Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 6. növ. 1960 ekki að snerta jörðina . . . Eg eiska þig . . . elska þig . . . elska Þig • . . í mömmu sporum hefði ég ekki gelað staðizt þetta. Og það gat hún heldur ekki. Hún lét undan hún fyrirgaf og hún varð frú Barrymore. II. Fyrstu æviárin mín eru líkust tuskuteppi samsettu úr allskonar stöðum og andlitum — ruglings leg mynd, til orðin fyrir sífelld umskipti hjá foreldrum mínum í byltingarkenndu hjónabandi þeirra, þar sem þau flýðu hvort annað í víxl og flýðu svo aftur hvort til annars. Fram að fimm ára aldri, er allt í þoku fyrir mér. En í leit minni að sjálfri mér á þeim árum, hefur mér tek- izt að þræða saman þessi ár, sem verða einna líkust leiksviðsbún aði, sem bandvitlaus listamaður hefur búið til. Eg var ekki nema fárra mán aða, árið 1921, þegar Lionel frændi fylgdi mömmu í íeikhúsið á frumsýninguna á leikritinu hennar, Tunglskini, þar sem John og Ethel Barrymore léku aðal- hlutverkin. Eftirspurnin eftir að göngumiðunum var slík, að sæti framarlega í húsinu komust upp í 75 dollara hver tvö. Eftir því, sem mamma vildi halda fram, fipaðist Ethel frænku í textan um, og Lionel frændi vaxð að taka á öllu sínu, til þess að af- stýra fjandskap í fjölskyldunni, næstum áður en fyrsta þætti var lokið. Hver sem ástæðan hefur verið, var þetta lausarímsleikrit mömmu hlegið niður á Broadway. Einn leikdómarinn hafði þessa fyrirsögn fyrir dómi sínum: „Æ, guð minn góður!", en annar skrifaði: „málið . . . hamraði á hljóðhimnurnar með vaxandi ringulreið, eftir því sem leið á kvöldið". Mamma varð auðvitað bálvond. — í>essir fábjánar! æpti hún. Pabbi skrifaði blöðun um bréf og hundskammaði leik- dómarana — og svo fóru þau bæði til Evrópu til þess að gleyma. í París komust þau í hörkurifrildi, og loks þaut mamma til Spánar en pabbi til Sviss, til þess að klífa Mont Blanc. Hálfum mánuði seinna fór hann samt til hennar í Feneyjum og fann þá, að ungt skáld var þar alltaf áhælunum á henni. Pabbi varð auðvitað fokvondur, en það var samningur þeirra milli að fást ekki hvort um annars líf- erni. En hans tími kom nú samt, þegar degi hallaði; þá voru þau vön að hittast undir andvarpa- brúnni, og hann faðmaði hana að sér svo að þau gleymdu bæði af- brýðisemi sinni. Seinna, í Biarritz, þangað sem pabbi fór með okkur öll, varð rifrildi, sem lengi var í minnum haft. Hávaðinn vakti Leonard, sem þá var ellefu ára. Mörgum árum seinna sagði hann mér, að þeirrj nótt gæti hann aldrei gleymt. Eg lá steinsofandi í rúmi mínu og ungfrú Gerdes, fóstran okkar, var líka í fasta svefni. Það var komið fram yfir miðnætti og Leonard, sem saknaði pabba síns afskaplega, lá í rúminu sínu vak andi með endurminningar sín- ar. Þegar pabbi var að draga sig eftir mömmu hafði hann heyrt stúlkurnar vera að pískra saman frammi: „Nú er þessi indælismaður, hann hr. Thomas farinn í stríðið, og á meðan er hún að dingla við þennan Barry more ..." Hann hafði alltaf vitað, að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Pabbi hafði árangurslaust reynt að hæna hann að sér. Hann gaf honum tin dáta — sem Leonard fleygði í öskutunnuna — og hann fór með hann út að fiska og beitti fyrir hann, en Leonard lét það verða sitt fyrsta verk að fleygja beit unni af önglinum. Nú fór hávað inn í þeim svo í taugarnar á honum að hann fór á fætur, klæddi sig, tók lökin úr rúminu sínu og lét sig síga út um glugg ann til jarðar. Mestalla þá nótt gekk hann fram og aftur um dimmar, manntómar göturnar í Biarritz, grátandi. Þegar hann svo kom aftur seinna og læddist inn í herbergið okkar, var allt orðið kyrrt. Foreldrar mínir sváfu eins og englar og við Robin sömuleiðis. Enginn hafði saknað hans. Svo grét hann dálítið meira. í Parls gengu pabbi og mamma fram af alþjóðaklíkurmi með klæðaburði sínum. Þau komu í samskonar fatnaði úr .silki og flaueli, pabbi í flauelisbuxum en mamma í eins litu flauelispilsi, bæði voru með samskonar barða stóra hatta. sem þau létu hallast eins, bæði með flibba með odd hvössum hornum, sem pabbi hafði fundið upp — og seinna voru þekktir undir nafninu Barry more-flibbar — og loks samskon ar flaksandi hálsbindi. Stundum kom mamma í klæðskerasaumuð um smókingjakka úr flaueli, í flauelispilsi og með perlufestina sína frægu. Málningin á henni var stundum glannaleg, t.d. mál aði hún augnabrúnimar svo gíf urlega, að þær minntu mest á svöluvængi og náðu alveg út á gagnaugu. Afbrýðisemi pabba gerði hann friðlausan. Eitt kvöldið var hann að dansa við mömmu og snar- sneri sér þá allt i einu að manni, sem átti sér einskis ills von, en hafði brosað til hennar, og hvæsti: — Eigið þið vingott, hvort við annað? Út með það! Er það hann? Þetta gekk svo fram af henni, að hún yfirgaf hann aft ur, en sendi honum þó kveðju- skeyti: „Vertu sæll, elskan mín. Eg veit nú loksins, að þú ert kvalinn af ímyndunum, sem enginn mann legur máttur getur losað þig við, og heldur ekki vakið skilning þinn á grimmdinni, sem þú sýnir mér, af því að þú þjá.st svo mik ið sjálfur". Pabbi æddi fram og aftur í tómri íbúðinni, skrifaði henni til finningasöm bréf: — Ó, elskan mín, trúðu mér þegar ég segi þér, að ég ligg við svefnherbergis dyrnar þínar og drekk eitur tár- anna sem ég hef valdið þér . . . Og hún kom þjótandi heim aftur. Þessu áberandi rifrildi þeirra hélt áfram. Einu sinni eftir ofsa legu sennu, lokaði mamma sig inni í baðherberginu og sagðist hafa tekið inn joð. Pabbi reyndi að mölva hurðina með höfðinu. Fáum mínútum síðar kom mamma fram, hin rólegasta, en. — f rúmið? Nei, góða mín. tJr því að þú vilt endilega fara í sumafrí — þá verðurðu að venjast að sofa í tjaldi! joðið stóð óhreyft á hillunni. Einu sinni hljóp pabbi út og til- kynnti, að hún gæti fundið líkið sitt í Seine. Að eigin sögn hljóp mamma á eftir honum, og eftir klukkustundar æðisgegna leit, fann hún, að hann hafði farið heim aftur, aðra leið og var stein sofandi uppi í rúmi. Svo stríddu þau hvort öðru. Ef pabbi kom of seint þangað sem þau höfðu mælt sér mót, var hún þar alls ekki fyrir. Þá gat hún staðið í dyrum hinumegin við götuna, og horft á hann í laumi, þar sem hann æddi fram og aft ur, bölvandi og fór að lokum burt. — Almáttugur! var hann til með að öskra, þegar hún sagði honum frá þessu á eftir. — Þú ert hreinasti sadisti! — Þú áttir ekki betra skilið, svaraði hún þá. — Eg vil ekki þurfa að bíða eftir fólki. Enn einu sinni yfirgaf mamma pabba, árið 1924, þegar við vor- um komin heim til Bandaríkj- anna. Rirfrildið hófst út úr kven- fólki — og fylliríi. Einn daginn fann mamma upp á því — lík- lega ekki með réttu — að fleygja öllu áfengi, sem til var í íbúð- inni. Næsta dag fann hún, að allt ilmvatnið hennar var horfið úr skápnum hennar. Hún gekk inn í svefnherbergi pabba. Þar stóð hann, óstögðugur á fótum fyrir framan spegilinn með næstum tóma ilmvatnsflösku í hendi-nni. — Guð minn góður, Jack! Ertu svona djúpt sokkinn? æpti hún í örvæntingu sinni. Pabbi gretti sig og skellti i sig síðustu lögginni. — Gott er það ekki, en það verður að duga, sagði hann. Svo glaðnaði yfir svipnum. — Eg er strax skárri. Og svo bætti hann við. — Þú fald ir allt fyrir mér — hvað átti ég að gera? í þetta sinn flýði mamma með Leonard — þrettán ára gamlan — til afskekktasta staðar, sem hún þekkti, Það var Algonqin- vatnið, fimm daga ferð á báti frá Quebeck, sem var næsti mannabústaður. Viku síðar var Leonard eitthvað að bjástra við hlóðaeld í rjóðri einu í skógin um. Þá heyrði hann mannsrödd og leit upp; og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þarna var pabbi að staulast gegn um undirskóginn, með fimm daga skegg, og þrumaði: — Fig, elsku Fig, hvar ertu? Mamma lét segj ast og þarna varð átakanlegur sáttafundur undir furutrjánum, og svo þriggja daga sæla, við veiðar og ást. Svo kom fjórði dagurinn, kald ur og votur. Mamma skipaði Leonard að fara í þykku nærföt in sín. Leonard aftók það. — Nú, hver andskotinn er þetta, Leon ard, gerðu svo vel og farðu und ir eins í þau, eða ég lem þig æpti pabbi. Leonard sat við sinn keip. — Þú verður að gegna hon um Jack, skipaði mamma. — Nei, svaraði Leonard ólundar- lega. Þá barði pabbi hann á aftur endann og það fast. Varirnar á Leonard skulfu. — Þú ert ekki pabbi minn, sagði hann gramur. — Þú átt ekkert með að berja mig! L á ð Markús vinnur mest alla nótt- ina við að skera út gervibeitur fyrir herra Blakely. — Hver fjárinn! Ert þú enn á fótum? — Já, og ég hefi þrjár ge”vi- beitur handa herra Blakelyi Næsta morgun. — Já, við höfum þegar pakk&ð farangri okkar, Markús og erum reiðubúin að fara, svo það er bezt að ég reyni gervibeiturnar áður en vélin kemur! — Ágætt .... Kastið beitunni rétt við bakkann, iátið hana liggja augnablik og rykkið síð- an aðeins í hana .... Gangi yð- ur vel! SHtltvarpiö Sunnudagur 6. nóvember “V 8.30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar: a) Forleikur að „Fjalla-Eyvindi** etfir Karl O. Runólfsson (Sin fóníuhljómsv. ísl.; Olav Kiel land stj). b) Tilbrigði eftir Arna Björns- son um rímnalag (Sama hljómsveit og sami stjórn- andi.) c) Sönglög eftir Kilpinen, sung- in af Gerhard Húsch. d) Konsert yfrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Sibelius (Ginette Neveu og hljómsveitin Fíl- harmonía í Lundúnum leika; Walter Susskind stjórnar). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Séra Jakob Jónsson. Organ- leikari: Páll Haldlórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Afmæliserindi útvarpsins um náttúru Islands; II: Móbergs- myndunin (Guðmundur Kjart- ansson jarðfr.). 14.00 Miðdegistónleikar: Ný tónlist frá Norðurlöndunum fimm (hljóðr. á kammertónl. í Stokk- hólmi 11 .sept.). a) Konsertína fyrir klarínettu og strengjasveit eftir Lars- Erik Larsson. b) Músik fyrir tíu hljóðfæri eft- ir Egil Hovland. c) Strengjakvartett nr. 4 eftir Erling Kjellsby. d) Tuttugu tóndæmi eftir Bo Nilsson. e) Fimm skissur fyrir píanó eft ir Fjölni Stefánsson. f) Strengjakvartett nr. 2 eftir Einojohani Rautavaara. 15.20 Endurtekið efni: Björn Th. Björnsson listfr. talar við As- miund Sveinsson myndhöggvara (Aður útv. 16.3. sl.). 15.45 Kaffitíminn: Þorvaldur Stein- grímsson og félagar hans leika 16.00 Veðurfregnir. 16.15 A bókamarkaðinum (Vilhj. í*. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir): a) Ævintýri litlu barnanna. b) Samtalsþáttur: Arni og Kalli ræða áhugamálin. c) Leikrit: „Ævintýraeyjan"; I. þáttur. — Leikstjóri: Steindór Hjörleifsson. d) Framhaldssagan: „Ævintýrl 1 sveitinni“ eftir Armann Kr. Einarsson; VI. (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Guðmundur W. Vilhjálmsson lögfræðingur velur sér hljómplötur. 19.10 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Musterin miklu 1 Angkor; III. erindi: Gullöld Guðkonunga (Rannveig Tómasdóttir). 20.35 Musica sacra: Frá tónl. í Dóm- kirkjunni 10. okt. — Flytj:. í>ur- íður Pálsdóttir, Einar Svein- björnsson, Ingvar Jónasson, Pét- ur Þorvaldsson og Ragnar Björnsson. a) „Herr, auf dich traue ich", sólókantata fyrir sópran, tvær fiðlur, knéfiðlu og orgel eftir Buxtehude. d) Gotn- esk svíta fyrir orgel eftir Boéll- mann. 20.55 Spurt og spjallað í útvarpssal. — Þátttakendur: Asgeir Péturs- son deildarstj., Benedikt Grön- dal alþm. .Magnús Torfi Olafs- son blaðam., og Þorvarður Orn- ólfsson kennari. — Sigurður Magnússon fltr. stj. umræðum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög: Heiðar Astvaldsson vel ur lögin. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 7. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns- son ritstjóri fer með hljóðnem- ann að Miklholtshelli í Flóa . 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir unga hlustendur: „Forspil** bernskuminningar listakonunnar Eileen Joyce; III. (Rannveig Löve). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson, 20.00 Um daginn og veginn (Þór Vil- hjálmsson lögfræðingur.) 20.20 Einsöngur: Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Edvard Grieg; Fritz Weisshappel leikur undir. 20.40.Leikhúspistill (Sveinn Einarsson) 21.10 Tónleikar: Isolde Ahlgrimm leikur á harpsikord prelúdíur og fúgur eftir Bach. 21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; III, (Ragnheiður Hafstein þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guí$- mundsson). 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.