Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVNfíLAÐlÐ Sunnudagur 6. nóv. 1960 þá viðtöl við ýmsa kunna menn, þar á meðal unga- milljónarasoninn, John F. Kennedy, nýbakaðan öldunga deildarþingmann, og andstæð ing hans við forsetakjörið nú, Richard M. Nixon. — Slíka fortíð hefir víst engin forsetafrú átt — og svo er frú Kennedy svo ung — að- eins þrítug. ☆ Jackie Bouvier og Kennedy voru svo gefin saman í hjóna band í Newport í september 1953 — og vakti brúðkaups- veizla þeirra alþjóðarathygii. — Flest er ólíkt með Kenn- edy-hjónunum og Nixon- hjónunum, og svo var um brúðkaupið. Brúðkaup hinna síðarnefndu fór fram við fremur fátæklegar aðstæður í heimaríki Nixons, Kaliforníu — án þess að það vekti nokkra athygli út á við. m BREYTINGAR A FORSET ABÚ STAÐNDM golfíþróttinni betur en stjórn arstörfunum. ☆ Talið er, að Nixon-fjöl- skyldan muni, ef hún sezt að £ Hvíta húsinu, endurvekja hinar mikilfenglegu veizlur fyrir erlenda sendimenn, flokksmenn og ráðherra for- setans o. s. frv. — en hins vegar séu Kennedy-hjónin líkleg til að fylgja fremur venjunum frá forsetatíð Roose velts, og muni reyna að gera Hvíta húsið að samkomustað valins hóps leiðandi fólks í listum, vísindum og stjórn- málum Bandaríkjanna. » „TÍZKUSTRtP“ Og konurnar munu hafa vakandi auga á næstu for- setafrú, ekki sízt klæðnaði hennar, sem mun „gefa tón- inn“ bæði í hversdagsklæðn- aði og samkvæmistízku. — Þegar hefir brotizt út ofur- Hvor fjölskyldan flytur ÞAÐ er ekki svo ólíklegt, að hinir „kvenlegu" kjósendur í Bandaríkjunum komi til með að ráða úrslitum forsetakosninganna á þriðjudaginn. Samtals hafa nú 55,2 milljónir kvenna kosningarétt í Bandaríkjunum, eða um þrem milljónum fleiri en karlmenn — og þótt þær sæki kosningar yfirleitt talsvert verr en karlar, gera báðir frambjóðendur sér ljóst, að atkvæði veika kynsins geta ráðið úr- slitum — og því gera þeir hosur sínar grænar fyrir konunum með ýmsum hætti. — í þessu efni hefir móðir náttúra óneitanlega verið gjafmildari við Kennedy, frambjóðanda demókrata, sem þykir hafa svo mikið aðdráttarafl fyrir konur, að honum hefir verið skipað á bekk með kvennagullum eins og Rud- olf sáluga Valentino, Frank Sinatra og öðrum slíkum. — Því verður ekki neitað, að Jackie Kennedy verður býsna óvenjuleg forsetafrú — ef hún hlýtur þá stöðu. Það eru ekki nema átta ár síðan hin unga og fagra Jacqueline Bouvier var mjög umtöluð i samkvæmislífi höfuðborgar- innar, er hún starfaði sem En þótt fátt sé líkt með þessum tveim fjölskyldum, er víst, að lífið í Hvíta húsmu mun taka miklum breyting- um, hvotr þeirra sem kemur til með að ráða þar húsum eftir 20. jan. nk., er hinn nýi forseti héfir unnið embættis- eið sinn. — Frú Mamie Eis- enhower hefir þjáðst af hjartasjúkdómi undanfarin ár ‘og af þeim sökum orðið að takmarka samkvæmishald í forsetabústaðnum, svo sem unnt hefir þótt. Einnig hefir Eisenhower sjálfur, sem nú 9 NIXON HEFIR ANNAÐ „TROMP“ Nixon varaforseti og fram- bjóðandi repúblikana a óneit anlega erfitt uppdráttar í slíkri „fegurðarsamkeppni“ — en hann hefir annað tromp á hendinni. Hann á nefnilega konu, sem er líkleg til að heyja flokknum og manni sin um atkvæði í stórum stíl. — Hin vinsæla Rut Nixon er jafngömul eiginmanninum, 47 ára ,og eiga þau hjónin tvær dætur, Tricíu, 14 ára, og Júlíu, sem er 12 ára. —. í augum fjölda bandarískra kvenna er Pat Nixon imynd hinnar myndarlegu húsmóð- ur og ástríku móður, og þar með ágætlega til þess fallin að taka sæti hinnar virtu „fyrstu frúar“ landsins. ☆ Hin mörgu og öflugu kven- félög og kvennaklúbDar Bandaríkjanna setja heimilið og eflingu fjölskyldulífsins ofar flestu öðru, og eru þess vegna búin til fylgis við þann frambjóðanda, sem líklegast- ur er til þess að gera fjol- kyldulífið í Hvíta húsinu að sannkallaðri þjóðarfyrir- mynd. Og séð með hinum rannsakandi kvennaaugum er víst lítill vafi á því, að Nix- on-fjölskyldan uppfyllir flest ar kröfur í því efni. {% BEEIJURNAR OG HVÍTA IHJSIÐ Burtséð frá hinu við- |í kvæma deiluefni, trúmálun- um, getur fólk raunar ekki|| haft mikið út á Kennedy-p hjónin að setja. Þetta eru|;| sannkölluð myndar-hjón, sem eiga eina litla og fallega dótt; ur, Caroline, sem er þriggja ára — og svo er von á fjöig-|| un í fjölskyldunni einmitt | núna kringum kosningarnar. || Hér ættu því líka að vera §| skilyrði til fyrirmyndar-fjöl- §: skyldulífs, en — sannleikur- §§ inn er nú sá, að ótrúlega I; margir eru svo gamaldags, að I þeir fella sig ekki við tilhugs j unina um bleijuþvott og ann- að umstang við smábörn á < heimili forsetans. Svo er nú Kennedy-fjölskyldan, óaðfinnanleg það, að sagt er, að hin ungabarnableijur í Hvíta húsið . frú Kennedy sé ekkert sér- lega hrifin af formföstu sam- kvæmislífi — og allra sízt kvað henni vera gefið um að sitja í kaffi- eða te- samkvæmum með kjtnsystr- um sínum. Það er þá eitt- hvað annað með hana Pat Nixon, segja konurnar, sem auðvitað vilja gjarna súpa úr bolla við borð með forseta- frúnni. Þá þykir mörgum iíia viðeigandi, að forsetafrúin gangi í síðbuxum og peysu — en þannig kvað frú Kennedy helzt klæðast hversdagslega. og þó. Sumir vilja ekki í Hvíta húsið? blaðamaður, teiknari og ljós- myndari við blaðið Washxng- ton Post. Hún hafði fastan þátt í blaðinu, sem nefndist „Forvitna ljósmyndastulkan" og var mikið lesinn. Átti hún er orðinn elztur þeirra, er setið hafa á forsetastóli Bandaríkjanna, orðið að spara kraftana nokkuð — enda hafa margir brugðið honum um. að hann sinnti lítið „tízkustríð“ milli frúnna. Pat Nixon lýsti því yfir, aö hún kærði sig ekki um að láta bera sig saman við Jackie Kennedy, að því er klæðnað snerti, því að frú Kennedy færi á ári hverju til Parísar og keypti þar föt fyirr nær milljón króna. — Þessu svaraði Jackie Kenn- edy ofur blíðlega þannig, aö Pat Nixon gengi nú reynd- ar í Arden-kjólum, sem kost- uðu yfirleitt um 50 þúsund krónur stykkið — en það gæti þó vel verið, að frúnni hefði tekizt að krækja sér í þá fyrir talsvert lægra verð! j Frá Æskulýðs- ráði Akraness A SÍÐASTLIÐNU sumrí skrif. aði stjórn Íþróttabandaíags Akraness til nokkurra félaga og einstaklinga á Akranesi, er með æskulýðsmál hafa að gera. með það fyrir augum að stofna æsku lýðsráð og reyna að koma á tómstundavinnu fyrir unglinga, svipað og tíðkast í öðrum bæj- um. Málið fékk góðar undirtektir hjá hinum ýmsu aðixum, er komu sér saman um undirbún. ingsstjórn, sem þannig er skip- uð, Guðmundur Sveinbjörnsson, form. Njáll Guðmundsson og Bragi Þórðarson, til að hrinda málinu í framkvæmd. Nú hefur verið ákveðið að tómstundavinna unglmga, er fyrst um sinn verður fyrir 11 ára og eldri, hefjist mánudags- kvöldið 31. okt. nk. kl. 3. í Fe- lagsheimili templara og eru öil börn er hugsa sér að sækja tóm- stundakvöldin, beðin að rnæta þar. Þar mun einnig mæ.a Jón Pálsson, tómstundakennari f i á Reykjavík. Ætlunin er að tómstunda- kvöldin verði tvisvar í viku fram að jólum, á mánudögum og fimmtudögum kl. 8—10 sd. og verði þar veitt tilsögn í bast og tágavinnu, flugmódelsmíði, með ferð ljósmyndavéla og fri- merkjasöfnun. Forstöðumaður verður Loftur Loftsson, handavinnukennai'i og mun hann jafnframt leiðbeina í bast, tágavmnu og flugmódei- smíð’i, meðferð ljósmyndaveia, svo og framköllun ljósmynda mun Jakob Sigurðsson annast, Frh. a bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.