Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 3
r
Sunnudagur G. nóv. 1960
MORGVUVl/ATHÐ
3
Þegar rafstraumnum er hleypt á ræðst kötturinn með grimmd á rottuna.
Áhrif rafstraums
Sr. Jón Auðuns, dómprófastur:
Vegur allra sálna
TVÆB fornar kirkjuhátíðir falla
á fyrstu dagá þessa mánaðar:
Allra heilagra messa, mmningar
dagur dýrlinga og helgra manna,
1. nóv., og Allra sálna messa,
minningardagur allra framlið-
inna, 2. nóv. Víðast eru þessar
hátíðir haldnar nú á fyrsta
sunnudegi í nóv. Sá dagur er i
dag.
Allra sálna messa er í huga
þeirra, sem hana viija muna, há-
tíð minninganna um vini, sem
af jarðneskum heimi eru farnir.
Dagur minninga og bæha í senn.
„Svipþyrping sækii^ þing i
sinnis hljóðri borg“, segir Gr.
Thomsen í kvæðinu um endur-
minninguna, hana sem „gleðina
jafnar, svæfir sorg“. í hljóðan
huga þyrpast mmningarnar um
þá, sem fóru Þeim mun fleiri
minningar, sem á ævina líður og
fleiri vinir hafa kvatt. Þær
kveðja hljóðlega dyra og koma
inn eins og gamlir. kænr gestir,
eins og vinir, sem gleymast oft
í argi og þrasi daganna, en koma
nú til að minna hjartáð á hluti,
sem það má ekki gleyma.
En þegar þeirra er minnzt,
sem engill dauðans leiddi á sín-
um tíma yfir laidamærm, ger.
ist mannshugurinn spuruil, spur-
ulL um sín eigin örlög og vin-
anna, sem hurfu.
Þú skált ekki spyrja, trúðu
aðeins, — er þrásinnis sagt. Þeir
um það, sem það geta gert, en
hver má banna öðrum, sem aðr-
ar leiðir verða að fara? Getur
barnshönd stöðvað fossafarl?
Getur veikur maður bundið
storminn?
Menn vitna til heilagrar Ritn- •
ingar um það, að eftir dauðann
sé ekki um þróun að ræða. í
andlátinu séu endanleg örlög
mannsins innsigluð, eftir það
vérði engu breytt.
Fyrir nokkrum árum háðu
danskir kirkjumenn deilú. Kunn
ur guðfræðingur hafði vegið
mjög að hugmyndinni um ódauð
leika sálarinnar og látið uppi
fullar efasemdir um hann. Marg
ir kirkjumenn lögðu saman í
bók til andmæla, en flestir
þeirra töldu það ókristilegt með
öllu og óbiblíulegt. að gera ráð
fyrir þróun mannssá.arinnar
eftir dauðann.
NOKKRlH vísindamenn við
New Vork State Psychiatrie
Institute hafa reynt að finna
hvernig heilinn stjórnar vöku,
vörn eða flótta dýra, sem
komast í hann krappann. Ný-
lega sögðu þessir vísinda-
menn frá tilraunum sinum á
fundi hjá félagi bandarískra
taugafræðinga.
Við tilraunirnar notuðu
þeir kött og rottu, sem voru
hinir ágætustu vinir Þeir
komu endum grannra málm-
Góðir vinir í sama búri. t heila
kattarins eru þræðirnir.
þráða fyrir í dyngjubotni
(hypothalmus) kattarins, en
það er sá hluti heilans, sem
stjórnar hitastigi, blóðþrýst-
ingi og fleiru.
Því næst var ket.tinum
hleypt inn í búr þar sem rott-
an var fyrir. Það fór vel á
með þeim unz rafstraumi var
hleypt á vírana. Hóflegur
straumur olli þvl, að köttur-
inn réðist á rottuna, en væri
straumurinn aukinn, fhiði
hann hana. Með því að fiytja
þræðina fundu vísindamenn-
irnir, að það svæði í heila
kattarins þar sem straumur
olli flótta var mun stærra en
það svæði þar sem straumur
olli vígamóði.
Brúarsmíbin stöBvaðist á
miðju sumri
Þorsteinn Guðmunásson segir fréttir
úr Suðursveit og Hornafirði
ÞORSTEINN Guðmundsson,
hreppstjóri á Reynivöllum í
Suðursveit, lítur stundum
inn á ritstjórnarskrifstofur
Morgunblaðsins þegar hann
er á ferð í höfuðborginni. —
Blaðið hefur engan fréttarit-
ara í Suðursveit og notum
við því ætíð tækifærið þegar
Þorsteinn kemur og spyrjum
hann spjörunum úr. Er Þor-
Steinn leit inn fyrir nokkr-
um dögum sagði hann okkur
m. a. þannig frá árferði,
skepnuhöldum og fram-
kvæmdum í Hornafirði:
Sumar kom með sumri
— Það hefur verið ágætf að
búa í sumar. Voraði snemma og
mátti heita að sumar kæmi með
sumri eða jafnvel fyrr. Fé var
sleppt á Krossmessu, en því hef-
ur maður ekki átt að venjast.
Gekk féð vel fram, tíðarfar var
gott um sauðburð og lamba-
dauði enginn. Var með heldur
meira móti tvílembt 1 vor
Hey með mesta móti
Gras spratt vei og snemma og
var töluvert af túninu slægt upp
úr miðjum júní. Hófst sláttur
lega þeir, sem höfðu nógan véla-
kost. En 1. júlí brá til oþurrka,
sem stóðu til 20. júlí. Áttu marg-
ir bændur mikið hey laust þegar
óþurrkarnir hófust og lenti það
í talsverðum hrakningum. Var
okkur ekki fanð að lítast á og
héldum við að enn eitt óburrka-
sumarið væri komið. Um 20. júli
breyttist þetta og siðan hefur
verið ágætis tíð. Höfðu margir
bændur lokið heyskap um 20. á-
gúst Heybirgðir eru með mesta
móti og heyin sæmileg þrátt fyr-
ir óþurrkakaflann.
Fallþungi dilka
með betra móti
Fé gekk vel fram og var fall-
þungi dilka með betra móti i
minni sveit a. m. k. Voru kropp-
arnir víða 13 til 14 kg til jafn-
aðar.
Mikið kartöflumagn
nokkuð misjöfn, léleg í sand-
mesta móti, en uppskerar. varð
görðum, en annars staðar ágæt.
Voru kartöflusendingar til kaup
félagsins svo miklar. að félagið
gat ekki tekið við nema helm-
ingnum. Verða bændur að sitja
uppi með hitt, en eitthvað verð-
ur tekið um áramótin. E.- erfitt
að þurfa að geyma kartöfiurnar
heima, því menn hafa ekKÍ góð-
ar geymslur.
Brúargerð stöðvast
— Helztu framkvæmdir?
— I sumar var byrjað á brú-
argerð yfir Hornafjarðarfljói
Var lokið við að byggja allarund
irstöður um miðjan ágúst, en þá
voru bitarnir í brúna ekki til-
búnir þg varð því að hætta við
verkið að sinni. Sennilega hefði
brúin komizt á i haust, ef ekki
hefði staðið á að fá bitana smíð-
aða í Reykjavík. Þótti mönnum
hið mesta mein, að verkið skyldi
stranda á miðju sumri, og voru
brúarsmiðurinn og aðrir sem
með honum unnu sérstaklega
leiðir yfir því. Einnig hafði ver-
ið gert ráð fyrir að brúin kæm-
Framh. á bls. 23
almennt um 20. júní. Voru þá
þurrkar í vikutíma og menn
Vegna þess hve vel voraði var
land snemma brotið til kartöflu-
náðu inn töluverðu heyi, sérstak ræktar. Var sett niður með allia
Hvar sem þetta kann að vera
kennt og hvar sem stoð þess
kann að mega finna í fornum
helgiritum, snúast hugsandi
menn gegn slíkum hugmyndum.
Þeir benda á, að brotleg og beisk
erum vér öll, þegar jarðlífin'.i
lýkur, — jafnvel hinir göfugustu
menn, og neita að trúa því, að
eftir þennan örstutta spöl á
jörðu eigi .mafinssálin sér enga
von þróunar og vaxtar.
Er hægt að trúa því, að barn-
ið, sem andast nýfætt, eigi um
eiiífð að halda áfram að vera
óviti, og það eins þótt pað hafi
af mistökum manna verið svipt
þroskamöguleikunum, sem jarð-
lífið átti að veita því?
Dettur nokkrum í hug í al-
vöru, að glæpamaðurinn haldi
alltaf áfram að vera glæpamað-
ur, grimmdarseggurinn um ei-
lífð grimmur, fávitinn um eilífð
fáviti, barnið sem deyr á frum-
stigi jarðlífsins, ávallt barn?
Frá þessum úreltu hugmynd-
um snýr sér hugsandi mað ur.* F.r
hitt ekki sennilegra, samræmara
hinni kristnu trú á alrráttugan
og algóðan Guð, að í dauðanum
sé framundan sálunni ósegjan-
lega mikil vegferð, skólaganga
með sigrum og ósigruni erfiði
og gleði um heim af heimi, um
himin af himni, unz hið lága,
dýrslega hefir ummyndast í
deiglu nýrrar og nýrrar reynsiu
til þeirrar dýrðarmyndar sjálfs
Krists, sem Ritningin segir aS
Guð ætli oss að lokum að ná?
Leiðin er iöng, breyzkum og
brotlegum manni, upp í heilag-
leikans svimandi, háu hæðir en
að hinu dýrlega lausnarverki
vinnur Krists-kærleikurinn í
öllum heimum tilverunnar.
Hvert ljós, sem á hinni miklu,
löngu leið er kveikt, er endur-
skin af kærleikssól Hans, sem
fæðingu sinni til jarðarinnar
gerðist fátækur vor vegna.
Á þeim vegi eru vinirnir sem
Allra sálna messa minnir oss á.
Af eigin ramleik göngum hvorki
við né þeir þann veg. En milli
endimarka ómælisvíddanna er
að verki endurleysandi kærleik-
ur Krists. Hinn gamla veg, sem
dulspekingar löngu liðinna alda
kenndu, hinn þrefalda, heilaga
veg: Veg hreinsunarinnar, veg
upplýsingarinnar og veg eming-
arinnar við sjálfan hinn æðsta,
eilífa Guð, verða allar sálir að
ganga. En einn gengur enginn
veginn, einmana engin sál
Leiðarmerkin eru mórg, en öll
eru þau endurskin af sól hans,
sem vakir yfir vinunum, sein
vér minnumst í dag.