Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. október 1960 M O R C 11IV h L 4 Ð I Ð 13 Lýðveldið sigrar alþýðulýðveldi Hið nýja Austurríki hefir sigrazt á ýmsum árásum á lýðveldið vegna þess að verka- menn og borgarar stóðu saman Eftir Hakon Stangerup 1 APRÍL 1938 ók fyrsta, langa lestin með austurríska fanga frá Vín til fangabúðanna í Dachau. Meðal austurrísku fanganna var Leopold Figl verkfræðingur, sem var leiðtogi austurríska bænda- flokksins, þar til Hitler hóf inn- rás sína í landið. Enginn, allra sízt hann sjálfur, gat þá rennt grun í, að þessi þrautaganga myndi enda þannig, að Figl yrði fyrsti forsætisráðherra hins end- urfædda Austurríkis sjö árum seinna. 1938 var Austurríki „ausradiert“ — þurkað út, í ihinni illræmdu þúsund ára áætl- un átti þetta ríki, sem var næst- um því svo gamalt, aðeins að verða hérað í Stór Þýzkalandi Hitlers. En þeir Austuríkismenn, sem urðu fyrir barðinu á þessari gömlu minnimáttarkennd hans, voru á öðru máli. Daohau varð ekki þeim að fjörtjóni, heldur reis þar foringjaskóli, vaxtarskil yrði fyrir lýðræðis — pólitískan skilning á málefnum Austurríkis, fyrir samvinnu þá, sem er nú millí hinni fornu höfuðfjenda, hinna svörtu og rauðu Austur- ríkismanna. Hér var lagður grund völlurinn að þeim tveim stóru stjórnmálaflokkum, sem eru í landinu í dag. Frá Dachau til Hofburghallar Þegar Leopold Figl var sleppt úr Dachaufangabúðunum 1943 og sendur aftur til Vínarborgar, var hans fyrsta verk að leita uppi Julius Raab. Þeir voru gamlir vinir, höfðu báðir verið i kristi- lega democrataflokknum í fyrra lýðveldinu. Julius Raab var verzlunarmálaráðherra 1938 í stjórn Schuschniggs. Innrás Hitlers svipti hann pólitískum völdum. Hann var verkfræðingur að mennt eins og Figl, og byggði þá upp stórt einkafyrirtæki, sem varð hæli pólitískra flóttamanna á árunum 1938—1945 og arinn, þar sem hlúð var að hinum daufa loga borgaralegs lýðræðis, svo að hann kulnaði ekki til fulls. Figl og Raab gáfust aldrei upp. Vorið 1944 voru þeir og vinir þeirra búnir að gera áætlanir um stóran borgaraflokk. Nafnið var einnig ákveðið: Austurrískj þjóðarflokk urinn. í fjölmörgum leyniferðum höfðu Figl, Raab og vinir þeirra bundizt samtökum við skoðana- bræður sína. Eftir árásina á Hitl er, 20. júli, fóru fram fjöldahand- tökur einnig í Austurríki. Enn á ný voru fyrrverandi pólitískir leiðtogar í Austurríki fangelsaðir eða urðu að fara huldu höfðu. Figl var tekinn til fanga, Raab gat leynzt. Fyrst er rússneskar hersveitir gengu inn í hina brenn endi Vínarborg, 7. apríl 1945, voru fangelsin opnuð, og þeir, sem eftir lifðu, sluppu út og gátu sumeinazt um að byggja nýtt Austurriki á rústunum. Stjórnmálaflokkarnir stofnaðir 13. apríl 1945 var fyrsti fundur sosialskra stjórnmálamanna hald inn í ráðhúsi Vínarborgar og voru Adolf Schárf og Theodor Körner meðal þátttakenda. 17. apríl var þjóðarflokkurinn aust- urríski opinberlega stofnaður í Sohottenklaustri, og voru Figl og Raab meðal stofnenda. Táknrænt er, að socialistar hófu aftur starf siú í ráðhúsinu í Vín, húsinu, er eitt sinn var miðdepill Austro- marxismans, og borgararsinnar leituðu hælis í katólsku klaustri. Einnig var táknrænt, að social- istar gátu haldið stefnu sinni óbreyttri undir sama flokksnafni, tekið upp þráðinn frá 1934, er flokkur þeirra var bannaður, en borgarafjokksmenn urðu að skipta um nafn og endurskipu- leggja stefnuskrá sína. Upphafsstaðir þessara tveggja flokka hins nýja lýðveldis lofuðu ekki góðu: hin rauða Vín og hið svarta klaustur. Mundi hin gamla andstæða, vinstri — hægri, sem hafði lagt fyrra lýðveldið og báða flokkana í eina gröf, rísa upp á ný? Svo gat virzt, en að- eins á yfirborðinu. Stóru flokk- arnir tveir hafa haldið og halda tengslum sínum við fortíðina, en báðir ha'fa þroskazt. „Foringja- sólinn Dachau“, „háskólinn Ansc- hluss (sameining)" og „bjarg- vætturinn Rússland" hafa um- skapað aðstöðu beggja. Hvað vildu Rússar Stjórnarstefna Rússa í Austur- ríki er einn af athyglisverðustu köflum sögunnar á árunum eftir stríð. Það lá ljóst fyrir, hvað þeir vildu: þeir vildu koma á al- þýðulýðveldi í Austurríki eins og í Búlgariu, Rúmeníu, Ungverja- landi, Póllandi og Tékkólsóvakíu. En Austurríki, eitt allra smá- ríkja Austur- og Miðevrópu, komst hjá þessum örlögum. Ástæðan var auðvitað sú, að Rússar voru ekki einu hernáms- aðilarnir. En þá hefði mátt skipta Austur ríki eins og Þýzkalandi, Kóreu o. s. frv. Hvers vegna var það ekki gert? Vegna þess, að Austur- ríkismenn tóku til sinna eigin ráða og vísuðu Rússum á bug. Og ekki má gleyma því, að þetta skeði, er Rússar höfðu haldið þýðingarmesta hluta landsins í járngreip sinni í tíu ár. Þótt undarlegt megi virðast, skópu Rússar sjálfir löglegan grundvöll að andstöðunni gegn alþýðulýðveldistilraunum sínum. Rússar samþykktu, 27. apríl 1945, bráðabirgðastjórn Austurríkis og leyfðu, að í henni væru fulltrúar hinnar þriggja endurvöktu flokka: þjóðarflokksins ,social- demokrata og kommúnista, en þeir síðastnefndu áttu fylgi Rússa að baki sér. Forvígismenn nýju stjórnarinnar voru dr. Karl Renn- er, socialisti, og Leopold Kunsc- hak þjóðarflokksmaður. Rússar hafa áreiðanlega haldið að auð- velt yrði að ná tangarhaldi á þessum tveim rosknu mönnum. En þar skjátlaðist þeim hrapal- lega. Á þessum heiðursmönnum var engan bilbug að finna, og persónuleg samvinna þeirra og flokka þeirra skóp það pólitíska lýðræðisöryggi, sem enn er við lýði. Austurrískir verkamenn afneita kommúnismanum Rússar væntu þess, að komm- únisminn næði vinsældum í Austurríki. Skilyrði áttu að vera fyrir hendi: svo sem hatur á nazistum og fasistum, og auk þess voru Rússar, sem höfðu lagt undir sig meir en 300 af stærstu iðjuverum landsins á þeim for- sendum, að þau væru þýzk eign, aðalatvinnurekendur landsins. En stefna Rússa strandaði á svo til einhuga andstöðu lands- manna gegn kommúnisma. Andstaða Austurríkismanna gegn alþýðulýðveldi var á marg- an hátt söguleg. Fyrsti sigurinn vannst þegar í apríl 1945. Áður en nýja stjórnin var mynduð, leituðu kommúnistar hófanna hjá socialdemokrötum um „hlutafé- lag“ þessara tveggja flokka og skipulagða samvinnu í verkalýðs félögunum og pólitískri upplýs- ingastarfsemi. Þessum tillögum neituðu foringjar socialdemo- krata afdráttarlaust, og má þá hafa hugfast, að landið var her- numið af Rússum. Næsti sigur var unninn, er frjálsar kosningar voru samþykkt ar 1945. Þá átti að sannreyna, hve Julius Raab margir kommúnistar væru í hinu þrautþinda og hersetna Austur- ríki. Rússar studdu kommúnista- flokkinn á allan hátt, með mikl- um fjárframlögum, velvilja og undirróðri. Hinir tveir flokkarnir urðu að standa á eigin fótum. Úrslit kosninganna urðu stór- felldur ósigur fyrir austurríska kommúnista. Þjóðarflokkurinn fékk 1.602227 atkvæði og 85 þing- sæti í nýja þinginu, socialdemo- kratar fengu 1.434.898 atkvæði og 76 þingmenn, kommúnistar fengu 174.257 atkvæði og fjóra þing- menn. Tilraunir til valdaráns og þvingunar I bráðabirgðastjórninni höfðu verið 9 ráðherrar þjóðarflokks- ins, 10 socialdemokratar og 7 kommúnistar. Eftir kosningarnar skiptust ráðherraembættin svo til jafnt milli stóru flokkanna tveggja og kommúnistar fengu einn ráðherra í stjórninni. Þar með voru þeir svo til valdalausir í stjórninni oð urðu að taka til annarra ráða. 1947 reyndu komm únistar á leynifundum að freista þjóðarflokksmanna til að slíta samvinnu vði socialdemokrata og mynda borgaralega meirihluta- stjórn með hlutleysisstoð komm- únista. Þetta var tilraun til að spila á gamla strengi óvináttu vinstri og hægrimanna frá tím- um fyrra lýðveldisins, en hún misheppnaðist. Næsti ósigur kommúnista var, er Helmer varð innanríkisráðherra og rak komm- únista algjörlega úr lögreglunni sama ár, einnig hetjudáð unnin í skugga rússneskra byssustingja í nóvember 1947 tók Austurríki við Marshallhjálpinni þrátt fyrir hávær mótmæli Rússa, og varð þá seinasti kommúnistaráðherr- ann að ganga úr stjórninni. Stjórnin, flokkarnir og lögregl an, sem var eina vopnavaldið et þeir höfðu við að styðjast, stóðu einhuga og viðbúnir, er kommún- istar gerðu seinustu og hættuleg ustu tilraun sína til þess að gera Austurríki að alþýðulýðveldi. Það var raunveruleg valdaránstil • raun, er átti að steypa stjórn og þingi af stóli. Á oddinum var höfð ný launa- og verðlagssam- þykkt, er samþykkt hafðj verið í þinginu í september 1950. Árásarhersveitir Ólöglegt allsherjarverkfall var boðað í Vín 4. okt. Verkalýðsfé- lögin hvöttu félaga sína eindregið til að fara að lögum. Allsherjar- verkfallið varð algjörlega mis- heppnað, aðeins fáir og strjálii flokkar fylgdu verkfallsboðinu. Þá gripu kommúnistar til áhrifa- meiri ráða. 5. október sendu þeir hersveitir í verksmiðjurnar og a götur Vínarborgar. Rússar bönn- uðu lögreglu Austurríkis á yfir- ráðasvæði hennar í Vín að gegna skipun stjórnarinnar um að um- kringja miðhluta borgarinnar. Með takmörkuðu lögregluliði átti stjórn og þing að taka á móti herliðinu. En þá skeði það að- dáunarverða og einstæða: verka- lýðsfélögin skipulögðu hjápar- starfsemi, tugir þúsunda austur- rískra verkamanna mynduðu varnargarð milli vopnaðra komm únistahersveitanna og vopnaðrar lögreglunnar. Ekki mátti koma til árekstra milli Austurríkis- manna. Á sama tíma afþakkaði stjórn og þing alla hjálp frá Vest urveldunum. Enginn Austurríkis maður, jafnvel ekki austurriskur kommúnisti, mátti falla fyrir kúl um þeirra. Slíkt myndi verða of hentugt áróðursefni. Utanríkisráðherra Austurríkis, dr. Brunu Kreisky staðhæfir, að það hafi eingöngu verið Austur- ríkismenn, sem afstýrðu valda- ránsáætlunum Rússa 1950. Eftir þessa misheppnuðu tilraun, sáu Rússar, að enginn vegur myndi vera til að ná völdum í innríkis- pólitík Austurríkis, þar sem ekki aðeins hægrimenn, heldur einnig vinstrimenn í Austurríki voru beinir andstæðingar þeirra. Þá var að reyna að þvinga Aust urríki með utanríkispólitík. Tíu ára barátta fyrir frelsi Á utanríkismálaráðstefnunni í Moskva í nóvember 1943 lýstu fulltrúar Bandaríkjanna, Eng- LeopoM Figl lands og Rússlands því hátíðlega yfir, að það- væri markmið þeirra að endurreisa frjálst og óháð Austurríki. Þessi yfirlýsing var staðfest á Jalta-ráðstefnunni. En í tíu ár stóðu Rússar gegn tillög- um Vesturveldanna um að hætta hersetu í Austurríki og gefa land- inu fullt sjálfstæði. Rússar höfðu hagsmuna að gæta í Austurríki. Vesturveldin kröfðust engra skaðabóta og Bandaríkin komil fótum undir Austurríki með 1000 milljón dollara Marshall-hjálp, en á sama tíma sópuðu Rússar svipuðum verðmætum úr land- inu. Þeir réðu yfir 300 iðjuver- um, þar á meðal öllum olíuiðnað- inum, og aðalviðbára þeirra gegn frjálsræði Austurríkis á samningafundunum við hin vest rænu ríki var, að bótakröfum þeirra væri enn ekki fullnægt. Eftir 10 ára þras skiptu Rússar skyndilega um stefnu. Það sam- komulag, sem ekki hafði náðst á 260 fundum, náðist nú auðveld- lega á nokkrum vikum. Vanda- mál, sem álitin höfðu verið óleys- anleg, voru leyst af nokkrum embættismönnum. Rússar sam- þykktu að fara frá Austurríki, létu af hendi, mót borgun, iðju- ver þau, er þeir höfðu lagt hald á, jafnvel olíuiðnaðinn, og afsöluðu sér öllum rétti til eftirlits í Aust- urríki. Þetta var ævintýri líkast, það ótrúlegasta eins og H. C. Andersen segir. Þegar þáverandi utanríkismála- ráðherra, Leopild Figl, steig út á skrautsvalir Belvederhallar 15. maí 1955 ásamt Molotov, Mac millan, Dulles og Pinay og veif- aði skjali því, er hét Austurríki frelsi og fullu sjálfstæði, hrópuðu tugþúsundir manna í hallargarð- inum af gleði. Þeir urðu að trúa því, að sérstakur verndarengill réði fyrir Austurríki. Hvers vegna sleppti Rússland takinu? Hvers vegna gáfu Rússar Aust- urríkismönnum frjálsræði? Um þetta eru ótal skoðanir. En viss atriði eru þó augljós. Krúsjeff vildi koma sér í mjúkinn hjá æðstu mönnum Vesturveldanna. Nota mátti Austurríki til a3 leggja snörur fyrir hina þverúðar fullu Júgóslavíu og freista Þýzka lands. Það mátti gefa Austurríki frelsi m. a. gegn því, að borgað Samningarnir í Osló London og Osló 29. sept. (NTB): í DAG var birtur samningur sá er náðst hefur milli Breta og Norðmanna um fiskveiðilögsög- una við Noreg. Eins og sagt var í gær eftir Reuters-fréttum, felur samningurinn í sér viðurkenn- ingu Breta á 12 mílna fiskveiði- lögsögu við Noregs, en þeir fá í staðinn að stunda veiðar alit að 6 mílur frá landi næstu tíu árin. Norðmenn hafi eftirlitið Þá viðurkenna Bretar rétt Norð manna til eftirlits á svæðinu milli sex og tólf mílna markanna strax frá undirritun samninga. Þetta þýðir það að þótt Norðmenn geti ekki tekið brezka togara utan sex mílna markanna, hafi þeir að- stöðu til að fylgjast með því hvort togararnir valda spjöllum á svæðinu og kæra hina brotlegú fyrir brezkum yfirvöldum. Samningurinn verður nú lagð- ur fyrir ríkisstjórnir beggja land anna til samþykktar. Sir Farndale ánægður Sir Farndale Phillips, formað- ur brezka togaraeigendafélagsins lýsti því yfir í dag að hann teldi öruggt að samningurinn yrði stað festur. Fór hann mörgum lofsorð- um um framkomu Norðmanna í samningunum og velvilja þeirra gagnvart Bretum. Kvað hann Norðmenn hafa komið vilja sin- um fram á sanngjarnan hátt. Með samningnum gæfu þeir brezkum togaraeigendum tíu ára frest til að breyta útgerð sinni í samræmi við þessa nýju fiskveiðilögsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.