Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐtÐ Laugardagur 1. október 1960 Hundruð fiska. Saltaður þorskur breiddur á kletta á lslandi. í baksýn eru trönur fyrir skreið. I>eir geta ekki staðið aðgerð- arlausir hjá og horft á það að h i num þýðingarmikla fiski- flota þeirra verði ýtt burt af fiskimiðum sem þeir hafa stundað veiðar á í áratugi. Þeir óska þess, ef mögulegt er, að fá gálgafrest til að breyta iðnaðiruuim í samræmi við hinar nýj.u aðstseður, vinna að tækni-endurbótum og leita nýrra fiskimiða. Þetta var það sem Bretar vonuðust til að ná samkomu- lagi við Norðmenn um í við- ræðunum um 12 mílna fisk- veiðilögsögu við Noreg nú í vikunni. Svipað samikomulag, Allt byggt á fiski GREIN þessa ritaði brezki blaðamaðurinn Llewellyn Chanter i stórblaðið Daily Telegraph, sem birti hana sl. fimmtudag ásamt meðfylgjandi mynd. Chanter er nú staddur hér á landi. UM leið og brezka nefndin kemur til Reykjavíkur nú um helgina, verður veifað framan í hana þeirri grundvallarstað reynd að fyrir Breta séu fisk- veiðar aukaatriði, en fyrir ís- lendinga undirstaða tilverunn ar. Andrúmsloftið verður þrung ið fiskangan, og meðan á dvöl inni stendiur munu nefndar- menn ekkert það snerta eða nota, sem ekki hefur verið greitt fyrir með fiski. Þessi staðreynd verður ráðandi at- riði í öllum viðræðum land- anna um 12 mílna fiskveiði- lögsögu. Það væri hugsanlegt fyrir brezka lögfræðinga að líta einhliða ráðstafanir fclend- inga varðandi fiskveiðilögsög- una á fræðilegri og ópersónu- legri hátt. Það getur íslend- ingurinn ekki vegna þess að 1 fyrir hohum er fiskurinn grundvöllur lífsins. Dregur úr fjandskapnum í rúmlega tvö ár hefur rikt spenna milli fslands og Bret- lands vegna fiskveiðimark- anna. Þegar þau voru sett í september 1958, sendi Bret- land flotadeildir til að vernda brezka togara gegn töku. Sá gagnkvæmi fjandskapur sem skapaðist, hafði jafnvel áhrif á einingu Vesturveldanna í Atlantshafsbandalaginu. Marg ir utanaðkomandi veltu því fyrir sér hvort deilan væri alls þessa virði. Sjóréttarráð- stefnan, sem haldin var í Genf fyrr á þessu ári varð til þess að draga talsvert úr fjand- skapnum. Sem tilraun til að stilla til friðar, fyrirskipuðu brezkir togaraeigendur skipum sínum að halda sig utan 12 mílna markánna við ísland ísland svaraði þessum að- gerðum með því að gefa öll- um þeim togurum upp sakir, sem taldir voru hafa stundað veiðar innan markanna. Siðan hefur einstaka sinn- um komið til árekstra, en þeir hafa ekki verið það alvarleg- ir að þeir eyðileggðu viðræð- urnar áður en þær hefjast. Brezka nefndin mun reka sig á aðra staðreynd. Hún er sú að ríkisstjórn íslands, sam steypustjórn Sjálfstæðisflokks ins og Alþýðuflokksins, held- ur völdum með aðeins þriggja atkvæða meirihluta gegn stjórarandstöðu, sem er stað- ráðin í því að fyrirbyggja sér- hverja tilslökun við Breta. Gálgafrestur f margar vikur hefur stjórn arandstaðan haldið uppi ein- beittum árásum á ríkisstjórn- ina fyrir að láta sér til hugar koma viðræður við Breta, hvað þá að bjóða heim brezkri viðræðunefnd til Reykjavíkur. Það er þess vegna virðing- arvert af stjórn Ólafs Thors, sem stundum er nefndur „Ohurchill íslands", að gefa Bretum tækifæri til að flytja mál sitt á íslenzkri grund. Úrslit viðræðnanna eru ó- viss. Markmið Breta eru tvö. sem sniðið væri eftir sérstöðu íslands, mundi leysa deiluna. En þótt velferð brezka fisk- iðnaðarins sé aðalerindi við- ræðunefndarinnar í Reykja- vík, hefur hún þó einnig í huga viðhald þeirrar reglu að engu landi ætti að leyfast að breyta þeim lögum sínum, sem varða önnur lönd, og valda þeim þannig tjóni, án þess að um breytingarnar sé samið við viðkomandi ríki. Bretar álíta að íslendingar hafi brotið þessa höfuðreglu þegar þeir færðu út fiskveiði- lögsögu sína. Því þrátt fyrir allt stunda Frakkar, Hollend- ingar, Belgir, Þjóðverjar og Spánverjar einnig veiðar við ísland, og verða því hart úti vegna þessarra aðgerða ís- lendinga. Ef íslendingum væri leyft að fara sínu fram í þess- um málum án mótmæla, yrði að fyrirgefa öðrum löndum samskonar aðgerðir. Erfiðleikar Eitt atriði gefur vonir um viðræðurnar. Það er að á Sjó réttarráðstefnunni í Genf, jafnvel þótt hún hafi farið út um þúfur, fengu íslendingar viðurkenningu á fjárhagslegri sérstöðu sinni. Eins og það er háð sjónum, er staða þess sem háþróaðs ‘ lands á sviði efna- hags og þjóðfélagsmála, ein- stök. Án efa hefur brezka nefnd in þetta í huga, svo bilið milli aðilanna getur minnkað veru lega. En sérhver samningur við fsland, hvernig sem hann hljóðar, mun koma hart niður á brezkum togaraeigendum og sjómönnum. Óhjákvæmilegt er að eitthvert atvinnuleysi mun skapast og sum atvinnu- fyrirtækjanna í aðal fiskiborg um okkar bíða þess í svart- sýni að viðskipti þeirra fari út um þúifur. Fundur útvegsmanna á Austurlandi FUNDUR Fjórðungssambands fiskideilda Austfjarða um land- helgis- og sjávarútvegsmál var haldinn í Félagslundi á Reyðar- Góbir Hafnfirðingar Við erum þrjár litlar stúlkur og pabbi og mamma eru alveg húsnæðislaus. Vill ekki ein- hver vera svo góður að leigja okkur aðeins í tvo mánuði 1— 2 herb. og eldhús. Fyrirfram greiðsla ef óskað er. — Alger reglusemi. — Uppl. í dag í síma 19806 milli kl. 1—7. firði miðvikudaginn 7. sept. Voru þar samþykktar ýmsar ályktanir um landhelgismál, aðstöðuna til L. í. Ú., tryggingamál, verðlags- mál og síldariðnað. í ályktuninni um landhelgina var m. a. því lýst yfir að frávik frá 12 mílna fiskveiðilandhelginni komi ekki til greina og að fundur inn telji óheppilegt að heimila íslenzkum skipum togveiðar inn- an tólf mílna markanna. Þá áleit fundurinn nauðsynlegt að stofn- aðar verði útvegsmannadeildir í L. í. Ú. á sem flestum stöðum austanlands. Varðandi trygginga mál skorar fundurinn á ríkis- stjórnina að hlutast til um að tryggingagjöld báta árið 1960 verði greidd á svipaðan hátt og undanfarin ár og á stjórn Fjórð- ungssambandsins að láta athuga hvort ekki sé hægt á næsta sumri að koma á samtryggingu á Aust- fjörðum fyrir herpinætur og herpinótabóta. Varðandi verð- lagsmálin skorar fundurinn á landssamtök útvegsmanna, að haf inn verði undirbúningur að vænt anlegum samningum við ríkis- valdið um rekstursgrundvöll út- gerðarinnar á næsta ári og á Fiskifélagið að láta fara fram ýtar lega rannsókn á verðmismun síld ar- og fiskverðis hér og í Noregi. Loks var gerð samþykkt varðandi síldarsöltun austan Langaness, um uppbyggingu og lagfæringu verksmiðja o. fl. til meiri nýt- ingar síldar á Austfjörðum. Sólveig Eggerz Péturs- dóttir sýnir í Bogasalnum í KVÖLD kl. 8 verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins, sýn- ing á vatnslitamynd-um eftir Sól veigu Eggerz Pétursdóttur. Hún er dóttir Péturs Eggerz Stefáns- sonar frá Völlum í Svarfaðardal og konu hans Sigurveigar Þor- gilsdóttur frá Sökku. , Sólveig stundaði listnám við Handíðaskólann í ReykjavLk ár- in 1944 og 1945. Síðan fluttist hún til Englands og stundaði nám í málaralist við Healherley listaháskólann í London um eins árs skeið. Þetta er fyrsta sjálfstæða sýn- ing Sólveigar, en í vefcur sýndi hún nokkrar myndir á vegum listkynningar Morgunblaðsins. Á sýningunni eru 78 vatnslitamynd ir, flestar málaðar í Reykjavik og nágrenni. Einnig eru nokkrar úr Borgarfirði og fleiri stöðum út um land og nokkrar blóma- myndir. Sumar myndanna eru málaðar á pastelpappír og nást með því mjög skemmtilegir dimmir litir. Myndirnar eru flestar málaðar á síðasta ári. Sólveig málar einnig olíumál- verk og pastelmyndir og teikn- ar tússmyndir. Hún taldi sa,mit rétt að hafa aðeins vatnslita- myndir á þessari sýningu, þvi það gæfi fegurri heildarsvip og vatnslitamyndir færu einnig lang bezt með hinum ljósu litum og nýtízkulegu húsgögnum, sem ungt fólk hefur á heimilum sín- um. Sýningin verður opin daglega frá kl. 11—22 fram til 9. okt., og eru myndirnar allar til sölu. Bf fólk hefur áhuga á að fá málaða myndir af eitthverju sér stöku, getur það snúið sér til listakonunnar, en hún verður stödd í sýningunni milli 11 og 12 f.h. Atriði úr Grænu lyftunni. Helga Bachmann og Árni Tryggva- son i hlutverkum sínum. V etrarstarfsemi L.R. að hefjast LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur vetrarstarfsemi sína á morgtxn (sunnudag) með sýningu á gam- anleiknum Græna lyftan eftir Avery Hopwood. Sýningar á Grænu lyftunni hófust í vor og var leikritið þá sýnt í 9 skipti. En þar sem miikil aðsókn var að leikritinu, var á- kveðið að halda áfram sýningum um haustið og verður sú fyrsta annað kvöld, eins og fyrr segir. Næsta verkefni Leikfélagsins verður Tíminn og Conway-fólkið eftir J. P. Priestley, og er frum sýning þess fyrirhuguð um miðj an október. Þar koma fram nær allir ungir leikarar Leikfélagsins og eru æfingar þegar hafnar. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, en Ásgeir Hjartarsson annaðist þýðingu leikritsins. Sýningar hefjast kl. hálf niu Vakin skal athygli á því að breyttur sýningartími hefur ver ið teki-nn upp á sýningum Leiik- félagsins, þannig að sýningar hefjast nú kl. 8.30 í stað 8.00. Tel ur stjórn Leikfélagsins að það muni vera til hagræðis flestum leikhúsgestum, en ákveðið hefur verið að hafa um það skoðunar könnun á fyrstu sýningunum. Verður úfchlutað prentuðum mið um í salnum, þar sem leikhús- gestir geta látið álit sitt í Ijós um þetta efni. Þá má geta þess, að Leiíklistar- skóli L.R., sem stofnaður var sl. vetur, tekur til starfa upp úr mánaðarmótunum. Gísli Halldórs son veitir honum forstöðu eins og í fyrra. Hafa margir sótt urn skólann en eigi er aðstaða til að taka nema 15 nemendur. Húsbyggingasjóður efldur Mikill áhugi er ríkjandi innan félagsins um byggingu hins nýja leikhúss, sem væntanlega mun rísa af grunni áður en langt um líður. Verður unnið að því í vet- ur að efla húsbyggingarsjóðinn sem mest. Þess má geta að hinn vinsæli gamansöngleikur Deler- ium Bubonis hefur nú verið sýnd ur tvisvar í Austurbæj arbió og ágóðinn af sýningunum runnið í húsbyggingarsjóð. Stjórn L. R. er nú skipuð þannig: Þorsteinn ö. Stephen- sen, formaður, Helgi Skúlason, ritari og Guðmundur Pálsson gjaldkeri. f húsbyggingarnefnd eiga sæti: Brynjólfur Jóhannes- son, Þorsteinn ö. Stephensen og Björn Thors. Hópferbir Höfum allar stærðir hópferða bifreiða til lengri og skemmn ferða. — Kjartan Ingimarsson, Ingimar Ingimarsson, Símar 32716 og 34307.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.