Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. október 1960 MORCVNBLAÐIÐ 3 ★ — Ég veit ég á draumkorm, sem oft hefur sýnt mér ó- orðna hluti. — Af hverju heldurðu að það sé kona, hefurðu séð hana? — Nei, ég hef aldrei séð hana, en ég veit aðeins að það hlýtur að vera kona. því þær eru alltaf betri og gjöfulli heldur en karlmennirnir. — Dreymir þig fyrir dag- látum? — Já, mig dreymir alltaf fyrir daglátum. Ég sá það til dæmis fyrir, að Garðar heit- inn Þorsteinsson mundi farast í flugslysinu mikla í Hest- fjalli. — Hefurðu nokkurn tíma getað komið í veg fyrir, að atburðir, sem þú hefur séð ske í draumi, endurtaki sig í raunveruleikanum? — Nei, það hef ég aldrei getað, það er sama hvort það .ffmrmrCTj | iifilir ^Blll allt og áhöld En þá kostaði )|li matur 6,50, sem nú kostar ******* \ rúmar 100 krónur, svo all- mikil breyting hefur nú á 1 r * —y orðið á þessum aldarfjórð- ungi. _ 1 Frú Margrét Árnadóttir hef t ur starfað frá upphafi mjög liÍ| « JllSit ötullega með manni sínum að gistihúsaekstrinum. Sjálf var hún lærð matreiðslukona og hafði því á hendi stjórn í eld- húsi og matsölum. — Það var konan, sem var potturinn og pannan í þessu öllu saman. Hún átti hug- myndina að því að við færum út í þetta, þegar ég var sá ræfill að ég gat sáralítið unn- ið að erfiðisverkum. Menntun mín var ekki önnur en bú- i fræðinámið og' var því ekki í 7 * - Jp||r mörg hús fynr mig að venda i um atvinnu. ★ „IHr ' — Þú varst talsverður hesta maður Egill og ert félagi í Hestamannafélaginu Fák. jóML. — Já, ég hafði mikinn á- j huga á hestum, fékkst við að temja þá á yngri árum vestur Hjónin frú Margrét Árnadóttir og Egill Benediktsson. Eg dd úr barnaveikinni á fyrsta ári Rabbað við Egil Benediktsson, sem stjórn- að hefur Tjarnarcafé 1 25 ár hefur varðað sjólfa mig eða aðra. Mér hefur vitrazt það í draumi að ég myndi gera ein hverja vitleysu eða einhverja skyssu og það hefur ávallt farið svo að ég hef gert hana. ★ Við sitjum og röbbum við Egil Benediktsson, vert i Tjarnarcafé. í dag eru liðin 25 ár frá því þau Egill og frú Margrét Arnadóttir frá Kálfa tjörn tóku að sér rekstur á veitingasölum Oddfellowhúss ins. — Blessaður vertu, það er ekki ég, sem hef rekið Tjarn- arcafe. Þetta er allt saman verk konu minnar. Talið snýst nú að tildrög- um þess að þau Egill og frú Margrét tóku við rekstri þessa veitingahúss, sem um rúmlega aldarfjórðungs skeið hefur sett svip á skemmtanalíf bæj arins. Og til þess að vera viss- ir um að komast alveg fyrir endann á tildrögum þessa at- burðar, byrjum við við fæð- ingu Egils Benediktssonar á Ketilsstöðum i Hörðudal í Dölum, þann 18. október 1893 í grenjandi stórhríð. Faðir Egils var ekki við því búinn að slíkt veður skylli á svo snemma hausts. Þess vegna voru hestar hans ekki á húsi og því ekki tiltækir, þegar móðirin tók léttasóttina. Króg inn var því kominn í heiminn, , þegar til yfirsetukonu náðist, en gömul o.g gegn kona á heimilinu hafði skilið á milli. Líf Egils gekk skrykkjalít- ið á æskuárunum ... — að undanskildu því að ég dó úr barnaveikinni, þegar ég var á fyrsta árinu. Ég lá í algeru dái í meira en sólarhring. Þá voru fengnir einhverjir drop- ar hjá hómópata og þeim dreypt á mig á nokkurra min útna fresti, þar til líf fór að færast í mig á ný. Og ég er alveg viss um, að það var einhver reikull andi, sem tók sér bólfestu i mér, meðan ég lá í dáinu. — Hvers konar lyf held- urðu að þetta hafi verið? — Það veit ég ekki, ætli það hafi ekki verið einhvers konar grasasull. — Kannski það hafi verið svolítill spíritus i þeim líka og þess vegna sé bað, að þú kannt vel að meta brennivín í dag. Egill hlær við og segir að það kunni að vera. — En veitingamaður ætlaði ég mér aldrei að verða. Ég ætlaði að rækta jörðina, slá gras og gefa það vel hirtum og fallegum skepnum en alis ekki að fóðra mannfólkið á mat og víni. En svona fór það nú samt. ★ Egill fór 1 Hólaskóla árið 1919, og útskrifaðist þaðan búfræðingur Hann átti heima í Dölum þar til 1926, bjó lengst á Þorbergsstöðum í sam býli við föður sinn. Eftir bú- fræðinámið stundaði hann plægingar í allmörg ár ásamt bróður sínum, bæði í Dölum og á Snæfellsnesi. Jarðrækt- arframkvæmdir voru þá með allmjög öðrum hætti en nú er. Plóginn og aktýgin urðu þeir bræður að reiða á klyf- söðli milli bæja. Árið 1926 fluttist Egill að Vatnsenda í Grímsnesi og hóf þar búskap. Þar bjó hann til 1929 að hann varð að hætta búskap vegna bakveiki. ★ Árið 1923 kvæntist Egill Margréti Árnadóttur, prests að Kálfatjörn. Það atv’k- aðist þannig, að Margrét kom í skemmtiferð vestur í Dali. Er fundum þeirra bar saman var Egii! að hefja bú- skap á hluta af Þorbergsstöó- um og vantaði hann því ráðs- konu. Hann bað Margréti að koma til sín og varð hún þeg- ar í stað við því, en síðan hafa þau ekki skilið sambúð. Þau giftust um haustið 1923. Bakveiki sú, er Egill tók vorið 1929 leiddi til þess að hann varð að hætta allri erf- iðisvinnu. Þau hjónin brugðu þvi búi, seldu jörðina aftur og héldu hingað til Reykja- víkur. Ekki var í mörg hús að venda er hingað kom, eigin- maðurinn veikur og varð að Uggja rúmfastur í lengri tima. En þau hjón voru svo lánsöm að lenda hjá góðu fólki. Voru það aðventistar. Síðan ber Egill aðventistum ákaflega vel söguna og kveður þá eitt hvert það bezta fólk. sem hann hefur kynnzt. Fyrst í stað bjuggu þau hjá Lofti 'Sigurðssyni mublusmið. Þeg- ar Egill fór að geta dútlað eitt hvað lítilsháttar vann hann að mublusmíði hjá Lofti. Síð- ar tók hann að stunda alls konar evrarvinnu og annað er til féUst, en misjafnlega gekk þetta, því alltaf fékk hann köst af og til í bakið. Um alllangt skeið vann hann að garðyrkju hér i Reykja- vík með Matthíasi Ásgeirs- syni, en einmitt á þesum 'r- um var skrúðgarðagerð al- mennt að hefjast hér í bæn- um. ¥ Raunar fékk Egill nokkra nasasjón af veitingahúsa- rekstri þegar á skólaárum sín- um á Hólum í Hjaltadal, en þar var hann matarstjóri með an hann dvaldist þar. Við það starf þurfti bæði á fyrir- hyggju og hagsýni að halda. Árið 1932 hófu þau hjónin veitingasölu í KR-húsinu og jafnframt annaðist Egill þar húsvörzlu og hreingerningu. KR-húsið ráku þau hjón svo í þrjú ár en 1. október 1935 tóku þau veitingasali Odd- fellowhússins á leigu og hafa rekið bá síðan Til gamans má geta þess að leigan fyrir sal- ina var þá 900 kr. á mánuði með öllu innbúi og áhöldum. Nú er leigan hinsvegar 18 þúsund krónur á mánuði og sjálf eiga þau hjónin innbúið ég raunar aldrei neinn hest- inn átt, hafði í upphafi ekki efni á því, og er fram liðu stundir fannst mér ég hafa öðrum hnöppum að hneppa. Mér hefur alltaf þótt ákaf- lega vænt um hesta. Ég get aldrei gleymt því, þegar ég seldi Sleipni minn. Við vor- um þá í plægingaferðum bræð urnir og oft vel riðandi. í þeim ferðum keyptum við gjarnan og seidum hesta eða fórum í hestakaup. Eitt sinn komum við að bæ vestur í Dölum og vildi bóndi þar kaupa Sleipni af mér, bauð mér fyrir hann tvær hryssur, eitt tryppi og 60 kr. í pening- um. Ég mun hafa látið líklega að kaup þessi myndu gerð. Við gengum svo í bæ með bónda og snæddum mið- degisverð hjá honum, en þegar upp skyldi standa itrekar hann enn hesta- kaupin. Þá hafði mér snúizt hugur og taldist ég undan kaupunum, Bóndi var ekki á þeim buxunum að samþykkja það, kvaðst mundu leita rétt- ar síns með því að kæra mig fyrir sýslumanni. Ég var ung ur og óreyndur og gugnaði því fyrir bónda. hirti merarnar, typpið og 60 krónurnar og hélt á bott En ég gleymi því aldrei, meðan ég lifi, þegar ég tók beizlið út úr Sleipni min- um. Hann hafði verið á- heyrandi að viðskiptunum og nú sá ég greinilega að tár runnu úr augum hans. Þeita er i eina skiptið, sem ég hef séð hest gráta. ★ — Þú ert mikill áhugamað- ur um dulræn efni. Ertu skvggn eða hefurðu miðils- gáfu? — Nei. hvorugt. það eru að eins draumarnir, sem eru mér svo glöggir. Ég er viss um að það eru andar hér allt i kring um okkur. Ég veit, að það er lif eftir þetta líf og ég er einnig viss um það, að það er sáralítið sem við sjálfir stjórnum í þessu lífi. Það er urmull af öndum, sem hafa áhrif á okkur og stjórna til- verunni að meira eða minna leyti. ★ — Þú ert berdreyminn. Gaman væri að heyra nokkur dæmi þess. — Ég man eiginlega fyrst og greinlegast eftir að þetta skeði, þegar ég var á Hó'um. Við áttum að ganga til prófs i grasafræði. Ég hafði brugð- ið mér heim í fríinu og ætl- aði mér að lesa grasafræðina þar. Það varð þó lítið úr lestri, allt fór í vinnu við eitt Framhald á bls. 22. STAKSTtlMAR Múgsef ju í f Tímanum í jrær er rætt nffl forystugrein Morgunblaðsins sl. miðvikudag, þar sem getið er skrítinna fundarsamþykkta og múgsefjunar. Um þetta segir Tíminn: „Síðan er þetta tækifæri grip- ið til þess að gera allsherjar árás á samþykktir félaga í al- mennum málum og sagt aS „fundarmenn komizt stundum að lítið hyggilegri niðurstöðum en samsafn fífla einna“. Leturbr. Tímans). Eftir það er talað með gifuryrðum, dylgjum og hótun- um um að sömu stimplun skuli þeir fá, sem dirfist með svipuð- um hætti að gera samþykktir, sem ekki falla i kramið“. Og forystugrein Tímans, sem um þetta fjallar, lýkur á þess- um orðum: „Þessi skrif Mbl. sýna gerla, hve grunnt er á fasismanum hjá þeim mönnum, sem nú fara með stjórn á íslandi og þau ættu »ð geta orðið þjóðinni alvarleg á- minning“. Þess er þá fyrst að geta, að hin tilvitnuðu orð í Tímagrein- inni eru ekki orð Morgunblaðs- ins, heldur dr. Símonar Jóh. Ágústssonar í bókinni Mannþekk ingu. Og þó sjá.lfsagt ekki frum leg frá hans hendi. því að múg- sefjunin er alþekkt fyrirbæri, sem jafnvel Tímamenn ættu að kannast við. Hitt er að minnsta kosti vist, svo að vikið sé að síð- ari málsgreininni í Tímanum, að fasistarnir þekktu þetta fyrir- bæri og hagnýttu út í yztu æs- ar. Það var einmitt fyrir múg- sefjunina, þar sem vitnað var til hvata og greindar hins versta í hópnum, sem Hitler tókst að ná miklum völdum i Þýzkalandi. Og núverandi vinir Framsóknar- manna^ kommúnistar, þekkja þetta fyrirbæri líka og hagnýta það hvarvetna. Hinsvegar er það allstaðar talin skylda lýðræðis- sinna að berjast gegn múgsefj- uninni, því að hún elur hinar lægstu hvatir og getur leitt til mestu óhæfuverka. Ætlar Alþjóðabankinn að kaupa? Um þessar mundir eru haldn- ir hinir árlegu fundir Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Eins og áður senda ís- lendingar fulltrúa sína til þess- ara funda. Þarna er fengin sönn- un fyrir nýrri landssölu, segir Þjóðviljinn í gær. „Á meðan eitthvað er eftir til að selja. geta þjóðirnar vænzt fríðinda hjá valdamönnunum vestan hafs“. Alþjóðabankinn ætlar sem sagt að kaupa ísland og ætti það þá að geta orðið mikið ferða- mannaland þess megin þorra þjóða heims, sem ættu landið. Og Þjóðviljinn heldur áfram: „Utan-stefna allra æðstu ráða- manna efnahagsmála, sýnir berf í hverju niðurlægingu málefná íslendinga eru nú komin. Annað eins hefur ekki gerzt, síðan ís- lendingar voru hluti af Dana- j veldi og ráðamenn þjóðarinnar ! urðu að fara til Kaupmanna- , hafnar með bænaskrár og taka j þar við íyrirmælum. Haldi svo áfram enn um skeið, verður sjáll stæði íslands innantómt orð“. Léleg rök Alþýðublaðið ræðir í gær um viðræðurnar við Breta og þá fullyrðingu stjórnarandstæðinga, að með þeim sé verið að „svíkja" í landhelgismálinu. Um þetta segir blaðið: „Þetta er álíka röksemda- færsla og að halda því fram. nt fulltrúar verkamanna hlytu i| j svíkja verkamenn, ef þeir féll- ust á viðræður við atvinnurek- endur í Iaunadeilu" .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.