekki til Keflavíkur fyrr en kl. um tíu í gærkvöldi. Tvær flugvélar frá varnarlið- inu leituðu í gær og kváðust hafa séð brak úr plönkum undan gert er ráð fyrir að Rodny geti verið. Flugmenn beirra sögðust hafa séð bak úr plönkum undan austurströnd Grænlands, um það bil mitt á milli Hvarfs og 67. breiddargráðu, en gerðu tæplega ráð fyrir að brakið gæti verið úr skipi. Aðrir aðilar að leitinni telja einnig ólíklegt, aö hér sé um skipsbrak að ræða, en til vonar og vara var norska skip- inu Garm stefnt að staðnum, og var búizt við því í gærkvöldi, að það yrði komið þangað um kl. 9 f. hád. í dag, laugardag. — Bretar Frh. af bls. 1 dale Phillips hershöfðingi, ræddi í dag um landanir ís- Ienzkra togara í Grimsby. Sir Farndale fórust orð á þessa leið: — Brezki fiskiðnaðurinn lítur það mjög alvarlegum augum að íslenzkir togarar skuli aftur hafa tekið að Ianda afla sínum hér í Bret- landi, sérstaklega að það skuli gert á sama tíma og við- ræður eiga að hefjast við Is- lendinga. Við viðurkennum enn samninginn frá París (milli íslenzkra og brezkra togaraeigenda) og rétt íslend- inga til að selja hér nýjan fisk fyrir £ 1.800.000 árlega, en það er mjög erfitt fyrir sjómenn okkar og aðra starfs- menn að fallast á þessar land- anir á þessum erfiðu tímum, meðan togurum okkar er neitað um hefðbundinn rétt til veiða á gömlum miðum þeirra við ísland. Eg álít að það yrði mjög til bóta fyrir úrslit viðræðnanna ef íslenzk ir togaraeigendur gerðu nú hlé á löndunum á ísvörðum fiski í Bretlandi, að minnsta kosti meðan viðræðurnar standa yfir. viðræður á ný og sýni þar með í verki yfirlýstar óskir sínar um að finna lausn á þeim heims- vandamálum, sem séu nú ógnun við heimsfriðinn. Telja þeir, sem að ályktuninni standa, viðræður þessara tveggja þjóðaleiðtoga höfuðnauðsyn, svo að eigi verði brugðizt trausti þvi sem mannkynið hafi á því, að þetta allsherjarþing muni finna einhver ráð til að minnka spenn- una í heimsmálunum. ★ Á fundi allsherjarþingsins í dag réðist Gomulka hinn pólski mjög að Macmillan í svari við ræðu hans. Þá lagði hann mikla áherzlu á, að landamæri Póllands og Þýzkalands hefðu verið ákveðin fyrir fullt og allt og væru tilgangslausar allar kröfur af hendi Þjóðverja um landsvæði er Pólverjum tilheyrðu. Mac- millan sat ekki þennan fund þingsins. Hann fer væntanlega til Washington annað kvöld til viðræðna við Eisenhower. Súkarnó, forseti Indónesíu, tal- aði einnig á þinginu í dag og bar fram þá uppástungu að aðal- bækistöðvar SÞ yrðu fluttar til Asíu, Afríku eða Genf. Cylfi missti af flóðinu Sólborg og Ágúst je/ í í Þýzkalandi EINS og sagt var frá hér í blað- inu í gær, ætlaði Patreksfjarð- artogarinn Gylfi að Ianda í Grimsby í fyrrinótt, ef hann næði flóðinu. Nú hafa fregnir borizt af því, að hann hafi misst af því, svo að hann selur þá sennilega í dag. ísafjarðartogarinn Sólborg seldi í Cuxhaven í fyrradag, 105 lestir fyrir 81.933 mörk. Hafnarfjarðartogarinn Ágúst kom með 9714 tonn til Cuxhaven og seldi í gær. 6 tonn seldust ekki, en fyrir afganginn, 91 Vz tonn, fengust 78.500 mörk. SÝNINGU Waistels Cooper og Sveins Kjarval í sýningarsal Ásmundar við Freyjugötu lýkur annaðkvöld. sunnudagskv. Hef- ir Waistel selt um helming þeirra 124 muna, sem eru á sýn- ingunni. — Hér að ofan er Ijós- mynd af vínkönnu úr steinleir eftir Waistel. Sveinn Kjarval sýnir ýmis nýleg húsgögn, en þau eru ekki til sölu á sýning- Allsherjarat- kvæðagreiðsla ÁKVEÐIÐ er að allsherjarat- kvæðagreiðsla fari fram í Bíl- stjórafélagi Akureyrar um kjör fulltrúa til Alþýðusambands- þings. Er þetta nýlunda, því að á undanförnum árum hafa komm únistar fengið fulltrúa félagsins án kosningar. Nú hefur ekki náðst samkomulag um val full- trúans, og bera því frjáls samtök bifreiðastjóra fram sérstakan lista. Hann skipa Þorsteinn Svan- laugsson og Sigurgeir Sigurðsson og verður það B-listinn. Lista stjómar og trúnaðar- mannaráðs skipa Jón B. Rögn- valdsson og Davíð Kristjánsson, og er það A-listi. 1 félaginu eru um 140 manns og eru kommúnistar þar í mikl- um minnihluta. Blaðið Dagur á Akureyri, sem er málgagn Fram- sóknarflokksins þar, hefur nú hafið baráttu fyrir sigri lista kommúnista. Kosningarnar í félaginu fara fram í dag og á morgun. NA /5 hnúfor / SV 50 hnútor M Sn/ótoma > Oti 17 Slúrtr K Þrumur y///rRagn- V///trmVi KuUosh/ Hitaski! H Hal L* Lafi I TK-T— / . -AJ 7 X -1 F R Á Grænlandi liggur há- þrýstisvæði austur yfir Island og Norðurlönd. Hins vegar er lægðarmiðja yfir Baskaflóa (Biskayaflóa), og veldur hún rigningum víða í Frakklandi og Englandi. Veður er stillt og milt hér á landi, og lítur ekki út fyr- ir teljandi veðurbreytingar næsta sólarhring. Hiti er svipaður hér á landi og í næstu löndum austan hafs, 11 stig í Reykjavík, 9 í Stokkhólmi, 10 i Ósló, 8 í Kaupmannahöfn, 12 í Lund- únum og 13 í París. í New York er 19 stiga hiti og 1 stig í Bröttuhlíð. Kl. 6 í gærmorg- un var hins vegar þriggja stiga frost í Ósló, hiti um frostffiark í Gautaborg og 2ja stiga hiti í Kaupmannahöfn. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-mið: Austan kaldi, skýj að, smáskúrir. SV-land, Faxaflói og Faxa- flóamið: Austan gola hálf- skýjað. Breiðafjörður til Austfjarða og bæði miðin: Hægviðri, víð- ast léttskýjað. SA-land og SA-mið: Austan gola, skúrir. unni, heldur eru aðeins teknar pantanir. (Ljósm.: Andrés Kolbeinsson) Veiðitími framlengdur BLAÐINU barst í gær eftir farandi fréttatilkynning frá sjávarútvegsmálaráðuneyt- inu um dragnótaveiðar í Faxaflóa: Að undangenginni athug- un á afstöðu aðila þeirra, sem hagsmuna hafa að gæta í sambandi við dragnóta- veiðar í Faxaflóa, hefur ráðuneytið ákveðið í sam- ráði við Fiskifélag Islands og fiskideild Atvinnudeiid- ar Háskólans, að veiðitími dragnótabáta á nefndu svæði framlengist til og með 31. október nk., með sömu skilyrðum og áður hafa gilt. Jafnframt hefur ráðu- neytið ákveðið að veiði- svæði bátanna verði ó- breytt. Fjöidi verkamanna án réttinda í „Dagsbrún" Miðstjórn ASÍ tekur afstöðu til kæru FORMAÐUR Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson, kvaddi fréttamenn á sinn fund í gær og greindi þar frá með- ferð miðstjórnar sambandsins á kæru þeirri, sem henni hafði borizt frá verkamönnum í Dags- brún, vegna synjunar stjórnar þess félags á kröfu um allsherj- aratkvæðagreiðslu við kjör full- trúa á næsta þing ASÍ. Miðstjórn ASÍ tók kæruna fyrir á fundi og fól síðan þeim Sigfúsi Bjarnasvni og Snorra Jónssyni að kanna undirskrifar- lista þá. sem lagðir höfðu verið — Viðræður Frh. af bls. 1. Reykjavík, sem einnig á sæti í brezku samninganefndinni. Þar voru einnig Tómas Tómasson fulltrúi í utanríkisráðuneytinu og nokkrir starfsmenn brezka sendiráðsins. Brezku nefndarmennirnir virt ust fremur þreytulegir eftir ferð ina. Þó kváðu þeir förina hafa gengið vel, að öðu leyti en því, að þeir þurftu að biða í 2 klst. á Lundúnaflugvelli eftir BEA flugvél sem flutti þá til Glas- gow, en þar beið Gullfaxi eftir þeim. Formaður sendinefndarinnar Sir Patrick Reilly er talinn einn hinn allra hæfasti og mest metni starfsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins. Hann er af írskum ættum, 51 árs gamall, stundaði nám í Öxnafurðu, en hefur starf að óslitið í utanríkisþjónustunni síðan 1933. Síðustu þrjú árin hef- ur hann gengt hinu ábyrgða- mikla sendiiherra embætti í Moskvu og var meðal annars í hinni frægu för Macmillans um Rússland, þegar hann var að undirbúa jarðveginn fyrir topp- fundinn, sem sjðan fór svo út um þúfur. Tveir af nefndarmönnunum sem hingað koma, þeir Engholm og Savage eru nýkomnir frá Osló, þar sem þeir tóku þátt í að semja við Norðmenn um 12 mílna landhelgi við Noregsstrend ur. FREETOWN, Sierra Leona, 30. sept. (Reuter) — Hafinn er und- irbúningur að því að veita hinni brezku nýlendu, Sierra Leona, í Afríku sjálfstæði í apríl nk. Hefur Afríkumönnum verið fjölgað í embættum og 76 styrk- ir verða veittir á þessu ári til þjálfunar og menntunar Afríku- manna, sem síðan geti tekið við stjórnartaumum í landinu. fram með fyrrgreindri kæru og kröfu um allsherjaratkvæða- greiðslu í Dagsbrún. Þeir unnu að verkefni sír.u í skrifstofu Dagsbrúnar í fyrradag og skil- uðu skýrslu um niðurstöðurnar þá um kvöldið Vou þær á þá leið, að af nöfnum 572 mannr. á 73 undirskriftalistum hefði 141 verið „ógilt sem slíkt“; t. d. 31 ekki á félagaskrá, en hins veg- ar íbúaskrá Rvíkur, 25 hvorki á félagaskrá né íbúaskrá, 51 nafn aukafélaga o. s. frv., nokkrar leiðréttingar voru gerðar á eldri niðurstöðum Dagsbrúnarstjórnar innar. Á fundi miðstjórnar ASÍ, í fyrrakvöld seint var svo eftir nokkrar umræður samþykkt með atkvæðum 6 af 9 miðstjórn- armanna ályktun, þar sem seg-r m. a., að gengið hafi verið „úr skugga um, að tala fullgi'.dra félagsmanna á þeim (listunum) er ófullnægjandi og því ekki skylt að' verða við kröfunni um allsherj aratkvæðagreiðslu.“ Tal- ið var, að þurft hefði 480 gildar undirskriftir. Við þetta tækifæri kom Hanni bal Valdimarsson einnig á fram færi við blaðamenn kvörtunum á „fáryrðum og ærumeiðingum“ um einstaka starfsmenn verka- lýðssámtakanna, er hann kvað sum blöð hafa birt að ástæðu- lausu upp á síðkastið í sam- bandi við kosningar á fulltcúurn til þings ASÍ. ★ f sambandi við mál þetta verð ur ekki hjá því komizt að lýsa yfir undrun á þvi tómlæti, sem stjóm Dagsbrúnar sýnir og fram kemur í bví, að starfandi skuli vera á féiagssvæðinu 141 verkamaður, og ugglaust miklu fleiri, sem hún ýmist hefur ekki hugmynd um eða njóta engra réttinda í félagi sínu — en eins og kunnugt er var öllum undir- skriftunum safnað á vinnustöðv- um Dagsbrúnar-verkamanna. Það kann að vera rétt að 480 undirskriftir hefði þurft, til að skylt hefði verið að láta alls- ‘herjaratkvæðagreiðslu fara fram og þannig vantað um 50 nöfn á þá tölu, eftir að „rannsóknar- störfum“ kommúnista í Dags- brún og síðan ASÍ var lokið. Auðvitað hefði ekki þurft að koma til þess máls, þótt ein- hverra tvímæla héfði orkað, hvort fjöldi undirskrifta væri nægilegur, því sjálfsagt vat að leyfa allsherjaratkvæðagreiðsl- una, þegar talsvert á 5. hundrað verkamanna í Dagsbrún og nær 150 starfandi verkamenn aðrir töldu það æskilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.