Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. október 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 Þorsteinn Cuöbrands- son sextugur ÞORSTEINN Guðbrandsson, forstjóri Prjónastofunnar Iðunn- ar, er sextugur í dag. Það verður því áreiðanlega fjölmennt að heimili hans, Nýju-Grund á Sel- tjarnarnesi í dag, því að Þor- steinn er manna vinsælastur og örlátastur. Þorsteinn er fæddur að Bola- fæti í Hrunamannahreppi 1. okt. 1900. Hann ólst upp fyrir austan Fjall og stundaði þar öll algeng sveitastörf, en árið 1934 fluttist hann hingað til Reykjavíkur. Fljótlega þar á eftir gerðist hann starfsmaður Álafossverksmiðj- unnar á Álafossi og þar vann hann samfleytt í 10 ár og lagði gjörva hönd á margt. Fluttist hann þá aftur til Reykjavíkur og lagði stund á verzlunarstörf og fleira. Fyrir 10 árum stofnaði hann prjónastofuna Iðunni og hefur veitt henni forstöðu síðan og hefur fyrirtækinu vegnað vel. Þorsteinn kvæntist árið 1934 Guðrúnu Guðmundsdóttur, hinni mestu ágætiskonu, er hún ættuð af Norðurlandi. Þau eiga einn son, Njál, mikinn efnismann. Varð hann stúdent árið 1957, en starfar nú við fyrirtæki föður síns, enda mun það nú orðið sameign þeirra feðganna. Þorsteinn Guðbrandsson er drengur góður, léttur í máli og farsæll. Mörgum mun hann hafa rétt hjálparhönd um dagana, þótt efnin hafi tíðum ekki verið mikil, enda eru þau hjónin sam- va’dar greiðamanneskjur. Ég vil á þessum degi senda Þorsteini, vini mínum, innilegar hamingjuóskir og þakka honum góða viðkynningu um árabil. Þorsteinn er ennþá ungur mað- ur, glaður og reifur og vona ég að svo megi hann ennþá lengi verða, enda er það í fyllsta sam- ræmi við eðli hans og skapgerð alla. Friðfinnur Ólafsson. Tökum menn í fæði, kr. 1000,00 á mán. kaffi innifalið. Austurbar Sími 19611. "Svefnbekkir með sængurfatageymslu. Tekk, Eik, Maghony. Kr. 2950,00 Axcl Eyjólfsson Skipholti 7 — Sími 10117 Síðasti innritunardagur er í dag Innritað í Miðbæjarskólanum kl, 4—7 og 8— 10 síðdegis. — Ekki innritað í síma. Ope/ Kapitan glæsilegur einkabíll, sem nýr til sölu. Bíllinn keyrður eingöngu erlendis. Verður til sýnis að Bergstaða- stræti 67 laugard. og sunnudag. Tilboð óskast. Sendisveinn óskast strax. Olíufélagið Skelfungur h.f. Sími 24420. ORÐSENDIN FRÁ Stjörnuljósmyndum Eins og að undanförnu önnumst við allar myndatökur í verksmiðjum, heimahúsum og á stofu, Flókagötu 45. Heimamyndatökur unnar eins og á stofu. Þeir viðskipta- vinir sem hafa íengið prufur frá okkur fyrr eða síðar eru vinsamlega beðnir að senda pantanir sínar sem fyrst ef þeir óska eftir að fá fullunnar myndir fyrir jól. STJÖRNVUÖSNINDI8 Flókagötu 45. Sími 23414. — Elías Hannesson. Atvinna Nokkrar vanar saumastúlkur geta fengið atvinnu nú þegar. Hálfur dagur kemur til greina. Uppl. í síma 22108. Læknaskipti Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um samlags- lækna frá n.k. áramótum, gefi sig fram í afgreiðslu samlagsins í október mánuði, og hafi með sér sam- lagsbók sína. Listi yfir þá lækna, sem um er að velja, liggur frami hjá samiaginu. Sjúkrasamlag Reykjavtkur bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Þvingui margar stærðir. Skrúí stykki margar stærðir. yggingavörur h.f. Simi 35697 lougoveg 178 b b b b b b b b b b b ,b Hafið þér áhuga fyrir sjálfstæðum iðnrekstri eða þurfið þér að endumÝja vélakost yðar? Vinnustofa inin smíðar margskonar iðnaðar og framleiðsiu- tæki. s.s. OLlU-HYDRAULISKAR PRESSUR 6—200 tn. HYDRAULISKAR THERMO-PLAST VÉLAR. STEINASTEYPUVÉLAR m/ vibrator. RÖRABEYGJUVÉLAR, hydralskar og Handknúnar. Vélarnar geta verið handstýrðar, hálf eða alsjálfvirkar eftir óskum viðskiptavina. Gæði og afkastageta sambærilegt við innflutt tæki. Verðið mun hagstæðara. Gjörið svo vel og leitið upplýsinga og tilboða. Athugið aukið rekstraröryggi þegar íramleiðandi verkfærisins er svo að segja við hendina. f.h. LITLA VINNUSTOFAN, Hafnarfirði ÁSGEIR LONG, sími 50877. AL HYDRAULISK — HÁLF SJÁLFVIRK steinsteypuvél Afköst allt að 100 holsteinum pr./ klst. með 2ja steina móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.