Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 6
MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. olctóber 1960 Rannsdknarm iðstðð áformuð í Keldnaholti Islendingar kynntu sér hlið- stæða slarLsemi erlendis TÆKNIMENNTUN og upp- bygging rannsóknarstarfsemi er nú mjög ofarlega á baugi meðal allra þjóða. Einnig hér hefur verið um það rætt að leita ráða til að verða ekki algerlega á eftir á þessu sviði. Nýlega fóru nokkrir menn, sem vinna að skipulagningu rannsókna á íslandi, til Norð- urlanda, til að kynna sér fyr- irkomulag þar og eru þeir flestir komnir heim. — Mbl. sneri sér til Jóhanns Jakobs- sonar, deildarstjóra iðnaðar- deildar Atvinnudeildar Há- díólans, en hann var einn í förinni. Kvað hann sameigin- lega skýrslu þeirra félaga um ferðina í undirbúningi, en féllst þó á að veita blaðinu umbeðnar upplýsingar. Málin standa þannig hér, að atvinnumálanefnd ríkisins hefur gengið frá undirbúningi að frum varpi sem gerir ráð fyrir end- urskipulagningu rannsókna, og er miðað að því að sameina og samræma rannsóknir atvinnuveg anna. Þegar hafa Rannsóknar- ráð og Raforkumálastofnunin fengið iand í Keldnaholti, milii Keldna og Korpúlfsstaða, þar sem áformað er að í framtíðinni rísi byggingar fyrir þá rannsókn arstarfsemi í landinu, sem ekki er þegar búin að fá fastan sama- stað annars staðar. Er þar um að ræða rannsóknarstofnanir á sviði landbúnaðar, iðnaðar og raforku og seinna er gert ráð fyrir að rannsóknarstarfsemi Há skólans bætist við. Er miðað að því, að ná samstöðu milli ríkis og iðnaðar um slíka ransóknar- miðstöð. Gerð hafa verið drög að því að skipuleggja þetta svæði. Og til að fá tækifæri til að gera það sem bezt, útvegaði Rannsóknar- ráð styrk hjá Etnahagssamvinnu stofnuninni, svo að þeir aðilar sem að því vinna, gætu kynnt sér þessi mál á Norðurlöndum. En þar hefur rannsóknarstarf- semi einmitt verið byggð upp á þennan hátt. einkum í Noregi og Finnlandi og að nokkru leyti í Danmörku. Með því að heim- saekja þessi lönd var því talið að fengist þekking, sem kæmi að góðum notum varðandi þá hug- mynd, sem vonast er til að nái fram að ganga hér. f förinni voru forstöðumenn á Atvinnudeildinni, Jóhann Jak- obsson, deildarstjóri iðnaðar- deildar og Halldór Pálsson, deild arstjóri búnaðardeildar, Stein- grimur Hermannsson, framkv.- stjóri Rannsóknarráðs, framá- menn raforkumála þeir Jakob Gíslason raforkumálastjóri og Gunnar Böðvarsson forstöðu- maður Jarðhitadeildar og svo þeir arkitektar, sem gert er ráð fyrir að skipulegggi svæðið í Keldnaholti, þeir Sigvaldi Thord arson og Skarphéðinn Jóhanns- son. Auk þess voru með hluta af leiðinni þeir dr. Bjöm Jó- hannesson og Þorbjörn Sigur- geirsson. — Ferðin um Norður- lönd var skipulögð með milli- göngu Nordforsk sem er nor- ræn samvinnunefnd á sviði tækni og hagnýtra rannsókna. Stór rannsóknarstöð hjá Osló. Fyrsti áfangi var Osló, en í út hverfi borgarinnar hefur á sl. 10 árum risið upp rannsóknar- miðstöð á sviði iðnaðar. Megin kjarni stofnunarinnar heyrir undir „Norges Tekniske Natur- vitendskabelige Forskningsraad“ sem hefur haft forgöngu unin aðallega á kemisk-tekniska sviðinu og tekui verkefni fyrir iðnaðinn til úrvinnslu. Mun fyrrnefnt frumvarp, sem hér er í undibúningi, að nokkru leyti byggt á skipulagi bessarar stoín unar í Noregi, bó slík stofnun hér kæmi til að með að glíma aðallega við einfaldari verkefni. Ransóknarstarfsemin í Noregi var endurskipulógð eftir stríð. Rannsóknarráð sem skipað er að þriðjungi mönnum frá iðnaðin- um, þriðjungi frá háskólanum og þriðjungi frá ríki, var stofn- sett 1946 og byrjað var á „Cent- ral Institut" árið 1950, en það er kjaminn í rannsóknarmiðstöð- inni utan við Oslo. í upphafi störfuðu þarna 50 manns en eru nú orðnir um 200 og auk þess hefur Rannsóknarráð staðið að því að koma upp 11 stofnunum í tengslum við þennan miðdepil og eru þar flestir á þessum sama stað. En þess utan eru auðvitað fjölmargar rannsóknarstofnanir í sérstökum iðngreinum í Noregi, reknar af iðnaðinum sjálfurn Hve mikið hefur verið lagt í þessa uppbyggingu virðist benda til þess að hún géfi góða raun. íslendingarnir skoðuðu einnig aðra rannsóknarstöð í Noregi, og Viðtal við Jóhann Jakobs- son, efnafræðing um að koma upp þessari starf- semi og að því að fá aðrar stofn anir til að byggja upp sína rann- sóknarstarfsemi þarna á sama stað. Með því fást betri aðstæð- ur, þar sem sameiginleg not verða af sérfræðingum og dýr- mætum tækjakosti. Vinnur stofn er sú í Þrándheimi. Þar hefur verið komið upp við tæknihá- skólann nokkuð hliðstæðri starf- semi, er nefnist „Selskabet for Industrial og Teknisk Forskn- ing“, og vinnur hún einnig fyr- ir iðnaðinn. Á báðum þessum stöðum í Nor Jóhann Jakobsson egi er mikil uppbygging, en Noregur, sem annars er ekkert stóveldi, leggur gifurlega áherzlu á uppbyggingu á sviði rannsókna, að þvi er Jóhann Jak- obsson tjáði okkur. Finnar byrjuðu fljótt eftir stríff. Frá Noregi fóru íslendingarn- ir til Finnlands. Þar er í gangi hliðstæð uppbygging þeirri, setn er í Noregi og áformuð er hér. Á. Otnas, skammt fyrir utan Hels- inki, hefur fengist allgott land- rými, þar sem Finnar eru u.þ.b. hálfnaðir með að byggja upp rannsóknarstöð fyrir tæknihá- skólann og Tæknirannsóknar- stofnun ríkisins. Var verkið haf- ið árið 1950 og gert ráð fyrir að því verði lokið 1964. Byggingar kostnaðar háskólans einn er á- ætlaður 4000 milljónir finnskra marka og Rannsóknarstofnunar innar 2000 milljónir. Hve mikið fé Finnar leggja i þetta, talar sínu máli um hvert þjóðin vill stefna, sagði Jóhann Jakobsson. Tæknirannsókna- stofnun ríkisins hóf starfsemi sína árið 1942, þá með 52 mönn- um. Nú starfa að henni 338 menn. Síðasti áfangi þeirra félaga var Danmörk. Þar er rannsókn- arstarfsemi nokkuð dreifðari. og standa margar greinar henn- ar á mjög gömlum merg og fyrir löngu skipulagðar. Þó hafa Dan- ir byggt upp á áíunum 1956— 1959 geysistóra miðstöð fyrir rannsóknir á sviði atómfræða á Risö, skammt frá Hróarskeldu. — Þá eru framkvæmdir og allt andarúmsloft ákaflega skemmti- legt, sagði Jóhann Jakobsson. Danski tækniskólinn fluttur. Danir eru einnig að byrja á því að flytja tækniháskólann til Lundtofte og er gert ráð fyrir að flytja ýmsar stofnanir rann- sóknarstarfseminnar með. Sýnir þetta að bar er einnig sama þró- un — miðað að bví, að sameina alla rannsóknarstarfsemi. — Allar þessar rannsóknir tala sínu máli um að Norðurlanda- þjóðirnar leggi mikið kapp á að fylgjast með tækniþróuninni, sagði Jóhann Jakobsson að lok- um. Og þegar maður skoðar þessa staði, kemst maður ekki hjá því að hugsa: Það er kom- inn tími til þess að íslendingar byrji að byggja rannsóknarstarf semi og þjálfa mannskap til að stunda hana. Og þá get ekki látið hjá líða að minnast á það, að mér finnst Islendingar hafa vanrækt á þessu sviði að notfæra sér sam- stöðu Norðurlanda, vanrækt að njóta þeirrar tæknilegu reynslu, sem Norðurlandaþjóðirnar búa yfir og eru fúsar til að miðla. —E. Pá. Kennsla í fjar- víddarteiknun MEÐAL nýrra námsgreina, sem kenndar verða í vetur í Hard- íða- og myndlistaskólanum, er fjarvíddarteiknun (perspektiv- teiknun). Kennari verður mynd höggvarinn Nieisen-Edwin. Um mörg undangengin ár hef- ur hann starfrækt einka-teikni- skóla í Kaupmannahöfn. Hefur hann þar m. a. kennt fjarvíddar teiknun þeim, sem búa sig undir nám í listaháskólanum danska, • Kunst-Akademiinu. Próf frá honum í þessari grein eru viður- kennd af listaháskólanum. Kennsla hans hér er f. o fr. ætluð þeim er hafa í hyggju að fara til framhaldsnáms í er'.end- um myndlistaháskólum, eða ætla sér að stunda húsagerðarlist eða híbýlafræði. og einnig húsagerð- armönnum og öðru áhugafólki. (Frá Handíða- og myndlista- skólanum). ...........i’rv...... • Leyfið mér . Kona skrifar: — Ég er floga veik og árið 1948 giftist ég Bandaríkjamanni hér í Reykjavík. Ég fékk aldrei að fylgja honum til Bandaríkj- anna vegna sjúkdóms míns. Við eignuðumst tvær dætur meðan við bjuggum hér á landi, en þegar herinn kom 1951 missti maðurinn minn atvinnu sína og fór til Banda ríkjanna. Mér var neitað að fylgja honum þangað eftir að málið hafði komið fyrir Bandaríkjaþing og við beðið úrslita í tvö ár. Sótti ég þá skilnað. því ekkert hjónaband gat þetta verið með Atlants- hafið á milli okkar. • að giftast . . . Árið 1955 trúlofaðist ég ís- lenzkum manni. Við ætluðum að ganga í hjónaband sama ár, en dóms- og kirkjumála- ráðuneytið bannaði okkur það, því fólk með sjúkdóm eins og minn fær ekki að gift- ast. Við getum ekki séð hvaða þýðingu það hefur að banna okkur að ganga í hjónaband því þegar maðurinn er heil- brigður og víll taka á sig alla þá áhættu sem sjúkdómnum fylgir, hvers vegna megum við þá ekki giftast eins og að búa saman ógift. Ég vil eng- an lausaleik, en með gitingar banninu erum við réttinda- laus og okkur gert mjög erfitt fyrir í lífinu Við gætum á ÍW. FERDIIMAIMD iír einhvern hátt misst manninn og þá fáum við ekkert, engan ekknastyrk eða annað. Við eigum einn dreng saman svo að nú eru börnin þrjú. Öll heilbrigð. • manninum mínum. . . . manninum mínum. Ég vil beina því til presta, að athuga, að til er fólk, sem vill giftast, en er neitað um leyfi til þess en í þess stað dæmt til að lifa saman ógift og eiga börn saman í lausa- leik. Væri nú ekki réttlátt að leyfa þessu fólki að giftast? Ef hætta væri á að einhver tegund af þessum sjúkdómi væri arfgeng, þá er réttlátara að, setja lög þess efnis, að maður eða kona, sem haldin eru slíkum sjúkdómi, gangi undir aðgerð, sem hindrar að þau eignist bórn. Það er betra því þetta fólk býr saman og eignast börn, þó því sé bann- að að giftast. En sem betur fer eru ekki allar tegundir þessa sjúkdóms arfgengar. Ég skil það vel, að það þarf að útrýma þessum sjúkdómi, en giftingarbannið er ekki rétta leiðin. Ég vil beina þeirri áskorun til viðkomandi aðila, að breyta þessum lög- um fljótlega, svo að ég fái að giftast manninum mínum. Það er ekki guðs vilji þessi ströngu lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.