Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. október 1960 Hempulaus klerkur með frjótt ímyndunarafl Ritstjórar- Valtýr Stefánsson Cábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. ■ Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson, Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgretðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. Kristmynd séra Laiers, sem varð til þess að hann var sviptur hempunni. Um þessa mynd segir í Aktuelt: Xúlkun hennar á þjáning- unni er grípandi. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund að þessi mynd sé gerð af manni, sem hefur ekki notið neinnar tilsagnar í höggmyndagerð og óskiljan- legt að hún skuli vera hans fyrsta verk. Það er því eng- an veginn óskiljanlegt hver áhrif myndin hafði á yfir- völd kirkjunnar og sóknar- börn prestsins, er hún var reist í garði hans. En það þarf skriftlaran mann til að skilja hvernig hægt er að nota trúarlegt listaverk gegn þeim kennimanni, sem hefur gert það. Moses og Elias sem beina sjónum sínum til krossmynd- arinnar. Myndirnar í garðinum og kjall- aranum eru ýmist gerðar eftir fyrirmyndum eða hugmyndir. Segja kunnáttumenn að hugmynd ir láti klerki bezt, því ímyndun- arafl hans sé svo frjótt að með ólíkindum sé. Frú María Laier með líkan, sem maður hennar hefur gert af henni. LANDHELGIN í DAG hefjast hér í Reykja- vík viðræður milli full- trúa ríkisstjórna íslands og Bretlands sem kunnugt er. Engu er á þessu stigi hægt að spá um það, hver niðurstaða þeirra viðræðna kann að verða, en Ijóst er að það er hagsmunamál beggja ríkj- anna að leitast við að leysa þessa alvarlegu deilu. Meðan Bretar ekki fást til að fallast á réttmæti aðgerða okkar, er stöðug hætta á hin- um alvarlegustu árekstrum á íslandsmiðum. Segja má að það sé hið mesta happ, að ekki skuli hafa komið til lík- amsmeiðinga og jafnvel mann drápa í þeim átökum, sem staðið hafa tvö síðustu ár. Ber þar fyrst og fremst að þakka íslenzku landhelgis- gæzlunni fyrir hófsemd og skynsamlegar aðfarir og eins yfirstjórn landhelgisgæzlunn- ar, bæði í tíð vinstri stjórn- arinnar og síðari stjórna. Einn flokkur hefur þó í þessu efni skorið sig úr, þar sem eru kommúnistar. Þeir hafa lýst því yfir, að vandinn væri ekki annar en sá að vopna íslenzku landhelgis- flugvélina og láta hana hefja skothríð að brezkum togur- um. Engum blandast hugur um það, að í slíkum átökum, þar sem vopnin eru látin tala, hlýtur ósiguíinn að vera okk- ur íslendingum vís. En það skiptir kommúnista engu DANSKA blaðið Aktuelt segir frá sérkennilegum klerki þar lendum nú fyrir skemmstu. Klerk ur þessi var sviptur hempunni árið 1937, ekki fyrir drykkjuskap eða hórdóm, heldur fyrir líkneski af Kristi á krossinum, sem hann máli, því að þeir hafa fengið í f ^ í garðinum hjá sé:r Líkneski um það fyrirskipamr fra hus- j prestur þótti ekki hæfur kirkj- bændum sínum að reyna að unnar þjónn eftir að hann gerði gera deilu okkar við Breta að alþjóðlegu vandamáli og bit- beini stórvelda. Það væri vissulega hin mesta ógæfa þessarar þjóðar, ef við yrðum valdir að fjör- tjóni annarra manna og ekki þarf að ræða hvernig við yrði brugðizt hérlendis, ef okkar menn féllu fyrir vopnum. Meðal annars af þeim sökum er það hið brýnasta nauð- synjamál að landhelgisdeilan leysist. En jafnvel þótt þessum hættum væri ekki til að dreifa, mundi hin íslenzka þjóð æskja þess að deilan leystist af þeirri einföldu ástæðu að okkur langar hvorki til að fjandskapast við Breta né aðra. Hitt væri brezku samninganefndar- mönnunum hollt að hafa hug- fast, að við íslendingar teljum okkur í fullum rétti, að frið- un fiskimiðanna er lífshags- munamál Islendinga og loks að 12 mílna reglan er að sigra í heiminum og verður innan tiltölulega fárra ára viður- kennd af öllum sem alþjóða- lög. Af öllum .þessum sökum verður að vona og treysta að Bretar sýni ekki óbilgirni í viðræðunum og útiloki þann- ig samkomulag, sem allir góðir menn meðal beggja þjóðanna vona að geti náðst. Séra Laier erup í Danmörku. Hann var ráðs maður á bóndabýli er hann réðist í það 36 ára gamall að afla sér menntunar. Tók embættispróf 43ja ára og fékk prestakall, sem hann missti svo fimm árum síðar. Nú lifirhann af því að gera högg myndir. og selur aðganginn að garðinum sínum. það. Er hempan hafði verið tekin af honum sneri hann sér ein- göngu að höggmyndagerð og hef- ur náð miklum árangri á þeirri braut að dómi færustu manna. í garðinum hans verður vart þver- fótað fyrirhöggmyndum og kjall arinn er einnig krökur af mynd- um. Þá er innanhússkreytingin gerð af listaverkum og jafnvel loftin í stofunum eru prýdd myndum eftir húsbóndann. Presturinn, sem hér um ræðir, heitir Laier og á heima í Hjall- Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI HÓTANIR ENN FNN hafa kommúnistar “-i gerzt uppvísir að hótun- um og ofsóknum í verkalýðs- félögum, nú síðast hafa fé- lagskonur í félagi afgreiðslu- stúlkna í brauð- og mjólkur- búðum, sem undirrituðu á- skorun um allsherjaratkvæða greiðslu verið hundeltar af kommúnistum með svívirð- ingum og ásökunum. Á þær hafa verið bornar hvers kyns vammir og skammir og þeim Iiótað að þær gætu haft verra af, ef þær neyttu lýðræðis- legra réttinda sinna til áhrifa í félaginu. Eins og kunnugt er, hafði hin kommúniska stjórn í fé- laginu látið fara fram „kosn- ingu“ fulltrúa á þing Alþýðu- sambands íslands á fundi í fé- laginu, þó að 78 félagskonur hefðu krafizt allsherjarat- kvæðagreiðslu. En félagskon- ur eru liðlega 200 og aðeins þarf % þeirra til þess að skylt sé að verða við kröfunni. Á þessu ofbeldi heyktist stjórn- in þó, er á reyndi, og hefur nú verið ákveðin allsherjar- atkvæðagreiðsla í félaginu. Þá er gripið til ofsókna, að erlendri fyrirmynd, í von um að þannig verði hægt að hræða félagskonur frá því að nota lýðréttindi sín svo að kommúnistaklíkan héldi völd um. Til þessa hafa slíkar að- farir ekki reynzt vænlegar til sigurs hérlendis og ánægju- legt væri það, ef félagskonur í ASB sýndu kommúnistum það í eitt skipti fyrir öll, að slíkum aðferðum eigi ekki að beita í verkalýðsfélögunum. Það geta þær gert, með því að fella frá völdum þá klíku, sem slíkum aðferðum beitir. Væri þá aflétt hinu óþolandi ofbeldi, sem kommúnistar beita nú daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.