Morgunblaðið - 18.10.1960, Qupperneq 13
Vy Þriðjudagur 18. okt. 1960
MORCUN BL AÐIÐ
13
Stafar mesta ófriöar-
hættan frá Kína?
Opinskáar stríðsyfirlýsingar í mélgognum
kínverskra kommunisla
New York, 11. okt.
MARGIR lesenda Morgunblaðs-
ins hafa vafalaust lesið skáld-
sögu Nevil Shute, „On The
Beaoh“, sem út kom fyrir nokkr
um árum og vakti mikla athygli
víðu um heim. Skáldsaga þessi
gerist á árinu 1962 og næstu 2-3
árin þar á eftir. Greinir hún frá
því að árið 1962 hefst styrjöld
milli Rússa annarsvegar og vest
rænna lýðræðisþjóða hinsvegar.
Það eru þó ekki stórveldin, sem
hefja hernaðaraðgerðirnar. Al-
banía kastar fyrstu sprengjunni
yfir Ítalíu. Síðan er varpað
sprengjum yfir ísrael, og Egypt
ar varpa kjarnorkusprengjum á
London og washington úr rússn-
eskum flugvélum. Þar með er
styrjöld hafin milli lýðræðisþjóð
anna og Rússa. Þeirri styrjöld
lýkur á 37 dögum með gereyð-
ingu á norðurhveii jarðar.
En í svipaðan mund hefst
kjarnorkustyrjöld milli Kínverja
og Rússa í Asíu. Hefja Kínverjar
hana. Beita báðir aðilar kobalt-
sprengjum. Ekki er vitað, hve
lengi þau átök standa. En þau
standa stutt og niðurstaðan ér
hin sama og í Evrópu og Norð-
ur-Amerku: öllu lífi er gereytt í
Asíu.
- Helrykið berzt suffur yfir
Eftir þessi fimbulátök er á-
standið þannig, að mannlíf er að
eins í suðurhluta Afríku, Suður-
Ameríku og Ástralíu. En örlög
þess hafa einnig verið ákveðin.
Helrykið berst smám saman yfir
suðurhvel jarðar. Andrúmsloftið
þar verður svo geislavirkt að
ekkert mannsbarn fær þar lífi
unað, þótt engin styrjaldarátök
fari þar fram.
Vísindamennirnir segja fólk-
inu þetta fyrirfram. Nevil Shute
lýsir viðbúnaði þess. Hann lýsir
einnig könnunarferðum kafbáta,
sem Ástralíustjórn sendir til
Norður-Ameríku til þess að
kanna ástandið þar. Sumstaðar
eru borgirnar í rústum, annars
staðar standa þær lítt skemmdar.
En öllu lífi hefur verið eitt.
Sama sagan hefur gerzt í
Evrópu.
Helrykið færist síðan smám
saman suður yfir Afríku, Suður-
Ameríku og Ástralíu. Enginn get
ur flúð undan því, af þeirri ein-
földu ástæðu að það er enginn
staður öruggur í öllum heimin-
um. Samt er eins og fólkið geti
ekki trúað þessu. Það heldur á-
fram að búa sig undir veturinn,
jafnvel næsta sumar. Veikin er
komin, samt sem áður þarf unga
konan í Melbourne að fá garð-
stólinn, sem maðurinn hennar
ætlaði að kaupa handa henni. Og
ameríski kafbátaforinginn, sem
heldur úr höfn með veika skips
höfn til þess eins að sökkva skipi
sínu segist vera að fara heim til
Norður-Ameriku til þess að hitta
fjölskyldu sína.
En rás viðburðanna hnígur ó-
Stöðvandi að ósi -sínum. Helryk
styrjaldarátakanna á Norður-
hveli jarðar og í Asíu eyðir einn
ig öllu lífi á suðurhvelinu. Þann-
ig gerast „Ragnarök" í skáldsögu
Nevil Shute á sjöunda áratug
hinnar 20. aldar.
Hugmyndaflug effa raunsæi?
Hér er vitanlega um að ræða
skáldsögu og hugmyndaflug rit-
höfundar, sem skyggnist fram í
tímann, óbundinn af staðreynd-
um og raunveruleika. En þessi
bók og hin dapurlega spá hennar
kom mér í huga í gærkvöldi þeg
ar forsætisráðherra Sovétríkj-
anna lýsti því yfir, að heimurinn
hefði „færst nær styrjöld" vegna
þess að allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna ákvað að ræða af-
vopnunarmálið í nefnd, eins og
þingsköp mæla fyrir, en ekki
fyrst og fremst á sjálfu þinginu,
eins og Krúsjeff lagði til.
Getur þaff virkilega fært
mannkynið „nær styrjöld",
aff þessu þýffingarmiklu mál
fái meðferff í nefnd eins og
önnur mál?
Undanfarin ár hafa afvopn
unarmálin jafnan veriff rædd
í pólitísku nefndinni, en þar
eiga allar 99 núverandi meff-
limaþjóffir fulltrúa. Aff lok-
inni meðferff þar koma tillög-
ur síðan til kasta sjálfs þings
ins.
Krúsjeff vildi eins og áður er
sagt ekki láta vísa afvopnunar-
tillögum hans og annarra til
nefndarinnar heldur láta ræða
þær eingöngu á sjálfu þinginu.
En er það nú líklegt að hin
stærstu og viðkvæmustu deilu-
mál séu líklegust til þess að leys
ast á slíkum vettvangi?
Það er mjög ólíklegt. Reynslan
sannar einmitt, að til þess að
komast að jákvæðri niðurstöðu
þarf ekki aðallega langar og
harðar opinberar umræður held-
ur þrautseigt starf, unnið af
hæft eftirlit með henni. Síðast í
sumar gengu þeir út af fundi í
Genf þegar að því var komið að
lagðar væru fyrir þá ákveðnar
tillögur um afvopnun. Áhugi
Krúsjeffs fyrir afvopnun nú er
því að öllum líkindum meiri í
orði en á borði, enda þótt von-
Mao Tse Tung. — Munar ekkert
um 300 milljónir mannslífa.I
Sigurð Bjarnason
lægni og einlægri viðleitni til
þess að leysa vandann.
Og vandinn, sem við er að etja
í vígbúnaðarmálunum um þess-
ar mundir er hrikalegur. Til þess
að skilja það, þarf ekki að hafa
lýsingu Nevil Shute á þriðju
heimsstyrjöldinni fyrir augum.
Það er nægilegt að líta um öxl til
Hirosima og Nagsaki.
Gengu út í Genf
Á það hefur réttilega verið
bent, að Rússar hafa undanfarin
ár eyðilagt hverja tilraunina á
fætur annarri, sem gerð hefur
verið til þess að ná samkomulagi
um allsherjarafvopnun og raun-
andi sé að úr kunni að rætast.
En ekki var hann friðsamlegur
á svipinn þegar hann flutti enn
einn reiðilestur sinn á allsherj-
arþinginu um þessi mál í gær
og hafði í frammi ógnanir, ef
ekki yrði farið að tillögum hans.
En hann er nú að leggja af stað
heim til Moskvu. Gera menn sér
vonir um friðsamlegra yfirbragð
allsherjarþingsins á næstunni.
Þáttur Kína
Innganga Sovét-Kína í Samein
uðu þjóðirnar hefur verið rædd
á flestum þingum samtakanna
undanfarin ár. En niðurstaðan
hefur jafnan orðið sú, að fellt
hefur verið að taka það mál á
dagskrá- Að þessu sinni féllu at-
kvæði þannig, að 42 atkvæði
voru á móti, 34 með og 22 sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna. ís-
land var meðal þeirra rikja, sem
sátu hjá.
Vitanlega má segja að Sam-
einuðu þjóðirnar geti ekki talist
alheimssamtök meðan 600 millj.
Kínverja standa utan þeirra. Það
er hinsvegar öllum kunnugt að
kínverska kommúnistastjórnin
hefur sýnt Sameinuðu þjóðunum
margvíslegan fjandskap og fyr-
irlitningu, jafnvel efnt til styrj-
aldar gegn þeim og brotið á
marga vegu gegn stofnskrá
þeirra.
Þrátt fyrir allt þetta hlýtur
aff því aff koma aff Peking-
stjórnin verði viffurkennd,
sem fulltrúi Kína í staff For-
mósustjórnar Shiang Kai
Shjeks. Ástæffa þess er ein-
faldlega sú, aff án þátttöku
kommúníska Kína í Samtök-
um Sameinuðu þjóðanna eru
t.d. allir samningar um af-
vopnun á þeirra vegum gagns
litlir. Eftir er aff vísu að sjá,
hvort kínverskir kommúnist-
ar hafa nokkurn áhuga fyrir
afvopnun. Margt bendir til
þess aff þeir hafi þaff ekki.
„Byltingarstyrjöld“
Þannig birti t.d. „Rauða Stjarn
an“, tímarit miðstjórnar kín-
verskra kommúnistaflokksins 16.
apríl sl. grein, þar sem m. a. var
rætt um komandi byltingar í
þjóðfélögum og ríkjum „auð-
valdsins“. Var þar m.a. komizt
að orði á þessa leið:
„Byltingin þýffir, aff hin
kúgaffa stétt beitir byltingar-
ofbeldi. Hún þýðir byltingar-
styrjöM“.
í þea» 1 sömu grein er ekk-
ert fariCj. ; launkofa með það, að
þessi yltingarstyrjöld“ geti
þýtt heimsstyrjöld.
Frá Kína hafa einnig borizt
fréttir um það með einstökum
mönnum sem þangað hafa farið
í heimsókn, að leiðtogar komm-
únista þar teldu Kínverja hafa
meiri möguleika til þess en
nokkra aðra þjóð að þola og lifa
af styrjöld, sem háð væri með
vetnissprengjum. Þeir segðu
sem svo:
Geta misst 300 milljónir
manna!!
Viff Kínverjar erum 600
milljónir. Ef við misstum 300
milljónir manna í slíkri styrj
öld ættum við 300 milljónir
manna eftir, værum Iangsam-
lega stærsta og öflugasta þjóð
heimsins og gætum haldiff á-
fram að leggja hnöttinn undir
kommúnismann.
Nú hefur annaff opinbert
málgagn kínverskra kommún-
ista, ,Rauffi Fáninn“ lýst því
yfir, aff þeir óttist ekki vetnis
sprengjustyrjöld, vegna þess
„aff á rústum hinnar dauðu
heimsveldisstefnu munu hin-
ar sigrandi þjóðir fljótlega
hyggja þjóðfélagskerfi og
menningu þúsund sinnum
fullkomnari en auðvaldsskipu
lagið, og fagra framtíð sér til
handa“.
„Fögur framtíð“
Ef þetta er það, sem inni fyr-
ir býr hjá kínverskum kommún-
istum þá stafar heimsfriðnum
vissulega geigvænieg hætta frá
þeim og stjórn þeirra. Þeir eru
ekki hræddir við kjarnorku-
styrjöld af því að þeir hafa betri
efni á því en nokkur önnur þjóð
að missa hundruð mdlljóna
manna. Á rústum slíkrar styrj-
aldar muni hægt að byggja
„fagra framtíð" til handa þeim,
sem eftir lifa!
Þessi hugsunarháttur gefur
innsýn í slíkan myrkvið að mann
legt auga meiðist við að horfa
inn í hann. En það er einmitt
slíkt taumlaust ofstæki, sem er
höfuðeinkenni sannra kommún-
ista.
Hætt er við því, að skerfur
þeirra manna, sem þannig hugsa,
til afvopnunar og friðarmála
verði ekki giftusamlegur.
En þrátt fyrir alla tortryggni
milli þjóða er þó ekkert nauð-
synlega í dag en víðtækar og
skjótar ráðstafanir til samninga
um raunhæfa afvopnun. Alla
mögleika verður að kanna.
Sagan sýnir að vígbúnaðar-
kapphlaup getur aldrei staðið til
lengdar án þess að leiða til styrj-
alda. Ef svo færi að þessu sinni
kynni sú skelfilega mynd, sem
Nevil Shute dregur upp í bók
sinni, sem ég minntist á hér að
framan, að reynast sönn fyrr en
varir. S. Bj.
Frumvört)
NOKKUR frumvörp, sem iegið
hafa fyrir liðnum þingum en
eigi orðið útrædd. voru að nýju
borin fram á Alþ. sl. föstudag.
Meðal þeirra voru frumvörp um
Listasafn ríkisins, fræðsiumynda
safn ríkisins og um breyting á
lögunum um áburðarrerksmiðju.
Aðeins frumvarpið uni fræðslu-
myndasafn er smávægþega
breytt. — Frumrarp um úthluí-
un listamannalauna, sem einnig
er endurflutt, er rakið annars
staðar í blaðinu. Öll eru frum-
vörp þessi stjórnarfrumvörp.
Síld og smokkur
AKUREYRI, 14. okt. — Vel hef-
ur veiðzt af síldinni hér í Eyja-
firði. Mb. Ester kom í dag með
600 tunnur og í gær var hún með
5—600 mál. Síldin hefur verið
fryst og soðin niður, en frysti-
húsin geta aðeins tekið við tak-
mörkuðum afla svo megnið fer
nú til bræðslu í Krossanesi. —
Smokkveiðin hefur líka verið
með afbrigðum góð. Níels Jóns-
son frá Hauganesi fékk 43 tunn-
ur í 5 veiðiferðum og þykir það
afbragð. Venjulega hefur aflinn
hjá bátunum verið þetta 5—17
tunn-ur í veiðiför. — St. E. Sig.
51 ferð vikulega innanlands í sumar
en flugferðum fœkkar í vefur
VETRARÁÆTLUN Flugfélags
íslands í innanlandsflugi gekk í
gildi um síðustu mánaðamót og
vetraráætlun millilandaflugsins
tekur gildi 1. nóv. Sumaráætlan-
ir félagsins, sem gilt hafa frá 1.
apríl fyrir millilandaflugið og
frá 1. maí fyrir innanlandsflugið
gengu mjög að óskum.
í sumar voru farnar tíu ferðir
á viku frá Reykjavík til útlanda
yfir mesta annatímann, en ferð-
um fækkár nokkuð úr því kemur
fram í september. Til staða inn-
anlands voru farnar fimmtíu og
ein ferð á viku frá Reykjavík, en
auk þess voru ferðir milli ann-
arra staða, svo sem Vestmanna-
eyja og Hellu, Akureyrar og flug
valla á Norður- og Austurlandi
o.s.frv.
Innanlandsflug
Samkv. vetraráætlun innan-
landsflugs Flugfélags fslands
verða tíu ferðir á viku til Akur-
eyrar, sjö til Vestmannaeyja,
fjórar til ísafjarðar og þrjár ferð
ir á viku , til Egilsstaða. Tvær
ferðir I viku verða til Horna-
fjarðar, Húsavíkur og Sauðár-
króks. Ein ferð í viku verður til
Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Pat-
reksfjarðar, Kirkjubæjarklaust-
urs, Siglufjarðar og Þingeyrar.
í sambandi við ferðir til Siglu
fjarðar er vert að taka fram, að
enda þótt ekki sé flogið þangað
nema á mánudögum eru ferðir
aðra daga miðaðar við ferðir
flóabátsins Drangs til Siglufjarð-
ar, Ólafsfjarðar og annarra
hafna, sem hann hefir viðkomu
á. Þannig eru t.d. þriðjudags-
ferðir til Sauðárkróks miðaðar
við að farþegar geti komizt sam-
dægurs til Siglufjarðar, en Drang
ur fer frá Sauðárkróki laust eft-
ir komu flugvélarinnar þangað.
Á miðvikudögum fer flugvél
ekki frá Akureyri fyrr en eftir
komu flóabátsins og sama gildir
um seinni ferð frá Akureyri á
laugardögum.
Dakotaflugvélar fljúga nú tU
ísafjarðar og leysa Katalínaflug-
vélarnar þar af hólmi. Á undan-
förnum árum hefir verið komið
við á Hólmavík einu sinni í viku
á leið til ísafjarðar, en þar sem
flugvöllur á Hólmavik er ekki
nægjanlega stór fyrir Dakota-
flugvélar leggst flug þangað nú
niður. Katalínuflugvél mun í vet-
ur halda uppi flugi til Patreks-
fjarðar, Flateyrar, Siglufjarðar
og Þingeyrar.
Millilandaflug
Millilandaflugi Flugfélagsins
mun í vetur hagað líkt og í fyrra
vetur, þannig að flugvélar félags
ins fara ekki fram og aftur sam
dægurs, heldur eru næturlangt
ytra og koma heim laust eftir
miðjan dag. Reynsla hefir sýnt,
að þetta er rnjög hagkvæmt fyr-
irkomulag.
Samkv. vetraráætlun milli-
landaflugs, sem gengur í gildi 1.
nóv., v^rða ferðir frá Reykjavík
til Kaupmannahafnar á mánudög
um, miðvikudögum, föstudögum
og laugardögum, til Glasgow á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum, til Osló og Ham.borg
ar á laugard. Eftir að sumará-
ætlun lýkur verður ekki flogið
beint til London, en farþegar
þangað fara um Glasgow. Þá
verður flugleiðin Reykjavík-
Oslo-Khöfn-Hamborg á laugar-
dögum flogin af DC4 í nokkrar
vikur eða fram í miðjan janúar
1961. Að öðru leyti munu Visc-
ount skrúfuþotur félagsins ann-
ast millilandaflugið svo sem ver-
ið hefir.