Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 9
M O R C ri N fí T 4 fí I Ð 9 Sunnudagur 6. nóv. 1960 V. KRfNGLUMÝRARVíö • SIM/ 32881 Handknattleiks- mótið Handknattleiksmót Reykjavík- ur heldur áfram í dag að Háloga landi og hefst keppnin kl. 1,30 e. h. Fara þá fram leikir í 1., 2. og 3. aldursflokki karla og kvenna. Lánsmenn björguðu Víking Sólmundur var frábær i markinu og Karl og Pétur Antons s'torubu mörkin ÁHORFENDAFJÖLDINJM að Há logalandi er mætti til að sjá léik Víkings og Tékkanná, bar þess glögg merki að yfiríeitt var ekki búist við jöfnum né spennandi leik, enda fyrirfram vitað að tékkneska liðið var bezta lið Tékkóslóvakíu 1960. en mót- herjar • þeirra 2.. deildarliðið Víkingur, styrkt þrem teikmönn um úr öðrum liðum. Hinir tiltölulega fáu áhorf- endur fengu þó vel fyrir inn- gangseyrinn, því þrátt fyrir ailt reyndist leikurinn spennandi og jafn. Víkingar léku nu betur en nokkru sinni fyrr og áttu láns- mennirnir mestan þátt í þrótti og styrkleika liðsins. Tékkarnir aftur á móti voru heldur iengi að átta sig á breyttum aðstæð- um; með að ieika í jafn þröngu húsi og raun er á í Hálogalandi og kom hinn raunveruieg: slyrk- leiki liðsins ekki frair fyrr en í síðari hálfleiknum Ai'ar. leik- inn var þó enginn vafi á að hér voru þauþjálfaðir me m á ferð og í síðari hálfleiknjm komu ýms leikbrögð fram í ioik þeirra sem aðeins snillingar geta gert. Víkingar í sókn Víkingar nofu leikinn með leiftursókn, sem Karl og Pétur stjórnuðu og áður en langt var liðið leiksins stóð leikurinn 4:0 fyrir Víking. Óll þessi mörk voru skoruð af markteignum og út við hliðarlínu og ma af því glögglega sjá veiluna í vörn Tékkanna. Þegar hér var komið leiknum var eins og Tékkarnir vöknuðu af dvala um stund og næstu þrjú mörk eru þeirra. Karl er samt ekki af baki dott- inn og skorar nú tvö mörk svo leikurinn stendur 6:3 fyrir Vík- ing. Auðséð var þó að Tékkarnir voru að ná yfirhöndinm í leikn- um og áður en langt er um liðið |hafa þeir skorað 3 mörk til við- , bótar og þar með jafnað leikinn í 6:6. Það sem eftir er ha fieiksins er leikið af hraða og snerpu og eftir frábæran leik skorar Karl 7. mark Víkings, en Tékkarnir jafna á sömu mínútunni og þann ig lýkur hálfleiknum. Tékkar ná vfirhöndiuni Björn Kristjansson skorar fyrir Víking þegar á fyrstu sek- i úndunum og tvær mín eru. ekki liðnar er Tékkarnr hafa jafnað j í 8:8. Tékkarnir gæta nú Karls vel og er 13 mín eru af síðari hálfleik er staðan órðm 8:12 fyrir gestina og stuttu síðar hafa Markhæsti maðurinn í Ieiknum við Víking var Vanécek. Hér á myndinni sést hann skora, eftir að hafa brotizt í gegnum vörn Víkinganna. þeir skorað 15:8. Sigurður Bjarnason og Karl skora næstu tvö mörk Víkings en 22 mín. eru af hálfleiknum stendur .leikur- inn 1Ö;17 fyrir Tékkana. Sólmundur fer x n þessar mundir úr Víkingsm^rkinu og hinn ungi mark.naður Vikings tekur markvörzluna og það sem eftir er leiksins skora Víkingar | aðeins eitt mark og var Pétur ! Antonssoi. þar að verki en Tékk ! arnir skora 5 mörk. Geysilegur ! hraði er kominn i leikinn, en j Víkingar verjast vel síðustu j mínúturnar og Pétur Antons og ! Karl skora sitt hvort markið og leikurinn endar með ótvíræðum sigri gestanna 22:13. I ' Á. Á. ÚrvaSsIið gegnj Tékkunum í kvöid í K V Ö L D kl. 8.15 mæta Tékkarnir úrvalsliði Reykja- víkur í handknattleik. Ekki er að efa að leikurinn verð- ur mjög tvísýnn og spenn- andi, því bæði er það, að Tékkarnir hafa vanizt hús- inu að Hálogalandi og úr- valsliðið ætti að vera mun sterkara en Víkingsliðið, sem Tékkarnir kepptu við í fyrra kvöld. Kátir karlar Eftir leikinn í fyrrakvöld bauð Víkingur tékknesku handknattleiksmönnunum til kaffidrykkju að Höll. —. Kom þar greinilega fram að Tékk- arnir eru hinir kátustu og fjörugustu karlar. Eftir að kaffi hafði verið drukkið var sungið við raust. Tékkarnir sungu þjóðlög og skemmti- söngva og Víkingarnir svór- uðu í sömu mynt . Góður Ieikur Einn af fararstjórum Tékk- anna, Krátký, sem er vara- formaður tékkneska hand- knattleikssambandsins, lét þá orð falla um að síðustu 10 mín. af fyrri hálfleiknum hafi verið bezt leiknar af beggja hálfu. Þá hafi fylgzt að hraði, samleikur og skot. í síðara hálfleiknum tókst Tékkunum að sýna nokkuð af getu sinni, sagði Krátský. Jóhannsson og Antonsson voru beztu menn íslenzka liðsins og áhorfendur voru mjög skilningsríkir. Pétur Antonsson, FH, sýndi ótvírætt styrkleika sinn í leikn- um við Tékkana. Hann er jafnvígur í vörn sem sókn og bygg- ir vel upp samleik. Hér sést hann skora, eftir að hafa ruglað Tékkana svolítið í ríminu. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) Ú tvegsmann afélag Reykjavíkur Aðalfundur ITtvegsmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í dag í Tjarnarcafé uppi kl. 2 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. ..íætið stundvíslega. STJÓRNIN. Ú tvarpsviðgeröir Tökum íneðal annars að okkur breytingar á bílatækjum og heimilistækjum, sem ekki hafa langbvlgju. Radíóverkstæðið VÉLAR & VIÐTÆKI BoJholti 6 — Sími 35124 íbuð til leigu 3 herbergi og eldhús í háum kjallara um 100 ferm. til leigu 15. þ. m. fyrir barnlaust fólk. Engin fyrir- framgreiðsla en einhver húshjálp æskileg. Tilboð ’eggist inn á afgr. blaðsins fyrir miðvikudagskvöld ■nerkt: „Austurbær — 1143“. 5 herb. íbúB Til sölu 5 herb. íbúðarhæð á hitaveitusvæði í Laugar neshverfi. Sér inngangur, sér hiti, ræktuð og girt lóð, lílskúr fyigir Útb. kr. 200—250 þús. Allar nánan upplýsingar gefur IGNASALA • REYKJAVIK • Ingóifsstræti 9B — Sími 19540. VARAHLUTIR Sætaáklæði (covers) nykomin í miklu úrvali fyrir Skoda 1200/1201, 440 og Octavia. Áklæðin eru mjög handhæg og má smeygja yfir sæti og bök bifreiðarinnar í nokkrum handtökum. Sendum um land allt. Biitur til leigu Nýr 150 rúmlesta bátur er til leigu nú þegar og leigist til loka næ.uu vetrarvertíðar. Báturinn er búinn kraftblökk. — Upplýsingar hjá Landssambandi ísl. itvegsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.