Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 1. október 1960 sleppti hendinni og klappaði henni ofurlítið um leið kinkaði hann kolli eins og sá, sem hefur fengið grun sinn staðfestan, og leit á stúlkuna með ástúðlegum áhyggjusvip. Vísaðu honum inn, sagði hann rólega. Phyllis fór, án þess að segja orð. Klerkur horfði brosandi á eftir henni og bjóst eindregið við, að hún sneri við í dyrunum og seskti skýringar á þessum glettnislega látbragðaleik hans — en það gerði hún ekki. Þegar hún kom aftur fram í biðstofuna, stóð hr. Parker við gluggann, þar sem hún hafði sjálf staðið, þegar hann kom inn. Hún stóð kyrr í dyrunum. I>að var ekki heppilegt að tala við hann á löngu færi; það msetti leggja út sem hroka — en það •var heidur ekki auðvelt að ganga gegnum stofuna og verða aftur fyrir þessum rannsakandi augum. En nú sá hann og gekk áleiðis til hennar. Ofurlítið bros lék um varir hans. Næstum kunn ingjabros, fannst Phyllis. Dómprófasturinn getur talað við yður núna, sagði hún og vís aði honum leiðina. — Þakka yður fyrir, ungfrú Dexter, sagði Parker, er þau staðnæmdust við lokaðar dymar að bókastofunni. Phyllis leit í augu hans og var rétt að því komin að segja eitt- hvað. Hún hafði mikla löngun til að spyrja . . . en svo sá hún sig um hönd, opnaði dyrnar, án þess að fylgja honum lengra, og lokaði þeim svo aftur. Síðan gekk hún hægum skrefum gegn um biðstofuna og út í fordyrnar. Sylvia reis upp, þegar Phyllis kom út. Unga stúlkan gekk að tíkinni, strauk silkimjúkan haus inn á henni og sagði einhver gæluorð við hana. Síðan gekk hún aftur inn í biðstofuna og tók sér aftur stöðu við sama glugg ann og áður. Allt í einu vakn- aði hún af draumleiðslu sinni við að finna eitthvað volgt og rakt við hönd sér. Hún settist á bekk inn við gluggann og tíkin lagði hausinn í kjöltu hennar. — Eg held bara, að þú kunnir vel við mig, hvíslaði Phyllis vin gjarnlega og gældi við löngu eyr un. — Eg held næstum, að þú þekkir mig, en það gerirðu nú samt ekki. Eg hef aldrei séð þig óður. En það gerir ekkert til, bætti hún við, lágt. — Eg kann líka vel við þig og við skulum verða vinir. XI. Harcourt dómprófastur rétti ekki fram höndina þegar Newell nálgaðist stóra borðið. Hann ýtti frá sér bréfahrúgu, tók hægt af sér gullgleraugun og benti á stól með hreyfingu, sem var að vísu gestrisnisleg en þó ekki vinsam leg. — Hvað dregur yður hingað inn úr öllu sólskininu, hr. Park- er? spurði hann, er gestur hans var seztur. Þessi beina spurning hefði ef til vill oft ella getað liðkað um tungu ókunnugs manns, en þetta stökk klerks yfir allar venjuleg ar kurteisissetningar, sem menn hefja samtal á, kom Parker í vandræði. Hann fékk ekki svig rúm til að byggja upp vörn sína. Það hafði verið fullerfitt að horfa inn í rafgulu augun með löngu augnahárin og ijúga, en þó var enn meiri vandi að mæta rannsakandi augnaráði Har- courts dómprófasts. — Eg heiti Paige, sagði hann, eftir andartaks þögn. — Newell Paige. Klerkur leit upp og horfði hvasst á hann. — Afsakið, en þá hlýt ég að hafa misskilið yður. Rétt sem snöggvast datt Ne- well í hug, að láta þennan mis- skilning gott heita, en þessi djúpu augu kröfðust sannsögli. Þau horfðu ekki skipandi á hann, miklu fremur biðjandi. — Það var ekki um neinn mis- skilning að ræða, heyrði hann sjálfan sig játa. — Eg sagði ungu stúlkunni, að ég héti Parker . . . Af sérstökum og knýjandi ástæð um . . . — Þér þurfið ekki að segja mér þær ástæður nema því að eins að það létti einhverju fargi af yður„ tók klerkur fram í. — Eg geng að því vísu, að ástæður yðar til þess séu ekki óheiðar- legar, enda hefðuð þér þá ekki íarið að segja mér frá rétta nafn in. En segið mér þá, hvað dró yður hingað. Það var einhver trúnaður í lág um róminum, eitthvað föðurlegt, sem var alls óskylt tortryggni eða forvitni. Paige fannst eins og verið væri að taka af honum röntgenmjmd. Þessi djúpstæðu augu með fíngerðu hrukkunum í kring virtust láta ómerk atriði eins og fatnað eða nafn algjör lega, afskiptalaust, en reyna að komast að innsta kjarna málsins. — Þakka yður fyrir, sagði Parker og dró stólinn sinn nær. — Eg kom til að tala við yður um ræðuna, sem þér hélduð í gær. — Mér skilst, að þér séuð ekki tíður kirkjugestur, svaraði klerk ur, þurrlega. — Það er ekki nema satt, en ég hefði gaman af að vita, af hverju þér ráðið það. Lít ég út eins og heiðingi? — Þér kölluðuð predikunina mína ræðu, sagði klerkur og brosti ofurlítið. — Þér voruð rétt að því kominn að kalla hana predikun, en hættuð svo við það, af því að þér vilduð heldzt ekki kannast við, að þér hafið engan áhuga á predikun. Ekki svo að skilja, að ég sé neitt að lasta það. Jæja, hvað var það svo í ræðunni minni, sem kom yður til að leita til mín? — Þér sögðuð, að það væri nauðsynlegt að skapa samræmi í tilveru sína, og þér minntust á aðferðina til þess. Ef þér nú vild uð útskýra þetta nánar fyrir mér? Eg hef fulla þörf á því. Dómprófasturinn hallaði sér aft ur í stólinn, teygði úr löngum handleggjimum, spennti greipar um hnakkann — og sagði síðan nokkuð, sem virtist heldur lítið varða spurninguna — í fljótu bragði séð. — Eg hef árum saman ekki ekið bíl, en það var einu sinni uppáhaldsskemmtun mín í tóm- stundum mínum. Eg man eftir, hvernig kennarinn minn fór með mig út á fáfarinn veg að morgni, til að kenna mér byrjunaratriðin, því að ég kunni ekki neitt. Lík- lega hef ég haft hæfileika til þess arna, því að eftir klukkustund gat ég ekið bílnum með tals- verðu öryggi. Eg gat sett í gang, stanzað, ekið áfram og aftur á bak og skipt gírum. Mér fannst auðvelt að aka bil og sagði við kennarann minn, að líklega gerðu menn nú óþarflega mikið úr erfiðleikunum. — Hann svaraði: „Gétur verið“, með einhverri dularfullri hóg- værð og stakk upp á, að nú skyldum við koma út á þjóðveg inn, og sjá, hvernig nýi bíllinn hegðaði sér innan um aðra bíla. Eg var til í það, því að auðvitað var það skemmtilegra. Klukkan var orðin yfir átta, svo að um- ferðin hlaut að vera komin í fullan gang. Parker brosti við tilhugsunina um það, sem nú kæmi, en klerk ur hélt áfram dæmisögu sinni. — Þegar ég kom út í 'miðja þvöguna, sem þarna var, átti ég strax erfitt með að muna það, sem ég var búinn að læra. Eg varð óskaplega tilfinninganæmur gagnvart hinum bilunum, sem ætluðu fram úr mér og skelfdur við þessar fífldjörfu ófreskjur, sem stefndu beint á mig. Mér fannst vegurinn svo mjór og hinir bílstjórarnir svo ótrúlega kærulausir, að öryggið mitt var fljótt að hverfa. Þegar við kom um að fyrstu gatnamótunum, var ég búinn að vera. Eg stöðvaði bílinn, og sagði. „Ef ekki bara væru þessir allir hinir“. „Já“, svardði kennarinn minn og hló. „Það er nú aðalmeinið: allir hin ir! „Væru þeir ekki, væri vanda lítið að aka bíl“. Klerkur losaði hendurnar af hnakkanum og gerði ofurlitla hreyfingu, sem hefði getað þýtt, að frekari skýringar væru óþarf ar. — Eg skal játa, að það er aldr- ei að vita, hverju aðrir geta tekið upp á, sagði Paige, því að honum fannst klerkur mundi ætl ast til að fá eitthvert svar. — Eg er kominn á þá skoðun, að mað ur geti alveg eins búizt við, að aðrir geri alltaf það, sem vitlaust er, jafnvel þótt beztu vinir mans eigi í hlut. Finnst yður það ekki líka? — Nei, það finnst mér ekki. Eg hélt þetta í fyrstunni. Maðurinn fyrir framan mig var óvinur númer 1. Eg trúði honum til nægi legar glópsku og eigingirni til þess að hemla snögglega rétt fyr ir framan mig, án þess að gefa nokkurt merkL Og það kon( meira að segja fyrir, að ég varð að snögghemla til þess að forð ast árekstur . . . en þegar reiðin mín hafði jafnað sig dálítið, gat ég oftast munað, að í sjálfsvarnar ákafa mínum hafði ég oftast gleymt að gefa manninum á eftir mér merki um, hvað ég ætlaði að gera. Þá datt mér allt í einu 1 hug, að ef til vill hefði verið ná kvæmlega eins ástatt fyrir mann inum fyrir framan. — Það er langt síðan þetta var, hélt klérkur áfram. — Reynslan hefur kennt mér sitt af hverju síðan. Eg held, að ef ég væri fær um að aka bíl núna, myndi ég gera það með öðrumi huga — auðvitað vakandi — og með meiri samúð með hinum. f stað þess að stara á bakið á manninum á undan og hugsa, um hvaða asnastrik hann ætli nú að gera, held ég, að ég mundi nú fyrst og fremst hugsa um hanra sem mannveru, sem er ruglúð af sömu ástæðu sem gerir mig hættulegan þeim, sem á eftir mér kemur. — Þér viljið beinlínis fyrirgefa óframdar ávirðingar? sagði Paige. — Það er illmögulegt að lifa samræmdu lífi án þess, vinur minn. Það er afskaplega létt verk, hverjum heilbrigðum manni, að gæta síns eigin bíls, ef maður verður fyrir engum truflunum af umhverfinu og hiki annarra, þeg ar þeir eiga að ákvarða sig . . . Það sem erfitt er að muna, er það, að við eigum allir okkar þátt í þessari almennu ringulreið. Jafnvel góðir menn. Stundum geta þeir einmitt gert þetta, þeg ar þeir eru hvað allra óánægðast ir með sína eigin breytni. Þeir fara í kirkju í þeirri trú, að þeir séu löghlýðnir, gjafmildir, réttlát ir og góðir við aðra. Þeir trúa þvi, að ágæti þeirra greini þá frá múgnum. Það eru næstum engin takmörk fyrir fjölbreytni mannlegra mistaka, en þessi gallf er hinn stærsti. Það, sem við þurfum fyrst og fremst að berja inn í meðvitund þeirra er það, að við erum allir eins, og að venju lega er það svo, að það, sem er einum vandamál er öllum vanda mál. Sá, sem leitar að samræmi og rósemi, verður að hafa þetta í huga . . . Ef þér viljið brjóta þetta betur til mergjar, vil ég ráðleggja yður að lesa Fjallræð- una og kvæði Walt Whitmans. Paige kom það skrítilega fyrir sjónir að heyra frægan kirkju- höfðinjga nefna í sömu andránni svona ólík ritverk. En klerkur hélt áfram: —- Margir halda, að þeir geti heiðrað hetju eða hetjudáðir með því að básúna hann eða þær sem eitthvað einstakt. Þannig reyna menn að hefja höfund Fjallræð unar hátt upp yfir daglegt líf og venjulega dauðlega menn. Eg held, að sú hafi aldrei verið óskí hins mikla Galílea. Hann var allt of hrærður af veikleika okkar til þess að hugsa þannig. Eg held, að honum hefði líkað vel „Gras- blöðin" hans Whitmans. Hanra hefði líklega skoðað það sem einskonar hliðstæðu við „liljuii vallarins“ hjá sjálfum sér. Já^ veslings Walt gamli hefur áreið anlega fengið guðlegan innblást ur þegar hann orti: „Þú, ókunn ugur, sem gengur fram hjá mér, hefur enga hugmynd um, með hvílíkri þrá ég horfi á þig. Eg hef áreiðanlega einhverntíma þekkt þig. Við uxum upp samara — vorum börn saman. Eg verð að gæta þess að missa þig ekki“, Dómprófasturinn sat þögull, andartak, en þá spurði hann blíð lega? SHtltvarpiö Laugardagur 1. október 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. -m 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. -• 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Frétti* og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-» urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — Fréttir kL 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19#00 Tómstundaþáttur barna og ungl* inga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar: Sinfonie Espagnolo eftir Lalo (Arthur Grumiaui fiðluleikari og Lamoureux-hljóm sveitin leika; Jean Foumet stjórnar)^ 21.00 Leikrit: „Sannleikurinn er sagn# beztur", gamanleikur eftir John Mortimer, 1 þýðingu Gissurar O. Erlingssonar. — Leikstjóri: Hel^f Skúlason. 22.00 Fréttir og veðörfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrórlok. Skaldið og mamma litla 1) Eg er feginn því, að við hér á gilda tónlist og sitjum ekki og mæn- og þetta ómenntaða fólk gerir. heimilinu kunnum öll að meta sí- um á sjónvarpið í tíma og ótíma, eins 2) ................... — Pabbi kann ekki að synda, Markús .... Ég verð að ná hon- um!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.