Morgunblaðið - 18.10.1960, Síða 15

Morgunblaðið - 18.10.1960, Síða 15
’ Þriðjudagur 18. okt. 1060 MORGUNBLAÐIb 15 Séff út um stofugluggann hjá íbúunum á Amager Landevej viff Kastrup-flugvöll, virffast flugvélarnar við lendingu ætla að fljúga beint inn í íbúffirnar. Á myndinni er séra Arne Sigvardtsen sem er frumkvöðull mótmælaskjalsins til danska samgöngumálaráðherrans, að horfa út um stofugluggann heima hjá sér og sjást lendingarljós á Metropolitan-flugvél. — Er eitthvað svipað þessu í vændum fyrir íbúa höfuðborgar íslands? hæð, að útilokað er að hugsa sér að við höfum nokkurt bolmagn í nánustu framtíð til að afla þess til flugvallarframkvæmda, nema með erlendri lántöku, ef fengist. Þó aðeins sé reiknað með kostn- aði við flugbrautir og nauðsyn- legustu flugskýli og flugturn, en engu fé varið til kaupa á lóðum eða húseignum undir flugvöll, þá er samt augljóst, að margt væri það verkefni, sem fyrr yrði kosið að leysa en slíkt flugvallar- mannvirki. Meðal þess, sem kosta þyrfti til ef flugvöllur yrði byggður á Álftanesi, er nýtt forsetasetur, því Bessastaðir yrðu afskornir frá öðrum svæðum, inni á milli tveggja flugbrauta, samkvæmt frumteikningu flugvallarins þar. Ekki þarf að efa, að nýtt for- setasetur niyndi geta kostað 30 milljónir króna, sem einnig þyrfti að bæta við kostnað flug- vallar á Álftanesi, ef úr yrði. Hér skal ekki rætt um sögulega virðingu við Bessastaði, en það væri eflaust mörgum viðkvæmt mál, að leggja í eyði sögufræg- an stað, meðan varið er milljón- um króna til uppbyggingar ann- Flugvallarmál Reykjavíkursvœðisins eftir Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóra UNDANFARIÐ hafa flugvalla- mál Reykjavíkursvæðis verið á dagskrá, og skal þar einkum bent á greinargóða hugvekju Sveins Torfa Sveinssonar verk- fræðings í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 2. okt. sl. Mánudaginn 10. okt. fóru for- ustumenn Flugfélags Islands í flugferð yfir Álftanes og Kap- elluhraun, og í viðtali er því lýst yfir í grein í Morgunblað- inu 11. október, að að þessari flugferð lokinni lítist öllum ferðafélögunum skuggalega á hraunið við Straum en afbragðs vel á Álftanes sem flugvöll til frambúðar fyrir höfuðstaðar- svæðið, og kæmi raunar varla annað til greina. Á það er réttilega bent í grein Sveins Torfa Sveinssonar, að Álftanes og núverandi Reykja- víkurflugvöllur eiga mjög sam- merkt í því, að þessir staðir eru báðir innan væntanlegs höfuð- staðarsvæðis, sem m. a. án efa myndi ná til Hafnarfjarðar, Hraunsholts, Silfurtúns og Kópa vogs auk Reykjavíkur eins og hún er í dag. Þarf ekki mikla spámannshæfileika til að sjá hversu byggð þéttist ört á öllu þessu svæði, og rennur fyrirsjá- anlega saman innan tíðar. Er þá aðeins staðamunur hvort íbúar eins eða hins borgarhluta höfuðstaðarsvæðisins verða ærð- ir af þotum á komandi árum. Ef talið er nauðsynlegt að reyna hvort íbúar höfuðstaðarsvæðis Islands þola meiri hávaða en íbúar Kaupmannahafnar, og fé er fyrir hendi til slíkra tilrauna hér á landi, þá er þó mun ódýr- ara að stækka flugbrautir Reykjavíkurflugvallar en að byggja nýjan flugvöll á Álfta- nesi. Að sjálfsögðu tel ég ástæðu laust að gera slíkar tilraunir. Við íslendingar erum ekki öðruvísi byggðir en frændur okkar Danir. Ef dauðadómur er felldur yfir staðsetningu Reykja- víkurflugvallar eins og hann er nú, þá gildir að sjálfsögðu sama um Álftanes. Vera má að segja megi, að nú þegar megi banna að byggja fleiri hús á um helmingi bæjar- svæðis Hafnarfjarðarkaupstaðar, í Silfurtúni, Hraunsholti, við Arnarnesvog og á Alftanesi öllu. Þetta er að sjálfsögðu rétt, en nú þegar er þetta land orðið töluvert byggt, og mörg hús í smíðum. Þessi þróun verður vart stöðvuð héðan af, enda óeðlilegt að banna byggð á hentugu bygg- ingarsvæði í svo nánum tengsl- um við aðra hluta höfuðstaðar- svæðisins. Sé litið á málið frá fjárhags- legu sjónarmiði, þá hefir hér að framan eins og stundum í grein- um um þessi flugvallarmál ver- ið látið eins og nægilegt fjár- magn væri fyrir hendi til slíkra framkvæmda. Sé hins vegar litið á málið frá raunhæfu sjónarmiði, verður myndin allt önnur. Nýr flugvöll- ur nothæfur til alþjóðlegs flugs (intercontinental express air- port) myndi sennilega í dag kosta einhvers staðar milli 600 og 1500 milljónir króna. Slíkt fjármagn er svo æðisgengin upp- Gipsonit þilplötur fyrirliggjandi, ásamt samskeytaborðum og fylli. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22 Veitingarekstur í nemendasal Iðnskólans í Reykjavík er laus til umsóknar. —- Upplýsingar verða gefnar í skrifstofu skólans aðeins milli kl. 11 og 12 f.h. 19. og 20. þ.m. Skólastjóri arra staða, sem við höfum talið að við þyrftum að bæta ráð okk- ar með, samanber forna biskups- setrið Skálholt. Ef farinn er góður meðalveg- ur, væri ekki fjarri lagi að segja að flugvöllur á Álftanesi myndi aðeins kosta 1000 milljón- ir króna. Það er erfitt að meta svona háa upphæð, en gagnlegt er að bera saman hvað hægt er að fá af öðrum hlutum fyrir sömu upphæð. Nýlokið er flug- vallargerð á ísafirði, og mun hann kosta um 5 milljónir nú, en segjum að þegar lokið sé þar endurbótum flugbrautar og flug- skýli og öðrum mannvirkjum myndi hann kosta 10 milljónir. Þá mætti fá 100 slíka fullgerða flugvelli víða um land fyrir þessa upphæð. Rætt er nú um, og reyndar ákveðið orðið, að steypa aðal- vegi um landið. Áætlað hefir verið að varanlegt slitlag úr steinsteypu á 7 m. breiðan veg myndi í dag kosta um 1,4 millj. kr. á km. Mætti þannig fyrir 1000 millj. kr. flugvallarverð fullgera um 715 km. af afbragðs akvegum. Rætt er um nauðsyn stóriðju á íslandi. Myndu ekki 1000 millj. geta gefið af sér auknar þjóðar- tekjur í einhverju stóriðjuveri? Ég er ekki á móti flugvallar- gerð. Flugvellir eru nauðsyn í samgörigumálum, en það er ekki alveg sama hvað hlutirnir kosta þegar févana þjóð á í hlut. Sér- hver þjóð verður að meta, alveg eins og hver einstök fjölskylda þjóðfélagsins, hver hagur er í að festa fé til einstakra hluta, tækja eða mannvirkja. Ég leyfi mér þannig að halda því fram, að í landi þar sem landrými er talið nóg, þurfi að liggja verulega sterk rök fyrir því að engin lausn önnur sé til, fyrr en bægt er í burtu byggð og ærðir til óvits íbúar höfuð- staðarsvæðis með flugvallargerð inni í vaxandi borg. Þetta hefir þegar verið reynt í Kaupmanna- höfn og ég tel óþarft að gera aðra slíka tilraun hér. Til þess eru vítin að varast þau, og get- um við í þessu efni eflaust byggt á reynslu Káupmannahafnarbúa, en þar er nú -farið að ræða um að flytja hinn ofboðslega dýra Kastrup flugvöll út í Salthólm- inn í Eyraisundi. Eflaust væru 1000 milljónir króna víða betur varið en til að hefja byggingu flugvallar á svæði Álftaness, sem fyrirfram virðist augljóst að getur ekki orðið til frambúðar Eitt má og að lokum nefna i þessu sambandi. Til er hér á landi ágætur og stór flugvöllur, þar sem Keflavíkurflugvöllur er. — Varla er rétt að treysta því að þar verði um r.ldur og ævi erlend þjóð til ao starfrækja flugvöllinn. Það hlýtur því að falla í skaut íslenzkra aðila að reka þann flugvöll. Hætt er við að það verði allþungur baggi á Itíilli þjóð að reka og halda við tveim alþjóða-flugvöllum á stærð við 'Keflavíkurflugvöll. Þar eru öll mannvirki fyrir hendi, og steinsteyptur vegur mun bráðlega lagður þangað frá höfuðstaðnum. Væri ekki skynsamlegast að horfast í dag í augu við eftir- farandi staðreyndir: 1) Að Reykjavíkurflugvöllur verði í notkun óbreyttur eða með endurbótum næstu 15 til 20 árir 2) Að steyptur vegur til Kefla- víkurflugvallar myndi gerbreyta notkunarmöguleikum okkar á þeim velli, einkum til milli- landaflugs. 3) Að á næstu 10 árum má búast við mikilli þróun flug- tækninnar, þannig að á þeim tíma geta enn breyzt kröfur um flugvelli. 4) Að samkvæmt framan- sögðu sé rétt að halda Kapellu- hrauni og svæðinu við Straum óbyggðu eins og það er í dag, til að hafa þar opna alla mögu- leika á byggingu frambúðarflug- vallar eftir því sem flugtækn- inni fleygir fram næstu 10 til 15 árin, ef á þyrfti að halda. Reykjavík, 12. okt. 1960. Hjálmar R. Bárðarson. SVEINBJORN DAGFINSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406. PRIMUS gastœki ELDUNAR, LJÓSA og HITATÆKI Til notkunar á heimili, í sumarbústað. á ferðalögum, í fiskibátum S H E L L - gas fæst á þessi tæki um allt land Nafnið P R I M U S er skrásett vörumerki AB BAHCO, Stockholm U m b o ð : ÞORÐUR SVEINSSON 0 CO. H.F,. Reykjavík u

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.