Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. október 1960 Haraldur Böðvarsson: Nokkur orð um útvegsmál vélbátanna á Akranesi SUMAR síldveiðin misheppnað- ist einu sinni enn og er það mikið áfall fyrir útgerðina sérstaklega, vegna þess að nú var kostað meiru til í nýtizku veiðarfæri og aðra tækni en nokkru sinni fyrr, en það er þó bót í máli að flest allir þurfa litlu við að bæta til síldveiðanna næsta sumar. Heyrzt hafa raddir sem spyrja, hvers vegna gera menn út á síld norð- ur, sumar eftir sumar með tapí. Það er vegna þess að menn hafa ekki komið auga á annað líklegra til betri árangurs, og að óbreytt- um aðstæðum munum við útgerð armenn senda báta okkar á síld næsta sumar í von um betri af- komu. Getum við lagt árar í bát og hætt að veiða siid og fisk? Nei, það er útilokað eins og þjóðar- hag er nú háttað. Gjaldeyris verð ur að afla til kaupa á nauðsynj- um frá öðrúm löndum og hann fæst aðeins með öflun síldar og fisks eins og nú horfir. Þess vegna verður að hjálpa útgerð- inni til að geta rækt skyldustörf sín. Útgerðin ris ekki undir drápsklyfjum vaxta 12% tólf pró- sent — það verður að sjá henni fyrir sanngjörnum lánum. Útgerð in getur ekki greitt síldarnætur á einu ári sem eiga að endast að minnsta kosti í 5 ár. Þess vegna verður að útvega í þessu skyni 5 ára lán með rýmileg- um vöxtum. Útgerðin getur ekki greitt vátryggingu af skip- um sínum í ár og verður það fé að koma annars staðar frá. Þetta ástand hefur skapazt vegna aflabrestsins í sumar. Hvað er nú framundan sér á SV-landi Síldar hefur verið leitað nú allan september og sama og ekkert fundizt og er það líkt og í fyrra, en 1958 var nokkur síld á þessum tíma, en aðalveiðin var í nóvember og desember öll árin. Einn bátur á Akranesi hefur róið með þorskanet og lítið fengið, annar með línu tvo róðra nú föstud. og laugardag og orðið saemilega varog byrja því nokkr ir til viðbótar eftir helgina og verða við það þangað til síldin kefur á miðin. Síid- in kemur m. a. vest- an úr hafi á miðin hér við SV- landið og hefur þegar orðið vart við hana 100/150 mílur V af Garð skaga og benda líkur til að hún verði fyrr á ferð enn undanfarið og þá ríður á að vera viðbúinn að taka á móti henni þegar veður leyfir. Þessar veiðar eigum við að stunda fram yfir áramót eða svo lengi sem síldin fæst og veður leyfa. Síldveiðunum lauk á síð- ustu haustvertíð 6. jan. með mikl um afla — en eftir það fannst hún ekki aftur. Þorskveiðar á línu byrja að endaðri síldarvertíð og ætti að halda þeim áfram a. m. k. til 15. marz og jafnvel alla vetrar- vertíðina ef afli er fyrir hendi, tii þess að veiða betri og verð meiri fisk. Þorskanet ætti ekki að leggja í sjó fyrr enn eftir 15. marz og ekki að leyfa þau lengur enn til 20. apríl, vegna lélegra gæða fiskins í þau og banna meira en 80 net á bát. Vorsíldin er eftirsótt vegna hrogna og svilja í henni á þessum tíma og ætti því að veiða hana eftir 20. apríl og fram að þeim tíma sem bátar fara norður á síld, þetta er bezti tími ársins og getur gefið góða raun. En síðustu árin hefur verið svo mikið af þorska- netum í sjó að hvergi hefur verið hægt að leggja síldarnet, reknet, vegna þeirra á þessum tíma. Þeir sem ekki hafa ástæður ein hverra hluta vegna til að veiða vorsíldina né verka hana ættu að byrja aftur með línuna. Það hefur alltaf verið hægara að kenna heilræði en halda þau, en þarna veltur á miklu að menn hagi sér réttilega. Fjármálin Það hefur verið venju fremur dauft yfir mönnum síðan síld- veiðum hættj norðanlands, enda ekki að ástæðulausu. Aflabrest- ur, stórkostleg lækkun á mikils- verðum afurðum (mjöli og lýsi) sölutregða á skreið, mikil hækk- un á síldartunnum og salti og svo að ógleymdum lánsfjárskorti sem dregur mjög úr framkvæmdum manna. En þetta má ekki lengur svo til ganga ef vel á að'fara. í út- gerðinni liggja mjög miklir fjár- munir í skipum og veiðarfær- um, o. s. frv. að ógleymdu vinnu- afli fólksins. Bankarnir, Útvegs- banki og Landsbanki mega ekki einblína á það að þeir séu farnir að skulda Seðlabankanum nokkr- ar milljónir á hlaupareikningi með 16% vöxtum, sem þeir svo ekki geta lánað aftur með hærra enn 12%. Bankar þessir hljóta ekki síður en einstaklingar að geta fengið hagfelldari lán ann- ars staðar, ef vilji væri fyrir hendi og skilningur á því að út- gerðin má ekki stöðvast. Það hef- ur syrt í álinn fyrr hjá útgerð- inni, en öll él birtir upp um síð- ir. Ef ré’tt er stefnt eiga menn að vaxa með erfiðleikunum en ekki að kjúklast niður. Verðlagsmál í sambandi við verðlagsmálin þ. e. síldarverð á haustsíldinni, vil ég benda nefnd þeirri er end- anlega ákveður verðið, að snurpu síld sem er mikið blönduð með smá- og millisíld samkv. reynslu undanfarið, ætti að vera a. m. k. einum þriðja lægri í verði saman borið við reknetjasíld, enda geng- ur mikið meira úr henni til mjöl og lýsisvinnslu heldur en rek- netjasíldinni og mikið meiri vinnslukostnaður. Sama máli gegnir um reknetja þorsk, á honum verður að vera mikið lægra verð heldur en línu þorski og það svo mikill munur að menn sækist fremur eftir að veiða þorsk á línu vegna verð- munarins. Lokaorð Það ligur í götunni steinn, það verður að ryðja honum burt. Út- gerðin verður að komast á réttan kjöl. Ef leitað er orsaka og kafað Hin glæsilega bygging aðalbanka Nígeríu, „Central Bank of Nigeria“, í Lagos. NIGERIA — Enn eitt Afrikuríkið öðlast sjálfstæði ■ dag í D A G, 1. október 1960, fær fólksflesta ríki Afríku, Nígería, sjálfstæði. Er það fjölmennasta svertingja- ríki veraldar. — Þar sem ég hefi á undanförnum ár- um haft töluverð samskipti við landið og komið þar oft, tel ég mig geta sagt, að það eigi mikla framtíð fyrir sér, enda hefur upp- bygging verið þar gífurleg síðustu árin. • MARGIR ÞJÓÐFLOKKAR Nígería er 597200 km2 að stærð og fólksfjöldi er talinn vera 33—35 milljónir, en þar af eru aðeins um 15 þúsund hvítir menn. í landinu eru margir þjóð- flokkar, sem hafa hver sína tungu, svo sem Hausa í norð- urhéruðunum og Ibo í aust- urhéruðunum en hvor þeirra telur yfir 6 milljónir manna, á vesturlandinu Youruba, með yfir 5 milljónir, Fulani 3 milljónir, og svo minni þjóð- flokkar, t. d. Kanuri, Tiv, Ibi- bio, Edo og Nupe. Enska er hin sameiginlega tunga fólks- ins. Helztu borgir eru Lagos og Ibadan, báðar á vesturland- inu, og telur hvor um sig um 400 þús. íbúa. Lagos er mikil siglingaborg, en í Ibadan er háskóli, sem stofnaður var 1948. Á austurlandinu er Port Harcourt með um 100 þúsund íbúa, mikil siglingaborg í hröðum uppgangi, enda er olía þar í nágrenni, og á norður- landinu er Kano, einn helzti viðkomustaður ferðamanna á leiðinni til Vestur- og Suður- Afríku. til botns, til að finna ástæðuf fyrir taprekstri útgerðarinnar, liggur hann fyrst og fremst í of lágu peningagengi afurðanna og í öðru lagi í aflabresti síðustu tíma. Svo eru sívaxandi kröfur um meira kaup og minni vinnu og alls konar fríðindi og aukinn tilkostnað með meiri þægindum o. s. frv. Einhvern tíma og þá heldur fyrr enn síðar, verður að nema staðar og byrja á ný með því að gera meiri kröfur til okk- ar sjálfra og minni kröfur til annara. Yfirbyggingin þ. e. skrifstofu- bákninu með tilheyrandi stjórn- um og ráðum, veizlum og risnu o. s. frv. hjá sjávarútveginum er þegar orðin of mikil og má þvl gæta ítrustu varfærni til að skút- an kollsigli sig ekki. Sama máli gegnir með landbúnaðinn og er hann þegar vel á vegi með að setja heimsmet með sinni stór- kostlegu yfirbyggingu sem engin skúta þolir, ekki einu sinni sú íslenzka. En í allri þessari armæðu, basli og ráðleysi, held ég að okkur væri hollt að minnast þess: Ef Guð byggir ekki húsið erfiða smið- irnir til ónýtis. i Akranesi 28. sept 1960. er“. En svo kom fjöldi mót- mæla, og varð því ekkert úr nafnabreytingu. landsmenn, reistu kirkjur og klaustur og kristnuðu þorps- búa. Árið 1553 kom fyrsta enska skipið til Benin. Skip- . stjóri þess hét Windham og hið langa samband Englands og Nígeríu hófst þar með. Ár- ið 1831 sendu Englendingar leiðangia um Nígerfljótið. Ár- ið 1851 skutu ensk herskip á Lagos, af því að konungurinn þar, Kosoko, neitaði að af- nema þrælasölu. — Árið 1852 var svo undirritaður samningur í Lagos um afnám þrælasölu. Sama ár opnuðu Bietar ræðismannsskrifstofu í Lagos. Arið 1862 var Lagos gerð brezk nýýlenda. Árið 1891 var stofnaður banki í Lagos, Bank of British West Africa. Árið 1896 var jám- braut lögð frá Lagos til Iba- ^ dan. Árið 1899 var landinu ;§§ skipt í þrjú héruð. Árið 1900 i§§ var járnbraut lögð frá Lagos í§í norður til Kano, um 1200 km. ;§§ Árið 1900 var landið allt orð-§S Eítir Þórodd E. Jdnsson 10 0 0 0 0 0:0:0 0 -0*+.0!*0 Aðalútflutningsvörur lands- manna eru baðmull, kókó, kaffi, gúm, pálmaolíur, soya- baunir, timbur, málmar o. fl. • SAGA LANDSINS í HNOTSKURN Helztu merkisártöl lands- ins eru: Árið 1485 komu Portú galar til Benin City, er liggur um það bil miðja vegu milli Lagos og Port Harcourt, og var foringi leiðangursins John Alfonso. Þeir verzluðu við ið nýlenda Breta. Arið 1923 voru fyrstu kosningarnar í landinu, í Lagos og Calabar. Fjórir Afríkumenn voru kosn- ir í löggjafarráðið. 1. október 1954, sambandsríkið Nígería stofnað. 1. október 1960, lýð- veldið Nígería stofnað. — ★ — 1 fyrra voru blaðaskrif í Nígeríu um að breyta nafni landsins í „Sabo-Songhai“ á þeim forsendum að Nígería minnti of mikið á svart, „Nig- • ALLT I ÖRUM VEXTI Meðal fyrstu hvítu irm- flytjenda voru trúboðar. Þeir reistu skóla, kirkjur og sjúkra 7 hús. Síðan hefur kristnin J haldið inreið sína og eru sjö milljónir kristinna manna í I landinu, en Múhameðstrúar- menn eru helmingi fleiri. Margir eru þó af öðrum trú- arflokkum eða heiðingjar. — Nígería er eitt af beztu mark- aðslöndum okkar Islendinga fyrir skreið, og má gera ráð fyrir að það haldist. Ekki er hægt að sjá annað en allt sé þar í miklum vexti, enda er landið auðugt frá náttúrunn- ar hendi og hafa landsmenn notfært sér það með aðstoð hvítra manna undanfariðn áratug. Þó að vinnulaun séu mjög lág enn sem komið er, virðist fólkið hafa það gott, sem kallað er. Það hefur næga atvinnu og gerir ekki miklar kröfur til lífsins. Ástæðulaust Abubakar Tafawa Balewa, forsætisráðherra Nígeríu. er að óttast, að sama ástand myndist þar og í Kongó ,því að Nígeríumenn eiga fjölda menntaðra manna. Líklega þarfnast þeir þó aðstoðar sér- menntaðra manna frá Evrópu fyrts um sinn. Aldrei hefi ég heyrt Nígeríu búa hallmæla hvítum mönn- um, heldur þakka þeim hraða uppbyggingu landsins og nýj- ungar í hvívetna. Það er tru mín og von að þeir geti stjórn- að sér sjálfir. t ' Eg óska hinu unga lýð- veldi alls góðs á komandi tímum. Þóroddur E. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.