Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUIVBLAÐIb Sunnuðagur 6. nóv. 1960 Framfarir í baraftunni gegn bakmeini, iskías og drepi MEÐAL algengustu meina, sem herja svo á menn, að til veru- legs þjóðarskaðá teljist, eru bakmein ýmis konar. Þau herja einkum á fólk á framkvæmda- aldri og eru engin mein þein. tíðari nema tannskemmdir og kuldakvillar. Bakmein, — t. d. hryggtak (þursabit í alg. ísl.) þjótak (Ischias) og hnakkarígur — eru meðal viðfangsefna réttilækn- ingafræðinnar (orthopaediu). Framfarir hafa orðið mjög örar í þeirri fræðigrein undanfain ár og hefur sænskur prófessor, að nafni Lennart Hult, nýiega dreg ið saman nokkurn fróðleik til þess að veita mönnum einhverjo yfirsýn yfir þær framfarir. Bírt ist hér í lauslegri þýðingu úr- dráttur úr greinargerð Hults. Sýklavörn, svæfing og röntgen geislar Réttilækningafræðin fjaliar um mein — vansköpun, sjúk- dóma og áverka — í beinum, liðum og vöðvum. Hún fjallaði áður fyrr að miklu leyti um m eðferð bæklaðra barna. Til þessa á orðið orthopaedia, sem er hið latneska nafn hennar, rót sína að rekja, en það er komið af grisku orðunum orthos, sem þýðir bein og pais, sem þýðir barn. Forn-Grikkir kunnu nokkur skil á réttilæknmgafræði Hippo krates frá Kos var vafalaus dá- góður réttilæknir, t. d. var með- ferð hans á lokuðum beinbrot- um og þjótaki i góðu samræmi við það, sem nú gerist og jafn- vel til fyrirmyndar. Engu að síður urðu framíarir litlar þar til í lok nítjándu aldar, með til- komu sýklavarna, svæfinga og röntgengeisla. Berklaveiki og lömunarveiki Beinberklar og liðberklar voru mjög algengir, en hafa nú orðið að láta í minm pokann, eins og aðrar tegundir berkla. Meðferð sjúkdómsins hefur tekið miklum framförum Áður urðu sjúkiing- ar a liggja rúmfastir í gipsi ] mánuðum og jafnvel árum sam- an, en nú er skorið til meinsins og rúmlegan er jafnmargir mán uði eins og áður voru ár. Lömunarveikin var áður drjúgur þáttur réttillækninga- fræðinnar, en nú standa vonir til þess, að veikin muni nær al- veg hverfa með bólusetningu.Og þeim mönnum, sem veikina taka, er reynt að koma aftur til heiisu með markvissri þjálfun, flutn- ingi vöðvafestinga liðaaðgerð- um og stoðumbúðum. og þjarmar að mænunni eða taugarótum. Við þjótak stafar sársahkinn t. d. af þvi að flísin þrýstir á rót setttaugarinnar. Meðferð hryggþófahauls er með ýmsum hætti. Stundum er gripið til hnífsins, en oft hafður annar háttur á, og nú vita lækn- ar gjörla hvaða sjúklinga ber að skera og hverja ber að lækna án skurðar. í hlutfalli við hina mörgu, sem fá hryggþófahaul leggjast fáir undir hnífinn. En hvað veldur þessari hrygg- Röntgen mynd ý-s; ' ^ sem sýnir hvern -á4p| ig nj.gli hefur verið rekinn gegnum endi langan brotinn iærleggsháls að halda honum saman. Þjótak og hryggjaþófahaull (Ischias og Discus Prolaps) Bakverkir, t. d. hryggtak og þjótak, hafa margan hrellt, en til skamms tíma hefur lítið ver- ið vitað um orsakir þeirra. Það var vitað að bakverkir gátu stafað af hryggjarliðsbroti, bó!g um, berklum, æxlum o. s. frv. en oft fundust engar slíkar or- sakir að verkjunum. Þá var tal- að myrku máli um gigt, vóðva- bólgur og taugabólgur. Árið 1934 komust hinir banda rísku læknar Mixter og Barr að raun um að hryggþófahauil væri algeng orsök þjótaks. Hryggþófarnir eru brjóskflögur milli hryggjarliða. Við hrygg- þófahaul losnar brjóskflís úr þófa, ýtist aftur í mænuganginn SL. föstudag fn.ítisýi. A Þjóðleikhús’ð gamanleik Moliérer cg Dandin og var s\ ,-,ini forkunnar- vel tekið. Þetta er léttur og skemmtilegur gleðileik- ur, þar sem fléttað er inn i fjörugum söngvum og dönsum. Söngvarnir eru eftir Thomas Birth, en dansa.nir eru samdir af Bryndísi Schram. Sérstaka athygli vakti listræn leik- stjórn Hans Dahlin og vai hann óspart hylltur í lok sýningar. — Myndin er af Haraldi Björnssyni og Arn dísi Björnsdóttur í hlut- verki greifahjónanna i leiknum. þófahrörnun og hvernig má tak- ast að koma í veg fyrir hana? Já — þá hhot hafa læknar ekki brotið, en það má vera nokkur huggun, að þeir geta firrt flesta sjúklinga miklum þrautum og venjulega gert þá vinnufæra, enda þótt þeir fái ekki aiitaf stundað sín fyrri störf. Mjaðmarliður úr málmi. Læknar vinna nú að mikium rannsóknum á meinum í mjöðm, einkum á sliti t mjaðmariið og broti á iærleggshálsi hjá eidra fólki. Slit í mjaðmarlið eru nokkuð tíð með mönnurn, sem hafa náð fimmtugsaldri og hef- ur það oft í för með sér, að sjúklingurinn verður þjáður, stirður til gangs og óvinnufær. Ýmsar aðferðtr hafa verið reyndar til úrbota, en árangur verið misjafn. Að áliti margra lækna, gefur festing mjaðrnar- lið bezta raun, en sá hængur er þar á, að meinið verður að vera einhliða. Því miður er það oft báum megin. Þegar svo ber við hefur verið reynt að gera við mjaðmarliðinn með því að láta gervi-líffæri úr málmi koma í stað hins slitna lærleggshöfuðs. Með þeirri aðferð hefur rúmur helmingur sjúklinga fengið bót meina sinna og vonast er til að nýjar lausnir megi finnast sem færi enn fleiruni varanlega bót. Lærleggshálsinn Brot á lærteggshálsi eru mjög algeng með eldra fólki og þeim mun enn fjölga vegna hækkunar meðal aldurs og fjölg unar í hærri aldursflokkum. Fyrir árið 1930 hlutu nær all- ir örkuml, sem urðu fyrir slíku broti, en þá loks fannst aðíerð, sem bar allgóðan árangur. Nagli var rekinn gegnum lær- leggshálsinn endilangan og brotið fest þannig. Þá var álitið að vandinn væri leystur að fullu, en í ljós kom, að blóðrás til lærleggshöfuðs hafðí stund- um skaddast svo við áverkann, að höfuðið hlaut að skemmast. Þegar svo ber við verður að láta lærleggshöfuð úr málmi í stað hins skemmda. Nýlega hefur fundizt ráð til þess að finna þessa blóðrásar- sköddun þegar eftir slysið og til mála getur komið. að láta málm höfuð koma í stað hins van- nærða höfuðs þegar frá upphafi. Ekki aflimun Frá fornu fan hefur mönnum staðið stuggur af drepi eða hold fúa, sem stafar af tregri b óð- rás í fæti vegna æðakölkunar eða sykursýki. Fyrrum var fót- urinn þá oftast tekinn af, jaín- vel um læri, en sá böggull fy'-gdi skammrifi, að sjúklingar voru flestir gamlir gátu ekki lært að nota gervifót og urðu þvi að láta fyrirberast i hjólastól. Nú er reynt að láta þessa sjúklinga nota gervifætur reglu. lega í stað þess að láta þá liggja rúmfasta. Með því móti tekst oft að örva blóðrásina, svo að drepið læknast eða minna þarf að taka af fætinum. Tíðum er blóðrásartregðan bundin við hluta lærslagæðar. Þá má taka Prófessor Lennart Hult hinn skemmda æðarbút og láta bút í staðinn. Með þessu hafa iæknar fengið fulla ástæðu til þess að hika áður en þeir taka fót af sjúklingi, sem fengið hef- ur fótfúa. Lára Eðvarðsdóttir Sjötug Á MÁNUDAGINN kemur verð- ur hún Lára Eðvarðs, eins og við Sr. Björti Theo™ dore Sigurðsson látinn Á ÞRIÐJUDAGINN 2. ágúst lézt á sjúkrahúsi í Bismark, Nortn Dakota, séra Björn Theodore Sigurdsson, 53 ára að aldri. Hann var fæddur í Seattle, sonur hinna merku hjóna, séra Jónasar og frú Stefaníu Sigurdsson, sem nú eru bæði látin. Séra Theodore hlaut menntun sína í Saskatc- hewan Seminary í Minneapoiis og var prestvígður 1934. Það ár varð hann eftirmaður föður síns sem prestur Selkirksafnaðar. Síð ar þjónaði hann lúterskum söfn uðum að Lundar og Mountain. Hann dvaldist um skeið á íslandi og kvæntist hér Jóhönnu Sigur- jónsdóttur og lætur hann eftir sig einn son, Hannes; eina systur, Elínu Kjartansson og bróður. Jón lækni Sigurdsson. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni íslenzku í Selkirk; for- seti Kirk j ufélagsins, séra Eric Sigmar, flutti kveðjumál. — Sérá Theodore var gáfumaður, vel að sér í íslenzkum bókmenntum og mælskur með afbrigðum. Hann hvílir við hlið foreldra sinna í grafreitnum í Selkirk. köllum hana heima á ísafirði sjötug, og það er ekkert skjali þegar við segjum við hana, að hún sé alltaf eins og þegar við sáum hana fyrst fyrir nær 3 tug- um ára. Hún er enn jain tein- rétt og svipmikil jafn hress og kát og áhuginn og dugnaðurinn þegar hún vinnur að hugðareín- um sínum er enn hinn sami. Lára er borin og barnfædd á ísafirði, dóttir Eðvarðs Ásmunds sonar kaupmanns þar og Sigríð- ar konu hans. 1918 giftist hún Eliasi Pálssyni, kaupm. og • er heimili þeirra alþekkt fyrir gest. risni, rausn og mv.idarskap. Kjörsonur þeirra er Sveinr. Eiías son, skrifstofustjóri hér í Reykjavík og fósturdóttir frú Guðbjörg Kristjánsdóttir, einnig búsett hér. Eins og að líkum lætur er Lára flestum kunnugri sögu ísafjarðar frá aldamótum og er gaman að heyra hana segja frá hvernig eitt og annað var þá og síðan. Yfir frásögn Láru af þekktum minningum er einhver æfintýraljómi, eins og mér virð- ist raunar vera hjá flestum sem eiga minningar frá ísafirð’. Ég veit ekki hvernig á því stendur, en það virðist eins og -fleira frá- sagnarvert og skemmtheg! hafi gerzt þar en víðasx annars staðar. Lára hefir starfað mikið að menningar. og líknarmálum, bæði í Goodtemplarareglunni og kvenfélögum og orðið vel á- gengt. Því þótt skoðanir nennar séu oftast ákveðnar og fast mót. aðar, þá er hún svo laus við öfgar og ofstæki að' fátítt er. Lára er kristin vel og áhugasöm um trúmál, en fáa hef ég þekkt, sem hafa lifað betur eftir þeim sið, sem er eldri á Islandi en kristnin, að bregða sér lítt við áverka, og fáa duglegri né vilja- sterkari við að sigrast á afleið- ingunum. Um leið og ég óska afmælis. barninu hjartanlega tii ham, ingju, vil ég þakka henni kær. lega fyrir allar ánægjulegu sam- verustundirnar, sem við höfum átt með henni og fjölskyldu hennar, og vona að liún megi lengi enn vera með ok-.ur hress og kát. K. J. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.